Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 5
5 'h c s / í- @2 r 5: P0SIVIKUDAGUR 26. maí 1971 TÍMINN MEÐ MORGUN KAFFINU Forstjórinn sat við veizluborð- ið með þrjú heiðursmerki á brjóstinu. , — Hvernig fenguð þér öll þessi heiðursmerki? spurði borð dama hans með aðdáun. — Það skal ég segja yður, sagði hann hreinskilnislega. ■— Það þriðja fékk ég vegna þess, að ég hafði fengið tvö, annað fékk ég af því ég hafði fengið eitt, —og það fyrsta fékk ég vegna þess, að ég hafði ekkert fengiS. Stýrimaður Framboðsflokks- hzs hefur lýst því yfir, að flokk- vr hans hafi alla þá möguleika á ríkisstjómaraðild eftir kosn- ingar, sem aðrir flokkar hafi. Þeir séu einnig tilbúnir með menn í öll ráðherraembættin. Þó mun einn galli vera á gjöf Njarðar í þetta sinn. Mennta- málaráðherraefnið er sem sé hroðalega flughræddur, en reynslan hefur sýnt, að það er engan veginn heppilegasti at- vinnusjúkdómur þess ráðherra. — Geturðu hugsað þér meiri óheppni? Konan mín er saklaus á gangi og það fýkur framan í hana hattur, og það kostaði 50 krónur á slysavarðstofunni. — Það kalla ég nú billega sloppið, minn kæri vin. Konan mín kom nýlega auga á nýtízku hatt í búðarglugga, og það kost- aði mig 500 krónur. Sýslumaður nokkur var að halda rétt yfir stúlku í barns- faðernismáli. — Hafið þér nokkur vitni? var ein fyrstá spurningin, 'sem sýslumaðurinn lagði fyrir stúlk- una. — Hefurðu nokkurn tíma gert nokkuð fyrir börnin þín? spurði frú Ólafía sinn hundlata eigin- mann. — Gert nokkuð fyrir þau? át eiginmaðurinn upp eftir henni. —- Já. Ég held því sko aldeilis fram! Er það kannski ekki fram takssemi minni að þakka að þau eru yfirleitt til? DENNI DÆMALAUSI Dcnni er ekki heirna. Þetta er miklu cldri strákur .. . með vfir- skcgg! i i i i — ★ — ★ — Christina Lindberg heitir þekkt, sænsk leikkona, þ. e. a. s. alvöruleikkona, sem leikið hef- ur í merkilegum leikhúsum og kvikmyndum, og hefur til þessa ekki þurft að fækka klæðum til- takanlega mikið, til að fá hlut- verk. Á nýafstaðinni kvikmynda hátíð í Cannes var sýnd kvik- mynd, sem hún lék aðalhlut- verkið í og vakti myndin tals- vei’ða athygli, en höfundur henn ar er ungur og tiltölulega óþekktur kvikmyndagerðarmað- ur. Eins og vera ber mætti Christina Lindberg á kvikmynda — ★ — Margt geta menn eytt pen- ingunum í, nú til dags. Kampa- vínskóngurinn svokallaði, Ro- bert-Jean de Vogiié, kom til Stokkhólms til þess að taka þar þátt í mikilli hátið Alliance Francaise, og hafði hann þá með ferðis hatt einn dýrmætan. — Hatturinn er sagður einn af þremur höttum Napóleons mikla, sem enn eru við lýði. Hatturinn er metinn á 2 og hálfa milljón ísl. króna, þótt ekki sé hann sérlega álitlegur, að því cr sagt er. Endur fyrir löngu, nánar tiltekið 20. septcmber 1814, þegar Napóleon var að hátíðinni. Eftir sýningu mynd- arinnar sat hún fyrir ótal blaða- ljósmyndurum og hafði hún orð á, að ekkert þýddi að láta taka af sér þessar venjulegu myndir og brá frá sér blússunni. Ljós- myndararnir voru .%sama máli og sögðu, að ekkeft þýddi að sýna lesendum og skoðendum blaðá sinna myndir af alklæddri leikkonu. Það væri ekkert eftir þeim tekið. I þeirri trú, að hátt- virtir lesendur þessarar síðu séu ekki öðru vísi en aðrir, birtum við hér Cannesmynd af leikkon- unni Christinu Lindberg. koma frá Elbu, þar sem hann hafði verið í veiðiferð, kom vindhviða, sem feykti hattinum af hohum. Nærstöddum tókst að ná hattinum úr ánni, en Napóle- oni leizt ekki á hann, svo illa var hann farinn, og gaf því Lapi, kammerherra hattinn. De Vogiié greifi, núverandi eigandi hattsins, greiddi fyrir hann tvær og hálfa milljón kr. Þegar hann kom svo með hann til Svíþjóðar, ætlaði hann sér að tryggja hann, sem eðlilegt má teljast, en ekkert trygging- arfélag í Svíþjóð vildi taka slíka tiyggingu að sér, og fór þvi svo, Það hlýtur að vera heldur þreytandi að vera krónprins, og þurfa sí og æ að vera að lesa um eigin ástarmál í blöðum, bæði í heimalandi sínu og er- lendis, en þannið er því háttað um Karl Gústaf Svíaprins. Nú skrifa blöðin mest um það, að honum sé ætluð Marie-Christine prinsessa af Belgíu, dóttir Leo- polds konungs og Liliane de Rethy konu hans. Leopold kon- ungur sagði af sér konungdómi vegna þessarar konu árið 1950, og hafa hún og hjónaband þeirra ekki verið sérlega vel liðið í Belgíu. Leopold og Liliane eiga þrjú börn, Alexander, 28 ára, Marie Esmeralda, 15 ára og svo Marie-Christine, sem nú er 20 ára. Sú, sem helzt óskar þess, að til hjónabands geti komið milli stúlkunnar og krónprinsins, er að sjálfsögðu móðir hennar, sem getur ckki hugsa^sér annað en að dætur hennar giftist konung- bornum mönnum.. Unga fólkið hefur fengið tækifæri til að hitt ast á frönsku rivíerunni, en þar á Leopold hús og sömuleiðis Bertil prins, frændi Karls Gúst- afs, og hafa unglingarnir komið þangað í leyfum af og til- — Sænsku blöðin telja þó, að varla sé Marie-Christine rétta stúlkan fyrir Karl Gústaf, að minnsta kosti ekki ef dæmt er eftir þeim stúlkum, sem hann hingað til hefur lagt lag sitt við. Þær hafa yfirleitt verið í glaðlyndara lagi. En færi svo, að prinsinn bæði stúlkunnar og hún tæki honum, myndi það skapa töluverð vand- ræði, því erfitt yrði að skipa fólki til borðs í brúðkaupsveizl- unni, því móðir Marie-Christine mætti ekki sitja á jafnvirðuleg- um stað við borðið og faðirinn, fyrrverandi Belgíukonungur. Og svo er annað, sem ætti eftir að skapa erfiðleika, en það eru trúarskoðanir unga fólksins. Prinsinn er lútherstrúar en stúlkan kaþólsk. Myndin er af systrunum Marie Esmeralda og Marie-Christine. að Lloyd-tryggingafélagið tryggði dýrgripinn. De Vogiié greifi er 75 ára, og eigandi Moet-et-Chandon-veldis- ins í Epernay og Dior-ilmvatns- fyrirtækisins. Hann segist vera einn þeirra fáu, sem þora að gera það, sem þá langar til, m. a. af því, að hann á næga pen- inga, og óttast dauðann ekki lengur. I stríðinu dæmdi Gesta- po hann til dauða, þar sem hann hafði verið þátttakandi í neðan- jarðarhreyfingunni í Frakklandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.