Tíminn - 22.05.1971, Qupperneq 1

Tíminn - 22.05.1971, Qupperneq 1
ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR SportvSruverzlun INGÖLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 • Sími 11783. _____________________«J 55. árg. 113. tbl. — Laugardagur 22. maí 1971 — kæH- skápar T/r^,, Mwirwi^iinwiwi^w^iawiMÍiW-' ' Hættu 600 metra frá tindínum EJ—Reykjavík, föstudag. Bretarnir Don Whillans og Dougal Haston, sem áttu aðeins eftir um 600 metra upp á tind Everest, hafa orðið að hætta við að komast á toppinn og hefur alþjóðlegi Everest-leið- angurinn því mistekizt. Þreyta, matvæla- og súrefnisskortur olli því, að Bretarnir urðu að liætta við sfðasta spölinn. Eins og Tíminn hefur skýrt frá áður, tókst brezku fjall- göngumönnunum tveimur fyrir nokkru að komast í rúmlega 27.000 feta hæð, þar sem þeir settu upp tjöld. Þaðan ætluðu þeir síðan að klífa upp síðasta spölinn. Þeir voru hins vegar orðnir mjög þreyttir auk þess sem matvæla- og súrefnisbirgð ir þeirra voru af mjög skorn um skammti, og urðu þeir því að snúa til baka. Everestleiðangur þessi hefur lent í miklum erfiðleikum, eink um vegna mjög slæms veðurs. Einn leiðangursmanna lét líf ið, þekktur indverskur fjall- göngugarpur, fjórir hættu þátt töku og nokkrir veiktust. Kampavinsfaskan brotnar á nefi nýju þotpnnar og var henni gefiS nafnið Sólfaxi A pallinum fyrir framan vélina eru Örn Johnsen, forstjóri Fl, Birgir Kjaran, stjórnarformaður og frú Sveinbjörg Kjaran, sem gaf þotunni nafn. (Tímamynd GE) Sólfaxi byrjar áætlu narflug um heigina OÓ—Reykjavík, föstudag. Fjöldi manns var samankominn á Reykjavíkurflugvelli í gær þeg ar nýja Boeing 727 þota Flug- félags fslands lenti á Reykjavíkur flugvelli. Kl. 2,15 blandaðist saman á vellinum lúðrablástur og þotu gnýr og mannfjöldinn þusti út að flugbrautinni til að fylgjast með er flugvélin lenti. Var liún dregin til hálfs inn í flugskýli þar sem stutt athöfn fór fram og þot unni var gefið nafn. Frú Svein- björg Kjaran árnaði farkostinum allra heilla og nefndi þotuna Sól faxa, og viðstaddir tóku undir lieillaóskirnar með lófaklappi. Þegar flugvélin stöðvaðist við flugskýlið sté áhöfnin út og voru flugmönnunum færð blóm, en þeir eru Anton Axelsson, flug- stjóri, Ilalldór Hafliðason, flugmað ur og Einar Sigurvinsson, flug vélstjóri. Við mótttökuathöfnina fluttu ávörp þeir Örn Johnson, forstjóri FÍ, Birgir Kjaran, stjórn arformaður og Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra. Sagði hinn síð astnefndi, að allt benti til að Flugfélag íslends myndi eignast þriðju þotuna innan tveggja ára. Sólfaxi er af sömu gerð og Gullfaxi, tekur 119 farþega og flýgur á 960 km hraða í 10 km hæð. Sólfaxi var afgreiddur frá Framhald á bls. 14. Hafa gengið frá 10 millj. kr. tryggingu KJ—Reykjavík, föstudag. Bænc'ur og landeigendur við Laxá og Mývatn, hafa nú gengið frá skuldbindingum vegna 10 milljón króna trygg- ingar, í samræmi við nýfall- inn Hæstréttardóm, vegna lögbanns við breytingum á rennsli Laxár. Hermóður Guðmundsson for- maður Landeigendafélagsins sagöi Tímanum í dag, að ekki hefði staðið á uppáskriftum þeirra 110 sem ganga í sjálfskuldarábyrgð fyrir þessum 10 milljónum. Lands banki íslands hefur svo tekið að sér að ganga frá tryggingunni og leggja hana fram, eftir að land eigendur höfðu ábyrgzt upphæð- ina. Ábyrgjast landeigendur þessa upphæð allir fyrir einn og einn fyrir alla. Næsta leik í þessu lögbanns- máli á svo Lavárvirkjun, en virkj unin getur látið halda áfram fram- kvæmdum á landi sínu við Laxá, þar sem lögbannið náði aðeins til breytinga á rennsli árinnar. Laxárvirkjun hafði krafizt 145 milljóna króna tryggingar af hendi landeigenda, en Hæstirétt ur kvað upp þann úrskurð að tryggingin skyldi verða 10 milljón ir, sem landeigendur hafa nú gengið frá eins og áður segir. YFIRVINNUBANN VR HEFST í DAG EJ—Reykjavík, föstudag. Á morgun, laugardag, kemur til framkvæmda yfirvinnubann Verzl unarmannafélags Reykjavíkur. Það þýðir, að almennum verzlunum verður lokað kl. 12 á liádcgi á morgun, laugardag. Framvegis verða verzlanir aðeins opnar til kl. 18 mánudaga til fimmtudaga, til kl. 19 á föstudögum og til kl. 12 á laugardögum á meðan yfirvinnu bannið er í gildi. Yfirvinnubann þetta er sett á vegna þess, að VR telur vinnu- tlrfia verzlunarmanna víða óhóf- legan og mun lengri en um er samið í kjarasamningum. Kemur þetta til af því, að ýmsar verzl anir hafa opið fram eftir kvöld um. Sú reglugerð, sem nú er í gildi um lokunartíma sölubúða, er meira og minna brotin af ýmr.um verzlunareigendum. Hefur þetta mál oft komið fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur, og ýmsar tillögur komið fram. Nú munu liggja fyrir tillögur frá Verzlunarmannafélagi Reýkja víkur og Kaupmannasamtökum ís lands um breytingar á reglugerð inni þannig, að verzlanir hafi opið Fx-amhald á bls. 14. Aðalfundur Eimskipafélags íslands: GreiSa 12% arS Hagnaður var um 20 milljónir FB—Reykjavík, föstudag. Aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn í dag. Þar kom fram, að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári var 19% millj. króna, þegar afskrifað hafði verið af eigum félagsins 77,3 millj. Launagreiðslur félagsins, sem grciddar voru af skrifstofunni í Reykjavík, námu á árinu um 282 milljónum króna. Samþykkt var á fundinum að greiða hluthöfum 12% arð af hlutabréfum þeirra. Hagnaður af rekstri félags- ins var um 19.5 milljónir að afskriftum loknum, eins og fyrr segir. Hagnaður af rekstri eigin skipa, 13 talsins, var á ái-inu 1970 191.6 milljónir og brúttóhagnaður af rekstri vöruafgreiðslu nam 4 milljón- um, en þá eru fyrningar ekki reiknaðar. Tap aJ rekstri leigu skipa nam 4.3 milljónum kr. Á síðasta ári voru 53 skip í förum á vegum félagsins og fóru þau samtals 223 ferðir milli íslands og útlanda. Hin 13 skip félagsins fóru 146 ferð ir milli landa og er það 10 ferðum fleira en árið áður, en leiguskip, 40 að tölu, fó.ru 77 ferðir og er það 19 ferðum fleii’a en árið áður. Árið 1970 voru vöruflutningar með skip- um félagsins og leiguskipum samtals 1430 þúsund tonn, en árið á ' undan voru . þessir flutningr r 883 þúsund tonn. Farþcgum með skipum fé- iagsins fækkaði um 1163 á ár- inu, og voi-u þeir sámtals 7394. Með Gullfossi ferðuðust 6908 farþegar, og er það 1199 far- þegum færra en árið 1969. í ársskýrslum félagsins segir, að fækkunin stafi af þeirri trufl- un, sem varð á ferðum skips- ins vegna verkfalla í maí og júní á sl. ári. Farþegar með öðrum skipum félagsins voru 486 árið 1970, og er það 36 farþegum fleira en árið áður. Milli hafna innanlands flutti Gullfoss 555 fai’þega. Samkvæmt efnahagsreikn- ingi námu cignir félagsins tæpum 1097 milljónum, ' en skuldir að meðtöldu hlutafé jru 955 milljónir. Úr stjórn E.í. áttu að ganga Pétur Sigurðsson, Ingvar Vil- hjálmsson og Halldór H. Jóns- son, en voru endurkosnir. Sigurður Hjalti Eggertsson átti að ganga úr stjórninni, sem fulltrúi Vestur-fslendinga, en hann var einnig endurkjör- inn. í stjórn félagsins eru auk áðurnefndra manna Einar Framhald á 14 síð*u

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.