Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.07.1971, Blaðsíða 16
/ Föstudagur 9. Jólí 1971. OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Skýrt var frá því í Tímanum, að fundizt hefSu þrjár beinagrindur í Krossanesi, er verið var að grafa þar fyrir húsgrunni. Var sagt frá x fréttinni að þjóðminjavörður vildi Hrólfur Guöjónsson viS heyskap í ViSey. í baksýn sést t jaldiS, þar sem þeir nafnarnir hafast viS. (Tímamynd GE) ekkert skipta sér af þessum fundij og að heimamönnum fyncBst þáði miður, þar sem ekki er vitað tiT að grafreitur hafi verið í Krossa- nesi. Þór Magnússon, þjóðminjavörð-; ur, sagði Tímanum í dag, að tæp- ast væri ástæða til að athuga þenn- an fund nánar, þar sem greinilega er um að ræða gamlan kirkjugarð, sem ekki hefði mikið menningar- sögulegt gildi. Um fom kuml gildir öðru máli. I heiðni giltu aðrir graf- siðir og voru ýmsir munir grafnir með mönnum, en í kristnum sið breyttist þetta og bannað var að grafa nokkuð með líkum. Er því ekki að vænta að neitt markvert finnist í kristnum grafreitum, sem fornleifafræðingar kunna að hafa á- huga á. 1 kaþólskum sið voru kirkj- ur ákaflega víða, sagði þjóðminja- vörður. Liggur við að kirkjur hafi verið á öðrum hverjum bæ. Hafði þessi tilhögun hagrænt gildi, þar< sem ekki þurfti þá að greiða leg- j kaup til annarra bæja. Voru þetta oft hálfkirkjur og bænahús, og var réttur til að grafa heimafólk frá þeim. Þessar kirkjur og bænahús gleymdust síðan oft, svo og grafreitirnir, en finnast löngu síð- ar við jarðrask, þótt heimafólk, sem nú býr á jörðunum hafi ekki hugmynd um að á þeim hafi áður staðið kirkjur, sem fólk var grafið við. Þessir fornu grafreitir gætu ver- ið rannsóknarefni fyrir mannfræð- inga, en oftast eru beinin svo fúin •og illa farin, að tæpast er hægt að mæla þau. I sjálfu sér er þessi fundur í Krossanesi merkilegur, því að ekki er vitáð til að þar hafi. verið kirkja, og hefur þjóðminíavörðu farið gegn um tiltækar heimildir, en ekkert fundið um kirkju þar eða grafreit. En það er alls ekki sjaldgæft að fornir grafreitir úr kristnum sið finnist á stöðum, þar sem enginn átti þeirra von. Fundust slíkir graf- reitir bæði í fyrra og árið þar áð- ur. Öruggt et að grafreiturinn í Krossanesi er úr kristnum sið. Lega Framhald á bls. 14 Á nýafstöðnum aðalfundi Bún- aðarsambands Skagfirðinga var eft irfarandi tillaga meðal annarra, sem samþykktar voru: „Aðalfundur BSS haldinn að Hólum 2/7 1971 skorar á yfir- stjórn vegatnála og fjárveitinga- valdið að hlutast til um að veitt verði stóraukið fé til viðhalds vega í héraðinu. Telur fundurinn ástand vega yfirleitt mjög slæmt en sérstak- lega tilfinnanlegar þær ströngu þungatakmarkanir, sem settar eru á vorin vikum saman, þegar flutn- ingaþörfin er mest hjá bændum. Krefst fundurinn þess að úr verði bætt svo að ekki þurfi að takmarka öxulþunga bifreiða meir en við 7 tonn, í síðasta lagi vor- ið 1973“. hugsum okkur að flytja það norð ur síðar, e.t.v. ekki fyrr en í haust. Ef við fáum þrjá góða þurrk- draga, þá ætti okkur að takast að koma heyinu í sæti, a.m.k. með þeirri hjálp, sem við eigum vcm á að norðan. Yið höfum leigt pramma, til þess að flytja heyið til lands. Einnig höfum við hu,g á að koma heybindivél hingað út í eyna og vélbinda heyfenginn. — Við flytj um svo fenginn sjálfir á vörubíl- um norður í Steingrímsfjörð, en hann er eingöngu ætlaður okkur sjálfum. Við búum í tjaldi oig höfum það ágætt, eldum sjálfir ofan í okkur o.s.frv. segir Hrólfur að lokum og heldur áfram að snúa heyinu. ET—Reykjavík, fimmtudag. Sláttur er nú hafinn víðast hvar á Suðurlandi. Sláttur fyrir norð- an hefst yfirleitt ekki strax, og í Strandasýslu eru a.m.k. tvær til þrjár vikur til sláttarbyrjunar. Sá dráttur kemur sér illa fyrir marga, svo illa, að tveir vörubíl- stjórnar úr Steingrímsfirði, sem báðir stunda búskap með akstrin- um, hafa brugðið sér suður á land til heyfanga — alla leið til Við- eyjar. Blaðamaður Tímans brá sér út í Viðey og náði tali af Hrólfi Guð- jónssyni, þar sem hann var í óða önn að snúa í því heyi, sem þeir félagar, hann og nafni hans Guð- mundsson, hafa þegar slegið. Við erum báðir úr Steingríms- firði, ég bý ásamt föður mínum á Heiðarbæ í Kirkjubæjarhreppi, en Iírólfur (Guðmundsson) býr á Hólmavík. Báðir stundum við svo vörubílaakstur að aðalatvinnu. í fyrra fluttum við nokkuð af heyi norður í land fyrir leigubflstjóra á BSR, sem hér heyjuðu í fyrra- sumar. Okkur datt þá í hug, að leika sama leikinn, enda hefur verið mikið grasleysi hjá okkur í Steingrímsfirði undanfarin ár. Við komum hingað aðfaranótt mánudagsins og höfum verið að slætti síðan eða í þrjá daga sam- fleytt. Við fengum afnot af drátt- arvél, sem Stefán Stephensen á og er staðsett hér í eynni. Það voru því eingöngu heyvinnutæk- in, sem við komum sjálfir með hingað. Við stefnum svo að því að koma heyinu upp í sæti, en ÞO—Reykjavík, fitnmtudag. Hestamannamót verður haldið næst komandi sunnudag, á Murn- eyri á Skeiðum, en það er rétt við Þjórsá. Þetta mót verður Hestaþing félaganna Sleipnis og Smára, og er búið að skrá marga af beztu gæðingum landsins til keppni. Meðal keppnisgreina verða hindrunarhlaup, gæðingakeppni og kappreiðar. Ragnheiður Stein- grímsdóttir mun sýna þarna reið- mennsku ásamt sínum nemend- um. Mótið hefst kl. 14 á sunnudag með helgistund. OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Lögreglan sótti nokkrar stúlkur á aldrinum 14 og 15 ára um borð í þýzkan togara í Reykjavíkur- höfn s.l. nótt. Frétti lögreglan að stúlkurnar hefðu farið um borð í skipið og voru þær þar þegar að var gáð. Voru stúlkurnar tekn- a: í land og keyrðar heim til foreldranna. Mikill fjöldi útlendinga voru á Reykjavíkurgötum í gærkvöldi. Bar mest á Fransmönnum, en fjögur frönsk herskip liggja í ’ mhalr’ á bls. 14 liún þakkaði það, að barnið sak- aði ekki, hve vel var búið um það í bílnum. Sagði Gróa, að hún vildi gjam- an segja frá hvernig hún bjó um bamið, svo að það sakaði ekki, þótt harður árekstur yrði, og gæti það orðið öðrum til viðvörunar, sem aka með ungbörn í bílum sín- um, því aldrei er að vita hvenær óhöpp verða í umferðinni og hverj ir verða fyrir þeim. Barnið var aftur í bflnum, og var búið um það í burðarrúmi. Var barnið vel niðurpakkað undir Framhald á bls. 14. 00—Reykjavík, fimmtudag. Konan, sem lenti í árekstri á mótum öldugötu og Ægisgötu í gær, er minna slösuð en haldið var í fyrstu. Hlaut hún skurði og skrámur á höfði, en fékk að fara heim af slysadeild Borgarspítal- ans að lokinm aðgerð. í bílnum hjá henni var tveggja mánaða gamalt barn sem hún á, og sak- aði það ekkert í árekstrinum, sem var mjög harður og miklar skemmdir urðu á bílnum sem þau voru í. Konan, sem lieitir Gróa Halldórsdóttir, og er frá Hvera- gerði, sagði Tímanum í dag, að Vinningaskrá kosningahappdrættis Framsóknarflokksins 1971 1. Opel Ascona bifreiS: nr. 42691 2. Húsvagn: nr. 10319 3.—6. Sunnuferð til Mallorca, fyrir tvo hver vinn ingur: 11055, 14640, 34904 og 37212. 7.--10. Sunnuferð fyrir einn til Mallorca: 1794, 7025, 10232 og 30926. Kaupmannahafnarferðir Framsóknarfélags Reykjavíkur Þcir, sem taka þátt í Kaupmannahafnarfcrðum Framsóknarfé- Lags Rcykjavíkur, þann 28. júlí og 4. ágúst, eru beðnir að greiða fargjöld sín að fullu sem allra fyrst. Skrifstofan á Hringbraut 30. Sími 24480. Gróa Halldórsdóttir rétt eftir áreksturinn. Hún hlaut meiSsli á höfði en 2. mánaSa gamalt barn henmr seikað" ekki vegna gó'ðs umbúnaSar. Lögregiuþjónn heldur á barninu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.