Tíminn - 09.07.1971, Síða 1

Tíminn - 09.07.1971, Síða 1
ALLT FYRIR BOLTAlÞRÓTTIR SportvSruvenlua INGÓLFS ÓSKARSSONAR JOapparstíe 44 * Sími 1178$, — Föstudagur 9. júlí 1971 — 55. árg. Sigurður Magnússon utn Loftleiðir: Áreiðan- lega bráð- lifandi ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Nýkomið er út fréttabréf Loft- leiða „Newsletter" og með því fylgir mjög athyglisverður leið- ari, sem blaðafulltrúi Loftleiða hefur skrifað. Leiðarinn fjallar um fargjaldastríðið, sem nú geis- ar á flugleiðinni yfir Norður-At- lanshaf. Fjallar Sigurður um þá aðstöðu, sem Loftleiðir eru nú í, á mjög eftirminnilegan hátt, sér- staklega tekur hann fyrir' „stop over“ dvalir hjá farþegum Loft- leiða. Hér á eftir kemur úrdrátt- ur úr leiðaranu.m Nýlega lýsti einn af forystu- mönnum bandarískra flugmála því yfir að hin tæplega tveggja ára- tuga barátta Loftleiða fyrir hóf- legum fargjöldum yfir N-Atlands- haf, sem m.a. væri rökstudd með viðkomu Loftleiða á Islandi, sann- aði nú, að stefna þess væri rétt. En hinn 7. júní s.l. birti félag þessa spakvitra manns aug- lýsingu þar sem það sveiflaði stríðsöxinni yfir höfði þess félags, sem hann fyrir stuttu hafði rómað svo eftirminnilaga. Á hana var letrað „No stops in Iceland“. — Með nýjum, lágum gjöldum átti að tryggja að bandarísk ungmenni gætu þotið þráðbeint úr einni stór- borginni í aðra — ekkert hreint loft á leiðinni — „no stops in Iceland". Þegar þetta er ritað hafa nær Framhald á bls. 7. Mynd þessi er tekin frá Málarahúsinu, og sýnir vel hvernig botnptatan, sem steypt hefur veriS, skagar út í götulinu Skólavörðustígs. (Tímamynd GE) Byggingaframkvæmdir í Bankastræti stöðvaðar TiElaga í borgarráði um að ná samkomulagi við lóðarhafa um breytingar á teikningu hússins KJ—Reykjavík, fimmtudag. Frá því húsið á horni Banka- strætis og Skólavörðustígs var fifið, hafa margir vaknað upp við þann draum, að algjör óhæfa sé að byggja hús þarna aftur, sem skyggja muni á Skólavörðustíg- inn. í tilefni af þessum umræð- um manna, flutti Kristján Bene- diktsson tillögu í borgarráði um að teknar verði upp viðræður við eigendur lóðarinnar um breytingu á byggingu frá núverandi teikn- ingu. Frekari framkvæmdir við húsbyggingu þessa hafa nú ver- ið stöðvaðar, og á meðan verður fíallað um tnálið hjá borgaryfir- völdum, og þá einkum tveim nefnd um þ.e. skipulagsnefnd og bygg- inganefnd. Tillagan sem Kristján Benedikts son flutti í bongarráði á þriðju- daginn var svohljóðandi: „Borgarráð samþykkir að tekn ar verði upp viðræður við eigend- ur lóðarinnar nr. 14 við Banka- stræti mcð það fyrir augum að ná samkomulagi um, að hús það, sem áformað er að reisa á lóð- inni, verði þannig staðsett, að götulína Skólavörðustígs haldist niður í Bankastræti.“ Afgreiðsla tillögunnar var frest- að til næsta fundar borgarráðs, og borgarlögmanni jafnframt fal- ið að tilkynna byggingafulltrúa og lóðarhafa um tillöguna, þannig að framkvæmdir við bygginguna yrðu stöðvaðar. Tíminn hafði samband við Krist ján, og sagði hann, að ennþá væri hægt að breyta staðsetningu þess húss, sem þarna á að rísa. Að vísu væri skipulagsnefnd búin að samþykkja staðsetninguna á þann veg, sem botnplatan ber með sér, en hana er búið að steypa, eins og vegfarendur hafa séð. \ Hinsvegar er ekki búið að sam- þykkja teikninguna í bygginga- nefnd, en í dag var fundur í þeirri nefnd, en málið ekki tekið form- lega fyrir. Fundargerðir bygginga- nefndar eru lagðar fyrir borgar- stjóm til endanlegrar samþykkt- ar, en næsti fundur borgarstjórn- ar verður á fimmtudag í næstu viku. Kristján sagðist furða sig á því, að búið væri að ganga frá skólp- lögn og steypa botnplötu áður en bygginganefnd hefði samþykkt teikningar, og væri slíkt í hæsta máta óvenjulegt. Tap Kísiliðjunnar nam 23.4 millj. en framleiðsluaukning- in nam 82% á s.l. ári SB—Reykjavík, fimmtudag. Aðalfundur Kísiliðjunnar hf. var lialdinn í Reykjahlíð 2. júlí sl. Framleiðsla félagsins jókst um 82% árið 1970 frá árinu áður, en þrátt fyrir aukninguna varð rekstr- arhalli 23.4 milljónir kr. Stækkun verksmiðjunnar lauk um sl. áramót. Öll framleiðsla verksmiðjunnar hefur selzt jafnóðum og jókst því vörusalan að magni til í sama hlut- falli og framleiðslan. Fundinn sóttu fulltrúar beggja aðalhluthafa félagsins, ríkissjóðs Islands og Johns-Manville Corpor- ation í New York, og fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi, sem hlut eiga í félaginu. Formaður félagsstjórnar, Magn- ús Jónsson, fjármálaráðherra, flutti yfirlit um stöðu fyrirtækisins og framtíðarhorfur. Á miðju ári 1970 var tekinn í rekstur meginhluti þeirrar stækkunar kísilgúrverk- smiðjunnar, sem hafizt var handa um á árinu 1969. Þeim áfanga stækkunarinnar, er laut að breyt- ingum á þurrvinnsludeild, lauk þó ekki fyrr en um sl. áramót, í des- ember og janúar. Með þessari stækkun hefur afkastageta verk- smiðjunnar þegar verið nær tvö- földuð, úr 12.000 í 22.000 lestir á ári af fullunnum síunargúr og standa vonir til, að náð verði aukn- ingu umfram þetta mark, þegar frekari reynsla er fengin af tækj- unum. Framleiðsla félagsins jókst þann ig mjög verulega frá fyrra ári, úr 7.530 í 13.662 lestir, eða um nær 82%. Unnt var sem áður að selja alla framleiðsluna nær jafnóðum, og jókst því vörusalan að magni til í sama hlutfalli. Nam hún 13.815 lestum á árinu og sölutekjur alls kr. 101.5 millj. Á tekjunum varð aukningin hlutfallslega nokkru meiri, eða 88%. Kom þar til hag- stætt verðlag og niðurfelling tolls í þeim EFTA-löndum, sem leggja innflutningsgíaldd á kísilgúr. Búizt var við reksturshalla á ár- inu, þrátt fyrir þessa aukningu, og varð hann alls kr. 23.4 millj. Er þá tekið tillit til fullra afskrifta á stofnkostnaðarliðum, kr. 18.7 millj. og áfallins vaxtakostnaðar, kr. 12 millj. Áframhaldandi eignaukning varð hjá félaginu vegna stækkun- arinnar, og nam eignfært kostnað- Pramhald á bls. 7. LANGIR FUHDIR VHMUNEFNDA KJ-Reykjavík, fimmtudag. Stjórnarmyndunarflokk- arnir þrír voru á fundi langt fram á kvöld og var ekki vitað hvenær honum lyki, er Tíminn hafði tal af Ólafi Jóhannessyni, for- manni Framsóknarflokks- ins. Flokkarnir þrír héldu fundi í gær með flokks- mönnum sínum, og var þá rætt ur* viðræður flokk- anr.a þriggja fram til þessa. í dag komu viðræðunefnd- ir Framsóknarflokksins, A1 býðubandalagsins og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, aftur saman til fundar, og hófst hann kl. fimm í Þórshamri. Matar- hlé var gert upp úr klukk- an sjö, en klukkan níu komu viðræðunefndirnar aftur saman tii fundar, og um klrkkan ellefu var ekki vitað h/enær þeim fundi lyki, og jafnvel búizt við að hann stæði fram á nótt. FAXAFLÓAÚRVALIÐ KOMIÐ í ÚRSLIT Sigraði Köln 1:0 í gær. — Sjá bls. 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.