Tíminn - 25.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1971, Blaðsíða 6
TIMINN ÞRTOJUDAGUR 25. maí 1971 GIRÐINGAREFNI gott úrvál dgóó/i verói TÚNGIRÐINGANET GADDAVÍR IÁRN- OG TRÉSTAURAR LÓÐANETPLASTHÚÐUÐ • ÚTVEGUM GIRÐINGAR OG JÁRNHLIÐ UM ATHAFNASVÆÐI, ÍÞRÓTTASVÆÐI O. FL. j fóður j grasfm j girðinjyirefii S! MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR 8 i R i Símar: 11125 11130 Frá vinstri: Bjarni Bjarnason læknir, formaður Krabbameinsfélags íslands, Eðvarð Sigurðsson formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar og Sigurður Samúelsson prófessor formaður Hjarfaverndar. Dagsbrún gaf Krabbameinsfélaginu og Hjartavernd 200 þúsund krónur Frá skólagörðum Kópavogs Innritun fer fram í görðunum við Fífuhvamms- veg og Kópavogsbraut, fimmtudaginn 27. maí 1971, kl. 1—5 e.h. Rétt til þátttöku hafa börn á aldrinum 9—12 ára. Þátttökugjald kr. 450,00 greiðist við innritun. Sjúkrasamlag Reykjavíkur: Skírteinisauki 1971 Frá 1. júní n.k. eru áður útgefin samlagsskírteini því aðeins gild heimild um réttindi samlagsmanns að skírteinisauki fylgi. Skírteinisaukinn verður borinn heim til samlags- manna í þessari viku og eru menn beðnir að setja hann í plasthylkið með skírteininu, þannig að skírteini og skírteinisauki snúi bökum saman. Jafnframt verður dreift smáriti með ýmsum upp- lýsingum til samlagsmanna og er ætlað eitt á hverja íbúð. Þeir sem ekki fá skírteinisaukann í hendur í vik- unni, en telja sig vera í réttindum í samlaginu, snúi sér til afgreiðslu þess í Tryggvagötu 28. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR Aðstoðarlæknastöður Tvær stöður aðstoðarlækna við Bamaspítala Hringsins í Landspítalanum eru lausar til um- sóknar. Stöðurnar veitast til 6 mánaða, önnur frá 1. júlí og hin frá 1. október n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavíkur og stjórn- arnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítal- anna, Eiríksgötu 5 fyrir 21. júní n.k. Reykjavík, 24. maí 1971. Skrifstofa ríkisspítalanna. Hinn 21. apríl sl. voru forsvars- menn Iljartaverndar og Krabba- meinsfélags íslands kvaddir á fund forystumanna Dagsbrúnar og Styrktarsjóðs Dagsbrúnarm., og hvoru félagi um sig afhent hundr- að þúsund króna gjöf í tilefni af 10 ára afmæli styrktarsjóðsins á þessu ái’i, sem þakklætisvott fyrir gott heilsugæzlustarf í þágu al- mennings á undanförnum árum. Prófessor Sigurður Samúelsson, fox-maður Hjartaverndar og Bjarni Bjarnason læknir, formaður Krabbameinsfélags Islands, þökk- uðu f.h. félaga sinna þessa höfð- inglegu og góðu gjöf, og eins og próf. Sigurður komst að orði, og ekki síður þann hlýhug, sem gjöf unum fylgdi. HESTAÞING Á VESTURLANDI 16. TIL 18. JÚLÍ NK. .--.0 iijtj Ol> Fjórðungsmót í Faxaborg við Hvítá, fyrir Vesturland, Vestfirði og Sti-andir, verður haldið dag- ana 16., 17. og 18. júlí í sumar. Hestamannafélagið Faxi í Borg- arfirði, sem á mannvirki í Faxa- borg stendur að mótinu nú eins og endranær, en félagið hefur oftast séð um mót þessi. Sú ný- breytni verður nú, að Hrossarækt arsamband Vestui'lands verður að- ili til jafns við Hestamannafélag- ið Faxa. Er þetta í fyrsta sinn, sem hrossaræktarsamband gerist beinn aðili að fjórðungsmóti og vinnur að undirbúningi og tek- ur á sig ábyrgð og áhættu þvl samfara. 0' Ai^iÚÁJÍÍÍ i, : .v v Árni Gnðmnndsson á Beigalda hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri mótsins. Honum til fullting is af hálfu fyi'rnefndra samtaka um Friðgeir Friðjónsson form. Faxa og Leifur Kr. Jóhannesson, gjaldkeri Hrossaræktai'sambands Vesturlands. Ýmsar lagfæringar og nývirki hafa verið og verða gerð á sýningarsvæðinu m.a. lögð ný hringbraut fyrir hrossasýningar og kappreiðar. Ýmis ný ati-iði verða sýnd svo sem hlýðnisæfing- ar (A-próf) eða sömu atriði og keppt var í á Evrópumestaramót- mótinu í Þýzkalandi sl, sumar. Þá verða sýnd afkvæmi ýmissa stóð- hesta, sem notaðir hafa vei-ið á Fjórðungsglíma Suðurlands fer fram föstudaginn 11. júní n.k. í Þjórsárveri kl. 6 síðdegis. Þátttökutilkynningar berist til Harðar Óskarssonar, Selfossi, sími 1227 fyrir 8. júní. Glímunefnd H.S.K. Aöstoöarlæknisstaöa Staða aðstoðarlæknis við sýklarannsóknadeild Rannsóknarstofu Háskólans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítal- anna, Eiríksgötu 5, fjTÍr 1. ágúst 1971. Reykjavík. 24. maí 1971. Skrifstofa ríkisspítalanna. sambandssvæðinu frá upphafi þeirrar starfsemi. Mörg ung kynbótahross hafa ver ið tamin og þjálfuð í vetur bæði hryssur og stóðhestar og verður fróðlegt að sjá hvernig þau standa sig, þegar til mótsins kemur. Val á þátttökuhrossunum á kynbóta- sýningum verður gert eftir 17. júní en dómnefnd skipa: Iljalti Gestsson, Guðmundur Pétursson, Egill Bjarnason, Brynjólfur Sæ- mundsson og Þorkell Bjarnason. Þá verður mikil góðhestasýn- ing og keppni og taka þátt 1 henni gæðingar frá 5 hestamannafélög- um af svæðinu. Ekki er búið að fullskipa þá dómnefnd. Þátttöku- fjöldi fer eftir félagafjölda, þau félög, sem telja 50 félaga eða færri mega senda tvo hesta í hvorn flokk o.s.frv. Veðlegar kappreiðar verða háðar og keppnisgreinar eru þessar: 250 m skeið, 1500 m brokk, 300 m unghesta og nýliðahlaup, 400 m stökk og 800 m stökk. Eru þetta óvenju fjölbreyttar vega- lengdir og skemmtilegar og er vitað að þátttaka verður mikil. Ber að tilkynna þátttöku til Þor- steins Valdimarssonar, Borgarnesi, fyrir 25. júní. — Þátttöku kyn- bótahrossa ber að tilkynna til formanna hestamannafélaganna fyrir 15. júní, og velur dómnefnd svo úr þeim á ferð sinni um hér- uðin. Stóðhestar verða sýndir í þrem- ur flokkum: 1. Stóðhestar með afkvæmum, 2. Stóðhest 6 vetra og eldri, 3. Stóðhestar 3—5 vetra, reiðfærir. Kynbótahryssur: 1. Hryssur með afkvæmum, 2. Hryssur 6 vetra og eldri, 3. Unghryssur 4—5 vetra. Framkvæmdanefnd býður gesti velkomna. hún vonast til að geta búið vel að þeim og væntir þess, að þeir sýni af sér góða umgengni og í-eglusemi í hvívetna svo sam- koman megi verða öllum til sóma og virðingar og beri vott um menn ingu hestaunnenda. Frá framkvæmdanefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.