Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.07.1971, Blaðsíða 14
TIMINN LAUGARDAGUR 3. Júlf 1971 'greiðsla amhaljJ af bls. 16 I m sem skipulög'ðu það úti, eins c ? fyrr segir. Björn sagði, að nauðsynlega Ii foi þurft að hafa annað fyrir- komulag á keppninni. Til. dæmis hefðu Bretarnir aðeins hafti op- ið hjá sér til flugtaksheknildar til kl. 1 sl. nótt, og hefðu þá margar vélar verið ólagðar af stað; þær vélar sem eftir voru komust ekki á loft fyrr en í fyrsta lagi kl. 6 í morgun, en ef þær hefðu getað lagt af stað strax í nótt, þá hefði flugtíminn nýtzt miklu betur, sérstaklega upp á flugið vestur yfir haf. Björn sagði, að ein flugvél hefði snúið við, og væri hún nú á Reykja- víkurflugvelli. Flugstjóri vélar innar væri roskinn maður, og hefði hann sagt, að hann hefði verið farinn að finna til þreytu, en sér til aðstoðar hefði hann haft unigan strák sem nýbúinn var að ljúka flugprófi. Maðurinn sem i flaug vél af gerðinni Twin Commanche, sagðist frekar vilja hætta keppninni, heldur en að drepa sig, enda væri þetta ekki nema sport. Hann var kannski sá skynsaimasti af öllum, sagði Björn. Björn bætti því við, að ef flug- mönnunum hcfði verið reiknaður hvíldartími á íslandi, þá hefði flugið orðið þeim miklu léttara í alla staði. Ekki vissi Björn til að mikið hefði orðið um vandræði hjá vél- unum á leiðinni til Grænlands, fyrir utan þá vél, sem nauðlenti á hafinu, og scm annars staðar er sagt frá í blaðinu. Samt vissi hann um tvær ,vélar sem hefðu lent í hafvillum, en þær hefðu komizt klakklaust inn til Narsa- suaq. Sauðárkrókur Framhald af bls. 1 ganga upp á sviðið, þar sem for- seti bæjarstjórnar, Halldór Þ. Jónsson, afhenti Eyþóri heiðurs- borgaraskjalið. Þá steig í pontuna bæjarfógetinn á Sauðárkróki, Jó- hann Salberg Guðmundsson, og las upp orðubréf og afhenti Ey- þóri riddarakross Fálkaorðunnar, sem hann hafði verið sæmdur 17. júní s.l. EyþÓK Stefánsson mælti síðan nokkur þakkarorð til bæjarstjórn ar og gesta. Minntist hann daga sinna á Sauðárkróki með Stefáni íslandi, þeim kunna óperusöngv- ' ara, þegar þeir gengu um götur Sauðáykróks og dreymdi stóra drauma. Eyþór Stefánsson sagði síðan: — Ég þakka fyrir, að vera fæddur í þetta hérað ,og hér verð ég. Þá var tekið fyrir annað mál á dagiskrá þessa hátíðarfundar bæjarstjórnar, en það var tillaga um land fyrir framtíðarflugvöll. Hákon Torfason, bæjarstjóri hafði framsögu um málið og var úthlutað landi fyrir framtíðarflug völl austan við núverandi flug- völl. Þá var tekið fyrir þriðja málið á dagskrá, en það var tillaga um varanlega gatnagerð á Sauðár- króki. Guðjón Ingimundarson, bæjarfulltrúi liafði framsögu fyr- ir málinu og hljóðaði tillaga bæj- arstjórnar upp- á, að Aðalgatan á Sauðárkróki yrði steypt sumarið 1971, eða í sumar. Þá var tekið fyrir fjórða og síðasta málið á dagskrá fundar- ins, en það var samþykkt um merki bæjarins. Björn Daníelsson bæjarfulltrúi, hafði framsögu fyr ir málinu, og skýrði hann frá því, að á 20 ára afmæli Sauðárkróks bæjar hefði verið ákveðið að efna til samkeppni um merki fyrir kaupstaðinn. 28 tillögur frá 14 höfundum bárust í samkeppni, og var tillaga Snorra Sveins Friðriks sonar valin til notkunar. Merki lians er á golneskum skildi og neðst er öldulína, þá kemur strandlína, sem er tengd Nöfun- um og Tindastólnum. Gerður liefur verið fáni með merki þessu, og var liann dreginn að húni á Kirkjutorginu, að lokn- um hátíðarfundi bæjarstjórnar. Þá hafa einnig verið gerðir marg ir minjagripir, sem merkið er greypt í. Síðan skýrði Halldór Þ. Jónsson, forseti bæjarstjórnar frá bréfum og heillaóskum, sem borizt höfðu í tilefni afmælisins. Er þar fyrst að nefna, að Bankaráð Bún- aðarbanka íslands hefur samþykkt að gefa skólum bæjarins 300 þús. krónur og skal verja þessu fé til uppbyggingar í skóiunum. — Blómakveðja hafði borizt fró Sig- ríði og Torfa Bjarnasyni, sýslu- nefnd og sömuleiðis fró sýslu- nefnd Skagafjarðar og ennfremur hreppsnefnd Hofsóshrepps. Heilla óskaskeyti bárust fró Bæjarstjórn Akraness, starfsmannafélagi Sauð árkrókskaupstaðar, Huldu og Rögnvaldi Finnbogasyni fyrrver- andi bæjarsljóra og Gunnlaugu Karlottu Eggertsdóttur og enn- fremur frá þeim Karitas Jóhanns dóttur, Hilmari Björnssyni og Björgvini Björnssyni. Þessu næst fluttu gestir á há- tíðarfundinum ávörp og kveðj- ur. Hallgrímur Dalberg, deildar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu flutti kveðjur frá félagsmálaráð- herra, Emil Jónssyni, sem ekki gat komið því við, að koma á fundinn. Jón ísberg, sýslumaður Húnavatnssýslu og formaður f jórð ungssambands Norðurlands,.-flUtti kveðjur frá Húnvetningum og Fjórungssatnbandinu. Stefán Frið bjarnarson, bæjarstjóri á Siglu- firði, flutti kveðjur frá Siglfirð- ingum og afhenti Sauðárkróksbú- um vinargjöf, sem er málverk eft- ir frú IIöllu Haraldsdóttur, sem er við listnám í Danmörku. Ás- grímur Hartmannsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, flutti kveðjur frá Ólafsfirðingum og afhenti fagra blómakörfu. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, flutti kveðju frá Akureyringum og til- kynnti um málverk eftir Kára Eiríksson, sem nefnist „Árgeislar loga“. Finnur Kristjánsson, for- seti bæjarstjórnar á Húsavík, flutti kveðjur og tilkynnti um gjöf frá Húsavík. Að loknum þessum hátíðarfundi í Bifröst, sem fór í alla staði vel oig virðulega fram — þótt fleiri Sauðárkróksbúar hefðu mátt vera viðstaddir — var gengið út á Kirkjutorg, þar sem elzti innfæddi bongarinn á Sauðárkróki, Unnur Magnúsdóttir, dró hinn nýja fána Sauðárkróks að húni. Á undan lék Lúðrasveitin á Sauðárkróki, og á eftir „Skín við sólu Skagafjörður“, og féll það vel við, eftir að sólin hafði nýver- ið brotizt fram úr skýjunum, eftir að rignt hafði hér í dag, og glamp- aði á kollinn á Tindastóli. í kvöld verður hátíðarsýning á leikritinu „Mýs og menn“. Í)^ ÞAKKARAVÖRP Börnum mínum, tengda- og barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum, sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu, sendi ég hugheilar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Þórdís ívarsdóttir, Króki. Sigur fasista Framhald af bls. 7. ingar af valdatöku kommúnista á Ítalíu. í dag eftir hinn mikla kosninga- sigur fasista má hvorki gera of mikið úr siigri þeirra né of lílið úr þeirri staðreynd, að eftir þenn- an sigur eru mun meiri líkur lil sameiningar liægri aflanna á Ítalíu en áður. í hægrisinnuðum blöðum mátli lesa eftirfarandi daginn eft- ir kosrijngarnar: „Það verður að viðurkenna, að lengi hefur veriö þörf fyrir öflugan hægriflokk. Stór, sameinuð hægrifylking, sem menn liafa löngum hent gaman að, er möguleiki, er kjósendur virð- ast ekki liafa gleymt. Þeir, sem hafa kosið fasista, vita lengra nefi sínu; ef Almirante stendur við það, sem hann lofaði í kosninga- baráttunni, er fraimtíð fastista- flokksins sem. slerks hægri flokks tryggð.“ Almenningur á ítalíu treystir ekki forystumönnum flokkanna og hefur ótrú á ítalska þjóðfélaginu. í þessu andrúmslofti dafna fas- Lstar vel; þeir liafa ákveðna stefnu og boða óspart að lögmn og reglu þurfi að koma á í landinu. í fas- istablööunum má þessa dugana lesa eitthvað á þessa leið: „ítalir virðast nú ioksins orðnir þreyttir ú þessum eiiífu mótmælaaðgerðum og vilja í staðinn byrja að byggja upp — komast upp úr þeim öldu- dal, sem Ítalía er nú í — til þess eygja þeir aðeins eina leið: að fylkja sér um M.S.I. (flokk fas- ista).“ Þessi orð liafa heyrzt áð ur og margir lýðræðissinnaðir ít- alir eru nú uggandi um, hvað gerast kunni í ítölskum stjórn- málum. (ET þýddi og endursagði) Ekkert smeykur... Framhald af bls. 16. inn heldur okkur vakandi, svo getnm við “dottað til skiptis . ;á leiðinni. , . Aðspurðar kváðust þær báð ar hafa komið til íslands áður, og þá sín í hvoru lagi. Hvernig er það er alltaf rigning hjá ykkur á íslandi? spurði Mari- on, en hún mátti ekki vera að bíða eftir svarinu, vélin var tilbúin, en að endingu kallaði hún út um gluggann: Ég ætla að fljúga aftur til íslands, og þá stoppa ég meira en 15 mín- útur. Þá getið þið tekið viðtal við mig, en í guðana bænum hafið þá ekki rigningu, ég held að ég sé að verða kvefuð, hérna hjá ykkur. Þar með byrjuðu hreyflarnir að drynja, og hún lokaði glugg anum og renndi vélinni , af stað. Strokufangar Framhald af bls. 16. inni, þar sem iðjuleysingjar venja komur sínar. Húsráðandi þekkti alla mennina frá gamalli tíð, en hann þóttist ekkert vita að þeir ættu að sitja í fangelsi og sagðist ekkert hafa heyrt um neina stroku fanga, sem verið væri að leita að. Samt lá á borði hjá honum dagblað þar sem glöggt var skýrt. frá strok-1 inu og nöfn og lýsing mannanna, sem leitað var. En húsráðandinn varð aldeilis hissa, þegar lögregl- an tók mennina og hann sjálfan og lokaði bak við lás og slá. Við yfirheyrslur í dag sögðu fangarnir að þeir hafi ekki verið búnir undir flóttann að neinu ráði. Sagarblaðið, sem þeir söguðu járn- rimlana sundur með, sögðust þeir hafa fundið í klefa sínum ... Þeir telja, að þeir hafi farið út um kl. þrjú um nóttina. En önnur vitni bera, að klukkan hafi ekki verið nema eitt. þegar þeir komust- út. Fyrst eftir að þeir sluppu út, skruppu þeir heim til sambýlis- konu eins þeirra. Hitti viðkomandi strokufangi hana aðeins að máli, en þeir fóru þaðan fljótlega. Síðan fóru þeir vestur í bæ. Þar urðu þeir varir við lögreglubíl og forð- uðu sér þá inn í bragga vestur í Bæjarútgerð, að eigin sögn. Þar földu þeir sig undir striga. Þar telja þeir sig hafa dúsað þar til í gærkvöldi, að þeir fóru til manns- ins, sem þeir voru handteknir hjá í Mjóstræti. Þangað segjast þeir hnfa komið milli kl. 6 og 7 í gær- kvöldi. Ekki vilja þeir viðurkenna, að hafa brotizt inn í blikksmiðjuna að Ægisgötu 4, sem reyndar leikur grunur á að þeir hafi gert. Segjast þeir hafa legið undir striganum í bragganum frá því seinni hluta nætur og þar til í gær- kvöld, og mun það hafa verið leiðinleg vist. Þegar strokufangarnir skriðu undan striganum í bragganum, segj ast þeir hafa farið á ráp í borginni og þvælzt hingað og þangað. Komu þeir m. a. í íbúðina í Mjóstræti um kl. 9 en fóru aftur og komu síðan aftur þangað um kl. 2, og voru því fyrir stuttu komnir, þegar lög- reglan kom. Þegar lögreglan kom voru menn irnir undir áhrifum áfengis. Sögð- ust þeir hafa fengið sopann í íbúð- inni í Mjóstræti, en þar er oft gest kvæmt og margir, sem koma þang- að, eiga einhverja lögg, og eru greiðasamir. Komu ýmsir í húsið meðan fangarnir voru þar. Fangarnir voru settir inn í Hegn- ingarhúsið aftur í dag og sitja nú sinn í hverjum klefa. íþróttir Framhald af bls. 12 100 m. flugsund karla: Guðmundur Gíslason, Á 1:04,1 Hafþór B. Guðmundson KR 1:08,4 Gunnar Kristjánsson, Á 1:10,3 100 m. baksund kvenna: Salóme Þórisdóttir, Æ 1:18,0 Vilborg Júlíusdóttir, Æ 1:23,0 Halla Baldursdóttir, Æ 1:23,8 (Guðmunda Guðm.d. Self. 1:20,5) 100 m. baksund karla: Guðmundur Gíslason, Á 1:10,4 Finnur Garðarsson, Æ 1:12,9 Páll Ársælsson, Æ 1:13,7 4x100 m. skriðsund kvenna: 1. A-sveit Ægis 4:52,1 2. B-sveit Ægis 5:27,9 4x100 m. skriðsund karla: 1. A-sveit Ægis __ 4:07,3 (íslanúsmet) 2. A-sveit KR 4:17,7 3. A-sveit Ármanns 4:19,0 í stigakeppni milli^ félaganna hlaut Ægir 71 stig, Ármann 24 stig og KR 11 stig. Sem stigahæsta félagið hlaut Ægir Sundbikar Reykjavíkur, sem gefinn var af ÍBR til minningar um forsætisráð herrahjónin og dótturson þeirra, er fórust í eldsvoða á iiðnu ári. ’hróttir Þessi staða kom upp á skák Hamming og Wackers í Amsterdam 1940. Wacker auðvitað með gjör- tapaða stöðu á svart, en hvað um pattmöguleika? ABCDEFG6 1.-----Hg3f 2. Kf6 — Ha3! 3. HxH — al-Df 4. HxD patt. RIDG Austur fékk topp á eftirfarandi spil í tvímenningskeppni í USA ný lega er smábragð hans. í vörn í 3 gr. varð til þess, að' Suður fékk aðeins 9 slagi. Allir aðrir fengu 10. A V ♦ * 4 ¥ ♦ * D G 5 KG7 10 7 5 43 52 K 9 10 Á G 8 2 KG9764 4 ¥ ♦ * 10 8 7 3 2 86432 9 A D 4 Á 6 4 ¥ Á D 9 5 4 K D 6 4 10 8 3 V spilaði út T-4 alls staðar, en Sp-D hefði nú reynzt heppilegri í þessu spili. Nú, S tók heima á K og spil- aði L-10 og svínaði. Allir tóku á L-D nema okkar maður — hann tók á L-Ás og áleit, að hann fengi alltaf á D síðar. Og nú spilaði hann Hj. Spilarinn í S féll í gryfjuna tók á Hj-Ás, því hann á 12 slagi ef L-D er hjá Vestri. En þegar hann nú spilaði L og svínaði 9 fékk A á L-D og spilaði enn Hj. — Vestur var vandanum vaxinn — tók á G og K, og spilarinn í S fékk því að- eins níu slagi, sem reyndist lak- asti árangur N-S á spilið í keppn- inni. m., og vantaði aðeins 2 sm. á sinn bezta árangur. Vonandi kast ar hann vel yfir 60 m. á næ=t" mótum. Hann hefur 60 metrana í sér. Páll Eiríksson, scm sigraði á síðasta móti dvelur erlendis í sumar, Framhald af bls. 12 Millitíminn fyrstu 400 metrana var 57 til 58 sek. Þetta er í fyrsta sinn sem Agúst hleypur á betri tíma en 2 mín., og bezti tími Sigvalda í sumar. Magnús G. Ein- arsson er aðeins 15 ára og tími hans í hlaupinu er sá bezti sem hann hefur náð. Ilástökk: Elías Sveinsson, ÍR, 1,98 m. Hafsteinn Jóhannesson, UMSK, 1,80 m. Þetta er bezti árangur, sem Elí- as hefur náð utanhúss. Hann stökk 2 metra inni í vetur Elías reyndi næst við 2,02 m og átti sómasam- legar tilraunir. Þess verður ekki langt að bíða að hann stökkvi 2 m. Spjólkast: Elías Sveinss., ÍR, 57,68 m. Ásbjörn Sveinss., UMSK, 49,18 Grétar Guðmundss., KR, 45,08 Hafsteinn Jóhanness., UMSK, 44,56 m. Elías er orðinn öruggur með 57 400 m. grindahlaup: Borgþór Magnúss., KR, 59,2 sek. Valbjörn Þorlákss., Á, 61,7 sek. Stangarstökk: Valbjörn Þorlákss., Á, 4,10 m. Guðm. Jóhanness., HSH, 3,95 m. Þórólfur Þórlindss., UÍA, 3,51 m. Sigurður Kristjánss., ÍR, 3,33 m. Valbjörn og Guðmundur voru heldur lakari en maður getur bú- izt við, sérstaklega þó sá fyrr- nefndi. Guðmundur var t.d. að stökkva 4,20 inni í vetur, og við vonumst til að sjá hann stök'kva yfir þá hæð á næstunni. Þórólf- ur er i framför, og setti nýtt Austurlandsmet. Sigurður er efm legur, en vantar m.a. meiri hraða 110 m. grindahlaup: Valbjörn Þorlákss., Á, 15,3 sek Borgþór Magnúss., KR, 16,6 sek Tími Valbjarnar er góður með tilliti til mótvindsins, hann ætti að nálgast met Péturs Rögnvalds- sonar frá 1956 í sumar, en það er 14,5 sek.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.