Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 14
14 17. ágúst 2002 LAUGARDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Íslenska indiesveitin Leaves færslæma útreið í NME fyrir nýj- ustu smáskífu sína, „Catch“. „Hljómsveitin vonast til þess að lagið komi þeim beina leið á Gla- stonbury hátíðina, en er lítið meira en gljáfægður skítur, tilbúinn til þess að verða fleygt niður í rokkræsið,“ segir gagnrýnandinn. Hann er almennt ekki hrifinn af íslenskum hljómsveitum. Land sem er hrauni þakið og álfum byggt ætti að framleiða tónlist sem hljómar eins og The White Stripes á eldgíg, þess í stað kemur þaðan „leiðinlegasta hljómsveit í heimi, Sigur Rós og nú Leaves.“ Ekki eru allir sammála skoðun þessa tiltekna gagnrýnanda. Í tón- listartímaritinu Uncut fékk hljóm- sveitin, sem hefur verið önnun kafin á tónleikaferð, fjórar stjörn- ur af fimm mögulegum. N’Sync súkkulaðitöffarinnLance Bass fær að halda áfram undirbúningi fyrir fyrir- hugaða geimferð sína. Embættis- menn við rúss- nesku geimferða- stofnunina segj- ast þó enn eiga eftir að fá greitt fyrir pakkaferð- ina. Upphæðin sem Bass skuldar þeim hljóðar upp á litlar tuttugu milljónir dollara. En hann fær vikuþjálfum í viðbót áður en hann þarf að ganga frá greiðsl- unni. Bass hefur verið í þjálfun síðan í júlí í grennd við Moskvu. Ef af ferð hans verður kemst hann í sögubækurnar sem yngsti geimfari sögunnar því Bass er einungis 23 ára gamall. The White Stripes stukku ásviðið með Íslandsvinunum í The Strokes í lokalagi þeirra á tónleikum í New York í fyrra- kvöld. Jack White, gítarleikarinn í The White Stripes, tók sólóið í New York City Cops. The White Stripes hafði hitað upp fyrir Strokes á tónleikunum. Sá kvittur hafði komist á kreik að Beck myndi troða upp á tónleikunum, enda staddur í bænum og nýbúinn að halda eigin tónleika. Ekkert varð úr því heldur sat hann sem fastast úti í sal á tónleikunum. MYNDASÖGUR Myndasögur Grant Morrisons kafa djúpt ofan í hið undarlega sem oftast þó, og á hálf ógnvekjandi hátt, virðist eiga sér stoðir í raunveruleikan- um. „Fyrir mér er heimurinn sem við búum í afar skrýtinn og ég er bara að reyna að segja frá því,“ útskýrir hann með sterkum skoskum hreim. Grant vakti fyrst á sér athygli með Batmansögunni „The Ark- ham Asylum“, einu mesta hryll- ingsævintýri sem Blaki hefur lent í. Hann hefur fengið mikið lof fyrir seríu sína „The Invisi- bles“, þaðan sem höfundar „The Matrix“ fengu „að láni“ nokkrar hugmyndir, en sú sería fjallar um hóp anarkista sem berjast á móti verum sem geta stjórnað skilningarvitum fólks. Hmm, hljómar kunnulega? Nýjasta ser- ía Morrisons, „The Filth“, virðist ætla að sigla inn á svipuð mið undarlegheita. „Það er til dæmis mikið gert úr því í sögunni að í líkamanum eru 10 milljarðar húðfruma en tíu sinnum meira magn af bakt- eríum sem búa og nærast á þér. Hver manneskja ber tíu sinnum meiri massa af bakteríum en frumum í líkama sínum. Þegar við tölum um að sálin lifi áfram eftir dauða okkar erum við hugs- anlega bara að tala um sýkla.“ Grant segir söguna fulla af myndlíkingum og er fljótur að benda á sambærilega hluti úr okkar eigin heimi. „Hryðjuverk í Bandaríkjunum eru eins konar vírusaárásir. Það er engin ein þjóð til að berjast á móti, hóp- arnir laumast inn í líkama lands- ins og ráðast á þjóðina innan frá. Það er hægt að læra margt af því að rannsaka og skilja hegðun baktería.“ Morrison viðurkennir að hafa orðið vonsvikin út í Wachowski bræður, höfunda og leikstjóra Matrix myndanna, fyrir hug- myndalánið úr verkum hans. „Þegar ég sá myndina fannst mér þetta besta mynd sem ég hafði séð. Svo fóru vinir mínir að benda mér á ýmsa hluti sem voru sambærilegir. Ég frétti síð- an að þeir hefðu stuðst við bæk- ur mínar á tökustað. Það er margt líkt, sköllóttur maður í leðurkápu, skordýravélmenni, hugmyndafræðin um stjórnun skilningarvitanna, kung-fu, stökkið af skýjakljúfnum... ég gæti haldið lengi áfram. Ég er ekki reiður, mér finnst myndin frábær,“ segir hann rólegur að lokum og hefur ástæðu til. Hann er að ganga frá samningi sem ætti að tryggja heimsspeki „The Invisibles“ upp á hvíta tjaldið. Önnur væntanleg kvikmynd eft- ir sögu Morrison er Hrekkja- vökumyndin „Sleepless Nights“ sem Steven Spielberg keypti réttinn á. Hollywood er að opna arma sína fyrir heimum mynda- sagnanna. biggi@frettabladid.is MENNINGARNÓTT Við rætur Arnar- hóls rís á Menningarnótt bæjar- blokk stútfull af list. „Við erum með marga gáma og ætlum að búa til strúktúr úr þeim, einskonar blokk, og þar bjóðum við upp á dagskrá frá klukkan 18 og eins lengi og við fáum leyfi til,“ segir Bjargey Ólafsdóttir, ein lista- kvennanna sem standa að verk- inu. „Uppistaðan í verkinu er kvikmyndin „Ekta gæði, tími með næði“ sem sýnd verður allan tím- ann á þremur tjöldum. Myndin er ein saga í þremur útgáfum sem allar eru ósköp svipaðar.“ DJ Phil Stadium spilar fyrir dansi fram eftir nóttu, Karlakór Kjalnesinga syngur karlmennskulög kl. 22 og ýmislegt annað tekur á sig mynd á mismunandi tímum í blokkinni. Það eru Ásdís Sif Gunnarsdótt- ir, Bjargey Ólafsdóttir, Gunnhild- ur Hauksdóttir og Ingibjörg Magnadóttir sem standa að verk- inu í samvinnu við Steinþór Birgirsson sem sér um tökur og klippingu myndarinnar. Fjöl- margir aðrir koma að verkefninu á einn eða annan hátt, en það er styrkt af Reykjavíkurborg og Samskipum.  THE SWEETEST THING kl. 2, 8 og 10 MEN IN BLACK 2 kl. 4, 6 og 8AUSTIN POWERS kl. 2 Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ ísl. tali Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 m/ ísl. tali Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11 Powersýning Sýnd kl. 7 og 10 kl. 4FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 7LEITIN AÐ RAJEEV kl. 6 og 8CLOCKSTOPPERS VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 4 og 6 ABOUT A BOY kl. 8 og 10.05 MOTHMAN PROPHECIES 8 og 10.20 Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10 Sýnd kl. 3.45, 6, 8 og 10.30 kl. 10NOVOCAINE MURDER BY... kl. 10.10 VIT400 SCOOBY DOO kl. 2, 4 og 6 VIT398 PÉTUR PAN m/ísl. tali kl. 2 VIT358 FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali 2, 4 og 6 VIT418 EIGHT LEGGED FREAKS 8 og 10.10 VIT417 MR. BONES kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT415 BIG TROUBLE kl. 8 VIT406 VILLTI FOLINN m/ísl. tali 2 og 3.45 VIT410 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 420 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 422 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10.10 VIT 423 Bæjarblokk við Arnarhól: Kvikmynd, karlakór og galdrakall GALDRAKALL Hann getur í alvöru galdrað, segja aðstandendur bæjarblokkarinnar við Austuvöll. „Heimurinn er skrýtinn, ekki ég“ Einn af dagskráliðum Menningarnætur er fyrirlestur myndasöguhöf- undarins Grant Morrison. Hann hefur meðal annars skrifað X-Men, Batman og The Invisibles. Fyrirlesturinn er í Borgarbókasafninu kl. 20. GRANT MORRISON Segist ætla að fjalla um menningu myndasagna á fyrirlestri sínum í Borgarbókasafninu í kvöld. Hvernig þær auka ímyndunarafl fólks og gera það móttækilegra. „Ég ætla að fjalla um það hvernig undarlegustu hugmyndir heims ferðast í gegnum myndasögurnar til almennings og hafa þar áhrif á allt fólk í dag.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LINú er Háskólabíó komið meðalvörulampa í sýningarvél- ina og búið að endurnýja hljóð- kerfið svo að loksins er hægt að heyra orðaskil í kvikmyndum og upplifa sýningar sem eru samboðnar stærsta bíósal landsins, nema hvað sætin minna ennþá fremur á skóla- bekk en bíóstóla. Smám saman eru íslenskar kvikmyndir að raða saman heildarmynd af því púsluspili sem er íslenskur veruleiki. “Maður eins og ég - þroskasaga kvíðasjúklings“ eftir Róbert Douglas er lítil ást- arsaga og segir frá kvíðasjúk- lingnum Júlla (Jóni Gnarr) sem verður ástfanginn upp fyrir haus af kínverskri stúlku. Margar skemmtilegar persónur koma við sögu í þessu ævintýri, og ný kvikmyndastjarna skýst upp á himininn þar sem er Þor- steinn Guðmundsson (besti vin- ur Júlla) sem sýnir frábæran leik. Myndinni var afar vel tek- ið á frumsýningu. “Minority Report“ (Skýrsla um misræmi) er hasar-vísinda-löggu-spennu- mynd eftir vinsælasta leik- stjóra heims með vinsælasta leikara heims í aðalhlutverki. “The Sweetest Thing“ (Krúttið) er gamanmynd með hinni íðil- fögru Cameron Diaz í aðalhlut- verki. Og svo má nefna “Big Trouble“ (Algert klúður), “About a boy“ (Strákasaga), “Men in Black II“ (Svalir í svörtu) og Mothman Proph- ecies (Flugumannsspárnar) en annars er fátt um fína drætti í bíó í sumar.  AUGNAPOPP Háskólabíó endurnýjað Glæsilegir stólar til sölu á stórlækk- uðu verði. Þeir einu sinnar tegundar sem hannaðir hafa verið. Verð áður 120.000/stóll, Nú 70.000/stóll. Hafið samband í síma : 698-0414.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.