Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 9
»AUGARDAGUR 3. júlí 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURtNN rramkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsaon (áb), Jón Helgason, IndriBi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjdri: Steingrímur Gíslason Rit ■tjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasiml: 19623. ABrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 195,00 á bmanlands. f lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm. . Edda hf. Dreifing mennta- stofnana Fyrir síðasta Alþingi lá tillaga frá þingmönnum Fram sóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem lagt var til að þingið lýsti þeim vilja sínum, að stefnt skuli að eðlilegri dreifingu skóla og hvers kyns mennta- og menningarstofnana um landið. Sérstaklega skuli svo stefnt að því að efla Akureyri sem skólabæ og miðstöð mennta og vísinda utan Reykjavíkur. í greinargerð tillögunnar sagði, að með mennta- og menningarstofnun sé að sjálfsögðu átt við skóla og aðrar fræðslustofnanir, söfn, s. s. bókasöfn, náttúrugripasöfn, listasöfn, minja- og þjóðfræðasöfn, leiklistar- og tónlistar- starfsemi og aðra listastarfsemi. í ýmsum tilvikum yrði framkvæmd þess stefnuatriðis, sem fjallar um dreifingu mennta- og menningarstofnana um landið, fólgin í stuðn- ingi við stofnanir, sem þegar eru fyrir hendi, en þurfa efl- ingar við á einn eða annan hátt. Þannig eru víða til bóka- söfn, en flest þarf að efía, minjasöfn eru einnig víða, en áreiðanlega þarfnast þau eflingar flest hver, og æskilegt væri, að sum minjasöfn a.m.k. efldust svo, að þau mættu með réttu kallast þjóðfræðasöfn, e.t.v. stað- bundin og takmörkuð, en eigi að síður fræðilegar stofn- anir, en ekki aðeins varðveizlu- og sýningarstaðir. Þá vöktu flutningsmenn athygli á því, að fyrir nokkr- irm árum skipaði norska ríkisstjórnin nefnd, sem hafði það hlutverk að kanna möguleika á dreifingu ríkisstofn- ana þar í landi. Ein meginniðurstaða nefndarinnar var sú, að lítil sem engih vandkvæði væru á því að velja sérgreinaskólum stað utan höfuðborgarinnar. Sérgreina- skólar væru að öðru jöfnu eins vel staðsettir utan höfuð- borgarinnar sem innan hennar. Hins vegar væri heppi- leg lausn í staðsetningarmálum skólanna að koma upp „skólamiðstöðvum11, þar sem væru fleiri skólar en einn. M.a. nýttust kennslukraftar bezt við slíkar aðstæður. Flutningsmenn segja, að fyrir þeim vaki, að Akureyri verði slík skólamiðstöð. Flutningsmenn rifjuðu upp þá aðstöðu, sem nú er fyrir hendi til vísindaiðkana á Akureyri, t.d. gott bóka- safn, góður grasgarður, náttúrugripasafn o.fl. Þetta sé að vísu aðeins mjór vísir þess, sem orðið gæti, ef mark- víst og skipulega væri unnið að eflingu rannsókna- bg vísindastarfs á Akureyri. Hins vegar er hér um grund- völl að ræða, sem byggja mætti ofan á. í fyllingu tímans mun engum þykja goðgá, þótt akademisk fræðsla í meira eða minna mæli verði upp tekin á Akureyri, enda ber að stefna að henni sem sérstöku markmiði. Hér er vissulega um mál að ræða, sem getur átt drjúg- an þátt í því að treysta jafnvægi í byggð landsins, ef rétt er á haldið. e Athyglisvert fordæmi Nýlega var skýrt frá því hér í blaðinu, að aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja hefði samþykkt að gefa starfs- mannafélagi kaupfélagsins og hraðfrystihúss þess kost á að hafa fulltrúa með málfrelsi og tillögurétti á stjórnar- fundum kaupfélagsins. Hér er tvímælalaust um athyglisverða nýbreytni að ræða. Víða erlendis hefur verið farið inn á þessa braut og oftast með góðum árangri. Þetta fordæmi kaupfélags- Suðurnesja er tvímæ1 alaust til fyrirmyndar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kjósendur í Bandaríkjunum eru samsekir stjórnmálamönnunum Þeir kröfðust þess, a3 útþensla kommúnismans yrði stöðvuð EINN eftirminnilegasti fund ur, sem höfundur þessarar greinar hefur sótt, var útifund ur hjá republikönum í Boston haustið 1952, skömmu fyrir for setakosningarnar. Þar mættu Nixon, sem þá var varaforseta- efni republikana, og Cabot Lodge, sem sótti þá um endur- kjör, sem öldungadeildarþing- maður fyrir Massachusetts. Nixon hélt aðalræðuna. Höf- uðefni hennar var það, að sá heimssögulegi atburður hefði gerzt í stjórna:tíð Trumans, þáv. Bandaríkjaforseta, að Kína hefði komizt undir yfir- ráð kommúnista. Þettá hefði gerzt hægt og hljóðalítið, án minnstu mótspyrnu af hálfu Bandaríkjanna. Þannig myndi öll Asía færast smám saman undir yfirráð kommúnista, ef demókratar fengju að ráða áfram. Eitt landið af öðru yrði innlimað í veldi kommúnista. Gegn þessari öfugþróun yrði að ris8<.«g^Þí>ð' yrði bezt ,g$pt í næstu forsetakosningum með því að hafna demókrötum og kjósa-. Etríðshotj una . EisenhoWr er, sem forseta Bandaríkjanna. Svo fór líka, að Eisenhower sigraði með miklum yfirburð- um. Lodge náði hins vegar ekki endurkosningu, því að gegn honum sótti þá ein dáðasta stríðshetja Bandaríkjanna, John F. Kennedy. Hann var þá enn lítt reyndur sem stjóm- málamaður. En hann var stríðs- hetja. Þá voru stríðshetjur sig- urvænlegastar allra manna í kosningum í Bandaríkjunum. áÍÐAN amerísku blöðin hófu birtingu leyniskýrslunnar um Vietnamstyrjöldina, hefur að sjálfsögðu verið mjög rætt um ástæður og orsakir þess, að Bandaríkin drógust inn í styrj- öldina í Vietnam. Enginn hef- ur skýrt meginástæðuna öllu betur en Daniel Ellsberg, sem liggur undir þeirri ákæru, að hafa látið blöðin fá skýrsluna. f grein, sem ha i birti nýlega, lýsir hann því glögglega, að engri bandarískri stjórn, sem ætlaði ekki að tapa í næstu kosningum, hafi verið mögu- legt að láta undan síga með þeim afleiðingum, að komm- únistar fengju völdin f Viet- nam. Það var krafa mikils meirihluta bandarískra kjós- enda, að útþensla kommúnis- mans yrði stöðvuð. Jafnframt lifðu menn í þeirri trú, að næðu kommúnistar yfirráðum í einhverju landi, væri ná- grannalöndum hætt. Þess vegna var sagt, að tilgangur inn með stríðsþátttökunni i Vietnam væri ekki eingöngu sá, að hindra yfirráð komm- únista þar, heldur jafnframt að koma í veg fyrir, að komm- únisminn flæddi yfir alla Asíu. Persónulega getur Ellsberg vel vitnað um þetta, því að jyn ELLSBERG og kona hans Mynd þessi er tekin á blaðamannafundi siðastliðinn mánudag. hann var um skeið í hópi ákveðnustu haukanna. LEYNISKÝRSLAN leiðir það í ljós, að bæði Kennedy og Johnson og ráðgjafar þeirra hafa hlotið að gera sér ljóst þá áhættu, sem fylgdi vaxandi stríðsþátttöku í Vietnam. Þeir fengu svo margar aðvaranir um það. Bersýnilegt er einnig, að báðir hafa þeir reynt að draga aukna herflutninga og auknar hernaðaraðgerðir eins mikið á langinn og ráðunautar þeirra töldu frekast fært, ef styrjöldin ætti ekki alveg að tapast. Af hálfu þeirra var styrjöldin háð fyrst og fremst sem varnarstyrjöld í falskri von um, að einhverjar leiðir fyndust til útgöngu, án fullra yfirráða kommúnist., í Viet- nam. En það varð að forðast, ef næstu kosningar í Banda- rikjunum áttu ekki að tapast. Eins og Ellsberg segir í grein sinni: Boðorðið, sem fyrst og fremst réði, var þetta: Misstu ekki það, sem eftir er af Viet- nam í hendur kommúnista fyr- ir næstu kosningait Þetta mætti eins orða á þessa leið: Þetta er óhagstætt ár fyrir mig til að missa Vietnam undir yfirráð kommúnrta. MJÖG hefur verið deilt á Johnson eftir að birting leyni- skýrslunnar hófst, og hann m a. sakaður um að hafa gefið þjóðinni villandi upplýsingar. Full sannað er þó ekki. að hann hafi verið búinn að ákveða loftárásir á Norður-Vietnam fyrir kosning- arnar 1964, en í kosningabar- áttunni þá lýsti hann sig þeim andvígur. Skýrslan sýnir, að áætlun um þetta hafi verið fyrir hendi fyrir kosningarnar, en Johnson til afsökunar hefur verið bent á, að áætlun sé ekki sama og ákvörðun. Ýmsar heimildir telja, að Johnson hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um loftárásir fyrr en allmörgum mánpðum eftir kosningar. Skýrslan sýnir líka, að Johnson dregur yfirleitt auknar aðgerðir á langinn og grípur yfirleitt ekki til þeirra fyrr en styrjöldin virðist alveg vera að tapast. Þá virðist Johnson mjög hafa treyst á ráðgjafana, sem hann erfði frá Kennedy, ekki sízt þá McNam- ara og Rusk. McNamara virð- ist sorglegt dæmi um, hve hættulegt er að láta slyngan tölvumann koma nálægt stjóm málum. Tölvan gafst honum vel hjá Ford, en jafn illa í Pentagon. Tölvan sýndi honum. að með þessum og þessum lið- styrk, ætti þessi og þessi ár- angur að geta náðst, en hún felldi hina mannlegu eigin- leika út úr útreikningum sín- um. eins og þióðernistilfinn- ingu og þolgæði Vietnama. Þess vegna var McNamara mjög bjartsýnn lengi vel og gaf meira að segja eitt sinn til kynna, að stríðið yrði búið fyr ir næstu jól. Fræg er sú saga, að einn af vfirmönnum leyniþjón- ustunnar hafi í viðtali við Mc Namara lát'” i ljós skoðanir, er stönguðust á við útreikninga tölvunnar. McNamara spurði: Á hvaða tölum byggirðu þetta? Maðurinn svaraði bví. að hann Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.