Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 1
*************-** Forsetl íslands héit fyrsta ríkisráðsfund hinnar nýju ríkisstiórnar á Bessastöðum í gærf og var myndin tekið við það tækifæri. A henni eru f. v. Haifdór E. Sigurðsson fiármálaráðherra, Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra, Einar Ágústsson utanríkisráðherra, Guðmundur Benediktsson ríkisráðsritari, forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, Óiafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmálaráðherra, Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra. fLjósm. Pétor Thomsen) Málefnasamningur sá, sem stjórnarflokkarnir hafa gerf með sér og er grundvöllur stjórnarsamstarfsins er svohljóðandi: Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna hafa gert samkomu- lag um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Ríkisstjórnin mun leggja höfuðáhcrzlu á eftirfar- andi málefni: Landhelgismál Að landhelgissamningnum við P" ‘a og Vestur- Þjóðverja verði sagt upp og ákvuiuun tekin um útfærslu fiskveiðilandhelgi í 50 sjómílur frá grunn- línum og komi sú útfærsla til framkvæmda eigi síðar en 1. september 1972. Jafnframt verði ákveðin hundrað sjómílna mengunarlögsaga. Rikjsstjórnin mun um landhelgismálið hafa samráð við stjórnar- andstöðuna og gefa henni kost á að fylgjast með allri framvindu málsins. Kjaramál Ríkisstjórnin leggur ríka áherzlu á, að takast megi að koma í veg fyrir þá hásk^legu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum undanfarin ár og leitt hefur til síendurtekinna gengislækkana og óðaverðbólgu. Hún mun leitast við að tryggja, að hækkun verðlags hér á landi vei’ði ekki meiri en í helztu nágranna- og viðskiptalöndum. í því skyni niun hún beita aðgerðum í peninga- og íjárfestingar- málum og ströngu verðlagseftirliti. Til að ná þessn marki vill stjórnin hafa sem nánast samstarf við samtök launafólks og atvinnurekenda um ráðstafanir í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glíma í efnahagsmálum, en halda áfram verðstöðvun, þar til nýjar ráðstafan- ir til að hamla gegn óéðlilegri verðlagsþróun verða gerðar. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að bæta afkomu verkafólks, bænda, sjómanna og annarra þeirra, sem búa við hliðstæð kjör. í trausti þess, að ríkisstjórnin hljóti stuðning til Framihald á bls. 2. — Fimmtudagur 15. júlí 1971 55. árg. VIÐTAL VIÐ FORSÆTISRÁÐHERRA ER BIRT Á BLS. 24 Al I.T FYRIR BOLTA^ÞRÖTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS OSKARSSONAR Klapparstíg 44 Simi 11783. Höfuðatríði málefnasamnings hinnar nýju ríkisstjómar: Landhelgin verður færð út í fimmtíu míiur á næsta ári

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.