Tíminn - 25.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.05.1971, Blaðsíða 5
HMÐJUDAGUR 25. maí 1971 MEÐMORGUN KAFFINU Fyndið! Ofsa, ofsa, ofsalega fyndið!! Jónatan læknir var rétt að loka hurðinni á eftir síðasta s.iúklingi dagsins, þegar ung kona, sem hann þekkti, smeygði sér inn. Án umsvifa spurði hún: — Getið þér hjálpað mér að fá skilnað? — En hvers vegna? spurði læknirinn. — Hefur ykkur ekki alltaf komið svo vel saman? — Ég er ekki viss um að hann sé mér trúr. — Hvernig dettur yður slíkt í hug? — Jú, svaraði unga frúin hik- andi. — Ég held, að hann sé ekki faðir barnsins míns. Eona kaupmannsins var orðin afbrýðisðm út í kvenmann, sem lagiöi leið sína í búðina í tíma og ótíma. Kvöld eitt sagði hún við mann sinm — Ég sá til þín, þegar þú varst að klípa hana Sigríði í kinnina og þú kleipst hana hér og þar. — Ójá, sagði maðurinn, — en þetta var bara viðskiptaklípa. Og að lokum einn úr Playboy: Stóra, þrekvaxna hetjan í rugby-liði háskóla eins í Banda- ríkjunum kom eitt sinn félög- um sínum á óvart með að kvæn- ast smávaxinni og grannri vin- stúlku sinni. — Hvers vegna gerðirðu þetta maður, spurði þjálfarinn hans undrandi. — Hún er ekki stærri en lófinn á þér. — Veit ég vel, svaraði hetjan, — en hún er sko miklu betri! — Þegar ég sé yður brosa, ungfrú, veit ég, að við munum sjást aftur. — Þér eruð skjallari. — Nei, ég er tannlæknir. Nú búa þeir til mjólkurflösk- ur, sem má henda út frá 10. hæð án þess að þær brotni. Það er nú ekki mikið. Þeir búa til lindarpenna, sem hægt er að skrifa með niðri í vatni, — en það er bara enginn sem reynir það. DENNI DÆMALAUSi Pabbi, viltu útskýra svolítið fyr- ir Jóa? Hann heldur að jóla- sveinninn komi mcð storkiun! TÍMINN — ★ — ★ — Hverng getur maður náð 100 ára aldri? — Með því að: 1. búa uppi í sveit, 2. halda sig að vinnu, án þess að ofþreyta sig, 3. búa í hjónabandi. Skaðar ekki, að það sé hamingjusamt, 4. borða þrjár til fjórar máltíðir á dag með mklu af ávöxtum, grænmeti og hunangi. Ef mat- arlistin dofnar, skyldi maður fá sér eitthvað sérstaklega ljúf- fengt, 5. vilji maður drekka, nota þá eingöngu vín, en snerta ekki brennda drykki, 6. vera eins mikið og hægt er undir beru lofti. ganga miikið og stunda útreiðar, ef maður getur. Þessar eru ráðleggingar visinda Ethel, ekkja Róberts Kennedy, hefur um skeið verið mikil vin- kona geimfarans Johns Glenn. Reyndar var mikil vinátta milli Glenn- og Rennedyfjölskyldn- anna, löngu áður en Kennedy var myrtur í Kalifomíu, en þessi vinátta hefur ekki minnkað, heldur fremur færzt i aukana, ef dæma má af írásögnum stór- blaðanna erlendis. John Glenn geimfari var stoð og stytta Et- helar, þegar maður honnar fé!l frá, og síðan hafa þau sézt æ oftar saman á almannafæri. Nú síðast. brugðu fjölskyldurnar sér saman í skiðaferð og höfðu mik- ið gaman af. Sagt er, að hjóna- ' band Johns Glenn og Anniear 1 konu hans hafi verið óhamingju | samt síðustu árin, og þau hafi > aðeins haldið saman barnanna í vegna, en þau eiga tvö börn, | Lynn og David. Nú býst íólk við, * að næstu fréttir verði þær, að J þau hafi ákveðið að skilja. Þeg- ' ar svo skilnaðurinn er kominn i í kring, er ekkert því til fyrir- [ stöðu, að Ethel og John rugli ' saman reitum sínum, ef ástin > verður þá nægilega heit, þcgar J ekkert stendur lengur í veginum ' fyrir hjónabandi þeirra. J i uðust alvarlega. Bruðhjonin sak- aði ekki. Atburður þessi átti sér stað í smábænum Sallen, í námunda við Bayeux í Norður-Frakklandi. Minnir þetta slys á að í fyrra fórust 142 ungmenni er sam- komuhús nálægt Grenoble brann. Eru nú yfirvöld farin að huga betur að hvernig öryggi er háttað í ýmsum samkomuhús- um, sem fólki er hrúgað saman í, og má búast við að strangari ★ — löggjöf verði sett um þetta efni en áöur var. Áður en veizlan hófst, var tek- in mynd af brúðhjónunum og gestunum fyrir framan húsið, sem veizlan fór fram í, og fylgir myndin hér með. Rétt eftir að myndin var tekin fór fólkið inn í húsið og, eins og áður segir, þrettán af gestunum áttu ekki afturkvæmt þaðan á l£fi. - ★ - ★ — Þrettán brúðkaupsgestir drukknuðu í Norður-Frakklandi fyrir nokkru, er gólf í gömlu samkomuhúsi, sem veizlan var haldin í, brotnaði og kom þá í ljós, að í kjallaranum var gam- all brunnur, sem enginn vissi lengur um. Alls voru um 70 gestir í veizlunni, en um 30 þeirra féllu niður í sjö metra djúpan brunninn, er gólfið brotn aði. Eins og fyrr segir, drukkn- UÖu 13 þftirra. en átta aðrþ* slös — ★ —• 'í'ransi:t blað neyddist til jress að greiða Brigitte Bardot um 20 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa skýrt frá því, að eftir áralanga baráttu stjörnunn ar við andlitshrukkur, hefði hún orðið að láta framkvæma á sér andlitslyftingu. BB líkuöu ekki þessi ummæli, og fékk því fram gengt að blaðið var dæmt til þess að greiða henni áðurnefnda upphæð í skaðabætur. — ★ — ★ — manns frá Georgíu, dr. Pitskhel- auri, og ekki skyldi maöur skella skollaeyrum við þeim, því hann byggir á rannsóknum á 6000 manns í Georgíu, Armeníu og Azerbaidjan, sem allir hafa náð meira en 100 ára aldri. A þessum svæðum ná 12—14 af hverjum 10 þúsund íbúum slíkum aldri, en í Bandaríkjunum ekki nema 2 af hverjum 10 þúsundum. Doktorinn leggur þunga áherzlu á enn eitt atriði: Næstum allir þeir, sem lif- að hafa í öld eða lengur, reykja ekki! Susan Hampshirif, sú sem lék Fleur í Forsytesögunni, hefur undanfarið verið við kvikmynda- leik í Kenya í Afríku. Þar verð- ur hún að leika með Ijónum, sem eru eins konar húsdýr henn ar í kvikmyndinni. — Þetta krefst einstaklega mikiHar sjálf stjórnar, segir leikkonan. — Ljónin finna strax á sér, þegar maður verður hræddur, og ráð- ast þá til atlögu gegn manni. Ég hélt aldrei, að ég ætti eftir að faðma að mér ljón, en það fer margt öðruvísi en ætlað er. Sænski kvikmyndaframleið- andinn og leikstjórinn Ingmar Bergman ætlar að hefja töku nýrrar kvikmyndar í ágúst næst komandi. Ákveðið hefur verið að vinkona hans Liv Ullmann fari með aðalhlutverkið í þess- ari mynd. Kvikmyndaáhugafólk hefur beðið eftir því með ó- þreyju að taka þessarar mynd- ar hefjist. ★ — — ★ - ★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.