Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 3
MTÐVIKUDAGUR 26. maí 1971 Á sjúkrahúsi Framhald af bls. 16 maðurinn þá skaðazt í andliti. Að afrekinu Unnu, hlupu strák- ar út. Maðurinn býr í kjallara húss ins, en íbúar efri hæðanna heyrðu lætin og komu niður. Voru þá strákarnir hlaupnir, en húsráð- andi, sem ekki er heill heilsu lá á gólfinu og gat litla björg sér veitt. Var kallað á sjúkralið og lögreglu. Var maðurinn fluttur á sjúkradeild Borgarspítalans, og strákarnir handteknir skömmu eftir mið- nætti. Ekki hefur enn verið hægt að yfirheyra manninn, en þessi frá- sögn er byggð á framburði pilt- anna þriggja. Strand við Sandgerði Framhald af bls. 1. kringum skipið. Það er af hundinum að segja, að kl. 10 í morgun komu fjórir strákar með hann á lögreglustöð- ina í Keflavík. Fundu þeir greyið ýlfrandi og illa á sig kominn, sem von var, niðri við höfnina. Ejnn strákanna var um borð í Fjals- hamri í gærdag, og þekkti hann að þarna var kominn skipshund- urinn. En skipið var farið. Fóru þeir því með hundinn á lögreglu- stöðina. Þar heyrðu menn að skip stæði á þurru og skipshundsins væri saknað, þegar farið var að spyrja um eigendur hundsins. Var hundurinn sendur suður í Sand- gerði um hádegisbil og var lög- reglan þar beðin að sjá um að hann kæmist um borð. Yfirlögregluþjónninn í Keflavík sagði í dag, að hann gæti vel skilið að Færeyingamir sneru við tíl að ná í hundinn sjnn. Hund- urinn væri reglulega fallegur og geðslegt dýr. í Keflavík er hunda hald bannað og sagði lögreglu- þjónninn að ekki hefði verið mnarra kosta völ en að skjóta hann hefði ekki verið hægt að koma honum til réttra eigenda. En sem betur fór þurfti ekki að grípa til slíkra ráða. Sagði lögregluþjónn- inn að áður hafi komjð fyrir að skipshundur gleymdist í Kefla- vík og hefði sá verið aflífaður.. En skömmu síðar kom skipið til hafnar til að ná í hundinn, en of seint. Hefði lögreglumönnum þótt þetta leiðinlegt ekki síður en skipverjum, og á þessu myndu þeir ekki brenna sig aftur, heldur láta nokkurn tíma líða og grípa ekkj til aflífunar fyrr en útséð væri, að ekki væri náð í hundinn, ef hann gleymdist í landi. Vel gekk að ná Fjalshamri út á flóðinu í kvöld. Fram eftir degi vildi skipstjórinn enga aðstoð þiggja, en féllst síðan á að láta Goðann kippa í skipið, því óvíst væri hvort það kæmist út af eigin rammleik. Stýri skipsins er lask- að og dregur Goðinn það til Reykjavíkur. Skipið hefur verið á grálúðu- veiðum fyrir austan og norðan land en gengið fremur treglega, en öllu betur á lúðuveiðum norð- vestur af landinu. Vísitöluákvæðin Framhald af bls. 1. strax árangur, varð þó öllum brátt ljóst, um hvílíkt óréttlæti var hér að ræða. Verkalýðsforingj arnir urðu að játa mistök sín. Árið 1967 játaði Þjóðviljinn, að þetta ákvæði gerði flestum laun- þegum ókleift að byggja, því að með óbreyttrj verðbólguþróun yrðu lántakar að endurgreiða 280 þúsund króna íbúðalán með hátt á þriðju milljón króna! Barátta framsóknarmanna lilaut eindreginn stuðning lántakenda, og árangurinn af þessari baráttu TÍMINN varð m.a. sá, að í sambandi við verkfallið mikla, sem varð vetur- inn 1968 ,hófu Eðvarð Sigurðsson og Hannibal Valdimarsson samn- inga við ríkisstjórnina um bætt lánskjör á húsnæðislánunum. Þessir samningar leiddu til þess, að samið var um nýtt fyrirkomu- lag á vísitölubindingunni. Hún skyldi ekki lengur fylgja kaup- greiðsluvísitölu, heldur nýrri vísi tölu. Þessi nýja vísitala, sem þeir Eðvarð og Hannibal sömdu um, skyldi miðast við breytingar á dagvinnukaupi verkafólks í Rvík, og skyldi rejkna hana út fjórum sinnum á ári. Vísitöluuppbót á ársgreiðslur af íbúðalánunum skyldi vera helmingur þeirrar hækkunar, sem yrði á þessari nýju vísitölu. Bæði ríkisstjórnin og verkalýðs foringjarnir trúðu þvi, að það yrði til hagsbóta fyrjr lántakend- ur að þurfa aðeins að greiða helming þeirrar hækkunar, sem yrði á þessari nýju vísitölu, í stað þess að greiða fulla hækkun kaup greiðsluvísitölu eins og áður var. í samræmi við það segir í grein- argerð stjórnarfrumvarpsins um þessa breytingu, að aðalefni frum varpsins sé það, „að vísitöluákvæð um þeim, sem nú gilda um íbúða- lán, er breytt til hagsbóta fyrir lántakendur". Þingmenn treystu þessum yfirlýsingum, og frumvarp ið var því samþykkt á Alþingi við litlar umræður. Af hálfu fram sóknarmanna var því þó lýst yfir, að stefna þeirra væri óbreytt og þeir vildu helzt fella vísitölubind inguna að mestu eða öllu niður. Það var svo um mánaðamótin marz/apríl síðastl., að Þórir Bergs son, tryggingastærðfræðingur, birti grein í dagblöðunum, þar sem hann sýndi fram á, að þessi nýja vísitala, sem þfcir Eóyarð og Hannibal sömdu um, hefur reynzt enn óhagstæðari lántákendum hin fyrri. Lánskjörin þafa enn versnað. Þar sem í þessum lánskjörum felst mikið óréttlæti og þar sem þau eru í algjöru ósamræmi við vilja Alþingis, þegar frumvarpið um hina nýju vísitölu var sam- þykkt 1968, hefur sú krafa fengið góðan hljómgrunn, að ríkisstjórn in geri nú þegar, í samráði við þingflokkana, þá lágmarksbreyt- ingu, að lánskjörin verði gerð hagstæðari fyrir lántakendur en þau voru fyrir samningana 1968. Þjóðin bíður eftir svari þeirra Jóhanns Hafsteins, forsætisráð- herra, og Emils Jónssonar, félags málaráðherra, við þeirrj réttlátu og sjálfsögðu kröfu. Kosningaundirb. Framhald af bls. 1. í Grundarfirði, þar sem fluttar voru ræður, og sóttu aðeins 40 manns þessa skemmtun sjálfstæð- ismanna. Þá sagði Guðrún, að sameigin- legir framboðsfundir frambjóðenda í kjördæminu stæðu nú yfir. Enn- fremur væru fyrirhugaðar sumar- hátíðir á vegum framsóknarmanna, dagana 5. og 6. júní. Fyrri dag- inn yrði hátíð í Dalabúð, en síð- ari daginn á Logalandi. VESTFIRÐIR. Á Vestfjörðum er aðalkosninga Fermingardrengur óskar eftir vinnu á góðu sveitaheimili í sumar. Upp- lýsingar í síma 30865. skrifstofa framsóknarmanna á ísa- firði og inntum við Eirík Sigurðs- son, kosningastjóra, frétta af kosn ingastarfinu þar vestra. Eiríkur taldi það ganga vel, og væri mik- ill hugur í framsóknarmönnum að tryggja kjör þriggja manna á Vest fjörðum. Víst væri, að Framsókn- arflokkurinn væri í sókn fremur en hitt, og sem dæmi um það, nefndi Eiríkur, að framsóknar- menn og alþýðubandalagsmenn hefði haldið kosningafundi nú ný- verið á ísafirði og hefðu um 130 manns sótt fund framsóknarmanna, en mun færri, eða um 70 manns fund Alþýðubandalagsins. Á þeim fundi hefðu nokkrar spurningar verið lagðar fyrir Steingrím Páls- son, alþm., en hann ekki svarað þeim, heldur eftirlátið það þeim Ragnari Arnalds og Sigurjóni Pét- urssyni úr Reykjavík. NORÐURLAND VESTRA. Stefán Guðmundsson, kosninga- stjóri framsóknarmanna í Norð- urlandi vestra, sagði, að kosninga- starfi, gengi vel, og væru fram- sóknarmenn í kjördæminu bjart- sýnir á kosningu þriggja manna af lista Framsóknarflokksins. Stef- án sagði, að stjórnandandstæðing ar skildu, að fall þriðja manns Framsóknarflokksins í kosningun- um nú, gæti bjargað ríkisstjórn- inni, eins og í Suðurlandi 1967. NORÐURLAND EYSTRA. Á aðalkosningaskrifstofu fram- sóknarmanna í Norðurlandi eystra varð Jóhann Sigurðsson fyrir svör um. Kosningastarfið hjá framsókn armönnum £ kjördæminu gengur vel, að sögn Jóhanns, en þeir stefna að kjöri fjögurra manna af listanum í komandi kosning- um. Jóhann sagði, að augu stjórn- arandstæðinga í kjördæminu væru óðum að opnast fyrir því, að bar- áttan í kosningunum stæði milli fyrsta manns á A-listanum og fjórða manns B-listans, þar eð Björn Jónsson og Stefán Jónsson væru vonlausir um að ná kjöri. AUSTURLAND. Jakob Björnsson, kosningastjóri framsóknarmanna í Austurlands- kjördæmi, sagði, að starf fram- sóknarmanna fyrir kosningarnar gengi vel og stæðu framsóknar- menn betur að vígi í kjördæminu í þessum kosningum en oft áður. SUÐURLAND. Birgir Þorkelsson varð fyrir svörum á kosningaskrifstofu fram- sóknarmanna á Suðurlandi. Að sögn hans gengur kosningastarfið mjög vel hjá framsóknarmönnum í kjördæminu. Framsóknarmenn stefndu að sjálfsögðu að kjöri þriggja manna af listanum í kosn- ingunum og víst væri að stjórn- arandstæðingar £ kjördæminu gerðu sér ljóst, að sagan frá 1967 mætti ekki endurtaka sig. Sameig- inlegir. framboðsfundir frambjóð- enda á Suðurlandi hefjast 5. júni n.k. og verða 5 talsins. Karlakórinn Vísir Söngskem.m.tun í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 27. maí kl. 7,15. Kti liílBil lb O- tJJI| /,il £liý Ililci) n waw,• ■. •.w.M.vví.• Söngstjóri: Geirharður Valtýsson Einsöngvarar: GuSmundur Þorláksson, Kristinn Georgsson, Sigurjón Sæmundsson, ÞórSur Kristinsson Blandaður kvartett: Guðný Hilmarsdóttir, Magdalena Jóhannesdóttir, Guðmundur Þorláksson, Marteinn Jóhannesson Undirleik annast: Elías Þorvaldsson, Magnús Guðbrandsson, Rafn Erlendsson, Þórhallur Þorláksson Aðgöngumiðar hjá bókaverzlunum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar, og í Tösku- og Hanzkabúðinni v/Bergstaðastræti. H júkrunarkona Hjúkrunarkona óskast til afleysinga í Vistheim- ilinu Arnarholti, Kjalarnesi. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarmaður í síma um Brúarland. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar SUMARVINNA Sameignir skólanna Laugarvatni óska eftir að ráða (helzt) hjón til starfa við tjaldmiðstöðina, Laugarvatni. Reglusemi og einhver reynsla í verzlunarstörfum áskilin. Tungumálakunnátta æskileg. Upplýsingar í síma 99-6117 frá'kl. 13—15 og 18—20 næstu daga. 3 Hverjum ber að þakka? Á siðasta áratug óx þjóðar- framleiðsla íslendinga um 54% að sögn seðlabankastjórans. Ekki skal dregið i efa, að það sé rétt, en hins vegar munu þeir margir vera, sem ekki hafa fundið það á pyngju sinni, að verðmætin í þjóðarbúinu liafi aukizt svo mikið. Hlutur margra hefur nefnilega minnk- að á undanförnum árum. Kaup 1 máttur timakaups verkamanna er t.d. lægri en liann var 1959, þrátt fyrir þessa miklu aukn- ingu þjóðarframleiðslu. Þessa framleiðsluaukningu er fyrst og fremst að rekja til stóraukins afla og tckna af framleiðslu og sölu sjávaraf- urða. Aflinn var miklu meiri á siðasta áratug en áratugnum þar á undan. En hverju er hinn aukni afli þá að þakka? Ekki skal lítið gert úr hlut sjómanna okkar, sem draga meira að landi en nokkrir fiski menn í heimj, en ekkcrt á samt eins stóran þátt í þessari aukningu þjóðarframleiðslunn- ar cn útfærsla landhelginnar i 12 mílur undir lok næst síð- asta áratugs eða 1. sept. 1958. Þessa auknu þjóðarfram- leiðslu ber því ckki sízt að þakka þeim, sem.stóðu að því við erfiðar aðstæður, gegn and stöðu Sjálfstæðisflokksins og með Alþýðuflokkinn tregan í taumi, að færa landhelgina út þá. Það er kannski mannlegt, að þeir, sem þá þvældust fyrir og beittu úrtölum fram á siðustu stundu og lögðu brezka land- helgisfjöturinn á þjóðina, vilji nú þakka sér einum og sinni snjöllu hagstjórn allan ávinn- inginn, en talsverð frekja verð ur það nú samt að teljast. Hins vegar kemur hin snjalla hagstjórn á þessu tíma bili fram í því, að verðbólgan hefur aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar en á síðasta áratug og íslenzka krónan felld fjór- um sinnum. Útfærsla landholg- innar 1958 og vöxtur hióSarframleiðslu 1960—1970 Vegna útfærslu landhelginn ar glæddist afli á siðasta ára- tug á ýmsum miðum kringum landið að nýju, miðum, þar sem orðin var ördeyða vegna veiða erlendra togara á upp- eldisstöðvum ungfisks — en vegna þessarar nýju fiskigengd Iar Iiefur orðið uppgangur í ýmsum siávarplássum á íslandi á síðustu árum. Auðvitað á aukin veiðitækty og betri vkip sinn stóra þátt í þessu, en sú þróun hefur ekki orðið minni meðal erlendra þjóða, sem sækja á íslandsmið, og nú eru þúsundir stórra fiskiskipa, s°m munu sækja hingað í ríkara mæli en viðbót nýrra skipa Inemur, því að erlendar fisk- vejðiþjóðir eru nú að hverfa af ýmsum iniðum, sem þær liafa stundað áratugum saman, Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.