Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 8
20
TÍMINN
FIMMTUÐAGUR 20. maí 1971
ROBERT MARTIN:
BYSSA TIL L2IGU
andvarpandi og tók sér sæti enn
á ný. — Ég er þreytt.
Jim horfði á hana um stund og
langaði heil ósköp til að spyrja
hana, að hve miklu leyti samvinna
hennar við Sam Allgood væi’i.
hreint og beint þjónustusamband
og ennfremur hvar þau hefðu ver-
ið saman á liðnu kvöldi. En hann
sat á sér og gekk í átt til dyra.
— Eruð þér að fara? spurði
hún.
Jim svaraði með höfuðhneig-
ingu.
— Verið þér sælir, herra Benn-
ett.
— Verið þér sælar, sagði hann
hálfdapur.
----------------------------------j
38
nú dauður, og lögreglan er búin
að taka Joyce í vörzlu sína.
Marianne tók fram í fyrir hon-
um með því að lyfta hendi.
_ Já. Ég veit það, sagði hún.
— Lögreglan skýrði mér frá
þessu í morgun. Ég frétti, hvað
þér hefðuð aðhafzt, herra Bennett,
og ég er yður f jarskalega þakklát.
— O, sei-sei. Það var ekkert
annað en það, sem hlaut að fylgja
með í starfi mínu, muldraði Jim.
— Ilver er skuld mín við yður?
— Við sendum yður reikning.
Hún svaraði með smávegis höf-
uðhneigingu. Nær því enginn óm-
ur af umferðargnýnum úti fyrir
barst inn. Skrifstofan var eins og
eitthvert sérstakt kyrrðarríki,
hressandi svalt og fjarrænt.
Marianne Donati spratt fyrir-
varalaust á fætur og gekk út að
glugganum. Hún sneri baki að
Jim, sem starði eins og bergnum-
inn á fullkomið sköpulag hennar.
Á þessari stundu var sér-
hver vitund um örum þakið andlit
algerlega máð á brott úr hugskoti
háns.
— Það á að jarða Pete á mánu-
daginn kemur, sagði hún svo lágt,
að það varð naumlega greint.
Jim stóð á fætur og stikaði hægt
eftir mjúku teppinu, þar til hann
stóð beint fyrir aftan hana. Hann
lagði hendurnar á axlir hennar og
fann sig þrýsta á dúnmjúka húð-
ina undir örþunnum kjólnum.
— Mér verður illt áð hugsa til
þess, byrjaði hann hásri röddu.
Hún sneri sér hægt við, og hann
lét hendurnar síga. Nú, þegar
hann sneri baki í hina sterku
birtu, virtust andlitslýti hennar
alveg horfin, og fegurðin, sem
hann grunaði ætíð, að byggi und-
ir hinni hrjóstrugu grímu, skein
blátt áfram af þessari þokkafullu
konu. Það blikaði á hárið í sól-
skininu, ljóst og bylgjandi, og
litur augnanna minnti á endalaust
haf. Hann tók utan um hana og
dró hana að sér. Hún sneri höfð-
inu til og þrýsti andlitinu að öxl
hans.
— Lítið ekki á mig, hvisl-
aði hún. — Haldið bara fast utan
um mig.
Hann gerði sem hún bað og ósk-
aði þess innst inni, að hann þyrfti
aldrei að losa þessi armlög. Loks
batt hún enda á faðmlagið með
ljúfum tökum.
— Ég þakka, sagði hún Jágt, —
þakka kærlega.
Hann ætlaði að slöngva örmun-
um utan um hana án tafar, en
hún stundi mæöulega og sagði
mjög hæglátlega:
— Nei, elsku bezti —. Verið nú
vænn —.
Það fór ekki milli mála, að hún
kom auga á eitthvað sérstakt bak
við Jim, því að hún glennti bein-
línis upp augun. Jim sneri sér
snöggt við. Hector Griffith stóð í
dyrunum með örlítinn vott
af brosi á annars háalvarlegu and-
litinu.
— Þú gætir vel barið að dyr-
um, Hector, mælti Marianne Don-
sti og var ekki mjúk á manninn.
— Fyrirgefðu, sagði hann, —/
en ég vissi ekki, að gestur væri
inni hjá þér. Ég þurfti að sækja
smávegis.
— Þá skaltu gera það, sagði
hún, stutt í spuna.
Hann gekk til og greip nokk-
ur blöð af borðinu og hvarf svo
á brott, án þess að segja nokkuð
frekar.
— Aumingja Hector, sagði hún,
þegar hann hafði lokað á eftir sér.
— Ég hefði víst ekki átt að vera
svona snögg upp á Iagið við hann.
— Hector er ágætis náungi,
sagði Jim. — Til að b.vrja með
bjargaði hann lífi mínu í gær-
kvöldi, og síðar á vökunni gekk
hann beinlínis fyrir kúlu, sem
mér hafði verið ætluð.
— Já. Ég veit það, sagði hún
PINOTRX
bezti
heimili8\ iiiiirinn!
Pinotex smýgur
djúpt inn í viðinn,
verndar hann
gegn raka og bleytu,
getur viðnum fallegt
útlit.
TA!Æ-B£&*yrms£
7bidwooo7
wood-prothctio*
Fæst glært og
í 7 eðlilegum
viðarlitum.
Fæst í helzto
mólningar-
og byggingavöru-
verzlunum.
UmboSsmenn: NATHAN & OLSEN HF.
er fimmtudagurinn
20. maí
Árdegisháflæði í Rvík kl.03,23
Tungl í hásuðri kl. 10.33
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan l Borgarspftalan-
nm er opin allan sólarhringion.
Sími 81212.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr-
ir Reykjavík og Kópavog sfmi
11100.
Sjúkrabifreið l Bafnarfirði 6ími
51336.
Aimennar upplýsingar om lækna-
þjónustu i borginnl eru gefnar 1
simsvara Læknafélags Reykjavík
ur, sfmi 18888.
Tanniæknavakt er 1 Heilsuvemdar-
stöðinni, þar sem Slysavarðstoí-
an var, og er opin laugardaga op
sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Simi
22411.
Fæðingarbcimilið i Kópavogi,
Hliðarvegi 40, sími 42644.
Kópavogs Apótek ®r opi® virka
#aga kL 9—19, laugardaga k’. 9
v-14, helgidaga kL 13—lö.
Keflavíknr Apótek er opið vtrka
ringw kL 9—19, laugardaga kL
9—14, helgldaga kL 13—1&
Apótek Hafnarfjarðar er opið alla
oirka dag. frá kl. 9—7, á laugar-
dögum kL 9—2 og á sumiudög-
rnn og öðrum helgidögum er op-
ið frá kL 2—4.
Mænnsóttarbólusetnlng fyrir fnD-
orðna ter fram i Hellsuverndar-
stöð Reykjavíkur á mánudögunf
kl. 17—18. Gengið inn frá Bar’
ónsstig, yfir brúna.
Kvöld- og helgarvörzlu apóteka
í Reykjavík vikuna 15. — 21. maí
annast Ingólfs Apótek og Laugar-
nes Apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 20. 5.
annast Guðjón Klemenzson.
Næturvörzlu í Keflavík 21., 22.
Og 23. maí annast Jón K. Jóhanns-
son.
SIGLINGAR
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fer n.k. laugardag austur um
land í hringferð. Esja er á Norður-
Jandshöfnum á austurleið. Herjólf-
ur er í Rvík. Herðubreið fer á
morgun kl. 17.00 til Vestmannaeyja.
Skipadeild S.Í.S.:
Arnarfell fór í gær frá Kiel til
Rotterdam, Hull og Rvíkur. Jökul-
fell fer í dag frá Hornafirði til
Þorlákshafnar. Dísarfell er á Ak-
ureyri, fer þaðan til Norðfjarðar,
Ventspils, Gdynia og Svendborgar.
Litlafell er í olíuflutningum á Faxa
ílóa. Helgafell fór í gær frá Álborg
til Heröya og Svendborgar. Stapa-
fell fór í gær frá Reykjavík til ísa-
fjarðar, Sauðárkróks og Akureyrar.
Mælifell er á Húsavík, fer þaðan
til Dalvíkur og Akureyrar. Freysna
fer í dag frá Hvammstanga til
Noregs.
FÉLAGSLÍF
----------3---------------
Skagfirðingafélögin í Reykjavík
halda sitt árlega gestaboð fyrir
eldri Skagfirðinga í Lindarbæ á
uppstigningardag, kl. 2. Hannes Pét
ursson skáld flytur ávarp, Ómar
Ragnarsson skemmtir, Skagfirzka
söngsveitin syngur. Gerið okkur þá
ánægju að mæta öll. Bílar fyrir þá,
sem óska. Nánar um boðið 'í síma
41279. /
FLUGÁÆTLANIR
Loftleiðir h.f.:
Eiríkur rauði er væntaniegur frá
NY kl. 0700. Fer til Luxemborgar
kl. 0745. Er væntanlegur til baka
frá Luxemborg kl. 1600. Fer til
NY kl. 1645.
Þorfinnur karlsefni er væntanlegur
frá NY ki. 0800. Fer til Luxem-
borgar kl. 0845.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá NY kl. 0830. Fer til Glasgow
og London kl. 0930.
Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt
anleg frá Ósló, Gautaborg og Kaup-
mannahöfn kl. 1500. Fer til NY ld.
1600.
Flugfélag íslands h.f.:
MiMilandaflug.
Guilfaxi fór til Osló, Kaupmanna-
hafnar og* Lundúna kl. 08:30 í morg-
un væntanlegur þaðan aftur til
Keflavíkur kl. 00:15 í nótt.
Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar ki. 08:30 í fyrramáli.
Innanlandsflug.
I dag er áætlað að fljúga til Vest-
mannaeyjar, Akureyrar (4 ferðir)
til Fagurhólsmýri, Homafjarðar,
ísafjarðar, Egilsstaða og til Nes-
kaupstaðar.
Á morgun er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja (2 ferðir) til Akur-
eyrar (3 ferðir) til Húsavikur,
Patreksfjarðar, ísafjarðar, Sauðár-
króks og til Egilsstaðar.
ÁRNAÐ HEILLA
Guðmundur Angantýsson, mat-
reiðslumaður, (Lási kokkur) verð-
ur sjötugur á morgun, 21. maí.
Guðmundur Angantýsson dvelur á
Hótel Valhöll á Þingvöllum á af-
mælisdaginn.
Ríðið af stað. Við náum ekki Arnarklónni frá þeim--Tonto, fljótur, beygðu