Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 1
 ALLT FYRIR BOLT Af ÞRÓTTIR SportvSruverzlttn MQÖLFS ÓSKARSSONAR Kkppsntíg 44 - Sfcsá 1X98S. 146. tbl. — Laugardagur 3. júlí 1971 — 55. árg. Þetfa er keppnisvélin sem nauðlenti í sjónum skammt frá Hvarfi á Grænlandi í gærmorgun. Myndin var tekin, þegar verið var að fylla bensingeyma vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli um kl. 4 í fyrrinótt. (Ljósmynd Björgúlfur Bachmann? Unnið áfram í nefndum IGÞ—Reykjavík, föstudag. Sameiginlegur fundur í viS- ræðunefndum um stjórnarmynd un hcfur verið boðaður að nýiu j strax eftir helgina. Koma við- J ræðuncfndir saman á fund í J Þórshamri á mánudaginn kl. 2 e. h. — Unnið vcrður áfram íj nefndum varðandi málaflokka j yfir helgina. j ÞÖ—Rcyk.javík, föstudag. Ein af flugvélunum í flugkeppn- inni milli London og Victoria í Kanada, nauðlenti suður af Hvarfi á Grænlandi, um kl. 13,00 í dag. Vélin, sem átti stutt eftir til Nar- sasuaq, mun haía orðið bensín- laus. Báðir flugmennirnir björguð- ust um borð í danska þyrlu, sem síðan flutti þá til Narsasuaq. Eyþór Stefánsson, heiðursborgari á hundrað ára afmæli Sauðárkróks: „ÞAKKA FYRIR AÐ VERA FÆDDUR í ÞETTA HÉRAD KJ-Sauðárkróki, föstudag. Það stóðst á endum, að lokið var við að mála síðustu húsin á Sauð- árkróki, um það bil, sem hátíðar- fundur bæjarstjórnar Sauðárkróks hófst í Bifröst kl. 5 í dag, í til- efni af 100 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Framan af degi hafði verið heldur dimmt yfir Skagafirði, en cins og á mörgum öðrum hátíðastundum, brauzt sól- in fram úr skýjaþykkninu, þegar bæjarhúar og gestir söfnuðust saman á Kirkjutorgi til að vígja nýjan bæjarfána Sauðárkróks. Þegar fréttamaður Tímans kom til Sauðárkróks í dag, fór ekki milli mála, að eitthvað mikið var um að vera í bænum, því um allan bæ voru menn og konur að mála hús og dytta að þeim. Á aðal- götu bæjarins var gatnagerðar- nokkur að störfum og unglingar á Sauðárkróki sópuðu gangstétt- trnar af miklum dugnaði. Klukkan fimm hófst hin eigin- lega hátíð í tilpfni af byggðaraf- mælinu, og muii hún standa fram á punnudagskvöld. Hátíðin hófst með því að bæjarstjórnin kom saman til hátíðarfundar í félags- heimilinu Bifröst og tók þar fyrir nokkur mál. Fyrst á dagskránni var kjör heiðursborgara Sauðár- króks. Eftir að Halldór Þ. Jóns- króks hefði einróma samþykkt að gera Eyþór Stefánsson, þann son, forseti bæjarstjórnar hafði kunna söng- og félagsmálamann, sett fundinn, steig Guðjón Sigurðs son, bæjarfulltrúi í stólinn, og tilkynnti að bæjarstjórn Sauðár- að heiðursborgara bæjarins. Bað konu hans að Kappflugið endaði í sjónum við Hvarf Vélin, sem var bandarísk, af geröinni Bellanca Viking 300, nauð lenti, nánar til tekið, um 10 mílur SV af Hvarfi. Það var klukkan 11 árdegis, að farþegarflugvél á leið vestur yfir haf, tilkynnti að einshreyfilsflugvél væri í hættu stödd úti af suður- odda Grænlands. Bandaríska strand gæzlan móttók þegar skilaboðin og fóru flugvélar strax af stað frá Thule á Grænlandi. Einnig lögðu danskar vélar af stað í leitina. — Slrandstöðin í Prins Christian sundi bað skip á þessum slóðum að svipast um eftir vélinni. Ekkert fréttist af leitinni fyrr en klukkan þrjú í dag, en þá barst skeyti þess efnis, að þyrla frá danska flugfélaginu Greenlandair hefði fundið flugmennina og tekið Framhald á bls. 2. Skaut á eigin- mann sinn OÓ-Reykjavík, föstudag. Sá' atburður varð á Oddhóli á Rangárvöllum s.l. nótt, að húsfreyja skaut tveim skotum úr riffli á bónda sinn. Skotin lentu í handlegg og öxl manns ins. Var hann fluttur í nótt til Reykjavíkur og lagður inn á Laridakotsspítala, þar sem gerð var á honum aðgerð. Er líðan mannsins sæmileg eftir atvikum og er hann ekki í lífs- hættu. Konan var í dag úrskurð uð til að sæta allt að 30 daga gæzluvarðhaldsvist og að gang ast undir geðrannsókn. Rannsókn málsins er á frum stigi, en hana annast sýslu- mannsembættið á Hvolsvelli. Rúnar Guðjónsson, fulltrúi sýslumanns, hefur rannsókn málsins á hendi. f dag fóru rannsóknarlögreglumenn frá Reykjavík austur til aðstoðar, þeir ívar Hannessori og Reynir Sveinsson. í gærkvöldi voru nokkrir gestir á bænum og var líkleg- ast eitthvað af áfengi haft um hönd. Gestirnir voru famir af bænum þegar konan skaut á manninn. Ekki liggur Ijóst fyr- ir hvernig stóð á þessu tiltæki hennar. Á bænum voru sonun húsbóndans og vinnukona. Son ur bóndans brá við strax eftir’ atburðinn og ók að Hellu og náði í lækni. Gerði læknirinn að sárunum til bráðabirgða og gerði boð eftir sjúkrabíl, sem flutti manninn til Reykjavík- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.