Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 10
10 TIMINN FIMMTUDAGUR 8. júlí 1971 HALL CAINE: GLATAÐI SONURINN 12 grjóthrunið undan fótum hans, þau heyrðu hann tala glaðlega við hestinn sinn um leið og hann stökk á bak, þau heyrðu þytmn í löngum beizlistaumunum, svo sau þau hann lúta fram og þjóta yfir slétta velliria, en þau sáu hann ekki skýrt, augu þeirra voru vot af tárum. 8. KAFLL Sneimma næsta morgun kom Magnús í landshöfðingjahúsið og fór upp til Óskars, sem sat við skrifborðið sitt með auða pappírs- örk fyrir framan sig Oig fullt af rifnum blöðum á víð og dreif, eins os hann hefði verið að reyna aö skrifa bréf. Bræðurnir voru báðir þvingaðir í framkomu, er þeir heilsuðust, og á meðan þeir ræddust við, litu þeir sjaldnar hvor á annan. Magnús settist við skrifborðið á móti Óskari. Magnús var niðurlútur, hann sagði: — Ég er kominn til að segja þér, að ég held að ég sé búinn að finna leið út úr erfiðleikum okkar. — Óskar hafði ekki aug- un af örkinni á skrifborðinu, hann spurði: — Hvernig þá? — Það er ráðagerð, sem varðar mig einan, ég ætla að gera þessa tiLraun á morgun, og þar sem eng- inn skuggi mun falla á þie eða Þóru, þá þarft þú ekkert frekar um þetta að spyrja. — Óskar þagði og laut yfir pappírsörkina. — En áður en ég stíg þetta skref, vil ég vera viss um, að það hafi þær afleiðingar, sem ég vænti því er ég komin hingað og ætla að spyrja þig nokkurra spurn- inga. _ — Hvers viltu spyrja? — sagði Óskar. — Þetta eru mjög persónuleg- ar spumingar, sem éa tel mig hafa rétt á að fá svarað, sagði Magnús ákveðnum rómi. — Spurðu þá, — sagði Óskar. — Fyrst vil ég vita, hvort þú hyggst kvænast Þóru, ef mér tekst að losa hana frá því heiti, sem hún hefur gefið mér. Vissulega, ef hún vill mig. — Þú sagðir í gær, að gagn- Kvæm ást væri eini trausti grund- /öllurinn fyrir gæfusömu hjóna- bandi, ef til vill gleymdist mér sú staðreynd, en nú ætla ég ekki að gleyma því, það er því ekki nóg, að Þóra elski þiw • . . elskar þú hana? — Vissulega elska ég hana. — Vinátta ykkar hefur ekki vaj-að lgngi, gftu. yiss um, að -þetta sé ekki bara ímyndun, sem cr óvaranleg? — Alveg viss. — Það er alvörumál fyrir tvær manneskjur að bindast hvor ann- arri ævilangt, eins og Þóra sagði sjálf í gær . . . ert þú ekkert hræddur? — Nei. — Heldur þú, að þú munir alltaf elska hana? — Alltaf, sagði Óskar. Ertu búinn að hugleiða allt, sem hjúskapur hefur í för með sér? — Það eina, sem ég veit er, að ég mun alltaf elska Þóru af öllu hjarta, og ef þú ert reiðubúinn að sleppa öllu tilkalli til hennar og hún vill giftast mér, þá mun ég helga henni allt líf mitt og hugsa eingöngu um að gera hana hamingjusama. — Magnús ræskti sig og sagði: — Þóra er indæl og góð stúlka, hún er bezta stúlkan í öllum heiminum, en hún er bara blátt áfram íslenzk stúlka, sem aldrei hefur farið út fyrir landsteinana, hún er ólík þér, og ef þú ferð með hana til Englands, þá verður hún ólík vinum þínum þar, hefur þú hugsað um það? Ertu reiðu- búinn til að taka tillit til uppeldis hennar og menntunar? Heldur þú, að ást þín stan^isfr •alla^rfiðleika, sem svona hjónaband hefur í för með sér? — Óskar ókyrrðist nú í sæti sínu og sagðn — Hvers vegna spyrðu mig um allt þetta? — Heldur þú, að ást þín þoli alla erfiðleika? spurði Magn- ús, og rödd hans var orðin enn ákveðnari. — Já, áreiðanlega, — sagði Óskar. Það var stutt þögn, svo sagði Magnús rólega: — Enn eru tvær eða þrjár spurningar, sem ég ætla að spyrja þig ekki síður vegna þín en Þóru. Spurðu bara, — sagði Óskar. — Eins og þú veizt, þá má segja, að Þóra sé einkadóttir föð- ur síns, honum þykir mjög vænt um hana og er sjálfur orðinn gam- all. Ef hann óskar þess nú, að hún dvelji áfram á íslandi eftir hjónavígsluna, ert þú þá reiðubú- inn að búa hér alla ævi? —Já, ef faðir hennar setur það að skilyrði. — Auðvitað hefur landshöfð- inginn ákveðin framtíðaráform í liuga fyrir þig, svo miklu er hann búinn að eyða í menntun þína, sjálfan dreymir þig um metorð og frama, ef þetta stangast nú á við ást þína á Þóru, verður þá freist- ingin þér ekki það erfið, að þú yfirgefir Þóru, eða ertu reiðubú- inn að fórna áætlunum þínum? — Auðvitaö mundi ég fórna öllu. — Ertu nú alveg viss um það? — Alveg viss . . . auðvitað yrði það erfitt . . . að hætta við áform og drauma heillar ævi . . . en ef þetta ætti eftir að koma í bága við ást mína til Þóru . . . og ég fengi löngun til að hverfa aftur til dæmis til Englands . . . Eða einhvers annars lands eða annarrar konu, hvað þá? — Magnús, það kemur aldrei fyrir. ARNAÐ HEILLA m W Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 3. til 9. júlí annast Reykjavíkur Apótek og Borgar Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 8. júlí annast Guðjón Klemenzson. FLUGÁÆTLANIR er fimmtudagurinn 8. júlí Árdegisháflæði í Rvík kl. 0G,15 Tungl í hásuðri kl. 01,12 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarsnitalan nm er opin allan sOlarhringinn Siml 81212 Slökkviliðið og sjrikrabifreiðir fyr lr Revkjavík og Kópavog simi 11100 Sjúkrahifreið i Hafnarfirði stml 51336 Tannlæknavakt er i HeUsu''erndar stöðinnt. þar sem Slysavarðstoi an vai. og er opin laugardaga or sunnudaga kl 5—6 e. h — Stnr 22411 Almennar npplýsingar um lækna þjónustn l borginni eru gefnar símsvara Læknafélags Reykiavlk ur. slml 18888 íæðingarhermilið i Kopavogl íDíðarvegl 40 simi 42644 Ropavogs Apótek er opit /irkt ílagr fcl. 9—19 laugardaga k P —14, belgidaga kl 13—lö Kefiavíkur Apótek er opið vtrka daga fcL 9—19. laugardaga kl 9—14 helgldagí kl 13—18 ApOtek Haínarfjarðar ei opið all- vlrfca dag frá fcl 9—7, a laugar dögum fcl 9—2 og á snnnudög um og öðrum neigidögum er op- ið frá fci 2—4. Loftleiðir h.f.: Þorfinnur karlsefni er væntanleg ur frá NY kl. 0700. Fer til Luxem- borgar kl. 0745. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til NY kl. 1645. Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY ki. 0800. Fer til Luxemborgar kl. 0845. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1700. Fer til NY kl. 1745. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá NY kl. 0900. Fer til Luxem- borgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY kl. 1845. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anlegur frá NY kl. 0830. Fer til Glasgow og London kl. 0930. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá Ósló, Gautaborg og Kaup- mannahöfn kl. 1500. Fer til NY kl. 1600. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Þorlákshöfn. Jökul- fell kemur til New Bedford í dag. Dísarfell lestar á Austfjörðum. Litlafell er í olíuflutningum á Aust fjörðum. Helgafell ér í Sousse. Stapafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mælifell fór 6. júlí frá Ventspils til Akureyrar. Skipaútgerð rikisins: Hekla fer frá Rvík á laugardaginn austur um land í hringferð. Esja er á Norðurlandshöfnum á austurleið. Herjólfur er í Vestmannaeyjum. BLÖÐ OG TÍMARIT I Heimilisblaðið Samtíðin. Júlíblaðið er komið út og flytur þetta efni: Vatnsneyzla getur lækn að fólk (forustugrein). Hefurðu heyrt þessar? (skopsögur). Kvenna þættir Freyju. Grein um Frank ——1 Sinatra. Undur og afrek. ítalskar ástir (framh.saga). Þessi augu (smásaga). Útiskemmtistaður í Reykjavík eftir Ragnar Jónsson forstjóra. Umæli um merka menn. Úr ríki gróðurins eftir Ingólf Davíðsson. Astagrín. Skemmtiget- raunir. Skáldskapur á skákborði eftir Guðmund Arnlaugsson. Bridge eftir Arna M. Jónsson. Dulskynjan- ir dýranna eftir R. Chapman. Stjörnuspá fyrir júlí. Þeir vitru sögðu o.fl. Ritstjóri er Sigurður Skúlason. Sjötugur qr í dag fimmtudaginn 8. júlí Sigúrður Pálsson, vígslu- biskup Selfossi. Sigurður er fædd- ur að Haukatungu í Kolbeinstaða- hreppi, foreldrar hans voru Páll bóndi Sigurðsson frá Tröð og Jó- hanna Guðríður Björnsdóttir frá Stóra-Hrauni. Sigurður tók guðfræðipróf frá Háskóla íslands vorið 1933 og vígð- ist þá þegar til Hraungerðispresta- kalls í Árnessýslu, en þar hafði hann hlotið prestkosningu úr hópi þriggja umsækjenda. Grein um Sigurð .mun birtast í Islendingaþáttum Tímans fljótlega. SOFN OG SYNINGAR ORÐSENDING Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema laugardaga, frá kl. 1.30 — 4. Aðgangur ókeypis. FÉLAGSLlF Óháði Söfnuðurinn. Farmiðar í skemmtiferðina að Skógum undir Eyjafjöllum sunnu- daginn 18. júlí verða seldir í Kirkjubæ þriðjudag og miðviku- dag 13.—14. júlí frá kl. 6 — 9 e.h. sími 10999. Verð fjarverandi frá 12. júlí til 3. ágúst. Staðgenglar eru Guðsteinn Þengilsson og Þorgeir Jónsson. Björn Önundarson, læknir. Dregið hefur verið í byggingar- happdrætti Blindrafélagsins. Vinn- ingsnúmerið er 38777. Munið frimerkjasöfnun Geðverndarfélagsins. Skrifstofan Veltusundi 3, eða póst- hólf 1308, Reykjavík. A SAF£R CÁMPS/r£, TO//7Vl£Ur / TO /VIOT PVAAT 7DS£ A FUG/r/AS F/PO/7 MyP£OPl£/ / CAAt£ ro U£ÍP r//£Af H'/msOM£ OP rns /W/T£ MA//S MAAS • • • HOW CA///DO/T ///D/A/G //£££9 TH£ POSS£ /S GOM£, TOA/TO/ EAGL£ TAIOA /V/U0ESAFE EUOUGH HERE/ AT THEPAA/VEE V/ILAGE '.EAGLE TALON'SESCAPE/SBAD ' HEWS/HEIG. / PETURN TC/4ARE ATORB THOUBLE AMONG OOR yvupG/ Þetta er öruggari dvalarstaður, Tonto, en mig langar ekki til þess að verða á flótta alla tíð frá fólkinu mínu. Ég kom til þess að hjálpa því, með þekkingu minni. Ilvern ig get ég gcrt það, cf ég cr falinn hér. — Leitarflokkurinn er horfinn. Tonto. Arnarklóin cr nægilega öruggur. — Þetta eru slæniar fréttir, að Arnarklónni skuli hafa tckizl að komast undan. Nú kemur hann aftur, og heldur áfram að stofna til vandræða meðal unga fólksins — Ilafðu ekki áhyggjur af því, við náum honum áreiðanlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.