Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.07.1971, Blaðsíða 16
Fá fulltrúa á framkvæmda- stjórafundum KJ-Reykjavík, miðvikudag. Atvinnulýðræði hefur mikið verið til umræðu að undanfömu, og nú er skýrt frá því í Sam- bandsfréttum, að st.iórn Sam- bandsins hafi ákveðið að fulltrú- um úr hópi starfsfólksins verði gefinn kostur á að sitja fundi framkvæmdastjómar Sambands- ins tvisvar á ári, en í framkvæmda stjórninni eru framkvæmdastjór- ar allra aðaldeilda Sambandsins í Reykjavík. Segir í Sambandsfréttum að full trúum úr hópi starfsfólksins verði gefinn kostur á að koma á fram- færi sjónarmiðum sínum er snerta rekstur, vöxt og viðgang Sambandsins og kaupfélaganna og málefni starfsfólksins. Aðalfundur NAF í Noregi KJ-Reykjavík, miðvikudag. Aðalfundur Nórræna samvinnu- sambandsins NAF, var að þessu sinni haldinn í Þrándheimi í Nor- egi 14. júní s.l., en aðalfundur- inn var í fyrra haldinn hér á landi. Á fundinum kom fram, að velta sambandsins varð árið 1970 um 840 millj. d.kr. eða um 22% meiri en 1969. Velta útflutnings- fyrirtækisins Nordisk Andels- Eksport varð 67 millj. d.kr., sem er 17% aukning frá 1969. Full- trúar Sambandsins á fundinlim voru Hjalti Pálsson og Erlendur Einarsson, sem jafnframt á sæti í stjórn NAF og NAE. Samhliða aðalfundinum var haldinn fundur ritstjóra norrænna samvinnublaða sem Sigurður A. Magnússon sótti af íslands hálfu. Frystiskip Sambandsins brátt sjósett KJ-Reykjavík, fimmtudag. í nýútkomnum Sambandsfrétt- um segir að hinu nýja frystiskipi Sambandsins verði gefið nafn og sjósett í Biisum í Þýzkalandi núna á laugardaginn 10. júlí. Skipið n;un síðar verða afhent í sept. n.k. SkálholtsstaSur, eins og hann kemur til með að líta út: 1. Dómkirkjan, 2. SkólastjórabústaSur, íbúðir fyrir starfsfólk og nemendur og bráðablrgSa”húsnæði fyriFbókasaTriið, 3. Skálholtsbókhlaða, 4. kennslustofur, borð- stofa, 5. aðalinngangur, 7. setustofa, 8. nemendaibúðir, 9. kennaraíbúð annars vegar en heimavistrr nemenda hins vegar, 10. nýreist prestsetur, 11. gamlar bæjarrústir, rrú orpnar moldu. Skálholtsskóli tekur til starfa haustið ’72 SB-Reykjavík, miðvikudag. Fyrsti aðalfundur Skálholts- skólafélagsins var haldinn í Skál- holti 24. júní s.l. Þar voru lagðar fram teikningar og líkan af Skál- holtsskóla og staðnum í heild, eins og hann mun líta út í framtíð- inni. Þá flutti Þórarinn Þórarins- son, formaður félagsins, skýrslu stjórnar og tilkynnti um gjafir sem skólanum hafa borizt. Félagar í Skálholtsskólafélaginu eru hátt á þriðja liundrað. Lokastofnfundur Skálholtsskóla- félagsins var haldinn fyrir tæpu ári. Markmið félagsins er endur- reisn Skálholts, m.a. með því að stuðla að stofnun skóla þar, er starfi í anda kristinnar trúar og norrænnar lýðháskólahreyfingar, efla hann og standa vörð um vel- ferð hans og gengi. í skýrslu formanns kom fram, að störf stjórnarinnar fram til þessa hafa aðallega verið fólgin í kynningu á félaginu og mark- miðum þess, svo og félagasöfnun. Þá tilkynnti formaður um gjaf- ir, sem Skálholtsskóla hafa borizt. Frá Páli Kolka, lækni og konu hans bárust 500 kanadiskir dalir, sem Vestur-íslendir.gurinn Gunn- björn Stefánsson í Vancouver hafði sent þeim til minningar um son þeirra. Þá bárust fundinum 10 þúsund krónur frá Snorra Sig- fússyni, fyrrum námsstjóra og koriu hans og 7 þúsund krónur frá Þorsteini Sigurðssyni á Vatns leysu. Þá kom fram að ónefndur aðili hefur lofað ríflegum styrk til hitaveitu á staðinn. Teikningar skólanum og bók- hlöðu og líkan af staðnum í heild var lagt fyrir fundinn. Arkitekt- arnir Manfreð Vilhjálmsson osi Þorvaldur S. Þorvaldsson ásamt Reyni Vilhjálmssyni, garðarkitekt hafa teiknað skólahúsin og stað- sett þau í samráði við húsameist- ara ríkisins. Nokkrar umræður urðu um skipulag staðarins. Bygging fyrsta áfanga skólans hófst s.l. vor og annaðist Guð- mundur Sveinsson, byggingameist ari á Selfossi framkvæmdirnar. Áætlað er að koma þeim áfanga undir þak fyrir haustið og reiknað er með, að hann kosti um 9 millj. króna. Það fé er til reiðu og er að mestu leyti samskotafé fs- landsvina á Norðurlöndum. Stefnt er að því, að Skálholtsskóli geti tekið til starfa haustið 1972. Þá samþykkti fundurinn að gera þrenn hjón að fyrstu heiðursfé- lögum félagsins, þau sr. Harald Hope, prest í Noregi og frú, Jóri H. Þorbergsson, Laxamýri og frú Elínu Vigfúsdóttur og Snorra Sig- fússon og frú Bjarnveigu Bjarna- dóttur, Reykjavík. f stjórn Skálholtsskólafélagsins eru: Þórarinn Þórarinsson, for- maður, sr. Guðmundur Óli Ólafs- son, Skálholti, varaform., sr. Bem harður Guðmundsson, Rvík, gjald keri, Guðrún Halldórsdóttir, Rvík, iritari, sr. Ólafur Skúlason, Rvík, sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslu- biskup, Akureyri, sr. Kolbeinn Þor leifsson, Eskifirði, sr. Lárus Guð- mundsson, Hoiti og Jón R. Hjálm arsson, Skógum. isumar ET—Reykjavík, miðvikudas- í[tvarpið hefur í sumar frétta- mann staðsettan á Austfjörðum. Hann safnar efni fyrir útvaraið, viðtölum og ýmsum fróðleik að auston, og flytur hluta af þessu efni'í þáttum, sem útvarpað verð- ur tvisvar í viku það sem eftir er sumars. Tíminn hafði í dag samband við Harald Ólafsson, dagskrár- stjóra hjá útvarpinu, og spurði hann um nánari tilhögun þessarar nýbreytni í starfsemi útvarpsins. Haraldur kvað þetta tilraun — eða öllu heldur athugun á þvi, hvort næg verkefni væra fyrir fastan starfsmann við öflun út- varpsefnis í einu héraði eða ein- utn landshluta. Fréttamaðurinn, sem er Davíð Oddsson, hefur nokk urn veginn frjálsar hendur varð- andi efnisval og vinnutilhögun. Honum er þá einkum ætlað að komast í samband við fólk á sem flestum stöðum, fá hjá því fréttir og ýmsan fróðleik, hafa viðtöl.við það o.s.frv. Davíð verður því á stöðugum ferðalögum um Aust- firði, en hefur bækistöð á Egils- stöðum. Þaðan sendir hann svo út efni af ýmsu tagi tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum, og hefjast útsendingamar kl. 16.15. Þættir Davíðs verða tæpar 10 mín. að lengd, og í framtíðinni er ætl- unin að senda þá út beint að aust- an, en til að byrja með eru þeir fyrst teknir á segulband hér fyrir sunnan rétt fyrir kl. 16 og síðan sendir út. Haraldur kvað það að mestu tiiviljun, að Austfirðir hefðu orð«- ir fyrir valinu við þessa tílraun. Þó era mjög góð skflyrði tfl útr sendingar frá Egilsstöðum vegna endurvarpsstöðvarinnar á Eiðum. Einnig hafa Austfirðir oft orðið nokkuð afskiptir hjá útvarpinu FramhaM á bls. 14. SLASADIST, EN 2JA MÁNADA GAMALT BARN SLAPP OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Kona meiddist mikið í andliti í bifreiðaárekstri í Reykjavík í dag, en tveggja mánaða gamalt barn, sem var við hlið hennar í bílnum, slepp ómeitt. Áreksturinn varð á mótum Ægisgötu og Öldugötu um kl. 5,30 í dag. Leigubíll ók suður Ægisgötu, sem er aðalbraut, og lenti á hægri hlið Saab-bíls, sem var á leið vestur Öldugötu. Ók kona þeim bíl og var barnið í framsætinu hjá henni. í leigu- bílnum voru tveir farþegar auk ökumannsins. Slasaðist enginn í þeim bíl. Konan og barnið voru flutt í skyndi á slysavarðstofuna. Ljóst er að konan var mikið skorin í andliti, en meiðsl hennar voru ekki að fuilu rannsökuð í kvöld og er ekki vitað hvort hún er brotin, eða slösuð að öðru leyti. Bamið reyndist ómeitt Bilarnir era báðir mikið skemmdir og Saab-bfllinn er tal- inn ónýtur eftir áreksturinn. Kaupmannahafnarferðir FramsóknarfélagS Reykjavíkur Þeir, sem taka þátt í Kaupmannahafnarferðum Framsóknarfé- lags Reykjavíkur, þann 28. júlí og 4. ágúst, eru beðnir að greiða fargjöld sín að fullu sem allra fyrst. Skrifstofan á Hringbraut 30. Sími 24480. Konan sem slasaði-t í sjúkrabílnum. Barnið er í körfunni á gólfinu (Tímamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.