Tíminn - 26.05.1971, Qupperneq 7

Tíminn - 26.05.1971, Qupperneq 7
/ MIÐVIKUDAGUR 26. mai 1971 TÍMINN „AÐ LÝSA SJÁLFUM SÉR“ Svar til Magnúsar Kjartanssonar S.ialdan hef ég orðið jafn^ undrandi og þegar ég las grein Magnúsar Kjartanssonar, sem ber yfirskriftina: „Að lýsa sjálf um sér“. Greinin birtist í þátt- um Austra í Þjóðviljanum 20. þ.m. Þessi grein er svo gjör- sneidd beztu kostum höfundar, að furðu gegnir. Ef til vill veld ur þar nokkru um. að hann er að gera tilraun til að hvítþvö tvær „aukapersónur“ í Ölfus- borgamálinu, þá Eðvarð Sig- urðsson. fyrrum varaformann ASÍ og Jón Snorra fyrrv. rit- ara og formann bygginganefnd ar ASÍ. Magnús Kjartansson segir, að tildrög þessa máls hafi ver- ið þau, að verktaki ASÍ hafi „svikið skuldbindingar sínar um vinnulaun og efniskaup“. Hafi það verkafólk, sem laun sín missti, reynt að innheimta þau hjá verktaka og sé nú endanlega ljóst, að af honum sé ekkert að hafa. Það var öllum ljóst fyrir 6 árum, að af verktakanum var ekkert að hafa. Hafi þeir Eðvarð og Jón Snorri reynt að telja Magnúsi trú um ann- en, er það vísvitandi blekking. Þetta mál hefur aldrei snúizt um annað en afstöðu stjórnar- manna ASÍ til siðferðilegrar skyldu þeirra til að greiða að fullu þau verðmæti. sem liggja i húsum þessum vegna vinnu þeirra, sem enn er ógreidd. í þessu máli fæ ég ekki bct- trr séð en þau rök, sem fram hafa komið gegn ASÍ-mönnum, séu mjög á einn veg, sbr. yfir- lýsingu stjórnar Málarafélags Reykjavíkur. En ef það er „aur- kast“ að krefjast rétllátrar og siðgæðislegrar afstöðu af for- ystumönnum verkalýðsins eða öðrum, sem fara með mál, er snerta hagsmuni almennings, þá er ég hræddur um, að Magnús Kjarh.nsson hafi nokkrum sinnum gerzt sekur um ,,aurkast“. Og ég vil bæta við: Vonandi heldur hann því áfram. En setjum nú málið upp á dálítið annan hátt. Hugsum okkur að í stjórn ASÍ hefðu verið Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn og gerzt sekir um nákvæmlega sömu af- stöðu gagnvart launþegum. Dettur einhverjum í hug, að Magnús Kiartansson hefði tek- ið með silkihönzkum á því sið- ferðisbroti? Ég held að smán- arblettir þeirra hefðu verið gæsalappalausir í skrifum Magnúsar þá. enda engin ástæða til annars. Nú veit ég að Magnús er mér sammála í hjarta sínu um það, að ekki beri að gera minni siðferðiskröfur til póli- tískra samherja i ábyrgðar- stöðum én annarra. Ekki veit ég, hver sekastur er um brot á þessari reglu af atvinnupólitík- usum. Þar verður hver að líta í cigin barm. En grein Magnúsar sýnir að keppnin er hörð. Þá kem ég að þeirri fullyrð- ingu Magnúsar, að þeir Eðvarð og Jón Snorri hafi gegnt „al- geru aukahlutverki“ í þessu máli. Þegar stjórn ASÍ tók þá illræmdu ákvörðun að greiða ekki laun þau, sero uro er deilt. fyrir 6 árum, skipuðu hana auk áðurnefndra manna, Hannibal Valdimarsson, for- seti og þáverandi formaður Al- þýðubandalagsins, Snorri Jóns- son og Einar Ögmundsson. Með öðrum orðum 5 Alþýðubanda- lagsmenn, sem mynduðu meiri- hluta stjórnar ASÍ. Þessir menn báru ekki aðeins ábyrgð á að umrædd laun væru ekki greidd. heldur einnig á því að svikin voru eftirfarandi fyrir- mæli i samningi ASÍ við verk- takann: „Verksali skuldbindur sig til að inna af hendi greiðsl ^ur vinnulauna jafnóðum og þær falla í gjalddaga sam- kvæmt gildandi samningum til verksala sbr. 10. gr. sem svar ar sannanlegum vanefndum i þessu efni.“ í 15. grein þessa samnings við verktaka er svo ákveðið að þessi upphæð. sem ASÍ hefur til tryggingar gegn vanefndum, m.a. vangreiddum vinnulaunum. skuli vera 888. 200,00 krónur og skyldi hún standa þar til últekt verksins hefð'i farið fram. Á þessa menn hefur verið deilt fyrir afstöðu þeirra. Ég fæ ekki með nokkru móti séð, hvernig þeir Eðvarð og Jón Snorri eru allt í einu orðnir „aukapersónur" i jafn þýðing- armiklu máli, þó að þeir skipi 2. og 4. sætið á lista AJþýðu- bandalagsins við næstu kosn- ingar. Ég held að málflutningur sá, sem Magnús notar i þessari grein, sé rétísýnum Alþýðu- bandalagsmönnum lítt að skapi. Og ég held líka, að þvotta tilraunir Magnúsar á blettóttu siðferði þeirra Alþýðubandaiags manna séu fyrirfram vonlausar. Það verður að vera „verk þeirra sjálfra, sera gera þ.! frjálsa“ af „aurkasti“ manna, sem ekki sætta sig við ranglæti. Eftir þeim verkum, ásamt tilheyrandi hugarfarsbreytingu, hefur verið beðið í 6 ár. Við launþegar, sem eigum ógreidd laun í verðmæt- um orlofsheimilanna, sem nú eru í eigu verkalýðsfélaganna og ASÍ, biðjumst engrar ölmusu eða góðgerðastai’fsemi. Svava Jakobsdóttir sagði í ágætri ræðu á kosningafundi Alþýðubanda- lagsins, að það væri mannlegt að' krefjast réttar síns. Það er einfaldlega það, sem við erum að gera. Ég hárma, að m'g skuli greina svo mikið á við mann, scm ég met jafnmikils og Magnus Kjart ansson, sem ég þess utan taldi mig hafa ástæðu til að ætla, að væri mér sammála um grund- vallaratriði þessa máls. Ég geri mér að sjálfsögðu ljóst, að ég er litt fær um að deila við jafn ritsnjallan mann. Ég er þannig skapi farinn, að þegar mér finnst málum brenglað í jafn vafasömum tilgangi og hér er gert, hefi ég ekki það geðleysi, sem þarf til að þegja, og skiptir þá engu máli, hver í hlut á. Ég fagna þeirri yfirlýsingu Magnúsar, að nokkur verkalýðs félög hafi þegar lýsti opinher- Icga yfir, að þau séu reiðubú- in að sínu leyti að greiða um- rætt launatap. Þó að ég og aðr- ir, sem mál þetta er skylt, hafi ekki séð þessar yfirlýsingar, dreg ég ekki í efa, að Magnús fari hér meö rétt mál. Mér skilst, að Magnúsi hafi þótt mjög miður, að ég skyldi leyfa Tómasi Karlssyni að birta fyrirspurn þá, sem ég bar fram á kosningaíundi Al- þýðubandalagsins. í henni var ekkert, sem er launungamál fremur en annað, sem frá mér hefur farið um Ölfusborgamál- ið. Ég- vona, að Magnús sjái, þegar hann skoðar hug sinn bet- ur, að hann getur beitt hinum fræga geiri ritsnilldar sinnar að verðugra verkefni en fram kem- ur í greininni „Að lýsa sjálfum sér“. Og þá munu honum bíta vopnin betur. SALTVÍK ’71 — # 4 hljómleikar — sá lengsti 7 klst. # 4 dansleikir # 1 3ja klst. skemmtihljómleikar # 1 þjóðlagahátíð # 1 varðeldur # 2 Beat-hljómleikar # Diskotek # Helgistund Trúbrot — Náttúra — Ævintýri — Mánar — Þrjú á palii — Júbó — Roof tops — Tilvera — Helgi og Kristín — Haukar — Ingvi Steinn — Siggi GarSars — Árni Johnson — Torrek — Dýpt — Einar Vilberg — Arckemetis — Tiktúra — Akropolis — Jeremías — Trix — Plantan — Ríó tríó — Lítið eitt — Bill og Gerry — Freyr Þórarins — Sr. Bemharður Guðmundsson. Forsala aðgöngumiða hefst í fyrramálið við Útvegs* bankann. HVÍTASUNNUHELGIN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.