Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 5
NU93UDAGUR 13. júlí 197\ TIMINN MEÐMORGUN KAFFINU Utanríkisráðuneytið í Wash- ington hefur aðvarað rúmlega tvær milljónir fei'ðamanna, sem ferðast til útlanda í sumar, um að kaupa ekki eiturlyf af tagi, eða hafa afskipti af eitur- lyfjasölum og -neytendum. Tala þeirra Bandaríkjamanna, sem sitja í erlendum fangelsum fyrir ólöglega meðferð eitur- lyfja, hefur stigið hrikalega. í maímánuði 1970 sátu 56 Banda- ríkjamenn, flestir undir 30 ára aldri, í erlendum fangelsum, fyrir afskipti af eiturlyfjasölu. í maímánuði í ár er talan orðin 747. - * - * - Veslings Sophia Loren er allt- af í einhverjum vandræðum út af fjölskylduvandamálunum. 1 þetta sinn er það ekki maður hennar né sonur, heldur ,gamla‘ fjölskyldan. Faðir hennar er ný- kvæntur þýzkri konu, sem hann er búinn að búa með í mörg ár. Sophia hittir hann aldrei. Móð- ir hennar, sem er 61 árs, lifir mjög „ljúfu lífi“ í næturlífinu í Róm óg dótturinni finnst al- veg nóg um. Auk þess er svo Anna María, yngsta systir Sophiu, hlaupin frá manni sín- um, sem er sonur Mussolinis, og farin að leika í kvikmyndum. Hýn gp.rir ailt sem hún getur til að» líkjast-; Sophiu, bæði- hvflS •lega í taugarnar á hinni virðu- legu frú og móður, Sophiu Lor- en. . .. - ★ - ★ - Tvö hundruð pör voru fyrir skömmu vígð í hjónabönd á einu bretti í Manila á Filipps- eyjum. Öll athöfnin og brúÖ- kaupsveizlan með innifalinni brúðkaugstertu, brúðarkjólum og ökuferðum, var ókeypis. Það var fyrirtæki eitt í Manila, sem borgaði brúsann, í tilefni af 400 ára afmæli Manilaborgar. Brúðhjónin voru valin úr hópi fátæks fólks í borginni. — Þau hefðu aldrei sjálf haft efni á ag gifta sig með viðhöfn. Tuttugu prestar og einn biskup pússuðu pörin saman. - ★ - ★ - Þá er Tricia, yngri dóttir Nix- ons, gengin út. Hún var réyndar búin að vera trúlofuð í ein átta ár, að því er áreiðanlegar heim- ildir segja. Eiginmaðurinn heit- ir Edward Cox, fallegur og prúð ur ungur maður, sem hefur aldrei fundið hjá sér hvöt til að - safna bítlahári. Brúðkaupið varð til þess að frú Patricia Nixon, móður brúðarinnar, fannst hún endilega verða að segja eitthvað fallegt um sinn eiginmann: — Dick er sá mað- ur, sem auðveldast er að búa með af öllum í heiminum. — Ókunnum finnst hann kannski alvarlegur og fráhrindandi, en þegar hann kemur heim til mín og dætranna, blístrar hann allan guðslangan daginn og er alltaf í góðu skapi. Svona nokkuð hafa flestar eiginkonur „hinna stóru“ ein- hvern tíma sagt. Auðvitað cr það fallegt af þeim, þótt það komi stórpólitíkinni ekki bein- línis við. Það er alltaf dálítið vanda- mál fyrir konur að komast út í atvinnulífið á nýjan leik, ef \ þær eru búnar að helga sig heimili og börnum um langan tíma. Erfiðleikarnir verða þó enn meiri en ella, ef konurnar hafa enga sérstaka menntun, sem veitir þeim möguleika á sérhæfðum störfum. Helga Juhl frá Padborg í Danmörku fann lausn á þessu vandamáli. Hún keypti sér bíl, og tók upp leigu- akstur. Það voru blaðamenn Politiken . í Kaupmannahöfn, sem rákust -á Helgu, er þeir voru á ferð um Padborg. Bíl- útvarpið var í sambandi, en allt í einu greip rödd fram í fyrir útsendingu útvarpsins. — Aldrei hefur vei'ið nein ó- vinátta milli Brigitte Bardot og f.vreta eiginmanns hennar, Rog- ers Vadim. Gegnum öll árin (og alla eiginmennina) hafa þau haldið sambandi sín á milli og nú vill Vadim gera nýja kvik- mynd með Brigitte. — Henni veitir ekki af því, að verða fræg aftur,-.segir Vadim — og þá fyrir eitthvað annað en kroppinn á sér. Nú er bara, hvort Brigitte hefur tíma til að leika í kvikmynd, því þessa stundina er hún afskaplega upp- tekin af nýja vininum sínum, Kristian Kalt, sem hún hitti í vetrarleyfinu. I-Iún se. ir, að þau muni bráðlega gifta sig. Mamma, sagði röddin, og í ljós kom, að hún var rödd eins af þremur barna Helgu, sem var orðið órólegt heima, og fékk að kalla móður sína upp í gegn um talstöðina frá bílastöðinni. Helga gat róað barnið, og skýrði svo fyrir Politikenmönnunum, hvernig starfið gengur fyrir sig. Helga hafði gifzt ung, en mað- ur hennar er langferðabílstjóri, og þess vegna finnst henni held- ur einmanalegt heima til lengd- ar þrátt fyrir það að hún eigi þrjú börn. Fyrir fimm árum keypti hún. sér svo bíl og lióf leiguakstur. Nú eru börnin 10, 8 og 5 ára. Allt gengur sérlega vel bæði heima og í vinnunni. Kaþólskur prestur i Englandi gekk nýlega að eiga nunnu. — Presturinn heiiir Jack Prescott og er 42 ára og nunnan Brenda Boyle og er 32 ára. Samband þeirra byrjaði fyrir þremur ár- um. Var Prescott þjónandi prest ur í kirkju í Lancashire, en Boyle var í klaustri skammt þar frá. Kenndi hún börnum í klaust urskólanum. Þau sóttu sameig- inlega um það til kirkjunnar að fá að giftast. Fór brúðkaupið fram í Blackpool, og voru að- eins nánustu ættingjar brúð- hjónanna viðstaddir. Er nú lið- inn mánuður síðan nunnan yfir- gaf klaustrið og stundar hún nú kennslustörf í Liverpool, auk húsfreyjustarfanna. A háskólaárum sínum var iög fraeðingur einn í húsnæði og farfSi hjá piparjómfrú, allstönd- ugri. Við húseign hennar var garður með stórum trjám. Þar sem laganeminn var kom inn í mikil greiðsluvanskil, var hann að kandidatsprófi loknu tekinn upp í gæðis- og húsa- leiguskuldina. Eftir velheppnaða brúðkaups- veizlu frúarnnar fylgdi cand. juris gestum til dyra, en varð um leið litið til hinna háu trjáa í garði þeirra hjónanna og varð þá að orði, með sigurbrosi á- VÖT: .Það er þó alltaf munur, að ggta hengt sig í sínum eigin trjám.“ Áður fyrr voru ýmsar sölu- vörur í verzlunum á Sauðár- króki festar á snögum í lofti þeirra, og þekktist slíkt víða annars staðar. Eitt sinn kom bóndi í kaup- félagið og afgreiddi hann stúlka sem fremur þótti fámál. Bóndi spurði hvort vatnskatlar væru til,' kom auga á einn, spurði aftur, hvað kosta þeir, og fékk þessi skjótu svör. Hangir i ioftinu. — Stendur á botninum. Nokkrir kunnir borgarar sátu fyrir nokkrum árum og ræddu hve menn gætu mikið breytzt við drykkju. Voru þeir sam- mála um, að sumir menn mættu ekki smakka það; þá yrðu þeir leiðinlegir og óþolandi. Því til sönnunar fóru þeir að nefna nöfn og virtust sammála um, að undir slikum kringumstæð: um væri Theodór, kunningi þeirra, langverstur. Þá gerði einn þeirra þessa athugasemd: „Alltaf þykir mér þó Theodór skárri fullur en ófullur.“. Satt er það sterk er hún, en þið sjáið það þó krakkar, að það er ég sem er ofaná. — Sauðkræklingar guma af nýju skipulagi og í því eigi hin róm- antíska Grænaklauf að haldast. Á liðnum 100 árum hefur þar margt ástarævintýrið gerzt. Eitt sinn gengu unglingar fram á virðulegan giftan mann í áköfum faðmlögum við óvenju lega stóra og kröftuga yngis- mey. Hann lét sér hvergi bregða, leit upp og mælti: — — Flýttu pabbi. Mig sofa. með söguna, að fara að £-'o DENNI Ég'hef reynt næstum allt, ekið mjólkurbíl, sclt bensín, verið . A , A • • i—• i hundaveiðari... — Sagði cg D Æ M A LA U Izj I eitthvað rangt?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.