Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 1
Kirkjan hefur ekki borgað fyr-ir afnot að Þingvallabænum. bls. 2 Það myndi kosta 26,5 milljarðaað ná fyrri skattfrelsismörk- um. bls. 2 Aðstandendur þeirra sem fór-ust í árásinni á Bandaríkin 11. september krefjast hárra bóta vegna missisins. bls. 6 Íslensk erfðagreining vill ekkisegja hverjum verður sagt upp störfum. bls. 6 Búist er við að allt að 70 þús-und manns komi í miðborg Reykjavíkur í kvöld. bls. 8 bls. 22 SENDIHERRA Þjóðin er ykkar gersemi bls. 22 LAUGARDAGUR bls. 14 151. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 17. ágúst 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Hátíð í Hólminum VIÐURKENNINGAR Barna- og unglinga- bókaverðlaun Vestnorræna ráðsins verða veitt í fyrsta sinn við hátíð- lega athöfn á ársfundi ráðsins í Stykkishólmi í dag. Verðlaunin eru að upphæð 60.000 danskar krónur og eru veitt annað hvert ár. Barátta í boltanum FÓTBOLTI Einn leikur verður í Síma- deild karla í dag og einn í Síma- deild kvenna. Í karlaflokki eigast við ÍA og KA. Leikið verður á Akranesi. Í kvennaflokki eigast við Valur og KA/KS/Þór og verður leik- ið að Hlíðarenda. Karlaleikurinn hefst klukkan 16.00 en kvennaleik- urinn klukkan 14.00 Borgin velur listamann STARFSLAUN Kynnt verður í dag hver verður borgarlistamaður næsta ár. Athöfnin verður í Ráðhúsi Reykja- víkur klukkan 15.00 Menningarnótt og maraþonhlaup REYKJAVÍK Líflegt verður í Reykjavík í dag og í kvöld. Reykjavíkurmara- þon verður háð í dag. Í kvöld verð- ur fjölbreytt dagskrá víða í mið- borginni á Menningarnótt. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Í blaðinu er að finna dagskrá hátíð- arinnar. MYNDASÖGUR Heimurinn er skrýtinn AFMÆLI Morgan Kane í öllum REYKJAVÍK Norðlæg átt, 3-5 m/s. Léttskýjað með köflum. Hiti 6 til 14 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 10 Akureyri 3-5 Skýjað 9 Egilsstaðir 3-5 Þurrt 11 Vestmannaeyjar 3-5 Léttskýjað 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 21,6% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? 51,7% 61,9% FLÓÐ Í EVRÓPU Veðurfræðingar standa ráðþrota gagnvart orsök- um flóðanna sem gengið hafa yfir Mið- og Austur- Evrópu undanfar- ið. Tölvubúnaður sem notaður er til að rannsaka veður- far getur sagt fyrir um hversu mikið muni rigna að með- altali á jörðinni á komandi árum. Hann getur aftur á móti ekki spáð fyrir um óveður eins og það sem gengið hefur yfir Evrópu. Ekki er talið að hækkandi hita- stig á jörðinni hafi valdið flóðun- um, eins og margir kynnu að halda. „Ef þetta hefði gerst um miðjan vetur hefði verið eðlilegt að kenna hækkandi hitastigi um,“ sagði Dr. Tim Osborn, loftslagssérfræðing- ur, í samtali við fréttavef BBC. „Samkvæmt öllum líkönum okkar er reiknað með að rigning á sumr- in haldist svipuð eða að það dragi jafnvel úr henni, þrátt fyrir að hitastig á jörðinni hækki.“ Sagði hann að engin auðveld skýring sé fyrir hendi á flóðunum sem gengið hafa yfir Evrópu. „Það væri einfaldlega hægt að kenna hinu óútreiknanlegu eðli veður- farsins um, en ekki hitafarsbreyt- ingum,“ bætti hann við. Dr. Geoff Jenkins, veðurfræð- ingur hjá bresku veðurstofunni, er sammála Osborn og segir að fólk skuli ekki draga ályktanir of snem- ma um að hækkandi hitastigi sé um að kenna. „Við vitum að hita- stig á jörðinni er að hækka og að það muni hafa einhverjar breyt- ingar í för með sér,“ sagði hann. „Á jörðinni er hins vegar afar breyti- legt veðurfar. Náttúruhamfarir eins og þessar eiga sér stað af og til. Þær eru óvenjulegar en eiga sér samt sem áður hliðstæður.“ Um 35 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í borginni Dresden í austurhluta Þýskalands vegna flóðanna sem þar hafa gengið yfir. Alls hafa 103 manneskjur látist í flóðunum víðs- vegar um Evrópu, þar af 59 í Rússlandi. Tveir fundust látnir í Tékklandi í gær og einn til viðbót- ar fannst látinn í Dresden.  Hækkandi hitastig ekki ástæðan fyrir flóðunum Breskir veðurfræðingar standa ráðþrota gagnvart orsökum flóðanna í Evrópu. 35 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Dresden. 103 hafa látist af völdum flóðanna sem eru þau mestu í áratugi. ALLT Á FLOTI íbúar víða í Evrópu hafa þurft að leita ýmissa leiða til að komast ferða sinna. Vísindamenn standa ráðþrota og geta ekki útskýrt hvers vegna svo mikil flóð eru víða um álfuna. Um 35 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og eignatjón er ótrúlegt. SUNDLAUGAR Ellilífeyrisþegar, 67 ára og eldri, greiða barnagjald í sundlauginni á Akureyri séu þeir ekki með lögheimili í bænum. Hefur þetta komið flatt upp á marga ferðamenn af eldri kyn- slóðinni: „Bæjarstjórnin samþykkti barnagjaldið fyrir ellilífeyrisþeg- ana í fyrra. Það gildir fyrir allt að- komufólk sem komið er á þennan aldur,“ segir Gísli Kr. Flóvenzson, forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. „Ég veit til þess að þessi regla er viðhöfð í sundlaug- um vítt og breitt um landið,“ segir hann. Þó ekki í Reykjavík. Í Laugar- dalslauginni fengust þær upplýs- ingar að allir ellilífeyrisþegar fengju þar frítt í sund og skipti búseta engu. Aðeins væri gerð krafa um íslenskan ríkisborgara- rétt. Útlendingar væru því látnir greiða fullt gjald, óháð aldri. Nema að sjálfsögðu útlend börn sem greiddu barnagjald líkt og innlend.  Sundlaugin á Akureyri: Eldri borgarar með barnamiða Í SUNDI Borgað á Akureyri - frítt í Reykjavik. „Ef þetta hefði gerst um miðj- an vetur hefði verið eðlilegt að kenna hækkandi hitastigi um“ Afmælisveisla! ÞETTA HELST AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.