Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 13
fOSTUDAGUR 9. júK 1971 TÍMINN ’^TrT,TTf,V íS."?*"í5'r~' “ ‘ 13 Vonum að landsmótið sýni að starfsemi ungmennafélaganna hafi sjaldan verið blómlegri en einmitt nú á tímum - segir Stefán Pedersen, framkvæmdastjóri landsmótsins á Sauðárkróks SéS ofan úr Grænuklauf, og yfir mófssvæSið á Sauðárkróki, og út á Skagafjörð. Þau eru glæsileg íþrótta- mannvirkin á Sauðárkróki, sem verða vettvangur 14. landsmóts UMFI um næstu helgi. Þegar ekið er inn í bæ- inn, er fyrst á vinstri hönd gagnfræðaskólinn nýi, en þar verða höfuðstöðvar landsmöts ins. Þá tekur við góður malar- völlur og neðan við Nafirnar, fyrir framan Grænuklauf, hef ur verið komið fyrir stórum íþrótta- og skemmtipalli, þar sem skemmtiatriði og hátíðar dagskrá mun fara fram. í beinu framhaldi af malarvell- inum er svo nýr grasvöllur, og vestan við hann eru góð áhorfendasvæði, en við enda grasv’allarins er svo sundlaug- in á Sauðárkróki, þar sem ný- lega er búið að taka í notkun, fullkomna búningsklefa og böð. Þessi mannvirki öll eru Sauðkrækingum til mikils sóma, og þarna munu um helg ina nærri sjö hundruð æsku- menn og konur úr ungmenna- félögum landsins þreyta keppni. Fréttamaður Tímans ræddi við Stefán Pedersen á Sauðárkróki, formann landsmótsnefndar og framkvæmdastjóra mótsins, nú í vikunni, um undirbúning og skipu lag landsmótsins á Sauðárkróki. Auk Stefáns eru í landsmóts- nefndinni þeir Stefán Guðmunds- son, Magnús Sigurjónsson, Gísli Felixson og Sigfús Ólafsson, allir frá Sauðárkróki ,og Þóroddur Jó- hannsson, Akureyri og Sigurður Guðmundsson, Leirá. Hefur nefnd in starfað í þrjú ár að undirbún- ingi mótsins. í fyrsta skipti á Sauðárkróki — Hefur landsmót ungmenna- félaganna verið haldið áður hér á Sauðárkróki, Stefán? — Nei, landsmótið hefur aldrei áður verið haldið hér, en á tveim stöðum öðrum Norðanlands, Akur- eyri og Laugum í Suður-Þingeyjar sýslu. Hér á Sauðárkróki er mjög góð aðstaða til landsmótshalds, og byggist það fyrst og fremst á skipulagi íþróttamannvirkja, en þau eru flest ný, og mjög hag- kvæm. Við sundlaugina eru áhorf endasvæði fyrir 300 manns, 310 metra hringbraut er í kring um malarvöllinn, og í kring um nýja grasvöllinn er 400 metra hlaupa- braut. Þá eru á svæðinu tveir handknattleiksvellir, og gerður hefur verið sérstakur pallur fyrir körfuboltakeppnina. Allt íþrótta- svæðið er iiiúáh girðingar, og frá 'einum og sama staðnum á áhorf- endasvæðírifi;1 §eta 'áhö&éhdur fylgzt með kfeppni á öllum völl- unum og jafnvel í sundlauginni líka. Þá skaðar ekki að geta þess, að frá áhorfendasvæðunum blasir Skagafjörður við, með eyjarnar og Þórðarhöfða í norðri. Tjaldstæði, og veitingar — Hvernig er með tjaldaðstöðu fyrir keppendur og gesti? — Við reiknum með, að þeir gestir sem hingað koma, búi í tjöldum, og er búið að gera sér- stök tjaldstæði þar sem 5—6 þús. manns getur tjaldað. Tjaldstæði fyrir almenning eru uppi á Nöf- unum. Annars vegar almenn tjald stæði, og hins vegar sérstakar f j ölskyldut j aldbúðir. Tj aldbúðir fyrir keppendur eru aftur á móti við íþróttasvæðið. Þá getur fólk auk þess tjaldað víla annars stað ar í nágrenni Sauðárkróks. — En veitingar fyrir allt þetta fólk, verða menn að treysta á potta og prímusa? — Það verða nú sjálfsagt marg- ir, sem annast matargerð sjálfir, og ef að líkum lætur, þá verða hin stærri héraðssambönd með sérstök mötuneyti fyrir sitt fólk. Landsmótsnefnd mun koma upp mötuneyti í félagsheimilinu Bif- röst fyrir almenning, og verður þar á boðstólum matur og kaffi, og lögð áherzla á fljóta afgreiðslu og góðan og ódýran mat. Mun mál- tíðin kosta 130—150 krónur. — Aðalaðsetur mótsstjórnar verður svo í gagnfræðaskólanum, er ekki svo? — Jú, þar mun yfirstjórn móts- ins hafa aðsetur, og getum við úr skólanum fylgzt með því sem gerist á öllu íþróttasvæðinu. Starfslið mun líka að einhverju leyti halda til í skólanum, og þar fara fram þær keppnisgrein- ar í starfsíþróttum, sem keppt verður írinnanhúss. Stjórnantþ starfsíþrófta verður sfem áður Stefán Ólafur Jónsson. — Hvernig er með bílastæði og umferð? — Bílastæði eru við íþrótta- svæðið og sömuleiðis við tjald- búðirnar, en ég vil benda öku- mönnum á, að aka sem minnst um bæinn sjálfan, því þar er lítið um bflastæði, og betra að ganga á milli helztu staða á Sauðárkróki. Aherzla lögð á áfengisbann — Þ^ð hefur auðvitað verið hugsað fyrir löggæzlu og slysa- hjálp? — Jú, það eru sjálfsagðir liðir í undirbúningnum. Lögreglan á Sauðárkróki mun annast löggæzlu ásamt lögregluþjónum úr Húna- vatnssýslu og Reykjavík. Hér á staðnum verður öflugt lögreglu- lið, og verður rík áherzla lögð á reglusemi. Áfengisbann er á lands mótum ungmennafélaganng, og á undanförnum árum hefur verið lögð áherzla á að fylgja því banni eftir, og ekki verður síður lögð áherzla á þetta atriði nú, þar sem það hefur sýnt sig að áfengis- neyzla ungmenna virðist fara í vöxt á útisamkomum. Slysavarnasveitin á Sauðárkróki mun anriast slysavakt á mótssvæð inu, og Hjálparsveit skáta í Njarð víkum verður til aðstoðar á móts svæðinu. — Hvernig hefur undirbúning undir landsmótið gengið Stefán? — Ég held mér sé óhætt að segja að undirbúningur hafi geng- ið mjög vel, og allt ætti að vera tilbúið þegar hin stóra stund renn- ur upp á laugardsmorguninn. Mót- ið hefur notið velvilja á staðnum, og ég tel að mótshaldið hefði ekki verið framkvæmanlegt, ef skiln- ingur bæjaryfirvalda hefði ekki verið fyrir hendi t.d. í sambandi vð íþróttamannvirkin. Mótið hefur haft mikil áhrif á almennt félags- líf ungmennafélaganna í Skaga- firði, og er það von landsmótsnefnd ar, að þetta landsmót hafi ekki minni reisn en þau landsmót, sem bezt hafa tekist hingað til. Ég vona að þetta mót eigi eftir að sýna, að starfsemi ungmennafélaganna í landinu standi með meiri blóma, en nokkru sinni fyrr. Við höfum orðið varir við mik- inn áhuga fólks alls staðar á land- inu á þessu móti, og búumst þess vegna við miklum mannfjölda hingað, og erum undir það búnir að hingað kom mikill mannfjöldi. Hér á Sauðárkróki er nýafstaðin mikil afmælishátíð, sem haldin var í tilefni 100 ára byggðar hér, og voru af því tilefni opnaðar tvær sýningar, sem verða opnar fram yfir landsmótið. Hér er um að ræða málverkasýningu 11 skag- firzkra málara, og byggða og þró- unarsýning, sem er í barnaskóian- um. Vegna afmælisins, var mikið gert af hálfu bæjaryfirvalda og bæjarbúa, til að fegra og snyrta hús, lóðir og götur, og heilsar Sauðárkrókur því aðkomufólki snyrtilegur og faílegur. Aldrei meiri þáfttaka — Svo við snúum okkur að dagskránni, og þá fyrst að keppn- inni Stefán? — Þáttaka í íþróttakeppninni á landsmótinu hefur aldrei verio K 'iri en núna. Bæði eru keppendur frá fleiri félögum og héraðssam- böndum en áður, og miklu flciri alls. Þátttakendur í úrslitakeppn- inni eru upp undir sjö hundruð. og skráningar í einstakar greinar hátt á annað þúsund, en keppendur mega taka þátt í þrem greinum í hverjum íþróttaflokki, og héraðs- samböndin mega ekki senda fleiri en þrjá keppendur í hverja grein. Meðal keppenda er margt af þekkt asta íþróttafólki landsins, og má búast við að mörg landsmótsmet fall. Keppt verður í nýrri grein á mótinu, og er það 400 metra hlaup kvenna, og eru þegar skráðir 22 þátttakendur í þessa grein. 1 þessu sambandi má geta þess, að ung- mennafélögin hafa á landsmótun- um rutt brautina fyrir nýjum íþróttagreinum, og nú verður það sem sé 400 metra hlaup kvenna. Sérstök mótsskrá verður gefin út, og verður þar að finna ýmsar upp- lýsipgar um íþróttakeppnina og framkvæmd mótsins, en-mótsstjóri verður Þorsteinn Einarsson, og hann mun einnig stjórna hópgöngu íþróttafólksins á laugardagsmorg- Framhald á bls. 14. Tit vinstri er Guðjón Ingimundarson formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og tH haegri Stefán Pedersen framkvæmdastjóri landsmótsins í sundlauginni á Sauðárkróki (Tímamyndir Kári)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.