Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 1
kæli- skápar 3QfuáubbctJ***é&aU*, Ju£ MMHI4«MMniHMIHM m <* flWltll ALLT FYRIR ftOLTAÍÞRÓTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 - Sími 11783. 116. tfal. — MiSvikudagur 26. maí 1971 — 55. árg. Þarna er færeyski báturinn Fjalshamar á strandstað fyrir utan Sandgeröishöfn í gasrdng. Myndin var tekin af bryggiunrri í SandgerSi. . (Timamynd G.E.) Færeyski fískibáturinn Fjalshamar í strand við Sandgerði Var að ná í skipshundinn þegar hann strandaði OÓReykjavík, þriðjudag. Það getur verið dýrt spaug aS gleyma skipshundinum í landi, þegar lagt er úr höfn, eða svo reyndist það þegar færeyska skip- ið Fjalshamar frá Klakksvík sneri við út af Stafnnesi í morgun og ætlaði til Keflavíkur að ná í skipshundinn, sem varð eftir þegar skipið fór frá Keflavik kl. 4 s.I. nótt. Var Fjalshamar á fullri ferð út af Sandgerði þegar skipið sigldi upp á Bæjarhús- eyri, sem er um 200 metra út af Sandgerðishöfn. Þar stóð skiþið, sem er rúmur 300 lestir, á þurru í dag, en í kvöld kl. 6,30 dró björgunarskipið Goðinn það út á flóðinu. Skipið mun lítið skemmt, en botn þess verður athugaður áður en það fer héðan aftur. Það er bót í máli að skipshundúrimi komst um borð. Lögreglan í Kefla vík tók hann í sína vörzlu í morg- nn og sendi hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur út í Fjalshamar á Bæjarskereyri. Menn í Sandgerði urðu þess varir kl. 7 í morgun að skip sigldi á fullri ferð meðfram landi og stefndi beint á skerjagarð utan við Sandgerðishöfn. Bílstjórar flautuðu og blikkuðu ljósum á bílum sínum til að vara skips- menn við hættunni, en þeir tóku ekki eftir og renndi skipið á fullri ferð inn á milli blindskerja, Bem voru á kafi í flóðinu, og upp á eyrina. Þar stóð skipið á réttum kili en hallaðist svolítið á bak- borða. Menn úr björgunarsveit- inni brugðu skjótt við og fóru í báti út í skipið. Meðal þeirra var Færeyingur, sem búsettur er f Sandgerði, til að túlka. Skip- Btjórinn á standaða skipinu vildi enga aðstoð þiggja og lítið tala um erindj sitt upp á eyrina. En björgunarmenn fengu þú að vita að ekki var meiningin að sigla inn til Sandgerðis. heldur var skipið á leið til Keflayíkur, þar sem skipshundurinn varð eftir þegar þaðan var haldið kl. 4 í nótt. Var Fjalshamar kominn að Stafnnesi þegar hundsins var saknað, og það var snúið við. Þeg- ar fjaraði var hægt að ganga Framhald á bls. 3 Framsóknarmenn vinna ötullega aö kosningaundirbúningi ET—Reykjavík, þriðjudag. Tíminn hafði í dag samband við kosningaskrifstofur framsóknar- manna úti á landi og innti for- svarsmenn þeirra frétta af kosn- ingastarfinu. Alls staðar fengust þau svör, að kosningastarfið hjá framsóknarmönnum gengi vel og virtist sem Framsóknarflokkurinn væri hvarvetna í sókn. Kosninga- baráttan virtist þó yfirleitt rólegri en oft áður. Þeir, sem vio inntum frétta, voru sammála um, að meirá líf færðist í kosningabaráttuna eftir flokkakynningarnar í sjón- varpinu, á þriðjudags- og miðviku dagskvöld. VESTURLAND. Aðalkosningaskrifstofa framsókn- armanna í Vesturlandskjördæmi er í Borgarnesi og varð Guðrún Eggertsdóttir, kosningastjóri, fyr- ir svörum. Hún sagði, að kosninga- starfið gengi vel og virtust fram- sóknarmenn í sókn í kjördæminu og stefndu að kjöri þriggja manna í kosningunum 13. júní. Til marks um þetta nefndi Guðrún, að fram- sóknarmenn hefðu fyrir skömmu haldið samkomu í Röst á Hellis- sandi, og hefðu á fimmta hundrað manns sótt þá samkomu. Á sama tíma héldu sjálfstæðismenn bingó Framhald á bls. 3 SKSSSSSSSSKS EðvarS Hannibal Jóhann Emtl — sömdu um nýia vísitölu, sem gerSi — verSa þelr vJS hinni rérflátu og lánskjör ibúSalána enn óhagstæSari sjálfsögSu kröfu um leiSréttingu I fyrir lántakendur en áSwr var. vísiliilubindingu ibúöaiánanna? Almenningur greiðir nú okurvexti af íbúðalánum: Leiðrétta veröur þegar í staö vísitöluákvæðin EJ-Reykjavík, þriðjudag. Að undanförnu hefur risið upp megn óánægjualda með þá okur- vexti, sem lántakendur verða að greiða af ibúðalánum Húsnæðis- málastjórnar, en þessir okurvext- ir hófu göngu sína með samning- um verkalýðshreyfingarinnar og rfkisstjórnarinnar í júní 1964. Greinilega hefur komið í Ijós, að sú breyting, sem gerð var á vísi- tölutryggingu íbúðalánanna eftir kjarasamningana 1968, og sem áttj að vera til hagsbóta fyrir lántakendur, hefur hafit þveröfug áhrif, og var því samþykkt á Alþingi á röngum forsendum. Sú krafa er nú orðin mjög hávær, að ríkisstjórnin geri nú þegar, í samráði við þingflokkanna, þá lágmarksbreytingu á vísitölubind- ingu íbúðalána, að hún verði a.m. k. hagstæðari fyrir lántakendur en fyrir breytinguna 1968 — þótt auðvitað sé eðlilegast, að íbúða- lánjn séu ekki vísitölubundin frekar en önnur lán. I kvöld, miSvikudagskvöld, heldur flokkakynnlngin I sjónvarpi áfram og verSa nú kynntir: AlþýSubandalag, Framsóknarflokkur og Samtök frjálslyndra og vinstri mnnna. Á myndinni aS ofan, sem tekin er við upptöku kynnlngarlnnar ,sjást fulltrúar Framsóknarflokkslns I flokkakynnlngunni, tallS frá vlnstri Tómas Karlsson, Hafstelnn Þorvaldsson, Alexander Stefánsson og Jónas Jónsson. Það var með júní-samkomulag- inu 1964, sem nýtt kerfi um vísi- tölubindingu íbúðalána var tekið upp. í samkomulaginu, sem gert var, fyrir forystu Hannibals Valdi marssonar og Eðvarðs Sigurðsson- ar, við ríkisstjórnina ,sagði m.a., að tjl þess að „hægt verði að lækka vexti og haga lánskjörum í samræmi við greiðslugetu alþýðu fjölskyldna, verði tekin upp vísi- tölubinding á öllum íbúðalánum. Er gert ráð fyrir því, að lánakjör á íbúðalánum verði þannig, að lánin verði afborgunarlaus í eitt ár og greiðist síðan á 25 árum með 4% vöxtum og jöfnum árs- greiðslum vaxta og afborgana. Full vísitöluuppbót reiknist síðan á þessa árgreiðslu". Vísitöluupp- bótin skyldi reiknuð eftir kaup- gjaldsvísitölu. Það kom brátt í Ijós, að það varð lántakendum til mikils óhag ræðis, að öll lánsupphæðin skyldi þannig vísitölubundin. Þetta þýddi í reynd stórfellda vaxtahækkun, og framsóknarmenn hófu því bar- áttu fyrir því, að vísitölubjnding- in yrði felld niður að mestu, og fluttu um það tillögur á Alþingi. Þótt þessi barátta bæri ekki Fninihald á bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.