Tíminn - 25.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.05.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 1971 Breiðablik sýndi klærnar —en tókst ekki að skora f hjá Fram þrátt fyrir nokkuð góð tækifæri Knattspyrnan scm Fram og eiðablik sýndu í 1. deildarkeppn ií á sunnudagskkvöldið, var ékki í neinni líkingu vi'ð veðrið, sem þá var. Hið síðarncfnda var í*nllfallegt og gott í alla staði, en knattspyrnan, sem þessi lið sýndu, var vægast sagt hörmu- ieg og leiðinleg á að horfa. Það mátli telja til liátíðabrigða, ;þegar knötturinn fór á milli 3ja manna, en „háfjallaspöik" og send ingai- mótherja á milli þess al- gengari. Fram lék sína þungu knattspyrnu, og nýliðarnir, Breiða blik, fetuðu í sömu för, en þó brá oftar fyrir hjá þeim léttum köflum — cn ekki var það samt oft. Bókstaflega ekkert skeði — fyr- ir utan þóf og þvælu — í fyrri hálfleik, nema skalli Breiða- bliksmanns, yfir mark Fram, og síðan dau'ðafæri á sömu slóðum, þar sem leikmaðurinn hitti ekki knöttinn fyrir nær opnu marki, þar til að Framarar skoruðu rétt fyrir hálfleik. Hægri bakvörður Breiðabliks missti Ágúst Guð- mundsson, innfyrir sig — einu ,-mistökin, sem gerð voru í vörn ' Breiðabliks í leiknum — og Ágúst , scndi knöttinn fyrir markið, þar • sem Arnar Guðlaugsson, afgreiddi bann í netið úr erfiðri aðstöðu. Annaö markvert skeði ekki í íyrri hálfleik, en síðari hálfleikur- inn Var öllu líflegri. Þá var oft íjör við mörkin, og það öjlu meirg, ^íð mark Fram, þar sem landsliðs í markvörðurinn Þorbergur . Atla- { son, Iét henda sig hvað eftir ann- , að, að ana út úr markinu, og gera hverja glennuna af fætur annarri. Skapaðist þá mikil hætta við markið og geta Framarar þakk að forsjánni — ekki Þorbergi — i fyrir að fá þá ekki á sig mark. Eitt skot Breiðabliksmanna — að Þorbergi f jarstöddum — lenti und rr þverslánni og þaðan út — og annað átti Guðmundur Þórðar- son, rétt utanvið stöng. Eftir að Þorbergur hafði fengið skömm í hattinn frá bróður sínum Jóhann esi fyrir þessi hlaup sín, hélt hann sig í markinu, en menn voru að gera því skóna að bezt væri að hafa hann í bandi, sem ekki næði lengra en að markteig til að venja hann af þessum hlaup- um. Framarar áttu einnig sín færi, en hinn ungi markvörður Breiða- bliks stóð vel fyrir sínu, og gerði Þa3 mætti halda að þeir Magnús Steinþórsson, Breiðablik og Erlendur Magnússon, Fram, væru þarna í grinda- hlaupi, en svo er þó ekki. Þeir eru báðir að kljást um knöttinn, sem þarna er kominn framhjá þeim, og einnlg framhjá markverði Breiðabliks, Ólafi Hákonarsyni. (Timamynd Gunnar) Að þessu sinni fundust 10 scðl- ar með 11 réttum, og fær hver í sinn hlut um 24 þúsund krón- ur, en „potturinn” var um 250 þúsund. Vinningur kom ekki á 10 rétta, þar sem of margir voru með þá tölu. Enginn getraunaseðill verð- ur um næstu helgi (Hvítasunn- una), en þar næstu helgi verður síðasti seðillinn fyrir sumarfrí. 12 réttir á getraunaseðli nr. 20 eru þessir: Lcikir 22. og 23. maí 1071 j X j X H írlainl — Wales1) 1 / i / - 0 England — Skotland1) 1 / j. 3 - / Í.B.V. — Valur2) X / - / K.R. — I.B.A.*) 2 2 -13 I'ram — Breiðablik2) / 2 2 -\o -17 Í.B.K. — ÍA,5) / l I'rcm — Brönshöj *) / / -\o B-1909 — Vcjic3) * 2 o -\z Kögc — Hvidovrc3) / 4 -12 Aiborg — B-IOOS’) X o\-\o B-iyoi —A.B3) / 3F|2 K.B. •— Randcrs*) 2 2MÍ ENGLAND SIGURVEGARI England sigraði Skotland á Wembley á laugardaginn 3:1, og varð þar með sigurvegari í hinni árlegu brezku meistarakeppni. Tottenham-leikmennirnir, Mart- ln Peters og Martin Chivers, skor- uðu mörk Englands (Chivers 2), en Hugh Curran skoraði mark Skotlands. Norður-írland og Wales iéku einnig á laugardag og lauk leikn- um með sigri íranna l-.O. Þeir voru að flestra áliti bezta liðið í keppninni, og hefðu átt sigurinn skilinn, en þeir töpuðu fyrir Eng- landi óverðskuldað á ólöglegu marki. Lokastaðan í keppninni varð þessi: England 3 2 1 0 4:1 5 N.-írland 3 2 0 1 2:1 4 Wales 3 0 2 1 0:1 2 Skotland 3 0 1 2 1:4 1 marga fallegli hluti í markinu. Honum mistókst þó að verja annað mark Fram, enda var sýni- lega búið að stjaka honum ólög- lega frá þegar það var skorað. Sigurbergur Sigsteinsson, náði að skalla knöttinn úr mjög þröngu færi í mikilli þvögu við markið — í aðra þyögu. þar sem Erlend- ur Magnússon, stakk höfðínu upp úr öllu og skallaði í mannjaust markið. Breiðabliksmenn áttu svo sann arlega skilið að skora mark í leiknum, og þeir voru ná- lægt því í lok leiksins, en þá sóttu þeir af miklum krafti. Á síðustu sekúndu átti Þór Hreið- arsson, m.a. fast skot á markið, sem Þorbergur náði að verja, en missti knöttinn undir sig, en þar skoppaði hann eftir línunni endi- langri í stað þess að fara inn, þar til einum varnarmanninum tókst að koma honum frá. Nýliðarnir í deildinni, Breiða- blik, sýndu í þessum leik að mikils má af þeim vænta í sum- ar. Þjálfari þeirra Sölvi Óskars- son, sagði eftir leikinn að þeir væru að átta sig á þeirri hörðu knattspyrnu, sem sé leikin í 1. deild, og væri hann ekki óánægður með þessi úrslit, því liðið hafði leikið á móti góðu og hörðu liði og staðið sig vel. Breiðabliksmenn irnir börðust allan tímann og eru sýnilega í góðu úthaldi, því ekk- ert var á þeim að sjá í leikslok. Þeir leika ekki fína knattspyrnu Framhald á bls. 10. ÍBK SNÉRI DÆMINU V/Ð Hafði endaskipti á úrslitaleiknum Úrslitin voru samt ekki frá í fyrra og sigraði nú 2:1. sanngjörn í þetta sinn. Ó—Keflavík,- 1 leik Keflayíkur og Akrdlness í 1. deildarkeppninni í fyrra, voru úrslit deildarinnar ráðin. Þar sigr- uðu Akurnesingar 2:1, skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum þegar í upphafi. Það saina skeði í leiknum milli þessar sömu aðila á sunnu- daginn— nema að nú var dæminu snúið við, Keflvíkingar sigruðu 2:1 Meyjamet í kúluvarpi Umf. Breiðablik efndi til inn- anfélagsmóts á íþróttavellinum við Fífuhvammsveg á sunnudag. Gunnþórunn Geirsdóttir, sem að- eins er 15 ára gömul setti nýtt meyjamet í kúluvarpi, varpaði 9,90 m. Ásbjörn Sveinsson kastaði spjóti 51,04 m. og Hafsteinn Jó- hannesson stökk 1,80 m. í há- stökki. — ÖE. FRIÐARSPILLAR í STÚKUNNI Þeim vinsamlegi tilmælum er hér með komið til starfsmanna. Melavallarins, að þeir hlutist til um að dauðadrukknum mönn- um sé meinaður aðgangur að stúkunni á Melavellinum. 1 leik KR og ÍBA voru tveir slíkir í stúkunni, og sama sag- an endurtók sig í leik Fram og Breiðabliks, en ekki voru það samt sömu menn. Með óguríegum hrópum og köllum, sem ekki eiga heima meðal siðmenntaðra manna, voru þessir náungar stúkugest- um til leiðinda, en þar eru að öllu jöfnu menn, er koma til að njóta íþróttarinnar, og var megn óánægja meðal þeirra með þessa friðarspilla. Það vita allir að oft eru menn við skál þegar knatt- spyrnuleikir fara fram um helg ar, en flestir þeirra láta þó lítið fara fyrir sér, og skapa sjaldan óánægju með persónu- legum svívirðingum við leik- menn og jafnvel áhorfendur. Þeim mönnum, sem eru út- úr drukknir og eru með óþverra munnsöfnuö á leikjum, verða starfsmenn vallarins að fjar- lægja, svo þeir fæli ekki hina sönnu áhugamenn frá vcllin- um. Og væri það óskandi að svo yrði gert í framtíðinni. —klp,— og skoruðu sitt fyrsta mark þegar í upphafi. Akurnesingar voru óheppnir að að ná a.m.k. ekki öðru stiginu úr þessum leik. Þeir sóttu meir, og áttu aragrúa tækifæra, en það áttu Keflvíkingar einnig. Þegar í upphafi leiksins skoruðu Keflvíkingar mark, og var þar að verki Jón Ólafur Jónsson, sem fékk stungubolta í gegnum vörn ÍA frá Magnúsi Torfasyni. Jón hljóp vörnina af sér og sendi þrumuskot á markið, sem Einar Guðleifsson varði, en skotið var það fast, að hann hélt ekki knett- inum, sem þaut áfram og í mark- ið. Mikið var um tækifæri í fyrri hálfleik, en hvorugu liðinu tókst að fullnýta þau. Staðan var 1:0 fyrir Iíeflavík þar til um miðjan síðari hálfleik, er þeir bættu við öðru marki. Það skoraði Steinar Jóhannesson, eftir aukaspyrnu frá Ástráði, knötturinn var að velta á milli manna í teignum, þar til Steinar náði að pota í hann, og rann hann milli fóta eins af varn- armönnum ÍA, rétt náði að rúlla yfir marklínuna. Svo til á sömu mínútu og Kefl- víkingar skoruðu, tókst Skaga- mönnum að skora sitt mark. Guðni Kjartansson, var einn með knött- inn á sínum vallarhelming, en hon um varð fótaskortur, og Björn Lárusson, sem stóð rétt þar hjá þaut af stað með knöttinn á tán- um, og hafði frían sjó allt að marki, þar sem hann sendi hann í netið framhjá Þorsteini Ólafs- syni, sem kom hlaupandi út úr markinu. Góða knattspyrnu í leiknum var svo til eingöngu að sjá hjá Akur- nesingum, og oft náðu þeir upp góðu samspili. Undir lok leiksins sóttu þeir með miklum krafti, en þá náðu Keflvíkingar skyndiupp- hlaupum á milli og munaði stund- um litlu að þeir skoruðu. Eýleifur Hafsteinsson, átti mjög góðan leik i fyrri hálfleik, en þá gleymdu Keflvíkingar að gæta hans. í síðari hálfleik settu þeir mann á hann, og lókst honum þá ekki að skapa þann usla, sem hann gerði í fyrri hálfleik. Har- aldur Sturlaugsson, var einnig góð ur í leiknum og sama má segja um Andrés Ólafsson og Matthí- as Hallgrímsson, sem þó einlék stundum um of. Hjá Keflvíkingum var vörnin sem fyrr mjög örugg. Ekki að- eins þeir Guðni Kjartansson og Einar Gunnarsson, sem var mjög góður, heldur og bakverðirnir. Bræðurnir Gísli og Magnús Torfa- synir, áttu báðir góðan leik á miðjunni, og framlínan tók góða spretti á milli. Dómari leiksins var Rafn Hjalta lín, og dæmdi yfirleitt vel. Keflvíkingar drýgja tekjurnar! Keflvíkingar hafa fundið upp skemmtilcgu nýmæli til að drýgja tekjur sínar í 1. deild- arkeppninni í knattspyrnu. Á leiknum milli ÍBK og ÍA voru seldar leikskrár með nöfnum allra leikmanna, ásamt öðrum upplýsingum, og einnig voru til sölu miðar í sérstöku happ- drætti, sem trúlega á eftir að verða vinsælt. Ber happdrættið nafnið „Gullna markið“ cn þar geta mcnn keypt miða, sem ckki eru merktir númerum heldur mínútum. Eiga menn að gcta sér til uin, á hvaða mín. f.vrsta markið í leiknum er skor að, og fær sá heppni 500 krón- ur í verölaun. Búið er að koma upp rnikl- um auglýsingaspjöldum á aðra langhjið leikvangsins. Eru þau rúmur metri á hæð og tveir á breidd. Þegai’ eru 10 slik spjöld komin upp, en á næstunni bæt ast önnur 10 við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.