Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 16
LOKSINS LOKSBNS félaginu barst gjöf frá Vestur- íslendingi FB—Reykjavík, föstudag. Eimskipafélagi íslands barst í gær gjöf frá 82 ára gamalli konu í Vesturheimi. Það var Sigurður Hjalti Eggertsson, sem kom með gjöfina að vest an og sagði hann í ræðu, er hann aíhenti félaginu hana: „Margir Vestur-íslendingar lík lega, rétttara sagt langflestir þeirra, hugsa oft til íslands og til þessa ágæta félags, sem er óskabarn þeirra.“ „Sem lítið dæmi um vinar hug þeirra er ég hér með gjöf frá 82 ára gamalli konu. Þessi kona er ekki rík og gjöf henn ar er ekki stór, hvorki í krón um né í dollurum, en samt er þetta stór gjöf, gefin með góðu hugarfari.“ Síðan las hann bréf gefand ans. og fer það hér á eftir: „Háttvirta stjórnarnefnd Eim skipaféiags íslands. Hér með legg ég eitt hundrað og fimmtán dollara gjöf til Eimskipafélagsins til minning ar um manninn minn Ágúst Samúel Eyjólfsson frá Laugar vatni, Laugardal Hann lézt hér á Gimli 1. júlí 1970, 88 ára. Mér fannst honum alltaf þykja vænt um þann félagsskap. Framhald á bls. 14. Norsku björgunarskipin silast inn til ísafjarSar meS togarann Cesar á milli sín, sem er meS mikla slagsíSu, og stySja björgunarskipin viS Cesar, rétt eins og hann sé búinn aS fá sér fullmikiS neSan í því, enda er sú raunin; dallurinn er hálffullur af sjó. (Tímamynd GS) Cesar kominn á þurrt á ísafirði GS—ísafirði, föstudag. Klukkan 5.30 í gærdag, réttum mánuði eftir að brezki togarinn Cesar strandaði við Arnarnes, tókst að koma skipinu á flot og var það dregið inn á ísafjörð og sett þar upp í fjöru þar sem bráðabirgðaviðgerð fer fram og verður togarinn dreginn til Hull, þar sem hann verður seldur í brotajárn, því að hann er talinn ina er orðinn miklu meiri en nem ur verðmæti togarans, eða hátt á 6. millj. kr. og á hann enn eftir að aukast, en tryggingarfélagið borgar. Ef ekki hefði tekizt að bjarga skipinu og svartolían lekið í Djúpið hefðu skaðabótakröfur sjálfsagt orðið margfalt hærri en björgunarkostnaði nemur. Fjöldi ísfirðinga fylgdust með þegar tókst að koma togaranum á L B-LISTINN Nokkra sjálfboðaliða vantar á kosningaskrifstofuna, Skúlatúni 6, eftir hádegi í dag, laugardag. ónýtur. Kostnaðurinn við björgun flot og vörpuðu öndinni léttar þeg ar það tókst og olíumengunar- hættunni var bægt frá. Þessi síð- asta tilraun tókst mjög vel. Sjó var dælt úr flothylkjunum, sem festar voru við síður skipsins undir sjávarborði. Þurfti björg- unarskipin ekki annað en rétt að taka í, því að togarinn flaut uppi. Björgunarskipin fóru með tog- arann inn í ísafjörö og var hann tekinn á land í Sundahöfninni. Lagðist hann á löskuðu hliðina, en meiningin er að snúa honum við og reyna að þétta á honum gatið og dæla úr honum. Siðan verður togarinn settur aftur á flot og dreginn til Hull þar sem endan- lega verður gengið frá honum og skipið brotið upp. Byrjað var að kafa við skipið strax í gærkvöldi, en í dag lá það OSNINGAHAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS Vegna Alþingiskosniiiganna, scm fram fara í næsta mánuði, hef- ur Framsáknarflokkurinn efnt til happdrættis, til að mæta þeim óhjákvæmilega kostnaði, sem þær hafa í för með sér. Útdráttur í happdrættinu fer fram þann 21. júní nk., og er verð- mæti vinntnganna rúml. 700 þúsund krónur, en vinningarnir í happdrættinu eru þessir: Opel Ascona bifreið, eða dráttarvél, að verðmæti 345 þús. krónur. Húsvagn, Sprite, 144,600 krónur. Sunnuferðir til Mallorca, fjórir vinningar fyrir tvo og fjórir fyrir einn. Samtals um 215.000 krónur. Verð miðans er 100 krónur. Miðar hafa nú verið sendir til umboðsmanna og einstaklinga um allt land og eru menn vinsamlega hvattir til góðrar þáHtöku. Það er stefnu og störfum flokksins ómetanlega mikil v' ” að geta treyst á fylgismenn sína til styrktar sér í fjáröflun vm öðru. Munum, að margar hendur vinna létt verk. Skrifstofa happdrættisins, Hringbraut 30, cr opin daglega á sama tíma og kosningnskrifstofurnar. Einnig er tokið á móti skilum á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, á afgreiðslutíma blaðsns. Þar eru einnig seldir miðar í lausasölu. enn á hliðinni, en sennilega verð ur hægt að gera við gatið á morg- un eða hinn daginn. Augiýst eftir athugasemdum við vegarstæði KJ—Reykjavík, föstudag. Vegna fyrirhugaðrar breytingar á legu Vesþurlandsvcgar á kafl anum frá Úlfarsá til Kollafjarð arð hefur verið auglýst eftir at- hugasemdum við tillögur að vegastæði, eins og það er sýnt á uppdráttum vegamálastjóra og skipulagsstjóra. Athugasemdum við uppdráttinn skal skila fyrir 16. júlí n. k., en uppdrættirnir eru til sýnis fyrir almenning hjá Vegagerðinni í Borgartúni 7, á skrifstofu Mos fellshrepps í Hlégarði og félags heimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. KAPPREIÐAR OG GÆÐINGA- ' OÓMAR MEÐ NÝJU SNSÐI hjá Hestamannafélaginu Gusti í Kópavogi um helgina FB—Reykjavík, föstudag. Hestamannafélagið Gustur í Kópavogi mun ríða á vaðið um margar nýjungar í kappreiðum og gæðingadómum nú um helg ina að Kjóavöllum. Á morgun, laugardag, kl. 15 verða gæðingar félagsmanna dæmdir með svipuðu sniði og gert var á Evrópumóti íslenzka hestsins er fram fór í Aegidienberg í Þýzkalandi á síð asta sumri, en það mót fór fram á velli Walter Feldmanns, þess sem hér dvaldist fyrir skömmu og þjálfaði hesta og menn á vegum Fáks. . Fimm dómarar munu gefa eink unnir hver fyrir sig, og geta áhorfendur sóð hvaða einkunnir dómararnir gefa, en þeir hins vegar ekki séð hver til annars, og því ekki borið sig saman. Var þetta gert í Þýzkalandi, og vakti mikla athygli þeirra íslenzku hestamanna, sem þar fylgdust með Evrópumótinu. Einkunnirnar verða gefnar fyrir tölt, brokk, skeið, yfirsvip og fegurð í reið, og einnig mun hinn landskunni hestamaður Reynir Aðalsteins- son fara á bak gæðingunum og dæma geðslag og vilja þeirra. Þá verða fjórar nýjar keppnis- greinpr á kappreiðum félagsins á sunnudaginn kl. 14,30 auk hefð bundinna keppnisgreina verður nú í fyrsta sinn keppt í þrjú þúsund metra þolhlaupi, þar sem allur gangur er leyfður nema stökk og fetgangur. Þessi keppn Framhald á Ws. 14. Rangur Bista- bókstafur í nýju kosningahandbókinni „Hvern viltu kjósa?1 sem út kom fyrir nokkrum dögum urðu þau mistök við prentun bókarinnar að listabókstafur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var rangt skráður, eða I í staðinn fyrir F. Örfáum ein- tökum bókarinnar hafði verið dreift, þegar þetta uppgötvaðist og var sala bókarinnar strax stöðvuð, og villa þessi leiðrétt í öllu upplagi bókarinnar. Framboðslistar Samtaka frjáls lyndra og vinstri manna eru birtir í bókinni samkvæmt upp lýsingum flokksins sjálfs, en síðar hefur það gerzt að list inn í einu kjördæmi hefur ver ið dreginn til baka, svo sem kunnugt er. LÍFFRÆÐIRANNSÓKNIR EÍGA AÐ HEFJAST í JÚNÍMÁNUÐI KJ—Reykjavík, föstudag. Iðnaðarráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem greint er frá því að líffræðirann sóknir á vatnasvæði Laxár og Mý vatns eigi að hefjast um miðjan júní. Um þetta segir í fréttatilkynn- ingunni: Á fundi í des: íriber sl. með sérfræðingum þeim, er ráðuneyt ið hafði ráðið til starfa við rann sóknir ásamt ráðgjafanefnd aðila úr héraði og fulltrúum veiðimála og náttúrufræðistofnana, var í stórum dráttum lagður grundvöll ur að tilhögun og umfangi rann- sóknanna. Ákveðið er, að rannsóknirnar hefjist uin miðjan júnírnánuð. Jón ólafsson, haffræðingur, kemur til landsins innan skamms, en hann mun hafa aðalumsjón með verk efninu. Sérfræðingarnir Pétur M. Jónasson, magister og dr. Nils-Arvid Nilsson eru væntanleg ir til landsins síðar. Aðalstöðvar rannsóknanna verða í Hafrannsóknastofnuninni og hefur verið tryggður nægileg ur tækjakostur í þessu sambandi. (Frá iðnaðarráðuneytinu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.