Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 13
JkíöGARDAGUR 22. maí 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 1. deiidin af stað í dag Efp—‘Reykjavík. Stærsta og vinsælasta íþróttakeppnin sem hér er hald- in, L deMarkeppnin í knattspymu, hefst í dag. Þá verð- ur leikin heil umferð, þar sem öll félögin átta að tölu, sem Iið eiga í 1. deild í ár eru þátttakendur. Tveir leik- ir fara fram í dag. KR og ÍBA mætast á Melavellinum M. 16.00, og í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Valur. Á morgun leika í Keflavík M. 16.00 ÍBK og ÍA, og um kv-öldið mætast á Melavellinum Fram og nýliðarnir í deildinni, Breiðablik úr Kópavogi. Þetta er í 13. sinn, síðan tvö föld umferð var tekin upp árið 1959, sem 1. deildarkeppnin er háð. En þessi keppni vekur hvað mesta athygli og eftirvæntingu af öllum þeim innlendu íþróttamót um, sem haldin eru. Áhugi al- mennings er mestur fyrir þessu móti, og því er gefið mest rúm af öllum íþróttum í fjölmiðlum landsins. Leikirnir í þessari fyrstu um- ferð geta allir orðið skemmtilegir og jafnir, og erfitt er að spá nokk uð um úrslit þeirra. Af þeim 8 liðum, sem lcika í deildinni voru 7 þeirra þar í fyrra, og urðu þá úrslitin í leikjunum milli þeirra þessi: KR og ÍBA léku á Melavell inum í 1. umferð og lauk leiknum með jafntefli 1:1. ÍBV og Valur léku einnig í 1. umferð í fyrra og lauk þeim leik með sigri Vals 3:2. ÍBK og ÍA mættust í Kefla vík í næst síðustu umferðinni og sigraði þá ÍA 2:1, en með þeim sigri tryggði ÍA sér meistaratitil inn 1970. Breiðablik varð sigur vegari í 2. deild á síðasta ári, og leikur nú í fyrsta sinn í 1. deild, en mótherji Breiðabliks í 1. um- ferð, Fram varð í 2. sæti s. 1. sum ar eftir aukaleik um það sæti við ÍBK. Hér skal í fáum orðum sagt frá þeim liðum, sem leika í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu 1971» IÞROTTIR um helgin LAUGARDAGUR: Knattspyrna: Melavöllur kl. 16,00, 1. deild, KR-ÍBA, Vestmannaeyjavöllur kl. 16,00. 1. deild, ÍBV-Valur. Golf: Nesvöllur kl. 13,30. „Bubnov- bikarinn“. Hólsvöllur Leiru kl. 13,30. Firmakeppni hefst. Hvaleyrarvöllur kl. 13,30. Hvítasunnukcppni hefst. Grafarholtsvöllur kl. 13,30. Hvítasunnukeppni hefst. Glíma: Laugardalshöll kl. 16.00. Íslandsglíman. (13 keppendur) SUNNUDAGUR: Knattspyrna: Keflavíkurvöllur kl. 16,00. 1. deild, ÍBK-ÍA. Melavöllur kl. 20,30. 1. deild Fram-Breiðablik. LEIÐRÉTTÍNG Á íþróttasíðunni s. 1. miðviku dag slæddust inn tvær meinleg ar prentvillur. | greininni um „Boðsmiðafarganið“ stóð að boðs miðar í Reykjavík væru á annað hundrað. en þar átti að standa, ð annað þúsund. Og í greininni wm tekjur dönsku knattspyrnu- mannanna, stóð að Ieikmennirnir væru búnir að fá 1200 krónur af þeim 500, sem þeir mættu fá, en ætti að sjálfsögðu að vera, af þeim 5000 krónum, sem þeir mættu fá. 4 IA • x — íslandsmeistari 1970, og hef- ur leikið í 1. deild síðan 1959 utan einu sinni, er það féll í 2. deild. Mjög skemmtilegt; og létt leikandi lið, með góða framlínu og miðjumenn. Síðan liðið hlaut íslandsmeistaratitilinn, hefur því vegnað illa — aðeins sigrað í tveim leikjum af 10, en búast má við því sterku þegar líður á sumarið og það fer að leika á grasi. FRAM — Þungt én "gotí’lið|"tneí5 frá bæra vörn og markvörð. Það leik ur frekar hæga og yfirvegaða knattspyrnu, og tekur litla áhættu og skorar ekki mikið af mörkum. En um þá hlið sér að mestu einn maður, Kristinn Jörundsson, sem er markheppinn með afbrigðum. Fram kemur trúlega til með að ná lan^; í þessu móti, enda í góðri keppnisæfingu. fBK — Mikið varnarlið með góða menn í öllum stöðum í vöminni sérstaklega þó á miðjunni, þar sem þeir Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson, ráða lögum og lofum. Framlínan var höfuðverk ur liðsins á síðasta ári, en þá fylgdi liðinu oft mikil heppni, sem færði það í eitt af efstu sæt- unum í deildinni það ár. KR .,v: — Eitt af gömlu liðunum í deildinni, að þessu sinni með mjög ungt lið, sem leikur skemmti lega knattspyrnu, en vörn þess er óörugg og ekki mikið að treysta á hana. KR-ingar em með þessu liði að byggja upp fyrir framtíðina, og er ekki að efa að það á eftir að verða gott þegar fram í sækir. En í ár má búast við að það berjist um tilveru sína í deildinni. VALUR — Óútreiknanlegt, en gott lið, sem ætti að geta náð langt að þess sinni, því að með því leika margir frábærir knattspyrnu- menn. Skæðasta vopn liðsins er Vegnar vel í Færeyjum fslenzku badmintonmennirnir, sem eru á keppnisferð um Fær eyjar um þessar mundir, hafa leikið nokkra leiki og unnið sigur í þeim öllum. Þeir hafa m. a. leikið í Klakksvík, en leika nú um helgina í opnu móti, sem fram fer í Þórshöfn. Þeir láta ^Jlir mjög vel af ferð inni, og segja að móttökurnar, sem þeir hafi fengið hafi verið í einu orði sagt, stórkostlegar. FRAM HELDUR ENN HREINU Fram heldur enn hreinu í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. í fyrrakvöld lék Fram sinn næst síðasta leik í mótinu og mætti þá Þrótti. Lauk leiknum með sigri Fram, 3:0. í hálfleik var staðan 1:0. Sigurbergur Sigsteinsson, skor aði fyrsta mark Fram með skalla, en Kristinn Jörundsson, skoraði bæði mörkin í síðari hálfleik. 'Einn leikur er enn eftir í mótinu, Fram-Valur, og nægir Fram jafntefli í þeim leik til að hl j óta Reyl: j a víkurmeistaratitil- inn, en þar er Fram nú í efsta sæti með 8 stig og markatöluna 11:0. Hermann Gunnarsson, sem lék með ÍBA s. 1. ár og varð þá mark hæsti maður deildarinnar með 14 mörk í 14 leikjum. f vor hef ur lítið sézt fallegt til liðsins, enda munu margir leikmennimir ekki vera komnir í æfingu. IBA — Akureyringar hafa löngum verið sér á báti í 1. deildinni, en þar hafa þeir aldrei náð að kom ast ofar en í 3ja sæti. Lítið er vitað um styrkleika liðsins um þessar mundir, en með liðinu leika marg ir leikreyndir menn eins og Magn ús Jónatansson og Skúli Ágústs son. Erfiðlega hefur gengið að yngja liðið upp, og er það miður því þeir eldri í liðinu eru ekki eins frískir og áður, enda margir þeirra búnir að leika með síðan 1960. IBV — Mikið baráttulið, sem getur gert ótrúlegustu hluti, en síðan dottið niður f ekki neitt í næsta leik á eftir. Ekki er að vita hvern ig það kemur út í ár, en trúlega verður það sterkt, því mikill áhugi er hjá leikmönnum og liðið hefur endurheimt Val Andersen, sem hefur verið einn bezti allra Eyja skeggja í knattspyrnu — en það er afrek útaf fyrir sig, því í Vest mannaeyjum er knattspyman á háu stigi. MARKAKÓNGAR Frá þsá að tvöföld ninferð. var tdkin npp í L deild árið ‘ 1959, hafa verið skomð 1408 mörk í deildinni til þessa. Af þeim 11 félögum, sem hafa tek ið þátt í henni síðan, hefur KR skorað flest mörkin eða 309, en síðan kemur f A með 242 mörk, Valur 228 mörk og ÍBA 200 mörk. Af einstökum leikmönnum hefur Ellert Sehram, KR skor að flest mörkin eða 57. En rétt á hæla honum koma Valsmenn irnir Ingvar Elísson og Her- mann Gunnarsson, með 55 mörk. Að öllum líkindum fara þeir báðir fram úr honum á þessu ári, því þeir taka báðir þátt í keppninni í ár, en Ell ert verður ekki með. Röð efstu manna í 1. deildar keppninni er annars þessi*. Ellert Schram, KR 57 Herm. Gunnarss., Val/ÍBA 55 irigvar Elíasson 55 Þórólfur Beck, KR 47 Gunnar Felixson, KR 45 Steingrímur Björnsson, ÍBA 41 Eyleifur Hafsteinss. ÍA/KR 40 Skúli Ágústsson, ÍBA I 40 Kári Árnason, ÍBA 39 Baldvin Baldvins. Fram/KR 31 REIÐA- BLIK — Nýliðarnir í deildinni og því óskrifað blað í keppninni við þá „stóru“. Liðið sigraði í 2. deild í fyrra með miklum yfirburðum, og árið þar áður var það í úrslit um í 2. deild. Leikmenn hafa hæft mjög vel að undanförnu og hyggjast halda sér í deildinni, en það getur orð- ið erfiður róður, því flest liðin, sem þar eru fyrir, eru skipuð mun leikreyndari mönnum. En enginn skal samt afskrifa Kópa vogsbúana of fljótt, a.m.k. ekki meðan þeir fá að leika sína leiki á malarvelli. Marteinn Gcirsson Ma.rtein.n. í landslih'Lð klp-Reykjavík, Marteinn Geirsson, hinn ágæti varnarleikniaður Fram í knatt- spyrnu, hefur verið valinn í landsliðshópinn, sem heldur til Noregs á mánudaginn og mætir norska landsliðinu í Bergen á miðvikudagskvöldið. Marteinn kemur í stað Einars Gunnarssonar, ÍBK, sem ekki Ríkharður - hættir við að hætta! Eins og við sögðum frá á íþróttasíðunni á fimmtudaginn, sagði Ríkharður Jónsson, þjálf ari landsliðsins í knattspyrnu, af sér stöðunni í viðurvist allra landsliðsmannanna s. 1. þriðju dagskvöld. Að því loknu var fundinum, sem átti að vera um landsleik inn við Noreg, snarlega slitið, og leikmennirnir sendir heim. En þeir Albert Guðmundsson og Hafsteinn Guðmundsson, héldu áfram að ræða við Rík- harð, og hafa þeir komizt að samkomulagi, því að Ríkharður var mættur á æfingu hjá lands liðinu á fimmtudagskvöldið. Ekki er okkur kunnugt um hvort varð ofan á — sóknar- leikur Alberts og Hafsteins, eða varnarleikur Ríkharðs — a.m.k. var það ekki til umræðu á æfingunni. .En leikmennirnir fengu mikla skömm í hattinn fyrir að láta það fréttast að Ríkharður hefði sagt af sér stöðunni, sem þjálfari þeirra!!! — klp. treysti sér til ferðarinnar, og kemur því Marteinn að öllum lík indum til að leika með Guðna Kjartanssyni á miðjunni i vörn inni í þessum leik, en hinn ungi Róbert Eyjólfsson, sem æft hef ur með landsliðinu í vetur, verð ur áfram varamaður. Marteinn Geirsson. klæðist ekki landsliðspeysunni í fyrsta sinn í þessum leik. Hann hefur marga unglingalandsleiki að baki, m. a. var hann einn bezti maður ís- lenzka unglingalandsliðsins, sem náði öðru sætinu á Norðurlanda- mótinu í knattspyrnu hér fyrir nokkrum árum, og hann var í hinu fræga unglingalandsliði í handknattleik, sem sigraði á Norð urlandamótinu í Finnlandi í fyrra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.