Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 2
) MIÐVIKUDAGUR 26. mai 1971 Askorendamótið Einvígið: Larsen — Uhlmana Eftir sigurinn í 5. og 6. skákinni hefur hagur Larsens mjög vænkast, og má nú telja nokkuð víst, að hann gangi með sigur af hólmi í þessari viðureign. Staðan í einvíg- inu er nú 4—2 Larsen í hag og nægir honum því 1% vinningur til að tryggja sér sigur í einvíginu. A mestu ríður fyrir hann að halda því forskoti, sem hann hefur nú, því að takist Uhlmann að vinna eina skák, getur í rauninni allt skeð. Við skulum nú líta á 6. skák- ina í einvíginu. Hv.: Wolfgang Uhlmann. Sv.: Bent Larsen. Drottningarbragð. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4 c6 5. e3 Rbd7 (Nú er komin fram staða, sem gengur undir nafninu, Meran-af- brigðið, Larsen hefur rannsakað þetta afbrigði ítarlega og jafnan beitt því með góðum árangri). 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 (Þessum leik var sjaldan leikið ....... ..... Um þessar ^mundir stendur yfir í Gallerie SÚM við Vatnsstíg sýn- ing Gylfa Gíslasonar. Á sýning- unni eru 24 myndir, teikningar. Myndirnar eru allar til sölu, og kosta þær frá 4000 í 20 þúsund krónur. Gylfi hefur stundað nám í Myndlistarskólanum við Freyju- götu. Hann hefur ekki haldið sýn- ingu áður. Myndirnar eru flestar gerðar á þessu ári, og eru þær gerðar eftir verkum nokkurra ís- lenzkra listamanna, þar á meðal Kjarvals. (Tímamynd GE). þar til Larsen tók hann upp á sína arma og gerði hann að hvössu vopni. Áður fyrr var mest notazt við framhaldið 8. —, a6 9. e4, c5 10. e5, cxd4 o.s.frv., en þeirri leik- aðferð kom Botvinnik í tízku). 9. e4 (9. 0—Ofyrst kemur mjög til greina.) 9. — b4 10. Ra4 c5 (Að því er ég bezt veit beitti Lar- sen þessu afbrigði fyrst í einvígi sínu við Ivkov í Áskorendamótinu 1965, með góðum árangri.) 11. e5 Rd5 12. Rxc5 (Ivkov brást við á sama hátt í fram angreindu einvígi,. en þar tefldust tvær skákanna á þennan hátt. Hins vegar lék Ungverjinn Lajos Port- isch í þessari stöðu, 12. 0—0, þegar hann mætti Larsen í Áskorenda- mótinu 1968. Þar varð framhaldið 12 —, cxd4 13. Hel, g6 14. Bb5, a6 15. Bg5 og staðan er mjög flók- in. Að síðustu má svo geta þess, að Uhlmann lék í þessari stöðu 12. dxc5, er hann mætti Larsen í Monte Carlo 1968. Þar varð fram- haldið 12. —, Da5 13. 0—0, Bxc5 14. a3, Be7 15. Bd2, 0—0 16. Hel, Hfd8 og Larsen fékk góða stöðu. Uhlmann er greinilega þeirrar skoð ninar, að bezt sé að breyta til, en hann tapaði fyrir Larsen í Monte Carlo.) 12. — Rxc5! (Enn ein nýjungin af hálfu Larsen. 1 áðurnefndu einvígi við Ivkov varð framhaldið: 12. —, Bxc5 13. dxc5, Rxc5 14. Bb5f og enda þótt svartur glataði hrókunarréttinum, fékk hann gott tafl. í hinni skákinni við Ivkov lék Larsen reyndar í 13. leik. —, a6 til að koma í veg fyrir Kappræðufundurinn ■ ■ Leynivopn gegn þióðhöfðingjum? Orðahók Sigfúsar Blöndals og konu hans þykir töluverð bók, og varla að fyrirfinnist verk til jafn- þyklktar á íslenzku, nema ef vera slkyldi sjálf Guðsbrandsbiblía, sem borin er í alla kónga og anmað slekt — lijósprentuð, sem sýnishom ágætr- ar menntar í lamdinu. Nú um hríð hefur svo verið unnið að svonefndri Orðabók Háskóians, sem samlkvæmt upphafsstafsritun á heitiny orðabók telst meir til stofnunar en bókar. Þessi orðabókargerð í Háskólanum er nú komin í bland við G-listann hér í Reykjavik, ef marka má Þjóð- viljann í gær, og mundi Þjóðviljanum ekki þykja það ykja mikil kurteisi væri orðabókinni blandað saman við aðra lista í öðrum blöðum, sM'ka varð- stöðu þykist hann hafa um réttindi og skyldur. Haft er viðtal við 23. mann á G-listanum, í þætti sem segir frá frambjóðendum listans, og hefur 1 viðmælandi helzt til mála að leggja frásögn af vexti og viðgangi orða- bókarinnar. En það er af þessari blessuðu orðaibók að frétta, að um hana hefur farið eins og amnað í þjóðfélaginu. Hún hefur þanizt út. Segir 23. tnaður á G-listanum orðrétt um hina miklu útþenslu eilífðar- verksins: — Við gerðum einu sinni dálítinn samanburð á nokkrum blaðsíðum 1 orðabók Blöndals og tilsvarandi crða- safni hjá okkur, og við höfðum þá um 160% fleiri orð. Fæst af því voru vitaskul'd ný orð, heldur nýjar sam- seitningar. Þetta eru tíðindi þótt við séum ýmsu vön, m.a. vegna þess að verð- bólgan í efnabagskerfinu hefur vaxið risasikrefum á undanfömum árum. Hefur róttilega verið deilt á þá van- stjórn og óreiðu, sem leitt hefur slíka þróun af sór. Þeir G-lista menn hafa elkki ætlað sér lítinn htat í þeirri ádeilu, en á sama tíma hefur orða forðinn vaxið svo í höndum 23. manns á G-listanum, að aukningin hefur orðið 160% í samsetningum einum, svo að segja. Það er því ekki að undra þótt ekki sjáist enn fyrir endann á samningu orðabókarinnar. Okkur til huggunar iætur svo 23. maður á G-listanum að þvi ldggja, að hann hafi ekki gert öita meira en halda í við verðbólguna. Sjálfsagt er að vekja athygli á slífcu afreki jafn- vel þótt svo kunni að fara, að Orða- bók Háskólans verði hvergi komið í band, þykktar vegna, nema þá helzt í nýju stálpressunni, sem brotjárns- félagið hefur fengið til að pressa kaddílakka og önnur ryðguð trylli- tækj. Og ekki verður bókin borin í fang kónga eins og Guðbrandsbíblda, því þeir mundu óðar falla fram á ásjónu sína þungans vegna. Kannski er það af þeirri ástæðu, sem orða- bókinni hefur verið -blandað í kosn- ingabaráttu G-Hstans. Þeir þurfa bara pð gæta þess að Bresnéf fái e’ ki ein- tak. Svarthöfði. Framhald af bls. 8. og ræddi stuttlega efnahagsmálin, og taldi allt í blóma ef Fram- sóknarmönnum tækist ekki að eyðjleggja allt saman. Tómas Karlsson ræddi fyrst um landhelgismálið, og skýrði stefnu Framsóknarflokksins. Hann minnti á, að stjórnarflokkarnar segðu að færa ætti út landhelgina, ef ásókn erlendra veiðiskipa á íslandsmið ykist. Hún hefði þegar aukizt verulega, eins og skýrt hefði ver- ið frá í fréttum. Hins vegar hefðu ungir sjálfstæðismenn ekki enn svarað spurningu sinni: hver hin aukna ásókn þyrfti að vera, til að landhelgin yrði færð út. Tómas sagði, að Framsóknar- flokkurjnn legði einn flokka það mikla áherzlu á landhelgis- málið, að hann gerði það að skil- yrði við stjórnarmyndun eftir kosningar. Síðan fjallaði Tómas um efna- hagsmálin, og það sem taka myndi við af verðstöðvuninni. Rakti hann ummæli Ólafs Björnssonar, prófessors og þingmanns Sjálfstæð isflokksins, um að hrollvekja tæki þá við í efnahagsmálunum, og spurði hvort ungir sjálfstæðis- menn afneituðu Ólafi Björnssyni algerlega. í síðustu umferðinni var ræðu- tími mjög stuttur, mest 5 mínút- ur. Þorsteinn Geirsson talaði fyrst ur, og tók fyrir helztu stefnumál ungra Sjálfstæðismanna og sýndi fram á, að einkenni þeirra væri biskupsskákina á b5, en komst svo að raun um það, ^að biskupsskák- in á b5 er hættulaus. 1 skákinni, sem hér er verið að rekja verður svipað upp á teningnum.) 13. dxc5 Bxc5 14. Bb5t Ke7! 15. 0—0 (Eða 15. Bg5t, f6 16. exf6t, gxf6 17. Bh4, Rf4! og sv. stendur hart- nær til vinnings.) 15. —, Db6 16. Bd3 h6 17. De2 Hhd8 18. Bd2 Kf8 19. Hacl (Það er ekki auðvelt að benda á vænlega áætlun fyrir hvít í þess- ari stöðu. E.t.v. voru vissir mögu- leikar í því fólgnir að leika 19. h3, með það fyrir augum að skapa sér sóknarfæri á kóngsvægnum. Hugmyndin er 19. R—h2—g4 o. s. £rv.) 19. —, Hac8 20. Hc2 a5 21. Hfcl Kg8 22. h3 Re7 (Sv. er þegar kominn með betri stöðu og hann eykur yfirburði sína hægt og sígandi). 23. Rel Bd4 24. HxH HxH 25. HxHt RxH 26. b3 Re7 27. Rf3 Bc5 < 28. Bél Rf5 (Það 'er" eftirtektárvert hversu svörtu •■mémri'rnir standa miklu betur til hvers konar aðgerða). 29. Kfl Dc6 (Hótar 30. — Rd4) 30. Bb5 Dc7 31. Bd3 Rd4 (Nú hefst lokaþátturinn. Smám saman þrengist að hvíti). hik og undirgefni við foringjana. Jón Magnússon fjallaði nokkuð um spurningar sínar til ungra fram sóknarmanna, m.a; um afstöðuna til Efnahagsbandalagsins, en sagði síð an að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna sigur í kosningunum, því menn tryðu á þann flokk. Baldur Óskarsson taldi greini- legt, að ungir sjálfstæðismenn litu á stjórnmálafl. sem trúarbrögð. Þetta væri dæmigert fyrir þá. Stjórnmálaflokkur væri fyrst og fremst baráttutæki fólksins. Fram- sóknarflokkurinn væri baráttutæki alþýðunnar. Framsóknarmenn væru að leggja grunninn að framtíðar- þjóðfélaginu á meðan ungir sjálf- stæðismcnn væru peð í valdabar- áttu foringjanna. Unga fólkið styddi Framsóknarflokkinn og myndi ryðja Sjálfstæðisflokknum út í yztu myrkur. Baldur ræddi síðan hin slæmu kjör launþega eftir 12 ára viðreisn, og það væri ásetningur láglauna- fólksins að fella þessa ríkisstjórn og fá í staðinn betri og réttlátari ríkisstjórn, betra og réttlátara þjóð félag. Framsóknarmenn væru djarf ir og sigurglaðir í þessari kosn- ingabaráttu, því þeir vissu, að unga fólkið myndi koma til liðs við þá. Val unga fólksins væri auðvelt. Það styddi Framsóknarflokkinn. Friðrik Sophusson fjallaði um afturgöngur. Tómas Karlsson sagði það athygl- isvert, að Ellert Schram hefði í ræðum sínum afneitað Gunnari 32. RxR BxR 33. f4 Dcl 34. Dd2 Dal! 35. Dc2 Bc3 36. Dbl (Hvítur virðist hafa séð við sókn- araðgerðum svarts en nú fellur sprengjan!) 36. — Ba6! (Stórsnjallt. Hvítur kemst ekki hjá mannstapi. Hann gafst því upp. F.Ó. - FERMINGAR - Fermingarbörn Grundafjarðar- kirkju, hvítasunnudag 30. maí kl. 10.30. DRENGIR: Björn Þórðarson, Hamrahlíð 7 Guðmundur Sipári Guðmundsson, Grundargötu 18 Halldór Páll Halldórsson, Hrannar- stíg 5 Hans Guðni Friðjónsson, Eyrarvegi 12 Kristberg Jónsson, Hlíðarvegi 1. STÚLKUR: Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir, Hlíðarvegi 2 Bryndís Gyða Ström, Grundar- götu 16 Guðrún Gísladóttir, Hamrahlíð 5 Kristín Guðríður Jóhannsdóttir, Eyrarvegi 3 Margrét Hjálmarsdóttir, Hamrahlíð 1. Fermingarbörn Setbergskirkju hvítasunnudag 30. maí kl. 14. Guðmundur Guðmundsson, Hallbjarnareyri Gunnar Njálsson, Suður-Bár Kjartan Jósefsson, Nýjubúð Sigurður Þorkelsson, Akurtröðum. Thoroddsen og þeirri stefnu hans, að endurmeta þyrfti hugmynda- fræði Sjálfstæðisflokksins. Einnig hefði hann afneitað Ólafi Björns- syni og aðvörunum hans um það, sem við tæki 1. september. Hann sagði, að hinar sífelldu spurningar um það, með hverjum iFramsóknarflokkurinn ætlaði að stjórna eftir kosningar, væri merki um þann ótta, sem ríkti í hugum ungra sjálfstæðismanna um að rík- isstjórnin myndi falla í kosningun- um. Sá ótti væri nú orðinn að hroll vekjandi vissu í hugum þeirra um að Framsóknarflokkurinn myndi fella ríkisstjórnina. Loks sagði Tómas, að ungir sjálf- stæðismenn segðust vilja auka hlut ungra manna. Þess vegna væri það haft mjög á lofti, að verið væri að berjast fyrir Ellert á þing hér í Reykjavík. Samtímis þessu þætt- ust ungir sjálfstæðismenn vera viss ir um stórsigur. Þetta færi ekki lieim og saman, því Sjálfstæðis- flokkurinn þyrfti að tapa mjög verulegu fylgi til þess að Ellert kæmist ekki á þing. Það væri því verið að blekkja kjósendur. Það væri ekki verið að berjast fyrir Ellert heldur huldumanninum, sem enginn mætti vita um — mannin- um, sem hafnað var í prófkjöri sjálfstæðismanna — Birgi Kjaran. Þetta skyldi unga fólkið hafa hug- fast. Ellert Schram talaði síðastur, og flutti skriflega ræðu sem það, hvað Framsóknarflokkurinn væri slæm- ur flokkur, og flutti síðan baráttu- orð, sem fáir hlustuðu á, því fólk streymdi út úr salnum og út í góða veðrið. Var þar með þessum kapp- ræðufundi lokið___EJ ____ET.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.