Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGTJR 8. júlí 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Keflvíkíngar duttu í iukkupottmn - mæta Tottenham í „UEFA Cupu — en Fram og Akranes mæta Siðum frá IVSöltu Klp-Reykjavík. í gær var dregið í aðal- stöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Genf í Sviss, um það hvaða lið eigi að mætast í 1. umferð í Evrópukeppni meist- araliða, Evrópukeppni bikar- meistara og í „UEFA Cup“ (Evrópukeppni Evrópusam- bandsins, sem kemur I stað Borgakeppninnar). íslenzku liðin, sem tilkynnt hafa þátttöku sína í þessi mót, urðu misjafnlega hepp- in með mótherja. Við, hér á íslandi, teljum það heppni þeg ar okkar lið dragast á móti góð um og frægum liðum, en hjá flestum öðrum þjóðum er það talin heppni að lenda á móti veikari liðunum, enda þá meiri möguleiki á að komast áfram. Samkvæmt gamla hugsunar- hættinum eru Keflvíkingar í lukkupottinum, því þeir dróg- ust gegn Tottenham Hotspur frá Englandi í „UEFA Cup“. En Akranes o,s Fram drógust gegn liðum frá eyjunni Möltu í Miðjarðarhafi, Akranes á að mæta Slima Wandres í Evrópu keppni meistaraliða og Fram Hiberninas Valleta í Evrópu- keppni bikarmeistara. Öll íslenzku liðin voru dregin á undan og eiga því rétt á heimaleik fyrst. Keflvíkingar fá í Tottenham mótherja, sem koma trúlega til að gefa þeim mikið fé í aðra hönd, því búast má við góðri aðsókn þegar liðin mætast í fyrri leiknum hér. Með Totten- ham leika margir af þekktustu leikmönnum Englands, og er liðið talið eitt það bezta á meginlandi Evrópu. Öðru máli gegnir með liðin frá Möltu. Þar er ekki hægt að búast við miklum gróða, því ferðakostnaður verður mikill og með þeim leika ekki neinir heimsfrægir leikmenn, sem eru í fréttunum nær daglega, a.m.k. ekki hér á íslandi. En sá möguleiki er nú fyrir hendi að íslenzk lið geti komizt áfram, en það hefur aðeins einu sinni skeð er Valur komst í 2. umferð, því ekki er ýkja mikill munur á knattspyrnunni í þessum tveim löndum, og þá er möguleiki á að fá „peninga- lið“ í annarri umferð, þegar flest þau litlu og óþekktu hafa verið slegin út. Flestir sem fylgjast með íþróttum vita allt sem máli skiptir um Tottenham, en liðin frá Möltu eru óþekkt með öllu. Knattspyrna er mjög vinsæl íþrótt á Möltu, enda hefur eyj- an lotið stjórn Englendinga, og þar er mikil flotastöð þeirra. Engin grasvöllur er til á eyj- unni en malarvöllur einn mik- ill, sem menn hafa látið mis- jafnlega af að leika á. T.d. gerði Híbernian jafntefli 0:0 við Real Madrid þar í Evrópu- keppni bikarmeistara í fyrra, en tapaði í Madrid 5:0. Slíma tapaði fyrir danska liðinu AB á útivelli 7:2, en leiknum á Möltu -lauk með jafntefli. Mikill uppgangur hefur ver- ið hjá landsliði Möltu að und- anförnu, a.m.k. þótti það mikil frétt þegar England náði að- eins að sigra í fyrri leik lið- Meðal margra fræqra leikmanna Tottenham, sem íslenzkir áhorfendur fá vonandi að sjá í sumar eru nafnarnir Martin Peters og Martin Chivers, sem báðir leika með enska landsliðinu. anna í Evrópukeppni landsliða, sem fram fór á Möltu 1:0. Og þegar Grikkland náði þar fyrir skömmu aðeins jafntefli 1:1 í sömu keppni. Þess má geta að þjálfari Hibernians er hinn heimsfrægi gamli knattspyrnusnillingur frá Englandi Sir Stanley Matthews. Samkvæmt síðustu upplýsing um á sigurvegarinn í leik Fram og Hibernian, að mæta Steaua frá Rúmeníu í 2. umferð, en Steaua situr yfir í 1. umferð. Coca Cola keppnin í golfi hjá GR hófst á þriðjudaginn. Þá voru leiknar 18 holur, en keppnin er 72 holu keppni, og líkur henni á laugardaginn. í mótinu taka þátt 45 keppendur, og gekk þeim mis- jafnlega þennan fyrsta dag. Trúlega hefur þó Eiríkur Helga son, verið ánægðastur, því hann fór holu í höggi, en það er óska- draumur allra kylfinga. Var það á 11. braut, sem er 133 metrar, par 3 hola. Eftir fyrstu 18 holurnar, er röð efstu manna þessi: Einar Guðnason, GR, 74 Eiríkur Helgason, GR, 76 Ólafur Bjarki, GR, 77 Þorbjörn Kjærbo, GS, 79 Óskar Sæmundsson, GR, 79 Hans Ingólfsson, GR, 79 Jóhann Eyjólfsson, GR, 79. Um helgina fer fram hjá Golf- klúbbnum Keilir í Hafnarfirði opin unglingakeppni, sem nefnd hefur verið „Dunlop Juniors ‘71“. Er hún fyrir unglinga á aldrinurn 14 til 18 ára og 14 ára og yngri, en þeir leika af aftari teigum. Keppnin hefst á laugard., og verða þá leiknar 18 holur, en henni lýkur á sunnudag með 18 holum, og hefst keppnin báða dagana kl. 13.30. Vegleg verðlaun eru i boði, bæði farandsverðlaun og eignar- verðlaun, og hefur Dunlop um- boðið á íslandi, Austurbakki, gef- ið þau. Um þessar mundir er hér í heimsókn Noregsmeistararnir í 2. flokki í knattspyrnu, Brummunddalen. Þeir hafa leikiS tvo leiki í ferðinni. Fyrsti leikurinn var við 2. flokk Fram, og er þessi mynd tekin I þeim leik, en honum lauk meS sigri Brummunddalen 1:0. Á þriðjudaginn léku þeir við ÍA á Akranesi og lauk þeim leik með sigri ÍA 4:0. Þess ber að geta að Akurnesingarnir telfdu fram meirihluta 1. deildarliði sínu í þeim leik. f kvöld leika Norðmennirnir við Reykjavíkurmeistarana KR á Melavellinum, hefst leikurinn kl. 20,30. Á mánudag leikur liðið við ÍBV í Eyjum og á fimmtudaginn við 2. fl. Vals á Laugardalsvellinum. Hálf tylft í Eyjum: ÍBV sigraði Breiðablik 6:0 AE—Vestm.eyjum—klp.Rvik. Vestmannaeyingar unnu stærsta sigurinn í 1. deildarkeppninni í ár, er þeir sigruðu Breiðablik í Eyjum í gærkvöldi með sex mörk um gegn engu. Þeir skoruðu 2 mörk í fyrri hálfleik, en þó sótti Breiðablik öllu meira, án þess þó að skapa sér neitt verulegt tækifæri. Ósk- ar Valtýsson, skoraði bæði mörk- in. í síðari hálfleik tóku Eyjamenn öll völd, og áttu Kópavogsmenn þá aldrei viðreisnarvon. Örn Ósk- arsson, skoraði 3:0. Óskar Valtýs- son 4:0 og 5:0 (hann skoraði því 4 mörk í leiknum), og Haraldur Júlíusson bætti því 6. við með sannkölluðum gullskalla. 2:2 Víkingur - FH f gærkvöldi léku Víkingar og FH í 2. deild. Lauk leiknum með jafntefli 2:2 og eru því bæði liðin enn taplaus. FH hafði 2:1 yfir í liálfleik, en Víkingum tókst að jafna í síðari hálfleik. Enn 1:0 sigur” í Skotlandi ” Faxaflóaliðið sigraði Mortong Youths í alþjóða unglinga-^ keppninni í Skotlandi í gær- kvöldi, með einu marki gegn® engu í mjög hörðum leik. H f dag leikur liðið við vestur-B þýzka liðið Köln í undanúrslitg um, en úrslitaleikurinn fer^ fram á morgun. Ekki eru aSSir eins kampa- kátir og Heflvíkingar Keflvíkingar eru að sjálf- sögðu kampakátir með drátt- inn í Evrópubikarkeppninni, því að Tottenham, eitt frægasta knattspyrnulið heims, mun örugglega draga marga áhorf- endur að. En aftr.r á móti eru Fram og Akranes varla eins ánægð, því að lið þeirra drógust gegn liðum frá Möltu, en varla er við því að búast, að Möltubúar dragi eins marga áhorfendiu að. Ólíklegt er, að Framarar hugsi hlýlega til stjórnar KSÍ þessa dagana, því að í raun inni átti Fram rétt á þátttöku' í UEFA-keppninni, sem Kefl- víkingar taka þátt í. Stjórn KSÍ ákvað hins vegar, að Keflvíking ar skyldu taka þátt í þeirri keppni, enda þótt tekið sé skýrt fram í reglugerð keppninnar, að lið, sem verða í 2. sæti í meist- arakeppni lands síns — í þessu tilfelli Fram — skuli taka þátt í keppninni. Kom fram í viðtölum við for ráðamenn Fram á sínum tíma, að þeir teldu líklegra að drag- ast á móti þekktum liðum í UEFA-keppninni en bikarkeppni bikarhafa, en Fram ávann sér rétt til að taka þátt í þeim báð- um, en má hins vegar ekki leika nema annarri keppninni. Stjórn KSÍ útilokaði Fram frá UEFA-keppninni með því að ákveða þátttöku Keflvíkinga í henni og varð Fram því að sætta sig við þátttöku í keppni bikur- hafa. Og nú hefur spádómur Fram- ara rætzt. Keflvíkingar drógust gegn þekktu liði, en Fram gegn Möltu-liði. Það eina, sem Fram- arar geta huggað sig við, er það, að e.t.v. muni þeir hafa möguleika á að sigra Möltu-liðið og komast í 2. umferð. En slíkt er geysidýrt fjárhagslega. Varðandi ferðakostnaðinn til Möltu, hefur mönnum dottið í hug, að Fram og Akranes sam- einuðust um að taka leiguflug- vél og fylla haná að öðru leyti með áhugasömum knattspyrnu- unnendum til að lækka ferða- kostnaðinn. — alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.