Tíminn - 14.07.1971, Side 1

Tíminn - 14.07.1971, Side 1
7? > X2>JzjxÆtct/M^ejLoUt^ h..f KAFTÆKJAOBtD, KAFWARSIRÍETri?^ísmi8335 ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sporfvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 44 Simi 11783. 155. tbL Miðvikudagur 14. júlí 1971 55. árg. Hið nýja ráðuneyti Ólafs tekur við voldum í dag TK-Reykjavík, þriðjudag. Ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar mun formlega taka við völdum á morgun, miðvikudag, á ríkisráðsfundi á Bessa- stöðum, er hefst kl. 3,30. Áður hefur forseti íslands á ríkis- ráðsfundi veitt ráðuneyti Jóhanns Hafsteins lausn frá störf- um. Sá fundur hefst á hádegi á morgun. í morgun kl. 11 gekk Ólafur Jóhannesson á fund forseta íslands á skrifstofu hans í Alþingishúsinu og lagði fram ráð- herralista sinn. Er verkaskipting og ráðherrar eins og Tíminn greindi frá í dag. Málefnasamningur hinnar nýju ríkisstjórnar verður ekki afhentur fjölmiðlum til birtingar fyrr en að loknum ríkisráðs- fundinum síðdegis á morgun, er ráðuneyti Ólafs Jóhannes- sonar hefur formlega tekið við stjórnartaumunum í landinu. Lentu á Shannon og á Akureyri vegna dimmviðris í Reykjavík og Keflavík OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Talsverðar truflanir hafa verið á flugsamgöngum hér á landi í gær og í dag, vegna erfiðra lend- ingarskilyrða. Þoka hefur verið í Reykjavík og Keflavík og ekki lendandi á flugvöllunum, en nú, seinni part dagsins er að létta til og er vonað að áætlunarflug komizt aftur í samt horf. Þessi vandræði náði bæði til innanlands fliigs og millilandaflugs. Urðu t.d. nokkrar af flugvélum Loftleiða að yfirfljúga og lenda á Shannon flugvelli í írlandi í stað Keflavík. Engin flugvél frá Flugfélagi fs- lands komst til Vestmannaeyja í gær eða í dag. Fyrir hádegi í dag lá innanlandsflugið niðri, en eftir hádegi var flogið til Akureyrar Og Hafnar í Homafirði. Önnur þota FÍ kom frá Osló í morgun og lenti hún á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir hádegi, en um kl. 3 opnaðist Keflavíkurflugvöllur og lenti þá vélin þar. Þá urðu nokkrar Loftleiðaflug- vélar að fljúga yfir ísland, bæði á austur og vesturleið. f gær, mánudag, lenti engin vél frá Loft leiðum á 'Keflavíkurflugvelli. Framhald á bls. 14 Ólafur Jóhannesson gengur á fund forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns, í gærmorgun. (Tímamynd GE) f Kartöflusprettan: Góðar horfur SB—Reykjavík, þriðjudag. Vel horfir um kartöfhrapp- skeruna víðast hvar, ef haustið verður eins gott og vorið. Nokkuð meira mun hafa verið ' sett niður af kartöflum í vor, en undanfarið. Blaðið hafði í dag samband við menn á helztu kartöfiuræktarsvæðunum. i Þykkvabæ, á Svalbarðsströnd \ og Hornafirði og voru þeir sammála um, að kartöflubænd ur væru bjartsýnir. Sigurbjartur Guðjónsson Hávarðarkoti i Þykkvabæ, sagði, að lítið væri af kartöfl unum að frétta núna, þær bara yndu sér vel í moldinni. — Hér ; hefur skipzt á rigning og sól- skin og allt sprettur, sem sprottið getur. Hér var sett nið ur mun meira af kartöflum en endranær, þetta er alltaf að aukast. Útlitið er ágætt og svo er bara að vona, að ekki frysti snemma í haust. Sigurbjartur sagði að aðallega væru ræktað ar Ólafsrauður í Þykkvabæn- um, en eitthvað líka af Helgu og Gullauga. Helga er nokkuð I nýtilkomin tegupd, sem er af- kvæmi Gullauga og rauðra og þykir Helga fljótsprottin og gefa meiri uppskeru. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Höfn í Hornafirði sagði, að þar hefði verið sett niður svipað magn og í fyrra og mjög þurrt hefði verið framan af. — Þetta er mjög misjafnt í görðunum, en menn vona bara það bezta Framhald á bls. 14 Mjög slæmt neyzluvatn á sextán þéttbýlisstöðum EJ—Reykjavík, þriðjudag. f könnun, sem gerð var á síð asta vetri, á vatnsmálum 58 þétt býlisstaða á landinu. kom í ljós, að nijö^ slæmt ástand væri í vatnsmálum á 16 þéttbýlisstöðum og fremur slæmt á 9 stöðum. Þetta kemur fram í grein í ný- útkomnu eintaki af Sveitarstjórn armálum. Þar er skýrt frá fundi, sem fulltrúar Heilbrigðiseftirlits ríkisins, Rannsóknarstofnunar fisk iðnaðarins, Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna og Orkustofnunar sátu í vetur, þar sem kannaðar voru skoðanir þessara aðila á nauð syn skipulegrar neyzluvatnsleitar, auk þess sem reynt var að meta þarfir einstakra staða fyrir aukið og/eða betra vatn. A' ’ ' j •‘>v s , ,w....w.ww> V • 1 /W v.y. Önnur þota Flugfélagsins lenti í Reykjavík í gær, vegna dimmviðris í Keflavík. (Tímamynd Gunnar) Niðurstöður fundarins voru að > ví segir í gíeininni: „Að víða væri skortur á góðu vatni, og nauðsyn á átaki til úr- bóta. Einkum væri brýn þörf á meira og betra vatni til fiskiðn- aðar. Að nauðsyn bæri til þess að sam ræma starfsemi þeirra aðila, sem annast rannsóknir á köldu vatni, einkum þó að bæta upplýsinga- streymi Að ástæða væri til þess, að ríkis valdið hefði frumkvæði á eftirfar andi sviðumi: 1. Að safna saman á einn stað niðurstöðum rannsókna, sem til eru um öflun kalds vatns, magn þess og gæði. 2. Að safna viðbótarupplýsing- um, þar sem markmiðið væri að geta bent á leiðir til vatnsöflun- ar„ Á fundinum var reynt a gera 7ér grein fyrir vatnsmálum 58 þéttbvlisstaða. Niðurstaða þeirrar athugunar var sú, að gott ástand í vatns- málum væri á 33 þessara staða, mjög slæmt ástand væri á 16 stöð um, en á 9 þeirra væri ástandið heldur betra. Brýn þörf var talin á rannsóknum á möguleikum til öfl unar neyzluvatns á þeim 16 stöð um, þar sem ástandið var talið verst, en einnig þyrfti að fara fram athugun á vatnsmálum hinna sið- ast nefndu 9 staða. Mat þetta var byggt á upplýsingum, sem Orku- stofnun hefur m.a. aflað sér með fyrirspurnum til hlutaðeiganni sveitarstjórna. Bent var á, að engin opinber stofnun eigi lögum samkvæmt að annast rannsóknir og^þjónustu til öflunar neyzluvatns. Orkustofnun hefur þó að beiðni sveitarstjórna, frystihúsa og annarra aðila annazt slíkar rannsóknir. Talið var nauð- synlegt, að ríkisvaldið feli opinber- um rannsóknaraðila frumkvæði á þessu sviði, svo samræmi fengist Framhald á bls 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.