Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 8
 TIMINN „Sjaldan höfum við séð svo mikið af Islandi hjá okkur Úr ummælum danskra blaða, um íslenzku listsýninguna í Kaupmannahöfn Hið góða við sýninguna, skrif ar Aktuelt 22. apr., byrjar þeg- ar í uppgöngunni. Þar standa 4 kolsvartir ungir uppreisnar- menn, dansa nýtízku dansa og drekka öl. Sitjandi náungi, aft- an til, hefur e.t.v. fengið eitt- hvað kröftugra. Hópmynd þessi er gerð með mótandi ofsa, er hefur þeytt til, og tæmt búk- ana, aflagað þá og snúið í al- geru miskunnarleysi, er býr þó yfir bæði lífsgleði og reiði. Myndhöggvarinn er Þorbjörg Pálsdóttir og manni verður á að hugsa, að ef áframhald sýn- ingarinnar verður á þessa lund, hafa íslendingar sigrað Kaup- mannahöfn. Jóhannes Geir Pétur Fr'ðrik Sigurðsson En það er ekki létt verk að hrista Kaupmannahafnarbúann til svo nokkru nemi, segir Akt- uelt. Sá næsti, er gerir tilraun, er. Veturliði Gunnarsson. Og eftir að hafa rætt nokkra ágalla á sýningunni og ávarp í sýning- arskrá, dvalið um stund við sprengimátt litanna hjá Jó- hannesi Geir og rætt um Kjar- val sem hátind sýningarinnar, segir blaðið undir fyrirsögninni: Óður til íslands: í náttúrulýsing- unum á þessari sýningu er mikil lofgjörð um föðurlandið. Sjald- an mun hafa verið svo mikið af íslandi á Charlottenborg, — brimróti Atlantshafsins við há- reista ströndina, — hlífðar- lausri víðáttu jöklanna, — ið- andi mannlífi meðal timbur- húsa, viðlegustaða og fiskibáta í sjávarþorpunum. Stundum nemur maður staðar frammi fyr ir hinum stórbrotnu sjónarsvið- um, er birtast manni. Nefnir blaðið myndir Freymóðs, Magnúsar Á. Árnasonar og Péturs Friðriks í þessu sam- bandi. „Maður fær löngun til að heimsækja landið, þegar maður sér þessa sýningu, og það er vissulega snotur árangur mik- illa umsvifa, skrifar Aktuelt. Sýningunni hefur verið gefið nafnið: Hlutlæg íslenzk myndlist (Isiandsk figurativ kunst), seg- ir Land og fold. Sýningin er ekki dæmigerð (repræsentativ), þv£ þýðingarmikil nöfn yngri kynslóðarinnar vantar og meiri hluti sýnenda er mjög snotur- lega við aldur. Það er landslagið, sem er þungamiðjan á þessari sýningu, — landslag, sem ýmist er hættu legt eins og forynja, eða ljós- og lit-glitrandi, — haf og land á áhrifaríkum fundi, — breyti- leiki árstíðanna, klettar og klettagróður. Eftir nokkur inngangsorð og vangaveltur útaf ávarpi í sýn- ingarskrá, sem virðist hafa far- ið í taugarnar á gagnrýnanda Kristilegs dagblaðs, Klemmesen, skrifar blaðið: Það er alkunna, að ísland á heilan hóp fram- iirskp’"!"'1i listamanna. Þeir 1’ ' i J -faan verið dæmdir eftir verkum sínum, en ekki, hvort þeir hafa tilheyrt einum eða öðrum isma. Það virðist hins- vegar hafa ráðið all miklu á þessari sýningu og orðið til þess, að hinir verðmætari lista- menn, er þar sýna, njóti sín ekki fyrir hinum lakari. Greinarhöf- undur skrifar nokkrar bollalegg- ingar um ábyrgð listamannsins gagnvart mynd sinni. Hjá nokkr- um þátttakendanna sé sýning þeirra ýmist tilviljunarsam- kvæmi (cocktailparty), vel framreidd máltíð, eða „tár“ á kaffihúsi (kaffebar)!! Högg- myndirnar virðist hinsvegar hafa verið valdar af meiri vand- virkni, segir Klemmesen og hrósar í því sambandi Magnúsi Ríkarði og Sigrúnu. Berlingske Tidende ræðir um kynni Dana af íslenzkri mynd- list, á sýningum í Danmörku og vegna dvalar íslenzkra lista- manna þar og segir, að með til- liti til þessa, sé íslenzka sýn- ingin nú allt annað en „repræs- entativ" (dæmigerð) (tilsvar- andi) (einkennandi fyrir þá kynningu). Hið foma, arfgenga, kyrláta, er setji áberandi svip á sýninguna, og komi manni til að minnast starfs okkar eigin þjóðemis-félagsskapar á þessu sviði, gefi ekki tilefni til yfir- ráða. íslenzk nútímalist sé kröft ugri, byltingarkenndari, safa- meiri og innihaldsríkari en svo. Með þessu sé engan veginn sagt, að sýning íslending. 14 sé án verðmætra viðburða. Beri sérstaklega að undirstrika sýn- ingu á 20 mátverkum eftir Kjarval. Fer greinarhöfundur, Ejgil Nikolajsen, síðan nokkr- um viðurkenningarorðum um menn eins og Veturliða, Pétur Friðrik, Magnús Á. Árnason, Einar Baldvinsson og Jóhannes Geir og bætir við, að með hin- um mörgu myndum eftir Jón Jónsson, Freymóð, Ásgeir Bjarnþórsson, Ragnar Pál og Eyjólf Eyfells, sé sýningin auk þess orðin veigamikill hluti af íslands-lýsingu. Sá sem vilji auka þekkingu sína á sérstæðri náttúrufegurð sögueyjunnar, — snarbröttum gljúfrum, hraun- auðnum, ólgandi vatns-föllum, birkikjarri, himinbirtu og atlantshafslandamæram, fari ekki erindisleysu á þessa sýn- v ingu. ao annjrni.'i o-t.; öí1í(s'íbv ’ Um éiristaká ' mynölistarmenn “segir ilié'ðál"áiihars: ",,l!n Ásgeir Bjarnþórsson: Kristilegt dagblað segir hann geta málað afbragðs manna- myndir, eins og myndina af Sig- urði Þórarinssyni, en hann geti líka alveg misst marks, eins og í myndinni í Stúlkum að baða sig. Einar Baldvlnsson: Berlingske Tidende telur geð- hrif hinna einföldu dökktónuðu strandmynda hans áberandi ís- lenzk, og Kristilegt dagblað tel- ur hann ljóðrænan málara, með sterkt, lifandi litaskyn og til- finningu fyrir stórbrotinni mynd byggingu. Hann sé nánast „ex- pressionisti“. Freymóður Jóliannesson: I.and og folk segir hann merki legan málara, — 76 ára máli hann, og hafi sennilega alltaf gert, í stíl. er nálgist mjög „pop“-listina og ferðamanna- flugritin, — myndir hans séu yf- irborðsfægðar en sérkennilega ögrandi. Aktuelt nemur við og við staðar andspænis hinum stór brotnu náttúrulýsingum, er land ið gefur tilefni til, svo sem hinni mikilfenglegu,, Foss á aust anverðu fslandi“, eftir Freymóð Jóhannesson. myndinni, þar sem vatnskynngið rísi eins og vold- ugur hrynjandi gufuveggur í svimandi hæð, frá sjónhring efst uppi niður í botn dalsins lengst niðri. Kristlegt dagblað telur Freymóð hafa mjög ábernndi tilfinningu fyrir byggingu hins volduga fjallalandslags og að hann teikni vandaðar fjarvídd- arteikningar, en sjálfir litirnir fjarlægist ekki ýkja mikið lita- Ijósmyndirnar, og blaðið er ekki hrifið af mannamyndum hans. Jóhannes Geir Jónsson: Land og folk segir Dani kann- ast við hann frá Corner-sýning- unni, og sennilega megi segja um hann, að hann sé kollinum hærrí en hinir, — það sé líf í myndbyggingu hans, litimir geti verið hlífðarlausir og logandi, en afbrigðin mörg og stiilt í hóf af mikilli snilli. Aktuelt segir Jóhannes Geir sýna þar margar glóandi og kyngimagnaðar nátt- úrumyndir, — sólsetur, er sé eins og blóðbað, — veg yfir heiði er minni á Golgata rneð gálgum og krossum og eldhafi af litum. Hann geti minnt bæði á Emil Nolde og Oluf Höst og Havsteen Mikkelsen, hvað hæfi- leika snerti, til þess að fremja galdur með sprengiefnum lita sinna. Kristilegt dagblað talar um hinn skapheita og gjósandi Jóhannes Geir, og líkir honum einnig við Oluf Höst í skap- heitri litahrifningunni, og hann sé duttlungafullur eins og veður- farið. Berlingske Tidende talar um hina litaólgandi, tjáningar- ríku norrænu landslagslist hans er sé innblásin af náttúrunni og stand fast á sínu með ein- rænum litaofsa. Jóhannes Kjarval: Öll blöðin hrósa honum, — sum með háfleygum, skáldleg- um aðdáunarorðum, — önnur nokkru hógværar. Aktuelt telur hann hátind sýningarinnar. Laud og folk flokkar hann með mestu listamönnum Islands. Politiken telur hann einan at- hyglisverðan af sýnendum. Ber- lingske Tidende telur að betri myndir hafi Danir séð eftir hann og Kristilegu dagblaði finnst hann minnst sannfærandi í hinum stílfærðu táknmyndum sínum, en segir að auðvitað sé það stórviðburður að skoða 20 listaverk eftir hann, og hinar voldugu náttúrusýnir hans séu hreint og beint stórhrífandi í ljóðrænum mætti sfnum. Jón, Jónsson: ■ Kristilegt dagWað telur hann meðal þeirra tilfinninganæm- 1aústS í litiM ’ ^ínúW,’ 'hann viti hvað litasamræmi sé, og sé á verði í öUum litastiganum. Magnús A. Árnason: Land og folk segir hajin sýna manni landslag í fáguðum, máð um litahljómum, - hann sé áber andi lit-snillingur. Myndir hans hangi í sal með Jóhannesi Geir og þeir eigi vel saman. Aktuelt segir, að í myndum Magnúsar Á. Árnasonar upplifi áhorfandinn hina algeru hljóðvana kyrrð, sem líka sé eitt undrið í þessu volduga landi (íslandi), — og tilgreinir myndir af stöðuvötn- um með svo lygnan flöt, að f jöll in endurspeglist nákvæmlega á höfði. Kristilegt dagblað segir Magnús vera í góðu jafnvægi og yfirvega allt rækilega. Hann sé ;e. t. v. sá sýnendanna, er lifi sig innilegast inn í þarfir mál- verksins, þegar miklar hæðir og mikil dýpt þurfi að rúma á tak mörkuðum myndafleti. Hann sé vel þjálfaður í mati sínu. Um höggmyndir Magnúsar segir Kristilegt dagblað, að honum sé ljóst, á hverju hið mikilfengl. byggist. Minnismerkið um Svein björn Sveinsson sé bæði einfalt og falslaust. Berlingske Tidende segir málverk Magnúsar traust byggð og sérkennilega loft- þyngdarlaus. Pétur Friðrik Sigurðsson: Aktuelt segir, að með honum geti menn ferðazt um auðnir landsins, og hrifizt af hraun- borgum, mosaþembum, kletta- myndunum og svölum himni, sögueyjunnar, meira en annars staðar í heiminum. Kristilegt dagblað segir hann hafa mjög ótvíræðan og lifandi skilning, bæói á myndbyggingu og sjálfu eðli litanna. Það sé svo rækilegt mat í því, sem hann geri og vak- andi eftirlit með því, hvað Jit- unum sé megnugt og hvað ekki. I ákafa sínum gleymist honum Framnald a bts. 12. LAUGARDAGUR 22. maí 1971 Magnús Á. Árnason Ásgeir Bjarnþórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.