Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 10
10 ^é&m! ' '<***** TIMINN FÖSTUDAGUR 9. júlí 1971 / HALL CAINE: GLATAÐI SONURINN ! j I 13 __ En ef það kæmni nú samt £yrir?- „ *. — Eg mundi ekki fara, sagði Óskar. — Jæja, ef ég eftirlæt þér Þóru, og hún er fús til að giftast þér, má ég þá treysta því, að en-ginn oa ekkert megni að eyðileggja lífs hamingju hennar? Áreiðanlega? — sagði Ósk- ar. — Þá skaltu skjalfesta þetta, — sagði Magnús, og drap fingri á örkina á skrifborðinu. Á ég að skrifa það sem við höfum rætt um? — spurði Óskar. — Já, þú átt að skrifa Þóru, ekki mér, ef þú meinar það sem þú hefur sagt, þá ættir þú ekki að óttast að skjalfesta það. — Ég óttast það ekki, en það er tilgangslaust að skrifa Þóru. — Hvers vegna? — Vegna þess, að í gær, þegar Þú varst farinn, þá sagði hún, að þó að ég ætti hjarta hennar, þá væri hún lofuð þér og það heit yrði hún neydd til að halda. Sagði hún þetta? — Já. — Nú varð Magnús hik- andi eitt andartak. -svo Sagði hann lágum rómi: — Skrifaðu samt og láttu mig fá bréfið. Er þér alvara, Magnús? — Já. — Að þú ætlir að leysa hana frá heiti sínu, og tala máli mínu við hana? Skrifaðu bréfið, — sagði Magnús hásri röddu. — Mikið góðmenni ex'tu Magnús, mér finnst ég vera óþokki, ég vildi að guð gæfi, að ég hefði aldrei kom'ð heim, þó get ég raunveruie-ga ekki óskað þess, því ást mín á Þóru er .mér öllu öðru meira virði eg ég er fús til að gei-a allt til að eiga ást hennar, en hafi ég gert þér órétt, þá sé ég ekki áhrifameiri leið til að láta í ljós hryggð mína, en þá að fela þér í hendur það sem mér er mest áhugamál. Ég skal skrifa bréfið strax, ég reyndi minnst tuttugu sinr.um að skrifa Þóru, en gafst alltaf upp, en nú get ég gert það. Á meðan penni Óskars flaug yfir blaðið, sat Magnús niðurlút- ur og boraði tánum niður í gólf- ábreiðuna, hann átti í harðri innri baráttu, það var eins og hinn illi sjálfur væri að hvísla að honu-m: „Hvað ertu að gera? Heyrðirðu ekki hvað Óskar sagði . . . að Þóra hefði ákveðið að halda heit sitt við þig? Ætlar, þú að telja hana af því? Þú kemst aldrei yfir þetta . . . aldrei.‘‘ Þegar Óskar hafði lokið við bréfið, fékk hann Magnúsi það og sagði: — Ég held, ég hafi skrifað allt sem við ræddum um, þótt það sé smái-æði á við tilfinningar mínar til Þóru, ég er viss um, að hún fer að þínum oi-ðum . . . en ef hún gerir það nú samt ekki . . . — Hvað ætlar þú þá að gera? spui-ði Magnús og nam staðar við dyrnar. — Þá fer ég með næsta skipi til Englands, og treysti því, að þú segir engum hvað gerzt hefur. Allt í einu sló feginsljóma á and lit Magnúsar, svo varð svipur hans aftur alvarlegur, og Óskar sagði: — Ég get ekki hugsað um það enn, ekki fyrr en ég heyri, hvern- ig þér gengur að tala máli mínu, farðu til hennar, talaðu við hana, segðu henni að hún beri enga ábyrgð á samningum föður henn- ar, biddu hana að eyðileggja ekki líf okkar beggja, viltu gera það? — Já, ég skal gera það. — Guð launi þér, þú ert sá bezí bróðir, sem nokkur maður hefur ítt, vertu nú fljótur í för- um, ég efast um, að ég haldi lífi •á—meðan þú -ert í burtur losaðu- mig eins fljótt og þú getur frá MH: óvissunni, ef þú bara vissir hvað hræðilega heitt ég ann Þóru, og hversu mikla þýðingu svar henn- ar hefur fyrir mig ... — En Magnús var á brott með hjartasár- ið að förunaut. Þegar Magnús var kominn niður stigann hitti hann móður sína, sem sagði: — Svo þú crt þá bwnn að vera uppi hjá Óskari svona lengi, Faðir þinn og faktorinn hafa ver- ið að leita þín, lögfræðingurinn hefur verið hjá þeim í allan morg- un og þeir þurftu að leita álits þíns um eitthvað, en þeir eru víst búnir að gera út um það núna. En Magnús minn, Guð hjálpi mér, ósköp er að sjá, hvað þú ert fölur og þreytulegur, þú hefur of- gert þér í smalamennskunni, þú ættir aldrei framar að leggja slíkt á þig. Magnús bað móður sína að hafa sig afsakaðan, svo flýtti hann sér til faktorshússins, á leiðinni þan-g- að hélt hann óstyrkum fingrum um bréfið, sem var í vasa hans, þá var eins og hin djöfullega rödd, sem áður hafði gert vart við sig, segði nú.- „Eyðilegðu bréfið, heyrðirðu ekki, að hann sagðist mundi fai-a, láttu hann fara, eng- inn nema þú þarft að fá vitneskju um þetta bréf, ekki einu sinni Þóra. Þegar Óskar verður farinn mun Þóra standa við heit sitt og þó hún elski þig kannski ekki núna, þá mun hún elska þig síðar, og þó að svo færi ekki, þá verður hún þó þín, og hver hefur meiri rétt til hennar en þú? Eyðilegðu bréfið, eyðileggðu það.“ Svo fannst Magnúsi verndarengill sinn segja: „Hvei-s virði er að eiga líkama konu, ef þú átt ekki líka sál henn- ar? Það er bara girndarráð, enda er allt orðið um seinan, enda er ákvörðun sú, sem þú verður að gera einföld, spurningin er bara sú, hvort þú elskar Þóru heitar en sjálfan þig“? Freistarinn tók enn til máls og sagði: „Þú ert heimskingi, þú tapar öllu ef erindi þitt heppnast, ef þú getur talið Þóru á að láta að vilja þínum í þessu máli, þá eyði- leggur þú eigin hatningiu. Ef b’-i telur hana ekki á að giftast Ósk- ari, þá giftist hún þér, ertu karl- maður eða ertu með kalt blóð í æðum?“ Þannig geisaði hörð bar- átta innra með Magnúsi, en hann ákvað að meta meira gæfu stúlk- unnar en sína, hann sagði við sjálfan si-g: „Haltu áfram, þetta er erfitt, en ef þú berð gæfu Þóru fyrir brjósti, þá skaltu fá henni bréfið, haltu áfra-m, flýttu þér“. Þegar Magnús kom að faktors- húsinu, gat hann varla staðið upp- réttur, hann var náfölur Oa svit- inn lak af ásjónu hans. er föstudagurinn 9. júlí Árdegisháflæði í Rvík kl. 06,57 Tungl í hásuðri kl. 02,10 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarsnitalan nm ei optn allan sólarhringiun Sim) 81212 Slökkviliðið og sjúkrabifreiðii ívt lr Revkjavík og Rópavog simt 11100 Sjúkrabifreið i Bafnarfirði stml 51336 Tannlæknavakt er i Hells'j"emaai stöðinnl þai sem Slysavarðstoi aD vai. og ei opin laugardaga o: sunnudaga kl 5—6 e. b — Stm 22411 Almennai applýstngai um tækna þjónustu l borginnl eru gefnai simsvara Læknafélags Revkiavik ur. simi 18888 Fæðingarhetmtlið i Rópavogt Hlíðarvegi 40 stmt 42644 Rópavogs Apótek ei opið virka daga kl 9—19. taugardaga k P ____14, helgidaga kt 13—ltx Keflavíktu Apótek er opið vlrka daga kL 9—19, laugardaga kl 9—14. helgidaga fcl 13—ÍB. Apótek Hafnarfjarðai ei opið all» vlrka dag frá kl 9—7. a laugar dögum kL «—2 og á stmnudög- um og öðrum belgldögum er op- 1B frá fcL 2—4. Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 3. til 9. júlí annast Reykiavíkur Apótek og Borgar Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 9. júlí annast Kjartan Ólafsson. Staðsetning vegaþjónustubifreiða F.Í.B. helgina 10.—11. júlí 1971 FIB- 1 Aðstoð og upplýsingar á Sauðárkróki. FÍB. 2 Húnavatnssýslur og Skaga- fjörður FÍB. 3 Þingvellir — Laugavatn FÍB. 4 Mosfellssveit / Hvalfjörður FÍB. 5 Kranabifreið / Hvalfjörður FÍB. 6 Kranabifreið — í nágrenni Reykjavíkur FIB- 8 Borgarfiörður. FÍB.12 I Vík í Mýrdal FÍB.13 Á Hvolsvelli FÍB.15 Hellisheiði — Árnessýsla FÍB.17 Akureyri — Skagafjörður. Málmtækni sf. veitir skuldlaus- um félagsmönnum FÍB 15% af- slátt af kranaþjónustu, símar 36910 og 84139. Kallmerki bílsins gegn- um Gufunesradíó er R-21671. Gufunesradíó tekur á móti að- stoðarbeiðnum í síma 22384. Einn- ig er hægt að ná sambandi við vega þjónustubifreiðarnar í gegnum hin ar fjölmörgu talstöðvarbifreiðar á vegum landsins. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er á Akranesi. Jökulfell er í New Bedford. Dísarfell fer í dag frá Austfjörðum til Malmö, Ventspils og Gdynia. Litlafell er í olíuflutningum á Austfjörðum. Helgafell er í Sousse. Stapafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mæli- fell fór frá Ventspils 6. júlí til Akureyrar. Snowmann lestar á Norðurlandshöfnum. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvík á morgun aust- ur um land í hringferð. Esja er á Norðurlandshöfnum á austurleið. Herjólfur fór frá Vestmannaeyjum kl. 05,00 til Þorlákshafnar, þaðan aftur kl. 10.00 til Vestmannaeyja, frá Vestmannaeyjum kl. 15.00 tií Þorlákshafnar, þaðan aftur kl. 20.00 til eVstmannaeyja. SÖFN OG SÝNINGAR Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema laugardaga, frá kl. 1.30 — 4. Áðgangur ókeypis. FÉLAGSLÍF Óháði Söfnuðurinn. Farmiðar í skemmtiferðina að Skógum undir Eyjafjöllum sunnu- daginn 18. júlí verða seldir í Kirkjubæ þriðjudag og miðviku- dag 13.—14. júlí frá kl. 6 — 9 e.h. sími 10999. Ferðafélagsferðir um næstu helgi. Á föstudagskvöld. 1. Landmannalaugar — Veiðivötn. 2. Hekla. Á laugardag. Þórsmörk. Sumarleyfisferðir. 10.—15. júlí Skagafjörður — Drangey 10,—15. — Norður Kjöl — Strandir. 10.—18 — Vesturlandsferð 12.—15. — Hagavatnsferð. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, símar: 19533—11798. FLU GÁÆTLANIR Loftleiðir h.f.r Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá NY kl. 0700. Fer til Luxem- borgar kl. 0745. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til NY kl. 1645. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá NY kl. 0800. Fer til Luxem- borgar kl. 0845. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1700. Fer til NY kl. 1745. Leifur Eirík$son er væntanlegur frá NY kl. 1030. Fer til Luxemborg ar kl. 1130. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til NY kl. 0315. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá Glasgow og London kl. 1500. Fer til NY kl. 1600. /S W/?ONG/ £AGLE NOT TRY TURN/NG ;r cur S/IÆNCE/ YOUARETOO yOUNG TO SPEA/TAT TNE COUNC/L OE THE PA/VNEES/ VJHY SHOULP THE ELPERS PEC/PE OOJ9 FUTURE w/thout ever ASKING /VHAT WE /NANTP Höfðinginn hefur á röngu að standa. Arn- arklóin reyndi ekki að snúa okkur gegn hinum eldri. — Þögn! Þú ert of ungur til þess að tala í ráði liinna fullorðnu. — Hvers vegna ættu þcir eldri að fá að ráða framtíð okkar, án þess svo mikið sem spyrja okkur uin eitt einasta atriði? — Arnarklóin fór leiðir hvíta mannsins og varð læknir. — Hann færir okkur ein- tóm vandræði. Það verður að handtaka hann. — Nei, Úlfsauga, þú sem töfra- læknir okkar óttast aðeins, að hann stefni valdi þinu í voða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.