Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 13. jfilí 1971 Fjalla um skólamál dreif- býlisins í Samvinnunni OÖ—Reykjavík, föstudag. í þriðja tölublaði Samvinnunnar, sem nú er komið út, er fjallað um skólamál strjálbýlisins. Um efnið rita níu kunnir skólamcnn, sem all- ir eiga það sameiginlegt, að starfa við skóla úti á landsbyggðinni og þekkja því vandamálin, sem ritað er um, af eigin raun. Af öðru efni Samvinnunnar má nefna aðra grein Guðmundar Sveinssonar um samvinnuhreyfing- una á Islandi árið 2000. Ritstjór- inn, Sigurður A. Magnússon, ritar um könnun á bóklestri íslendinga. Þá eru birt þrjú ljóð og teikningar með þeim eftir Atla Má. Grein er eftir Milovan Dijlas um þróunina í Rauða-Kína og hinn kunni, brezki sagnfræðingur Arnold Toynbee skrifar um kynlífsbyltinguna og er Framhald á bls. 14. Hið nýja verzlunarhús Kaupfélags Rangæ'mga á Rauðalæk, i Kaupfélag Rangæinga hefur | opnað nýtt útibú á Rauðálæk 1 ÞÓ-Reykjavík, mánudag. Á laugardaginn opnaði Kaupfélag Rangæinga nýtt l og glæsilegt verzlunarhús á Rauðalæk. Þetta nýja verzl- unarhúsnæði kemur í staðinn fyrir gamla verzlunarhúsið á Rauðalæk, en það hefur verið notað sem aðalverzlunar- hús á Rauðalæk, alla tíð síðan Kaupfélag Rangæinga var stofnað á Rauðalæk 1930, og þar af leiðandi orðið alltof \ lítið og svaraði ekki kröfum tímans. Verður því mjög mikil breyt ing á allri verzlunaraðstöðu á Rauðalæk, núna þegar nýja hús ið hefur verið tekið I notkun. Verzlunin sem tekin var í notk un á laugardag, er í húsi sem var mötuneyti og þvottahús Kaupfélagsins. Þar sem notk- un þvottahússins fór síminnk- andi síðastliðin ár, m.a. vegna þess að sífellt fengu fleiri heimili sjálfvirkar þvottavélar, var ákveðið að leggja það nið ur í fyrra. Þess í stað var ákveðið að nota húsið — sem var byggt árið 1960 — sem verzlunarhús næði. Breyting á húsinu hófst s. 1. vetur os hefur gengið mjög vel, en húsið er 200 fer metrár og í því er auk gólf rýmis verzlunarinnar, bjartur og igóður lager, snyrting og skrifstofuhúsnæði útibússtjóra Allar breytingar á húsinu virð ast hafa tekizt mjög vel, sjálft verzlunarplássið er mjög bjart og öllu er vel fyrir komið þar. Eins og fyrr segir, þá hóf ust breytingar á húsinu s. 1. vetur og hafa fjölmargir aðil ar kotnið þar nálægt og ekki látið sitt.eftir liggja til að gera verzlunina sem vistlegastu. Teiknistofá SÍS sá um allar teikningar, en Trésmiðja Kaup félagsins sá um alla trésmíði, en forstöðumaður hennar er Gunn ar Guðjónsson. Guðmundur Antonsson annaðist alla málara vinnu, múrarameistari var Magnús Sveinbjörnsson, einnig unnu starfsmenn Bílaverkstæð is Kaupfélagsins á Rauðalæk mikið starf þama t. d. önnuð ust þeir mikið pípulagnir. Raf lagnir sá Einar Arnason um. Við vígslu hins nýja verzlun arhúsnæðis flutti Ólafur Ólafs son, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Rangæinga ávarp og gerði hann einnig grein fyrir breytingunum á húsinu. Ólafur sagði m.a. að þótt útibúið á Rauðalæk flytti í nýtt húsnæði, þá yrði ekki mikil breyting á sjálfri verzluninni á Rauða- læk, þctta hefði verið orðin knýjandi þörf, og sem betur fer þá erum við komin í nýtt verzlunarhúsnæði, en ekki mun ég hax-ma það þótt þetta hús næði verði orðið alltof lítið eftir fáein ár, og er það allt sem bendir til þess. En það er ráð fyrir því gert að hús þetta verði stækkað í framtíðinni, sagði Ólafur. Við opnun hins nýja útibús á Rauðalæk, náði Fréttamaður Tímans tali af Ólafi Ólafssyni kaupfélagsstjóra, Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli og Eiríki fsakssyni, útibússtjóra á Rauðalæk. Þeir félagar sögðu, að þó svo að Kaupfélag Hall- geirseyjar, sem var stofnað ár- ið 1919 og Kaupfélag Rangæ- inga, Rauðalæk, hefðu verið sameinuð í Kaupfélag Rang- æinga Hvolsvelli árið 1949, þá væri verzlunin á Rauðalæk rek in sem sérstakt fyrirtæki, ep allt bókhald væri sameiginlégt. Aðspurðir sögðu þeir að á Rauðalæk hefði kaupfélagið rekið verzlun í sama gamla hús inu allar götur frá því að það var stofnað árið 1930. Gamla verzlunarhúsið á Rauðalæk, sem var eitt af gömlu rjómabú unum, er fyrir löngu orðið aUt of lítið og óhagkvæmt, og svar aði engan veginn þeim kröfum, sem gerðar eru til slíkra húsa kynná nú á dögum. Það var því knýjandi nauðsyn að hefjast handa um úrbætur. Og nú í dag er nýtt verzlunarhús orðið að veruleika. Þeir Ólafur og Eiríkxir söigðu, að undanfarin ár hefði verzlxm in á Rauðalæk sífellt verið að aukast, þrátt fyrir það að húsa kynnin hefðu verið mjög léleg og önnur aðstaða eftir þvi Það er því von okkar, að með því átaki, sem nú hefur verið gert hér á Rauðalæk, verði komið til móts við óskir og þarfir viðskiptavina kaupfélagsins. Þeir Ólafur og Eirikur sögðu að heildarkostnaður vegna breytinganna lægi ekki fyrir, þar sem ekki væri búið að ganga frá öllu, eins og t d. lóð. Heildarvelta kaupfélagsúti- búsins á Rauðalæk, var rúmar Framhald á bls. 14 Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli, t. v„ og Eiríkur ísaks- son útibússtjóri i nýju verzluninni. Sumarferð Framsóknarfélaganna: Velheppnuð ferð um Suðurland KJ—Reykjavík, mánudag. Framsóknarfélögin í Reykjavík efndu til sinnar árlegu skemmti- ferðar á sunnudaginn, og var að þessu sinni farið um Suðurland, og allt austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Fékk ferðafólkið hið bezta veður á leiðinni, og var ferð- in ágætlega heppnuð. Farið var úr Reykjavík árla morguns, og ekið sem leið liggur austur á Kambabrún, þar sem stanzað var, og útsýnisins notið. Þá var haídið sem leið liggur áfram um Hveragerði og Selfoss, og þaðan austur í Rangárvalla- sýslu og stanzað við Gljúfrabúa og Seljalandsfoss. Næsti áfanga- staður var Skógafoss, en þar var matazt og síðan var byggðasafnið á Skógum skoðað undir leiðsögn Þórðar Tómassonar fræðimanns. Þá hélt Ágúst Þorvaldsson alþingis maður ræðu, og að henni lokinni var haldið af stað aftur og nú til baka og í Fljótshlíðina. Við Hlíð- arenda var farið úr bílunum og lit- Framhald á bls. 14 í Hlíðarenda í Fljótshlíð var áð, ©g hér á myndinni er Oddgeir hreppstjóri að segja ferðafólki Framsóknan félaganna frá sfaðháttum og sögunni i Fljótshlið. (Tímamynd GEj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.