Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 22. maí 1971 TÍMINN ROBERT MARTIN: BYSSA TIL L2IGU 39 Hún var svo fögur og þó jafn- framt svo afskræmd —. Hann ók hein til Allgoods. Jenny hin hörundadökka lauk upp og yfirlýsti, að hvorugt hjón- anna væri heima, eins og sakir stæðu. Síðan sótti hann ferðatösk- una, gaf Jenny svolítið þjórfé, ók með töskuna út til gistiheimilis- ins og fékk sér hressingu um leið, en fór að því búnu beint til golf- klúbbsins. Klukkuna vantaði stund- arfjórðung í eitt, er hann lagði bílnum á yfirfullu stæðinu. Fyrsta mannveran, sem Jim kom auga á, var Peggy Roark, og var hún einmitt rétt nýstiginn út úr hinum litla vagni sínum, sem var fremur illa farinn. — Æ, — en hvað ég er hrædd, sagði hún, þegar hann kom til móts við hana. Hann klappaði henni á öxlina. — Ekkert annað en horfa beint ofan á jörðina og sveifla kylfunni frjálst og létt. Hún leit á hann, og henni vökn- aði næstum um augu. — Þakka yður fyrir, herra Bennett, sagði hún. — Þetta sagði Red einnig alltaf við mig. Svo hraðaði hún sér til búnings- klefans. Jim fór inn i veitingasal- inn og kom auga á þá Sam All- good og Jeff Winters, sem sátu saman við borð ásamt nokkrum fleiri mönnum. Allir voru þeir í óða önn að hamast við að tæma viskíflösku. Allgood lét sem hann sæi ekki Jim, en Winters veifaði til hans og kynnti hann fyrir borð naut sinum. Rogan, þjónninn í hvíta jakk- anum, kom inn með ís í skál. Jeff veitti því eftirtekt, að neðri för hans var dálítið bólgin, og fór Jeff Winters að stríða honum með því. — Af hverju kom nú þetta, A!? Fórstu að hlaupa á hurð í rökkr- inu, eða hvað? — Já, herra, muldraði Rogan, án þess að honum stykki bros, og hraðaði sér út. Hann leit alls ekki á Jim. — Þér eruð maður dagsins hér í bænum, sagði Winters og sneri sér að Jim, — ég á við, eftir það, sem gerðist í nótt. Hugsið yður. Sam sagði mér al!s ekki frá því, að þér væruð uppljóstrari. — Það er nú reyndar eitt af meginskilyrðunum fyrir því, að manni verði eitthvað ágengt, að sem allra fæstir viti nokkuð um það, svaraði Jim. Einn af þeim, sem sátu við borðið, leit á úrið sitt og lét svo ummælt, að keppnin færi nú rétt að hefjast. — Mér segir svo hugur um, að Peggy litla Roark muni vinna. Ég held, að mér sé óhætt að fara upp í hundraðið. Hvernig leggst þetta annars í þig? Allgood hló góðlátlega. — Þú ert þá ekki á þeirri skoð- un, að sú kona, sem ég ann, geti farið með sigur af hólmi? Allt í bezta lagi — en ættum við ekki að segja fimm hundruð? Veðmálið var fastmælum bund- ið, og voru hinir vottar að því. Þeir stóðu nú allir á fætur og gengu út á völlinn. Jim sá, hvar Hector Griffith stóð aftan til meðal áhorfenda og lét lítið á sér bera. Katherine Allgood labbaði í rólegheitum yfir völlinn, og fylgdi henni kylfingur nokkur, sem rog- aðist með níðþunga tösku, fulla af dýrmætum kylfum. Það virtist liggja mjög vel á henni, og hún ræddi hlæjandi við hinar fjöl mörgu vinkonur sínar, sem þarna voru saman komnar. Peggy Roark stóð þar skammt frá og mýkti sig upp með því að sveifla kylfu upp og niður. Rykugan station-bíl bar að rétt í þessu og nam hann staðar beint fram undan klúbbhúsinu. Jim tók eftir, að skrásetningarmerkin voru frá Cleveland, og hann gekk að bílnum. Skip Gordon sté út, og þéir tókust í hendur. Skip var lágvaxinn, Ijóshærður og allmjög freknóttur, nefstuttur og gekk með stór hornspangagleraugu. — Nú eru þær alveg að byrja, sagði Jim. — Hvar eru ölföngin, sem þú varst búinn að lofa mér? spurði Skip. — Við hugsum um þau seinna. Við verðum að fylgjast með leikn um frá byrjun. Blaðamaðurinn litli skálmaði á eftir Jim og barmaði sér hástöf- um yfir því, að hann skyldi ekki éinu sinni gefa fengið sér eitthvað að drekka eftir svona langa öku- ferð, en Jim hastaði á hann. Þeir fundu sér stað, sem gaf all- góða sýn yfir völlinn, þannig, að þeir sáu nokkurn veginn uppl'.af leiksins. Jim varð hugsað til þess, sem Peggy Roark hafði sagt hon- um, daginn sem þau hittust í fyrsta sinn: — Ég get ekki ein- beitt mér, þegar ég hugsa um Red. Hann var svo indæll faðir. Jim vissi, að Katherine Allgood mundi hagnýta sér þetta. Ilún vissi, fyrir hverju Peggy var við- kvæmust, og nú gat ekkert komið í veg fyrir, að hún notfærði sér það út í æsar. Þegar keppendurnir höfðu náð fram að sautjándu holu, kom það. Katherine Allgood hallaði sér yfir að Peggy og sagði með engil- hreinni rödd-. — Nú finn ég ekki lengur til óstyrks, vinan. Það var við sautj- ándu holuna, sem faðir þinn beið ósigurinn í síðustu keppn- Inni, er hann tók þátt í. Og hvað sem föðurinn hendir, þá fer dótt- irin líkt að — það veiztu sjálf vel. Peggy Roark varð líkföl í fram- an, og augun fylltust af tárum. Hún sneri sér reiðilega við og var þess albúin að svara einhverj- um köpuryrðum, en sá að sér og stóð niðurlút nokkra stund. Jim og Skip voru víst þeir einu, sem heyrt höfðu orðaskiptin, og Skip muldraði í barminn: — Svei því öllu saman. Þessi langa kvenvera er sérfræðingur í að hitta undir beltisstað. Katherine Allgood gekk rólega þangað, sem kúlan lá og sendi hana með öruggu tvö hundruð metra höggi, beint fram á móts við sautjándu holu. Um leið og hún vék til hliðar, leit hún háðs- lega á Peggy. Höggið, sem Peggy reyndi að framkvæma, tókst svo illa, að telja mátti hana aumkunarverða fyrir vikið. Henni mistókst gersamlega, og kúlan rann stuttan spöl, ef til vill ekki mikið yfir fimmtíu metra, yfir skrúðgrænan völlinn. Næsta högg var betra, en í því þriðja lenti kúlan út af reininni. Kathe- rine Allgood vann holuna á færri höggum og var nú einni holu á undan í keppninni. Við átjándu holu hafði Peggy tekizt áð yfirvinna óstyrk sinn, en það var of seint. Þær stóðu jafnt að vigi um þessa holu, en Katherine Allgood hafði unnið leikinn. Ennþá einu sinni hafði hin vinsæla frú Allgood unnið meistaratitilinn í kvennakeppni Wheatville-golfklúbbsins. Sigri hrósandi brunaði hún á móti áhorf endum, sem komu í röðum til að samfagna henni, en Peggy Ro- ark hvarf í mannþyrpinguna, áður en Jim fengi náð tali af henni, eins og hann hafði hugsað sér. er laugardagurinn 22. maí Árdcgisháflæði í Rvík kl. 04.18 Tungl í hásuðri kl. 11.26 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspítalan nm er opin aiian sólarhringinn Simi 81212. SleJdrviliðið og sjúkrabifreiðir fyr Ir Reykjavík og Kópavog simi 11100. Sjúkrabifreið 1 Bafnarfirði siml 51336. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu í borginni eru gefnar 1 símsvara Læknafélags Reykjavík ur, siml 18888. Tannlæknavakt er 1 Heilsuverndar stöðinnl, þar sem Siysavarðsioi an vai, og er opin laugardaga or sunnudaga kl. 5—6 e. b. — Sinr 22411 Fæðingarheimilið i Kópavogi. EDiðarvegi 40. slm) 42644. Kópavogs Apótek er opið virka daga fcl. &—19, laugardaga k 9 —14, helgidaga kt 13—15. Keflavikur Apótek er opið rirka daga kL 9—19, laugardaga ki 9—14, helgidaga kl 13—1». Apótek Bafnarfjarðar er opið all» rirka dag frá fcl 9—7. a laugar dögum kL 9—2 og a tunnudög- nm Og öðrum helgidögum er op- ið frá kL 2—4 Mænnsóttarbólnsetnins fvrit fuii orðna fer íram i Heilsuverndar stöð Reykjavíkur’ á má'nudögum kl 17—18 Héhgið iíán frá Bar ónsstig. yfir brúna Kvöld- og helgarvörzlu apóteka i Reykjavík, vikuna 22. til 28. maí, annast Reykjavíkur Apótek og Borgar Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 22. og 23. maí annast Jón K. Jóhannsson. Næturvörzlu í Keflavík 24. maí ann ast Kjartan Ólafsson. KIRKJAN Laugarneskirkja. Messa kl. 2. Sr. Garðar Svavarssón. Kópavogskirkja. Barnasamkoma kl. 10,30. Guðsþjón usta kl. 2. Sr. Gunnar Árnason. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Sr. Jón Auðuns. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Ræðuefni: „Allir eitt". (Kaffisala Kvenfélags Hallgríms- kirkju er kl. 3 í Safnaðarheimil- inu.) Dr. Jakob Jónsson. Háteigskirkja. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jóns- son. Neskirkja. Messa kl. 11. Sr. Jón Thorarensen. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Halidórsson. Langholtsprestakall. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Árelíus Ní- elsson. Árbæjarprestakall. Barnaguðsþjónusta í Árbæjar- skóla kl. 11 árdegis. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Bústaðaprestakall. Kirkjudagurinn 1971: Barnasam- koma í Réttarholtsskóla kl. 10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Samkoma kl. 20,30. Sr. Ólafur Skúlason. Kirkja Óháða safnaðarins. Messa kl. 2. Sr. Emil Bjömsson. Ásprestakall. Messa í Laugarásbíói kl. Arngrímur Jónsson. Sóknarprestur. ^ÉLAGSLÍF Félag Austfirzkra kvenua heldur sína árlegu samkomu fyrir^ aldraðar austfirzkar konur í Sig- túni, sunnudaginn 23. maí kl. 2,30. Árni Halldórsson, lögfræðingur, sýn ir mjmdir frá Austurlandi. Fclagsstarf eldri borgara í Tónabæ. A morgun, mánudag, hefst félags- vistin kl. 2 e.h. - Fcrðafélagsfcrðir: Sunnudagsferð 23. mai. Suður með sjó. — Lagt af stað kl. 9,30 frá BSI. Hvítasunnferðir. 1. Snæfellsnes. 2. Þórsmörk. 3. Landmannalaugar - Farmiðar á skrifstofu félagsin: Oldugötu 3, símar 19533 og 11798 FLU GÁÆTL ANIR Loftleiðir hf. Þorfinnur Karlsefni er væntanleg- ur frá New York kl. 0700. Fer til Luxemborgar kl. 0745. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til New York kl. 1645. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 0800. Fer til Lux- emborgar kl. 0845. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá New York kl. 1030. Fer til Oslóar og Kaupmannahafnar kl. 1130. Sjötugur er í dag, laugardaginn 22. maí, Gísli Guðmundsson Wium, fyrrverandi kaupmaður. Hann fædd ist að Melum í Mjóafirði árið 1901. Gísla verður getið í islendngaþátt* um Tímans bráðlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.