Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. maí 1971 TIMINN Halli kom heim kl. 6 um morg uninn og fann karlmann í fata- skápnum í svefnherberginu. — Hvar hefur þú verið í alla nótt? sspti konan hans Halla. — Hver er þessi maður? æpti Halli á móti. — Þú skalt ekkert vera að reyna að skipta um umræðuefni, svaraði frúin reiðilega. — Ekki veit ég, Iivernig við ætt- um að eyða tímanum, ef við hefðum ekki þetta tafl! Tveir lögfræðingar voru að ræða saman um árferðið. — Hvað segirðu annars, held- urðu ekki að tímarnir fari að batna? spurði annar. — Jú, mér sýnist allt vera á uppleið. Ég hef nú þegar fengið níu þrotabú til meðferðar í ár, en hafði ekki nema,tvö í fyrra. Oddur var nýlega í rannsókn á sjúkrahúsi. Fyrsta daginn fékk hann ekkert að borða. Seint um kvöldið fór hann fram á að fá eitthvað í svanginn og hjúkrun- arkonan færði honum bolla af lapþunnum mjólkurgraut. Eftir nobkrar mínútur kallaði hann á hana aftur og sagði: — Ég er vanur að lesa svolítið á kvóldin. Kannski þér vilduð vera svo væn að færa mér frímerki. DENNI DÆMALAU5I — m Spakmæli: Höggvið velgerðir í marmara, — en skrifið mót- gerðir í sand. Gullkorn úr heimsbókmennt- ununi: — Þau voru eins og saumuð hvort handa öðru. — Hún svaraði spurningum hans með nokkrum velfrosnum orðum. — Smábylgjur kitluðu bátinn undir hökunni. — Það vsr svo mikil þögn, að kjarkurinn heyrðist bresta í brjósti hans. — Það var að finna sem stétt- arfélag tiinburmanna héldi að- alfund í höfði hans. Grafskrift yfir hundi: — Skott hans dinglar enn í hjarti mínu. — Hljómsveitin sveiflaði mús- ikölsku hunangi út í nóttina. — Hún hafði augnhár, sem voru þess megnug að svipta burt köngurlóavefnum frá hjarta hvers einasta manns! -----7- — Þú værir ekki svona sköllótt- ur, Hinrik, ef þú elskaðir mig eitthvað! Verksmiðjueigandi í Vestur- Þýzkalandi-. — Við lifum á vand ræðatímum. — Fyrir skönnnu kom ég með nýja vöru á mark- aðinn. Viku síðar höfðu Rússar uppgötvað hana, — og eftir háif an mánuð byrjuðu Japanir að selja hana fyrir hálfvirði. Ætlarðu láta mig fá glas af bjór, frú, og hestinn fötu af vatui! MEÐ MORGUN KAFFINU - * - * - — Ég þoli ekki skartgripi lengur. Það er of hættulegt að ganga með þá, til þess að það borgi sig, sagði Sophia Loren, þegar hún kom til Kennedyflug- 'vallarins í New York um daginn. Hún var í blárri dragt, laus við alla demanta eða annað skraut. Sophia Loren er komin til Bandaríkjanna með manni sín- um í þeim tilgangi að leika þar í kvikmynd. Síðast, þegar hún var í New York, losuðu ein- hverjir góðviljaðir þjófar hana við skartgripi að verðmæti 45 milljónir ísl. króna. Það má því segja, að það sé eðlilegt, að b ik konan sé ekki að hætta sér til Bandaríkjanna méð skartgripina sína í annað sinn. — ★ — Leikkonan Jane Fonda hefur rnikið verið í fréttum í vetur. Hún er 23 ára og hefur tekið upp á því að berjast gegn öllu því vonda, sem hún telur að til sé í Bandarikjunum. Hún berst gegn kynþáttamisrétti, fýrit rétti kvenna, gegn Richard Nix- on, forseta og Ronald Reagan, fylkisstjóra í Kaliforníu. Svo gerðist það í vetur, að Jane Fonda var handtekin, þegar hún kom til borgarinnar Cleveland í Ohio, á leiðinni frá London í Kanada, og var hún þá grunuð um að vera að smygla eiturlyfj- um í stórum stíl. — Við þessu mátti búast, sagði fólk. Jane Fonda var í haldi í 10 tíma. Frá því þetta gerðist eru liðnir sex mánuðir og loksins hefur Jane Fonda verið sýknuð af ákær- unni um eiturlyfjasmygl. í ljós hefur komið, að pillurnar voru vítamíntöflur, eins og hún hafði reyndar haldið fram sjálf. Hin dularfullu tákn, sem á pilluglös- unum stóðu — B-L-D — þýddu aðeins morgunverður, hádegis- maður og kvöldmatur (break- fast-lunch-dinner), og áttu að minna stjörnuna á það, hvenær skyldi taka þær inn. — ★ — ★ — Búðaþjófnaður fer vaxandi í Ðanmörku, að því er dönsku blöðin segja. i HB-búðunum svo kölluðu hefur þjófnaðurinn í apríl aukizt um 30%, sé borið saman við sama mánuð á síðasta ár, og segja forstjórar HB-verzl anakeðjunnar, að á hverjum mánuði sé stolið fyrir um 15,6 milljónir króna (ísl.), og er þetta 1% af veltu verzlananna. HB heldur nákvæma skýrslu vf- ir, hverju er stolið. Hefur kom- ið í ljós, að mestu er stolið af áfengi, kjötvörur eru ofarlega á lista, en einnig er miklu stolið af járnvörum, sælgæti og hrein- lætisvörum, en í verzlunum HB fæst allt milii himins og jai'ðar, eins og yfirleitt er í stórum vöruhúsum erlendis. Athugunin hefur sýnt, að börn stela aðeins 20% af því, sem stolið er, er full trðnir 80%. Mun það koma mörg Tvö tilfelli af lakkríseitrun hafa uppgötvazt í Danmörku. Nú síðast var það 21 árs hermaður, sem reyndist með lakkríseitrun, eftir að hann hafði veikzt, og læknar rannsakað hann. Hermað urinn hafði borðað sem svarar 75 grömmum af lakkrís daglega. í mörg ár hafa læknar vitað, að of mikið lakkrísát getur valdið hækkandi blóðþrýstingi. Ástæð- an er sú, að lakkrísinn inniheld- ur efni, sem heitir glykyrizin, en það getur orsakað breytt efna- skipti, og bindur salt og vatn í likamanum. Það getur tekið margar vikur að lækna fólk, sem hefur fengið lakkríseitrun, að því er segir í vikuriti danskra lækna. — ★ - ★ — 21. maí fæddi Svetlana Stal- ínsdóttir 15 marka dóttur í bæn um San Rafael í Kaliforníu. — Litla telpan hlaut nafnið Olga Margedant, og fréttir herma, að móður hennar, frú William W. Peters, eins og Svetlana er nefnd í opinberum skýrslum í Bandaríkjunum, heilsist vel. Svctlana er nú 45 ára. Hún kom til Bandaríkjanna árið 1967 og giftist árið 1970 manni sínum, William Peters, sem er arki- J tekt. Svetlana á tvö uppkomin ' börn í Sovétrikjunum. Eftir að i dóttirin fæddist, sagði hún: — { Mér þykir dásamlegt, að hafa ' eignazt þessa heilbrigðu og fal- J legu, litlu stúlku, sem mun J tengja mig enn fastari böndum ' við þetta land. Hér á myndinni { eru þær mæðgurnar og faðirinn. J um á óvart, sem eðlilegt er, því oft er álitið, að börn hnupli úr verzlunum af barnaskap, sem varla er hægt að segja um full- orðna. 65 ára og eldri stela 10% af öllu því, sem stolið er. *•«TVr IBrtlirt ,,ti. , . — ★ — ★ —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.