Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 8. jtih' 1971 flokksins og Alþýöuflokksins f frétt Tímans á þriðjudaginn, um bréf Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, láðist að geta þess, að bréfið var sent bæði til fram- sóknarflokksins, og svo Alþýðu- flokksins, eins og stóð í fréttinni. Bréfið fer hér á eftir í heild, en það var sent af Hannibal Valdi- marssyni f.h. Samtakanna: „í framhaldi af fyrri tilraunum flokks okkar til sameiningar lýð- ræðissinnaðra jafnaðar- og sam- vinnumanna í einum flokki, og með tilliti til samþykkta flokks- stjórnar Alþýðuflokksins frá 20. juní s.l., þar sem m.a. segir, að úrslit kosninganna hafi áréttað mikilvægi sameiningarmálsins, vill framkvæmdastjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna leggja til eftirfarandi: Að myndað verði nú þegar sam- eiriingarráð Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna ,sem skip að yrði fulltrúum eldri sem yngri hreyfinga flokkanna. Hlutverk sameiningarráðsins verði að vinna að hvers konar undirbúningi að stofnun nýs sameinaðs flokks jafnaðar- og samvinnumanna, svo sem með því að móta tillögur um stefnuskrá og skipulag hans. Framkvæmdastjóm Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lýs- ir sig reiðubúna til viðræðna við fulltrúa Alþýðuflokksins um fram angreind málefni, ogj æskir þess eindregið, að slíkar viðræður geti hafizt hið fyrsta.“ Skák Framhald af bls. 7. drottningu á móti hróki og tveim- ur biskupum.! 28. —, Hf2t 23. Iigl Hxg2t 30. Kxg2 Dd2t 31. Khl HxD 32. BxH Dxc3 (Larsen er ekki án gagnmögu- leika í þessari stöðu og Fischer verður að tefla framhaldið af nákvæmni.) 33. Hglt Kf6 34. Bxa7 (Frelsingi Fischers á a-línunni tryggir honum sigurinn.) 34. —, g5 35. Bb6 Dxc2 36. a5 Db2 (Meiri vörn var e.t.v. fólgin í 36. —, Dd2.) 37. Bd8t Kc6 38. a6 Da3 39. Bb7 Dc5 40. Hbl c3 41. Bb6 Svartur gafst upp. F. Ó. Sæmdur þýzku heiðursmerki SJ-Patreksfirði. Friðþjófur 0. Jóhannesson, sem verið hefur vestur-þýzkur konsúll á Patreksfirði frá 1960, var s.l. sunnudag sæmdur heiðursmerki frá vestur-þýzka ríkinu, Bundes- verdienst Kreuz af 1. gráðu, ásamt heiðursskjali undirrituðu af Heine mann, forseta Vestur-Þýzkalands. Dr. Gerhard Weber, 1. sendiráðs ritari við vestur-þýzka sendiráðið í Reykjavík afhenti heiðursmerkið. Hann tók fram að Friðþjófur sé sæmdur þessu heiðursmerki fyrir langa og dygga þjónustu við þýzk fiskiskip og eftirlits- og þjónustu skip þeirra sem leitað hafa hafnar á Patreksfirði í margvíslegum erindum, en Friðþjófur hefur ver ið umboðsmaður þýzkra fiskiskipa á Patreksfirði allt frá 1930, er hann kom heim frá námi í Þýzka landi. Þýzk fiskiskip hafa ávallt leitað hafnar á Patreksfirði og fengið þar margvíslega fyrirgreiðslu. Eft- ir síðustu heimsstyrjöld átti Frið þjófur drjúgan þátt í því að auka viðskiptin milli Vestur-Þýzkalands og íslands. Við athöfn þessa var einnig við- staddur hr. Georg Pluntze frá Bremerhaven, ásamt eiginkonu sinni, en þau hjón eru mjög mörg- um íslenzkum sjómönnum að góðu kunn. Hr. Pluntze hefur starfað um 40 ára bil hjá útgerðarfyrir- tækinu Ludwig Janson, sem hefur um fjölda ára haft á hendi fyrir- greiðslu fyrir íslenzk fiskiskip í Bremerhaven. Þau hjónin hafa dvalizt hér á landi undanfarið í boði fsl. botnvörpuskipaeigenda, í þakklætis- og virðingarskyni fyrir störf þeirra fyrir íslenzba sjó- menn og útgerðarmenn. Ágóöinn nam 43 milljónum í fyrirsögn fréttar af aðalfundi Sambandsins í gær, var sagt að tekjuafgamgur hefði numið 45 milljónum, 'en átti að vera 43 milljónir. Þá var mishermt í frétt inni að velta Sambandsins hefði numið 6.9 milljörðum, en það var velta Sambandsfélaganna, en svo nefna Sambandsmenn kaupfé- lögin. Velta Sambandsins sjálfs var hinsvegar 5.3 milljarðar, og hafði aukizt um einn milljarð frá því árið áður. Landsmótið Framhald af bls. 1 ýmsar forvitnilegar sýningar þann tíma, er landsmótið stendur. Forráðamenn landsmótsins bú- ast við yfir 10 þús. mótsgestum, jafnvel 20 þús. gestum, ef vel viðrar. Formaður landsmótsnefnd ar er Stefán Pedersen. Hitaveita Framhald af bls. 1 hitaveitunni, sem reiknað var með að sleppa út skammt frá vatns- bakka Mývatns, kunni að hafa óæskileg áhrif á lífið £ vatninu. Getur Náttúruverndarráð því ekki fallizt á þessar framkvæmdir á grundvelli þeirra áætlana, sem nú liggja fyrir. Borholurnar í Bjarnarflagi eru x landi Reykjahlíðar í Mývatns- sveit, og samdist svo um í vetur, að Orkustofnunin greiddi bænd- um í Reykjahlíð fyrir hitaveitu- réttindin, með því að leggja hita- veitu úr Bjarnarflagi og niður í dreifistöð í Reykjahlíð, og auk þess fengju bændur ákveðinn sekúndulítra af heitu vatni endur- gjaldslaust. Ekki er víst hver endalok þess máls verða, en vera má, að hægt verði að kæla afrennsl isvatnið frá hitaveitunni áður en það fer út í Mývatn, og einnig að gera leiðsluna frá Reykjahlíð og suður í Voga, þannig að hún verði Náttúruverndarráði þóknan- leg. Geta má þess, í þessu sambandi, að leiðsla ein mikil liggjur frá Mývatni og upp í þrærnar við Kísiliðjuna. Beinagrindur Framhald af bls. 1 2 grindurnar hafði verið sleg- in kista og sjást leifar af þeim en ein virðist alveg hafa verið án kistu. Fólkið virðist hafa verið heldur smávaxið. Eyjólf- ur heldur að tvær beinagrind- anna hafi verið um 160 cm. en sú þriðja um 150 cm. og heldur hann að það hafi verið kona. Meira hefur ekki fundizt, en ekki ólíklegt að fleiri beina grindur séu þar. Eftir því sem Vitað er bezt þá vill þjóðminja vörður ekkert skipta sér af þessu í sambandi við að aldur- greina beinagrindurnar. Finnst okkur það bagalegt, þar sem ekki er vitað til þess að graf- reitur hafi verið í Árnesi, né fólk grafið þar. Útvarp að austan Framhald af bls. 16. miðað við aðra landshluta. Har- aldur sagði að lokum, að þessi til- raun skæri úr um það, hvort áfram yrði haldið á sömu braut, þ.e. að fréttamenn yrðu staðsettir út á landi við efnisöflun, og útvörp- uðu efninu beint þaðan. Endan- leg ákvörðun yrði tekin af for- ráðamönnum útvarpsins, og þá yrði að sjálfsögðu höfð hliðsjón af þessari tilraunastarfsemi á Aust- fjörðum í sumar. Hveragerði 25 ára Framhald af bls. 2. og saumaverksmiðja, sem saum- ar tjöld og margs konar viðlegu- útbúnað. Verið er að undirbúa ofaníburð olíumalar á aðalgötu þorpsins, og fólk er farið að mála hús sín og laga til í kringum þau, vegna afimælishátíðarinnar, sem haldin verður £ sumar, en þá á Hvera- gerði 25 ára afmæli. Ekki er búið að ákveða hátiðadagskrána, en mikil blómasýning verður meðal atriða á henni. í fyrra, fyrir ári eða svo, var úthlutað 10 ha. lands undir kittis- verksmiðju £ Hveragerði. Siðan var stofnað hlutafélagið Samein- uðu efnaverksmiðjurnar. — Ekki bólar enn á neinum framkvæmd- um vegna verksmiðjunnar, og eru Hvergerðingar orðnir langeygir eftir að sjá eitthvað gerast, sagði Þórður að lokum. BÆNDUR - SUM ARBÚ ST AÐAEIGENDUR Hef til sölu meginhluta í 9 kw. vatnsaflsstöð. Selst mjög ódýrt. Gunnar Valdimarsson Teigi, Vopnafirði. Þakka árnaðaróskir og allan hlýhug á 80 ára afmæli mínu 23. júní s.l. — Ég bið ykkur allrar blessunar á komandi árum. * Ólafur Þorsteinsson, Hlaðhamri, Strandasýslu. Ég undirritaður þakka hér með margháttaða hlýju og vinsemd er mér var sýnd á áttræðisafmæli mínu þann 28. júní 1971, af skyldum og vandalausum. Er það ekki einmitt hlýjan og samúðin, sem íslenzku þjóðina vantar mest? Guðjón F. Davíðsson. Þökkum öllum er vottuðu okkur vináttu sína og samúð, vegna fráfalls eiginmans míns, föður okkar og tengdaföður, Georgs R. Hansens, bankaútibússtjóra. Vigdís Hansen Hllda R. Hansen Sigurður Ólafsson Dóra V. Hansen Árni Guðjónsson Valdemar Hansen Erna A. Hansen Faðir okkar Guðmundur B. Hersir, bakari, Lokastíg 20, andaðist 7. júlí í Borgarspítalanum. Börnln. Útför Lárusar Guðmundssonar, skipstjóra, Skólastíg 4, Stykkishólmi, sem lézt 2. júlí, fer fram frá Stykkishólmskirkju, laugardag 10. þessa mánaðar kl. 2 síðdegis. Björg Þórðardóttir og börnin. A skákmótinu £ Skopje 1968 kom þessi staða upp £ skák Wade og Matulovic, sem hefur svart og á leik. ABCDEFGH 26.------f3! 27. Bh3 — Rf4 28. Dxb4 — RxB 29. RxR f2! 30. Hfl — Bd5! 31. Da4 — BxH 32. a2xB — Dh4 33. Da5 — De4f og mát. RIDG Á brezka úrtökumótinu fyrir EM £ Grikklandi £ haust kom þetta spil fyrir. A 6 V G10 4 4 ÁD953 * K 10 5 4 A 9853 * KG4 V D 8 3 V K 9 7 5 2 ♦ 6 4 G 10 8 4 2 * DG97 2 * Ekkert A ÁD1072 V Á 6 4 K 7 4 Á 8 6 3 Þar sem hinir ungu spilarar C. Dixon og dr. R. M. Sheehan voru með spil N/S var lokasögnin 5 L £ N gegn Skotunum Silverstone og Doyle, sem spilaði út Hj-5. Tekið var strax á Ás og Dixon spilaði siðan L-Ás. Hin slæma lega kom þá £ ljós, en þegar hann nú spilaði T-K og litlum T og Silverstone i V gaf ranglega, var vörninni lokið. Tekið á T-D og Hj-6 í blindum kastað á T-Ás. V trompaði og spil- aði L-D. Dixon tók á K — spilaði Sp-6 og svinaði D. Þá Sp-Ás og Sp. trompaður heim. K-K féllu hjá A. Nú var Hj. trompað £ blindum, T kastað á Sp-10 og þegar Sp. var spilað frá blindum, hlaut L-10 að verða 11. slagurinn. Á víðavangi Framhald af bls. 3. eru islenzk og bera merki erfiðrar íslenzkrar lífsbaráttu á sínum tíma. Hér getur orðið erfitt að draga mörkin. Og áreiðanlega getur skáldið á Gljúfrasteini ekki skrifað minna hjartnæma greinar um mörg gömul hús í vesturbæn- um, í Skuggahverfinu, og við Njálsgötu og Grettisgötu en hann skrifar um Berahöfts- húsin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.