Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 2
TIMINN LAUGARDAGUR 3. júlí 1971 Verðmæti saltfisksút- flutningsins 1163 millj. OÓ-Reykjavík, föstudag. Þrjár refaskyttur úr Gnúp- verjahreppi festu í morgun bíl í Blautukvísl upp við Hofs- jökul. Er þetta langt frá öll- um mannabyggðum og fer leið angur á jeppum frá Selfossi í kvöld til að ná í mennina, sem nú eru staddir á Nautsöldu, og freista þess að ná bílnum upp. Lítið er vitað um hrakninga þessara manna, en vist er að bíllinn, sem þeir voru í, festist í kvíslinni við rætur Hofsjök- uls. Þaðan gcngu þcir í Nauts- öldu, en þar er athugunarstöð í eigu Landsvirkjunar og þar er talstöð. Náðu mennirnir sam bandi við umheiminn gegnum stöðina og sögðu farir sínar ekki sléttar og báðu um að náð yrði í þá. Ekkert aimar að i;efa- skyttunum og bíða þeir þess rólegir að náð verði í þá. OÓ—Reykjavík, föstudag. Aðalfundur Sambands ísl. fisk- framleiðenda var haldinn í Tjarn- arbúð í dag. í skýrslu stjórnar- innar fyrir síðasta ár, sem Tóm- as Þofrvaldsson, stjórnarformað- ur, fluttí, kom fram að heildar- verðmæti saltfiskútflutnings lands manna á síðasta ári nam 1163 millj. kr. Árið áður nam salt- fiskútflutningurinn 1,029 millj. króna. Á fundinum kom fram að árið 1970 var heildarafli íslendinga 733 þús. lestir, eða 6,4% meiri en árið áður. Eftir höfuðfisktegund- um skiptist aflinn þannig: Þorsk- Hugsum áðurenvid hendum Frá hinum lokaða fundi í borgarstjórn: Arnarholtsmálinu frestað til næsta fundar ET-Reykjavík, föstudag. Eins og skýrt var frá í Tímanum í dag, föstudag, samþykkti borgar stjórn Reykjavíkur, að umræður um rekstur vistheimilisins að Arn arholti færu fram fyrir luktum dyrum. Á þessum lokaða fundi borgarstjórnar báru borgarfulltrú- ar Framsóknarflokksins fram til- lögu þess efnis, að máli þessu yrði vísað til næsta fundar borgar stjórnar og áður hefðu borgarfull- trúar fongið í hendur öll frum- gögn málsins. Þessi tillaga var samþykkt sáindljóbS 'i’. 'bÞrgar- stjórn og bíður Arnarholtsmálið svonefnda því afgreiðslu, þar til 15. júlí, er borgarstjórn heldur næsta fund sinn. Þegar flaskan verður baráttutæki gegn drykkju Ekki ber á öðru cn brennivíns- flöskur séu komnar í blöðin ásamt hvatningarorðunum: í upphafi skyltii endirinn s'koða, alveg eins og verið sé að hvetja menn til að drekka innihaldið strax til að sjá í botn. Setningin mun þó fremur vera sett þarna til vamaðar en hvatningar þeim, sem drekka nokkum veginn áhyggjulaust, og vakna svo í stein- inum að morgni. Þeir, sem vakna annars staðar skipta ekki máli í svona brennivínsprógrammi, enda er því ekki hrundið af stokkunum tii að frelsa þá, sem lenda hvergi nema í rúminu sínu, En þetta er ekki mergurinn máls- ins, heldur hitt, hvaðan heimildin sé fengin til að birta mynd af brenni- vínsflösku í blaði. Hingað til hafa bindindissöm samtök í landinu hvað eftir annað lýst yfir óánægju sinni, sé farið óvarlega í myndbirtingum af fólki, sem heldur á stél-glösum eða sýpur af stút, enda skýrt tekið fram, að það varði við lög að auglýsa áfengi í einni eða annarri mynd. Ef rétt er lesið úr dularfullum skamm- stöfunum undir flöskunni, sem nú fer eins og eldur um fjökniðla, þá virðist birting á henni koma úr hörð- ustu átt. Það eru áreiðanlega bind- indissamtök sem átt er við með skammstöfuninni SBSÍUTBÍK. Þau hafa þarna gengið fram fyrir skjöldu og hafið auglýsingu á brennivins- flösku, sem gefur tilefni til ýmissa hugrenninga um innihald. — Þýðir þetta kannski einhverja eftirgjöf um auglýsingar á áfengi? Spurt er vegna þess að brennivínsflaska bindindis- samtaka er í engu frábrugðin flösku framleiðenda. Báðar gætu þær rekið brennivínsberserkinn skrefi nær rík- inu, einmitt í þá áttina, sem forðast ber að fara. Og eflaust hafa reglur um bann við auglýsingum á áfengi byggzt á þess háttar staðreynd. Satt að segja hefur gaett slíkrar festu í þessum efnum, að jafnvel ávaxtavín hefur þurft athugunar við, hafi það verið nefnt á nafn á opin- berum vettvangi. Það er því ekki að undra, þótt það veki nokkra furðu, þegar allt í einu er farið að birta myndir af flösku sem er svo illa ættfærð að lesendur eru nœst- um jafn nær.. Auk þess stendur hvergi skrifað að þeir skammstöfuðu aðilar sem undir flöskunni standa, hafi einhvern einkarétt á því að birta svona örvunartáfcn, þótt það liggi í augum uppi, að táknið er hugsað sem varúðarmerki. Mynd af manni innan rimla framan á flöskunni skýr- ir ekki málið til fullnustu, enda breytti enginn drykikjuvenjum sin- um þegar Svarta dauða miðarnir voru sem hroðalegastir. Brennivíns- fiaskan sannaði þá og sannar víst enn, að henni er efcki ólíkt farið og kvenmanni í kröfugöngu. Sköpulag- ið vekur meiri áhuga en þau ógn- vekjandi slagorð sem máluð eru á spjaldið. SvarthöfSi fiskur 471 þús. lestir, síld 51 þús. lest, loðna 192 þús. lestir. Sá þorskfiskur, sem fór til vinnslu skiptist þannig milli fram leiðslugrcina: Til frystingar 283,943 lestir, til söltunar 96,191 lest og til herzlu 31,178 lestir. Á árinu voru samtals fluttar út 29,922 lestir. Saltfiskbirgðir í landinu í árslok 1970, voru samkvæmt áætlun, af óverkuðurn saltfiski um 850 lestir, af þurrk- uðum saltfiski um 2600 lestir. Allur þessi fiskur var fluttur út fljótlega upp úr áramótum. Afskipanir genigu yfirleitt mjög greiðlega á árinu, og mátti heita að allur fiskur væri fluttur út eftir því sem hann varð tilbúinn. Nokkrir erfiðleikar voru þó á sölu ufsaflaka, og voru um 500 lestir af flökum geymd í kæli- geymslum S.Í.F. yfir sumarmán- uðina. Framleiðsla ufsaflaka var í meira lagi á vetrarvertíð, og sér- staklega var of mikið framleitt af þriðja flokks flökum og smá- um flökum, sem alltaf er erfitt að selja. Áð öllu samanlögðu hafði vöru- geymsla S.Í.F. mun minni verk- efni en árið áður. Til verkunar voru tekin um 256 tonn af blautfiski. Sá fiskur var verkaður í stöðinni síðari hluta ársins. Nokkuð af þessum fiski var útflutt á árinu, en í árs- lok voru um 164 tonn af þurr- fiski í stöðinni. Nokkur hluti þess fisks var frá félagsmönnum, þurrfiskur sem sendur hafði ver- ið til geymslunnar frá afskekktum stöðum, einkum Austfjörðum. Birgðir af þurrum fiski í geymsl junni í byrjun ársins varu um 85 lestir, en tekið var við til um- skipunar á árinu um 386 lestum. Nokkur hluti þess fisks þurfti lagfæringar við áður en hann yrði tiibúinn til útflutnings, og voru þær lagfæringar gerðar á kostnað eigenda. Af blautfiski var tekið við til umskipunar um 982 lestum, auk þess sem keypt var til verkunar. Meira en helmingur þess magns voru ufsafiök, sem geymd voru Endaði í sjónum Framhald af bls. 1 þá upp, og var sagt að allt væri í lagi með þá. Laust fyrir kl. 4 í dag kom svo danska þyrlan með flugmennina til Narsasuaq, og voru þeir þar er síðast fréttist, og ekki vitað hvort þeir myndu fara með vél þaðan til Bandaríkjarina eða koma fyrst til íslands og taka vél héðan vestur yfir. Eins og fyrr segir, þá var véíin af gerðinni Bellanca Viking 300, og bar hún rásnúmer 2 í keppninni. Flugmennirnir voru báðir banda- rískir og heita W. F. Snyder og P. Gilmore. SÍÐUSTU FRÉTTIR: f gær, föstudag, týndist cnn ein flugvélanna í kappfluginu. — Vél þcssi, scm cr af gcrðinni PA-30, fór frá Reykjavík rétt fyrir kl. 7 í gærmorgun áleiðis til Goose Bay flugvallar á Labrador, og var vænt- anleg þangað ki. 12,22. Vélin hafði síðast samband við Goose Bay flug- völl um hádegi og tilkynnti flug- maðurinn þá vélarbilun og sagðist þurfa að nauðlenda. Flugvélar og skip á þeim slóðum, þar scm lík- legast er talið að flugvélin hafi lent, þ. e. rétt við eða á strönd Labrador, voru þegar beðin að svipast um eftir vélinni. Hún hafði þó ekki fundizt um kl. hálf tólf í gærkvöldi, er Tíminn hafði sam- band við flugturninn í Reykjavík. í kælinum yfir hcitasta tíma sum- arsins. Hluta áf flökunum þurfti að endurmeta og umpakka og var eigendum gert að greiða kostnað af þeirri aðgerð, svo og geymslu- gjald. í ársbyrjun voru aðeins rúmlega 20 tonn af blautum fiski í gleymslunni, en 55 tonn í árs- lok. Eins og áður voru allar umbúð- ir utn þurra fiskinn merktar í stöðinni og strigi skorinn. Enn- fremúr voru nú í fyrsta sinn merkt í stöðinni öll brigði utan um Spánarfisk, þar sem opinber reglugerð krefst nú mun flóknari merkinga á þær umbúðir en áður höfðu tíðkazt á blautfiskpökkum. Alls voru skorin o.jr merkt um 151.000 brigði og 4200 kassar. ... Tómas Þorvaldsson formaður stjórnar SfF Sluppu fáklædd úr bren.n.an.di húsi OÓ-Reykjavík, föstudag. Fimm ára gamall drengur vakti móður sína og ársgamla systur klukkan rúmlega 9 í morgun, þeg- ar eldur var laus í íbúð þeirra, að Víghólastíg 11 a í Kópavogi. Var þá talsverður eldur í barnaher- bergi og húsið var að fyllast af reyk. Konan komst út með börnin og voru þau öll fáklædd. Heimilis faðirinn var farinn til vinnu og ekki fleiri í húsinu. Hús þetta er einlyft, forskalað timburhús,’ Er þáð áfast öðru timburhúsi. Þegar slökkviliðið kom að, var húsið fullt af reyk og talsverður eldur í barnaherbergi og svefnherbergi. Var konan þó komin út með börnin. Eldurinn varð fljótlega slökktur, en skemmdir urðu miklar, sérstak- lega þar sem eldurinn var. Elds- upptök eru ókunn. Drengurinn svaf einn í barna- herberginu en húsmóðirin og yngra barnið í svefnherberginu. Þegar drengurinn vakti móður sína var húsið að fyllast af reyk og eldur logaði í barnaherberg- inu. Hljóp konan þegar út með börnin og varð þeim ekki meint af. Slökkviliðið var tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og náði hanij ekki að breiðast út í næsta hús, sem er eins og fyrr er sagt sambyggt. Eigandi hússins er Gísli Guð- mundsson, bifvélavirki og eigin- kona hans er Hrafnhildur Hilmars dóttir. Gísli fór að heiman til vinnu fyrir klukkan átta. Kaupmannahafnarferðir Framsóknarfélags Reykjavíkur Þeir, sem taka þátt í Kaupmannahafuarferðum Framsóknarfé- lags Reykjavíkur, þann 28. júlí og 4. ágúst, eru beðiiir að greiða fargjöld sín að fullu sem allra fyrst. Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík 1971 Sunnudaginn 11. júlí —, farið verður af stað kl. 8 árdegis frá Hringbraut 30 — Fararstjóri verður Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfull- trúi — Ekið verður um Hcllisheiði — Stanzað á Kambabrún, cf veður er gott, annars í Hvera- gerði. — Þaðan verður ekið um Selfoss, austur yfir Þjórsá — austur Holt um Rangárvelli og Landeyjar, sem leið liggur að Gljúfrabúa og Seljalandsfossi, þar sem áð verður. — Síðan verður ekið að Skógum og byggðasafnið og fleira markvert skoðað, og gengið að Skógarfossi. — Á heim- leið verður ekið um Fljótshlíð og numið staðar á sögustöðum. Ekið verður um Rangárvelli — að Keldum — og þaðan um Gunnarsholt og stanzað á markverðum stöðum á leiðinni til Reykjavíkur, cf veður verður gott. Farmiðar verða seldir á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hring- braut 30, sími 244S0, og á afgreiðsiu Thnans, sími 12323. Farmið- arnir kosta 450 krónur, en 300 krónur fvrir börn yngri en 10 ára. Fólk þarf að taka með sér nesti. Nauðsynlegt er, að fólk nái í miða sem allra fyrst, þar sem erfitt getur reynzt að útvega áætl- unarbíla, ef ekki er pantað með nægilegum fyrirvara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.