Tíminn - 14.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.07.1971, Blaðsíða 7
folPMKfMMBeCR 14. fflí 1971 @ Talsmaður palestínsku skæruliSasamtakanna ákærðu her ríkisstjórnar Jórdaníu fyr ir að hafa hafið víðtækar að- gerðir gegn bækistöðvum skæru liða um allt landið aðfaranótt þriðjudagsins. Segir í yfirlýs- ingu talsmannsins í Meirut, Líbanon, að hernaðaraðgerðir þessar hafi hafizt í Jerash- og Iloun-héruðunum í norðurhluta landsins og á sléttunum skammt frá vopnahléslínunni milli ísra els og Jórdaníu og er fullyrt, að tilgangurinn sé útrýming skæruliða. M. a. vai^ barizt í Gaza-flóttamannabúðunum, og sagt er að hundruð flóttamanna hafi látið lífið. 0 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur, að mikil hætta sé á útbreiðslu á malaríu og öðrum farsóttum meðal þeirra 6,7 milljón flóttamanna frá Austur-Pakistan eða Bangla Desh, sem nú dvelja í Ind- landi. í skýrslu frá skrifstofu Barnahjálparinnar í Nýju Delhi segir, að daglega fjölgi þeim, sem þjást af alvarlegri vannæringu, og verði nú þegar að grípa til alvarlegra ráðstaf ana til að koma eggjáhvíturíkri fæðu til um 1,5 milljón mæðra og barna. Nauðsyn sé á að bæta stórlega hreinlætisaðstöðu og vatnsbirgðir. Þá sé mikill skort ur á flutningatækjum.. Er bent á, að sennilegast sé loftbrú ein asta iausnin, og þurfi þá að vera hægt að flytja um 200 tonn af matvælum á dag. @ Valery Giscard d'Éstaing, fjármálaráðherra Frakklands, lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í dag, að alls ekki myndi til þess koma, að franski frank inn yrði hækkaður miðað við Bandaríkjadal þrátt fyrir þá miklu spákaupmennsku, sem átt hefur sér stað undanfarið og sem leitt hefur til þess, að franski miðbankinn hefur þurft að kaupa mikið magn dala. Sem kunnugt er var það svipað ur straumur dala inn í Vestur- Þýzkaland sem neyddi ríkis- stjórnina þar til að láta gengi marksins ,,fljóta“ í maí s. 1. — en það var í raun sama og geng ishækkun. • Nikolai Ceausescu, forseti Rúmeníu ræddi í ræðu um þá auknu ákveðni og eftirlit, sem foringjar landsins hafa boðað í menningarmálum. Sagði hann, að hin nýja stefna hefði það takmark að tryggja, að öll list, bókmenntir, dagblöð og kvik- myndir verði hluti hinnar sósíal istísku, kommúnistísku mennt- unar þjóðarinnar. Lagði hann áherzlu á, að kommúnistaflokk ur landsins myndi hafa stjórn á þróun menningarmála í Rúm eníu, og virðast hreinsanir í menningarmálum því framund- an. • Verkamenn við aðal járn brautarstöðina í Rómaborg fóru í 24 klukkustunda verk- faU. Verkfallið leiddi til mikilla tafa í jámbrautarumferð í land inu. 10 herforingjar skotnir til bana í Marokkó í gær NTB-Rabat, Marokkó, þriðjudag. Fjórir hershöfSingjar, fimm ofurstar og einn majór í her Marokkó, voru teknir af lífi í dag. Þeir voru dregnir fyrir aftökusveit í herstöS skammt fyrir utan Rabat, og skotnir. Þetta var gert til að hegna þeim fyrir þátttökuna í tilraun til að steypa stjórn Hassans annars, konungs, frá völdum á laug- ardaginn, en sú tilraun mistókst. Þessir 10 menn, sem taldir voru helztu menn byltingartilraunarinn ar, voru fluttir til aftökustaðarins í vörubifreiðum. Þeir voru klædd ir einkenisbúningum sínum og handjárnaðir. Þegar á aftökustaðinn kom. voru þeir bundnir við staura með 10 metra millibili. Því næst voru einkennismerki rifin af þeim og þeir síðan skotnir. Þetta mun hafa gerzt um hádegisbil að ís- lenzkum tíma. í opinberri tilkynningu stjórnar Marokkó segir, að rétt áður en tí-menningarnir hafi verið teknir af lífi, hafi þeir hrópað: „Lengi lifi konungurinn, lengi lifi Hass- an II“. Þegar mennirnir höfðu verið teknir af lífi, hæddu hermennirn ir, sem skipuíu aftökusveitina, hina látnu. Enn eru fregnir af byltingartil- rauninni og orsökum hennar frem- ur óljósar. Taliö er, að i tilraun- inni hafi tekið þátt um 1400 af þeim 45 þúsundum h’érmanná ,sé'm skipa hcr landsins. Dagblaðið La Depeche, sem er málpípa stjórnar valdanna, skýrir frá því í dag, að margir þeir, sem þátt tóku í árásinni á höll konungs, hafi haldið að þeir væru á æfingu. Skömmu fyrir árásina hafi þeir fengið æsandi pillur, og liðsfor- ingi einn hafi tjáð þeim ,að Hass- • Mclvin Laird, hermálaráð- herra Bandaríkjanna, er stadd ur í Suður-Kóreu og sendi i gær út yfirlýsingu ásamt suður- kóreanskum kollega sfnum þar sem áherzla var lögð á sterkar varnir landsins og árvekni til þess að koma í veg fyrir innrás frá Norður-Kóreu. Laird kom til Seoul á sunnudaginn frá Japan og fer i dag, miðvikudag, frá Suður-Kóreu. an konungur væri í lífshættu og að hermennimir ættu að bjarga honum með því að útrýma óvin- um hans. Þrír þeirra hershöfðingja, sem teknir voru af lífi, voru yfirmenn herstjórnarsvæða, en sá fjórði var yfirmaður herskólans í Marokkó. Marokkó hefur alls misst átta af 15 hershöfðingjum sínum, auk fjölmargra annarra háttsettra her- foringja, síðan byltingartilraunin var gerð á laugardaginn. HASSAN H, konungur Marokkó. OUFKR, hershöfðingi vaidamesti maður í Libúi. >: >: >: >: >: >: >: :♦: :♦: :♦: :♦; :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦; :♦: :♦: $ ;♦; :♦; :♦: :♦; :♦: :♦: v ►::♦:; Víðtæk leit eftir að 3 ungmenni voru myrt i enskum skógi NTB-Chester, Englandi, þriðjudag. í gær fundust þrír franskir ferðamenn myrtir í hin- um fagra Delamere-skógi í Norður-Englandi. Lögreglan, sem hefur hafið gífurlega leit að morðingjanum eða morðingjunum, segir, að þremenningarnir hafi verið skotnir a.m.k. 20 skotum. Það voru systurnar Monique og Claudine Liebert, 22 og 20 ára, og vinur þeirra, Daniel Berland, 20 ára, sem myrt voru. Tvö þeirra voru látin er að var komið, cn hið þriðja lézt 'á sjúkrahúsi. Lögreglan hefur sett í gang víðtækustu leit í sögu lögreglunnar í Norð ur-Englandi. Áttatíu lögreglu- menn með lögregluhunda hafa farið um tjaldsvæðið við Delamere-skóginn, þar sem nakin lík þeirra þriggja fund- ust, og næsta nágrenni, og fjöldi tilkynninga frá almenn- ingi hefur verið athugaður. Arthur Benfield, lögreglu- stjóri, sem stjórnar leitinni að morðingjunum, sagði í dag, að þremenningarnir hefðu verið skotnir með 22 kalíbra sjálf- virkum riffli. — Nú verður að komast að því, hvers vegna þau voru myrt, hver tilgangurinn var. Hingað til hefur okkur ekki tekist að finna nokkurn tilgang á bak við morðin, sagði hann. Lögreglan hefur einkum tvær kenningar í huga. Annars vegar að morðinginn sé brjál- æðingur, éðíTað liann hjfi ver- ið kunningi þremenninganna. Foreldrar hinna myrtu voru væntanlegir til Chester í Norð- ur-Englandi í dag. SÍÐUSTU FRÉTTIR f kvöld komst lögreglan að því, að riffill af sömu gerð, og notaður var við morðin, var stolið á skotvelli tæpum sólarhring áður en morðin voru framin. Einnig var 80 skotum í riffil þcnnan stolið. Vopninu var stolið frá tívoli nokkru í Rhyt í Norður-Wales, sem er áðeins 56 kílómetra frá tjaldstæði því, þar sem þre- menningamir fundust myrtir í tjaldi sínu. Þá var Morris Minor-bifreið stolið um sama leyti í sama hæ, og er nú leitað að bifreiðinni víða um Eng- land. >:>:>:>:>:>:>:>;>:>;>:^:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>>:>:>:>:>:>:>:>:>:>>;>:>;>;>;>:>;>:>;>;>;>”*”«>"»”«*;>:>>;í(,>:>:>:>:: :♦; :♦; :♦; :♦: :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; :♦; Hungurverkfall Gyðing á landsímastöð í Moskv NTB-Moskvu, Þriðjudag. Sovézka lögreglan varaði í dag 33 Gyðinga frá sovét- lýðveldinu Georgíu við því að halda áfram hungurverkfalli sínu á aðalstöð landssímans í Moskvu, og lét í það skína, að þeir kynnu að verða handteknir ef þeir yfirgæfu ekki bygginguna af frjálsum vilja og hættu hungurverkfallinu þar með. Samkvæmt heimildum í Moskvu eru Gyðingarnir 33 ákveðnir í því að halda hungurverkfallinu áfrani, en verkfall þetta hófu þeir í gær eftir að hafa sent skeyti til Nikolaj Podgomy, forseta Sovét- ríkjanna, og beðið hann um brott- fararleyfi frá Sovétrikjunum. Það voru upphaflega 27 Gyðing- ar, sem settust að í móttökusal þióðþingsbyggingarinnar í Moskvu til þess að biða eftir svari við þessu skeyti. En þegar löggæzlu- menn lokuöu byg'gingunni á venju legum tíma, héldu Gyðingarnir til landssímaslöðvarinnar, sem er opin allan sólarhringinn, og lýstu yfir hungurverkfalli. Fimm aðrir Gyðingar hafa síðan slegizt í hóp- inn, og heimildir þær, sem áður getur, fullyrða, að þeim muni fjölga á næstunni. Fólk þetta var meðal um 300 Gyðinga, sem liófu hungurverk- fall' í fyrri viku í höfuðboi'g Georgíu, Tbilisi, til þess a'ð mót- nu. því, að yfirvöldin liöfðu ekki veitt þeim brottfararleyfi. Vikuna þar á undan mótmæltu þeir fyrir utan hús miðstjórnar kommúnista flokksins í Georgíu. Þau mótmæli báru þann árangur, að þeir fengu að ræða við háttsettan starfsmann innflytjendayfirvaldanna, en þessi embættismaður neitaði algjörlega öllum kröfum Gyðinganna um að fá að flytja úr landi innan ákveðins tíma. Heimildir í Moskvu segja, að sovézk yfirvöld hafi undanfarið auðveldað sovézkum Gyöingum mjög að fá brottfaarrleyfi. í júní mánuði hafi þannig 1300 Gyðingar fengið leyfi til að fara úr landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.