Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 6
6 17. ágúst 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS Hefurðu tekið þátt í maraþon- hlaupi? Nei, og mun ekki gera. Sigurður Guðmundsson ÚTLÖND Flestum listaverka, sem voru í kjöllurum listasafna í Prag og Dresden, var bjargað óskemmdum úr flóðunum sem hafa ógnað borgunum síðastliðna daga. Verðmætum listaverkum var bjargað úr söfnum í Prag áður en það var orðið of seint. „Við fengum viðvaranir og náðum að bregðast við,“ segir Alfredo Azula, ritstjóri ensku útgáfu dag- blaðsins Prague Post. „Við vorum heppnir. Hið sögulega safn, National Theatre, var byggt árið 1881 og varð tákn tékknesks rena- issance á 19. öld. Á tímabili var óttast að byggingin hryndi því hún er staðsett á árbakkanum og undirstöður mjög ótryggar. En nú, þegar flóðin eru í rénun, lítur út fyrir að byggingin muni standa þetta af sér,“ segir Azula. Í Dres- den tókst að bjarga 8.000 lista- verkum sem voru flutt upp á efri hæðir listasafna. Mary Art, sem hefur umsjón með listaverkasöfn- um í Dresden, segir vatnsmagnið hafa komið mönnum þar í opna skjöldu. Slökkviliðsmenn, her- menn og sjálfboðaliðar stóðu upp í hné í vatni og handlönguðu lista- verkin á þurrt.“ Nú stendur yfir hreinsun á kjöllurum og jarðhæð- um í borgunum, en langan tíma mun taka að koma öllu í fyrrver- andi horf.  Flóð í Dresden og Prag: Listaverk björguðust FLÓÐ Menn stóðu víða í vatni í hné og reyndu að bjarga því sem bjargað varð. Vel gekk að koma listaverkum á þurrt. ÁRÁS Á BANDARÍKIN Skyldmenni þeirra sem fórust í hryðjuverka- árásunum á Bandaríkin þann 11. september hafa höfðað mál gegn ýmsum aðilum sem þeir saka um að hafa fjármagnað al-Qaida- hryðjuverkasamtökin og talibana- stjórnina fyrrverandi í Afganistan. Á meðal þeirra sem hafa verið ákærðir er súdanska þjóðin, þrír meðlimir sádi-arabísku konungs- fjölskyldunnar, þar á meðal utan- ríkisráðherra Sádi-Arabíu, þónokkur islömsk góðgerðarfé- lög, sjö fjármálastofnanir og byggingafyrirtæki í eigu fjöl- skyldu Osama bin Ladens, sem starfrækt er í Sádi-Arabíu. Rúmlega 600 fjölskyldumeð- limir, slökkviliðsmenn og björg- unarstarfsmenn höfða málið í sameiningu. Er farið fram á 116 trilljónir Bandaríkjadala í skaða- bætur. Lögfræðingar skyldmenn- anna segjast m.a. hafa undir hönd- unum afrit af samtölum sem fóru fram á milli bin Ladens og prinsa frá Sádi- Arabíu. Þar buðu prins- arnir honum pening fyrir að láta stöðva árásir al-Qaida-liða á fyrir- tæki þeirra í landinu. Stephen Push, sem missti eig- inkonu sína í hryðjuverkaárásun- um, sagði í viðtali við breska rík- isútvarpið, BBC, að fjölskyldurn- ar væru með sterkt mál í höndun- um í Bandaríkjunum. Bætti hann því við að um væri að ræða afar umfangsmikla málshöfðun sem myndi teygja anga sína til ann- arra landa. Að sögn lögfræðing- anna sem vinna að málinu er búist við að hundruð skyldmenna til viðbótar muni ganga í lið með þeim á næstunni. Fjölskyldurnar gera sér grein fyrir því að erfitt gæti reynst að vinna málið. Segjast þær samt sem áður sannfærðar um að bandarískir dómstólar hjálpi þeim við að halda kröfum þeirra á lofti. Ráðgjafi lögfræðinganna í málshöfðuninni er Allen Gerson sem aðstoðaði við að semja um tæplega 230 milljarða króna greiðslu lýbískra stjórnvalda til fjölskyldna þeirra 270 manna sem fórust þegar flugvél Pan Am flug- félagsins sprakk yfir Lockerbie í Skotlandi. „Það er undir okkur komið að gera þessa hryðjuverkamenn gjaldþrota og þá sem fjármagna þá svo þeir geti aldrei aftur framið slík voðaverk gegn bandarísku þjóðinni eins og áttu sér stað þann 11. september,“ sagði Deena Burnett, sem missti eiginmann sinn Tom, sem var í flugvélinni er hrapaði til jarðar í Pennsylvaniu.  Þúsundir milljarða vegna hryðjuverka Um 600 skyldmenni þeirra sem fórust í árásunum á Bandaríkin þann 11. september ætla að höfða mál. Súdanska þjóðin á meðal hinna ákærðu. Erfitt gæti reynst að vinna málið. MYNDIR FRÁ 11. SEPTEMBER Kristin Nelson-Patel, frá Massachussetts í Bandaríkjunum, skoðar sýningu sem haldin var í Boston bókasafninu í janúar. Á sýningunni mátti sjá 50 stórar ljósmyndir af björgunarstarfsmönnum, þeim sem lifðu af árásirnar á Bandaríkin og ættingja þeirra sem létu lífið. Nú hafa um 600 skyldmenni þeirra sem fórust í árásunum höfðað mál og krefjast hárra skaðabóta. AP /M YN D HAGRÆÐING Uppsagnir starfs- manna hjá Íslenskri erfðagrein- ingu um síðustu mánaðarmót og umræður um svigrúm fyrirtæk- isins til frekari rekstrarhagræð- ingar hafa vakið athygli, ekki síst í ljósi þess að þetta er í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins sem það fækkar starfsfólki en vöxtur fyrirtækisins hefur verið gríðar- legur allt frá stofnun þess. Stór hluti þeirra sem starfa hjá fyrir- tækinu er hámenntað fólk á sínu sviði og gæti því átt í erfiðleikum með að finna störf við hæfi hér heima missi það vinnuna hjá ÍE. Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri samskipta- og upplýsinga- sviðs ÍE, segir það ekki samræm- ast stefnu fyrirtækisins að upp- lýsa sérstaklega í hvaða deildum gripið er til uppsagna, enda ástæðurnar fyrir uppsögnum margvíslegar og oft persónuleg- ar. Lyfjafræðingar hjá fyrirtæk- inu þurfa þó væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af atvinnu- málum þar sem skortur á þeim hérlendis er tilfinnanlegur. Aðrir sérfræðingar gætu hins vegar þurft að leita út fyrir landstein- ana ef ÍE þarfnast ekki starfs- krafta þeirra.  Íslensk erfðagreining og uppsagnir starfsfólks : Upplýsa ekki hverj- ir missa vinnuna ÍSLENSK ERFÐAGREINING Upplýsir ekki hvort sérfræðingar sem gætu þurft að leita til annarra landa eftir atvinnu séu í hópi þeirra sem sagt hefur verið upp störfum. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85.91 0.19% Sterlingspund 131.58 -0.62% Dönsk króna 11.31 -0.88% Evra 83.97 -0.94% Gengisvísitala krónu126,56 0,04% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 228 Velta 9.926,1 milljónir ICEX-15 1.277 0,78% Mestu viðskipti Ker hf. 5.620.087.548 Fjárfestingarf. Straumur hf. 418.916.883 Opin kerfi hf. 132.973.876 Mesta hækkun Tangi hf. 8,00% Opin kerfi hf. 4,42% Kaupþing Banki hf. 4,39% Mesta lækkun Ker hf. -4,10% Hraðfrystihúsð-Gunnvör hf. -3,28% Marel hf. -2,50% ERLENDAR VÍSITÖLUR** Dow Jones 8776.54 -0.47% Nasdaq 1359.66 +1.09% FTSE 4330,0 0,1% DAX 3652,6 -0,4% Nikkei 9788,1 -0,1% S&P 928,7 -0,2% *Gengi Seðlabanka Íslands kl. 11.00 **Erlendar vísitölur kl. 17.30 JPMorgan: Mælir með kaupum í deCODE DECODE Bandaríski fjárfestingar- bankinn JPMorgan hefur gefið út endurskoðaða greiningu á deCODE og mælir með kaupum í félaginu þó gengi þess á Nasdaq sé með lægsta móti. Að því er fram kemur í 1/2 5 fréttum Búnaðarbankans er niður- staða verðmats óbreytt frá fyrri greiningu og er 10 dollarar sem er vænt gildi eftir 12 mánuði. JPMorg- an horfir til góðrar fjárfagsstöðu og þeirra áfanga sem það hefur þegar náð í starfsemi sinni. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.