Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 2
Ítalskur ferðamaður misstistjórn á jeppabifreið sinni í lausamöl út af Lundareykjadals- vegi um ellefu-leytið í gærmorg- un. Enginn slasaðist. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er mildi að ekki fór verr því Ítalinn keyrði yfir vegræsi og flaug bíll- inn yfir barð sem þarna var. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að flytja hann með krana- bíl. Hafði ökumaðurinn verið í samfloti með tveimur öðrum jeppum. Tveir bílar skullu saman á Ak-ureyri í gærmorgun. Árekst- urinn varð á gatnamótum Hóla- vegar og Öldustígar. Engin slas- aðist en annar bíllinn er nær ónýtur. 2 17. ágúst 2002 LAUGARDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUFRÉTTIR SAKAMÁL Foreldrar bresku stúlkn- anna Holly Wells og Jessicu Capman, sem ekki hafa sést síðan 4. ágúst, segjast ennþá eiga veika von um að dætur þeirra séu heil- ar á húfi. „Við höfum ekki gefið upp vonina. Við ætlum okkur ekki að gefa upp vonina,“ sagði faðir Jessicu á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Einhver hefur þær hjá sér. Þær eru ekki börnin hans. Þær eru börnin okk- ar. Við viljum fá þær aftur. Við söknum þeirra afar mikið.“ Lögreglan á Bretlandi hafði vonast til að heyra í hugsanleg- um ræningja stúlknanna í gegn- um sérstakt neyðarnúmer sem komið hafði verið upp. Enginn lét hins vegar heyra í sér, en frestur- inn til þess að hringja rann út á miðnætti í fyrradag, að því er greint var frá á fréttavef BBC. Um 400 lögreglumenn taka þátt í leitinni að stúlkunum.  Foreldrar týndu stúlknanna í Bretlandi: Hafa ekki gefið upp vonina STÚLKNANNA LEITAÐ Lögreglan leitar stúlknanna á blómaengi skammt fyrir utan bæinn Soham á Englandi, þar sem þær bjuggu. Ekkert hefur spurst til stúlknanna síðan 4. ágúst. AP /M YN D HÓTEL VALHÖLL Elías Einarsson veitingamaður heldur rekstri Hótel Valhallar áfram. Hótel Valhöll: Sami vertinn næsta sumar STJÓRNSÝSLA Gert er ráð fyrir að samningar við núverandi rekstr- araðila Hótel Valhallar verði end- urnýjaðir þannig að þeir gildi ein- nig fyrir næsta sumar. Ríkið eignaðist Hótel Valhöll fyrir um 200 milljónir króna í apr- íl. Enn mun ekkert ákveðið um framtíðarhlutverk bygginganna. Að sögn Guðmundar Árnasonar, skrifstofustjóra í forsætisráðu- neytinu, liggur ekkert fyrir um hugsanlegar endurbætur á hús- um. Hann segir að í ljósi þess sé líklegast að samningar verði endurnýjaðir vegna rekstursins næsta sumar. Það er Elías Einars- son veitingamaður í Borgartúni 6 ehf. sem valinn var til rekstursins í vor að afloknu útboði.  Leitin að Ítalanum: Án árangurs LEIT Leitin að hinum þrjátíu og þriggja ára gamla Ítala Davide Paita sem saknað er við Látra- strönd í Eyjafirði hefur enn eng- an árangur borið. Sjötíu björgunar- s v e i t a r m e n n Slysavarnarfélag- ins Landsbjargar í Eyjafirði héldu áfram að leita mannsins í gær- dag. Leitað var frá Grenivík norður fyrir Gjögurtá inn í Hvalvatnsfjörð. Þá var leitað um fjöll og dali á þessu svæði ásamt því að strand- lengjan var fínkembt af sjó og landi. Allir aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar. Brattar grjótskriður eru á svæðin og ásamt því var dimm þoka var í 100 metra hæð yfir sjávarmáli og talsverður vindur. Einungis hafa verið sendir velþjálfaðir fjalla- björgunarmenn til leitar þar sem aðstæður eru erfiðar. Davide Paita sást síðast fyrir níu dögum á Grenivík. Hafði hann beðið sundlaugavörð fyrir hluta af búnaði síðum meðan hann hyggðist í gönguferð á Látraströnd. Reiknaði hann með því að vera komin til baka á sunnudeginum 11. ágúst eða í síð- asta lagi á þriðjudeginum. Þegar Paita hefði ekki vitjað um búnað- inn á fimmtudeginum var haft samband við lögregluna sem síð- an óskaði eftir aðstoð.  SKATTAR Hækka þyrfti stað- greiðsluhlutfallið um 1,6 pró- sentustig til að greiða fyrir hækk- un skattfrelsismarka upp í þá fjárhæð sem svarar til atvinnu- leysisbóta. Skattfrelsismörkin miðast í dag við tæplega 67.500 króna mánaðarlaun. Atvinnuleysisbæt- ur eru hins vegar um 73 þúsund krónur á mánuði. Atvinnulaus maður greiðir því 38,54% skatt af um 5.500 krónum. Það gera um 2100 krónur. Hverjar þúsund krónur sem skattfrelsismörkin eru hækkuð um þýða einn milljarð króna í tap- aðar skatttekjur fyrir hið opin- bera. Hækkun skattfrelsismarka upp í 73 þúsund krónur hefði þannig í för með sér um 5,5 millj- arða króna tekjutap. Ef ætlun væri að mæta slíku tapi með hækkun álagningarprósentunnar þyrfti hún að hækka um 1,6 pró- sentustig að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins. Staðgreiðsluhlutfallið yrði þannig um 40,1% í stað 38,54% sem það er í dag. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp frá og með árinu 1988 var fest í lög að skattfrelsis- mörkin fylgdu verðlagsþróun. Á vefriti fjármálaráðuneytisins í þessari viku kemur hins vegar fram að stjórnvöld hafi nánast frá byrjun gripið inn í og skert verð- trygginguna. Hún var síðan af- numin 1996. Hefði verðtryggingin á skatt- frelsismörkum haldið sér frá 1988 væru mörkin við tæpar 94 þúsund krónur í dag. Núverandi skatt- frelsismörk þyrfti að hækka um 26.500 krónur til að mörkin yrði í þeirri fjárhæð. Það myndi þýða 26,5 milljarða króna minni skatt- tekjur. Ein leið til að mæta slíkri tekjulækkun væri að hækka skattprósentuna upp í 45,9 pró- sent á þá sem hefðu tekjur um- fram 94 þúsund krónur. Árið 1988 var staðgreiðsluhlutfallið hins vegar 35,20%. gar@frettabladid.is Ríkisfjármál: Fyrri skattfrelsismörk kosta 26,5 milljarða FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Hækkun skattfrelsismarka upp í 94 þús- und krónur hefði í för með sér um 26,5 milljarða króna tekjutap hins opinbera. Hækka þarf staðgreiðsluhlutfall skatta upp í tæp 46% ef mæta ætti því. STJÓRNSÝSLA „Þingvallabærinn er notaður sem gestahúsnæði ríkis- stjórnarinnar. Húsið er til afnota fyrir forsætisráð- herra og eftir at- vikum aðra ráð- herra í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Árnason, skrif- stofustjóri forsæt- isráðuneytisins. Þingvallabærinn er á sameiginlegu forræði forsætis- ráðuneytis og Þing- vallanefndar. Nefndin hefur ný- verið hafnað ósk Prestsetrasjóðs um sjóðurinn fá að koma fyrir tjaldi eða hjólhúsi á túninu við Þingvallabærinn sem vera ætti náttstaður fyrir prestinn í Þing- vallakirkju. Presturinn hafði frá því seint á sjötta áratugnum og þar til fyrir fáum árum íbúð og skrifstofuaðstöðu í Þingvallabæn- um sjálfum. Í dag hefur hann ein- ungis aðgang að einu skrifstofu- herbergi og salerni. Þessi aðstaða er í burstinni næst kirkjunni. Annað rými í þeirri burst er nýtt af Þingvallanefnd. Presturinn hefur því leitað til Hótel Valhallar með gistingu. „Það kom fram í svari forsæt- isráðherra á Alþingi í hittiðfyrra að það hefur aldrei staðið til ann- að en að ljá kirkjunni lágmarks aðstöðu í húsinu. Í sama svari kom reyndar einnig fram að kirkjan hefur aldrei átt neitt tilkall til Þingvallabæjarins. Það var ein- faldlega vegna þess að embættum þjóðgarðsvarðar og prestsstöð- unni var ráðstafað saman að kirkjan hefur notið aðstöðu í Þing- vallabænum. En hún hefur aldrei farið með eignarhald eða annað forræði yfir húsinu,“ segir Guð- mundur. Að sögn Guðmundar lagði Prestsetrasjóður fé til uppbygg- ingar Þingvallabæjarins í kring um 1930. „Forsætisráðuneytið og Þing- vallanefnd hafa síðan alfarið kost- að allar endurbætur og viðhald á húsinu. Það sama gildir um rekst- ur alls hússins og greiðslu allra gjalda af því. Allur rekstur og ný- legt og umfangsmikið viðhald og endurbætur á kirkjunni hafa ein- nig verið kostaðar af ráðuneytinu og nefndinni,“ segir Guðmundur. Þingvallabærinn er að grunn- fleti 209 fermetrar og skiptist í fimm burstir sem allar eru á tveimur hæðum. Að auki er kjall- ari í húsinu sem mun vera lítt nýttur að sögn Guðmundar. Prest- urinn hafði áður aðsetur sitt í burstunum tveimur næst kirkj- unni. Nú hefur verið gert innan- gengt frá forsætisráðherrabú- staðnum inn í innri burst fyrrum prestsbústaðar. gar@frettabladid.is Kirkjan hefur verið frítt í Þingvallabæ Kirkjan greiddi ekkert fyrir fjögurra áratuga afnot af Þingvallabænum. Þingvallapresti er bannað að slá upp tjaldi á túninu við bæinn. Forsætisráðuneytið hefur bætt fjórðu burstinni við umráðasvæði sitt. ÞINGVELLIR Þingvallaprestur má ekki slá upp tjaldi á túninu aftan við kirkjuna og Þingvallabæinn. Túnið er ekki skilgreint sem tjaldsvæði segir Þingvallanefnd. Forsætisráðu- neytið og Þingvalla- nefnd hafa síðan alfarið kostað allar endurbætur og viðhald á húsinu. DAVIDE PAITA Um hádegisbilið í gær voru birtar myndir af Davide. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Tveir ungir menn brutust inn ítvær bifreiðar um hálf eitt- leytið í Þangbakka í Breiðholti. Sást til mannanna og handtók lögreglan í Reykjavík þá skammt frá. Þeim hafði tekist að taka hátalara úr öðrum bílnum en ekkert úr hinum. Bifreið var stolið í Teigunumum tvöleytið í fyrrinótt. Var lögreglu tilkynnt um þjófnaðinn og var þjófurinn handsamaður fimm mínútum síðar. Náðist hann við Bergþórugötu þar sem hann var að leggja stolna bílnum í stæði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.