Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 9
‘ÍIMMTTJDAGUR 15. júlí 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN FRJÁLSÍÞRÓTTAKEPPNIN Á LANDSMÓTINU ÞaS sem mesta athygli vakti í frjálsíþróttakeppni Landsmóts UMFÍ og hefur raunar verið að- alsmerki þessara móta, er hin mikla þátttaka og harða keppni. Afrekin hafa aftur á móti ekki verið á toppmælikvarða, nema í örfáum greinum, og þá helzt kvennagreinunum. 1 hlaupagreinunum voru það HSK-menn, sem hlutu flest verð launin. Sigurður Jónsson bar sig ur úr býtum bæði í 100 og 400 m. hlaupum. Sigurður er með bezta tíma ársins í síðarnefndu greininni og kom því á óvart, hve Stefán Hallgrímsson, UÍA, veitti honum harða keppni. Á betri brautum geta Sigurður og Stefán náð mun betri tíma og jafnvel farið niður fyrir 50 sek., en til þess verður að fara mjög greitt af stað. Jón H. Sigurðs- son hafði yfirburði í 5 km. hlaupinu, en Sigvaldi Júlíusson, UMSE, sem hafði sömu yfir- burði í 1500 m. hlaupinu, þoldi ekki hraða Jóns í 5 km. og varð að hætta hlaupinu. Gaman verð- ur að sjá þessa hlaupara á Meistaramóti íslands um helg- ina. Keppnin í stökkgreinunum tókst hið bezta. Jón Pétursson, HSH, sigraði í kúluvarpinu og varpaði 15,35 m., og 14,85 m. hjá Hreini Halldórssyni, HSS, nægði aðeins til þriðju verð- launa, þar sem Sigurþór Hjör- leifsson, HSH, varpaði 14,92 m. Kúluvarpað var jafnbezta grein frjálsíþróttakeppninnar. — Jón Pétursson sigraði einnig í kringlukastinu, en Sigmundur Hermundsson, UMSB, í spjót- kasti. Beztum árangri skv. alþjóða- stigatöflu náði Karl Stefánsson, UMSK, í þrístökki. Hann stökk 14,38 m. og vann' mesta yfir- burðasigur mótsins, þar sem næsti maður stökk metcr skemmra. Guðmundur Jónsson, HSK, náði bezta árangri ársins í langstökki, stökk 6,85 m. Ár- angurinn í þrístökki og lang- stökki er góður þar sem aðstaða var slæm til. keppni í þessum greinum. I hástökki stukku Haf- steinn Jóhannesson, UMSK, og Stefán Hallgrímsson, UÍA, jafn- hátt, 1,86 m., en sá fyrrnefndi sigraði, þar sem hann fór yfir hæðina í fyrstu tilraun. Guð- mundur Jóhannesson, HSH, náði sínum bezta árangri í stangar- stökki, stökk 4,03 m. Um afrek in í karlagreinunum í heild er það að segja, að hann var ívið betri en fyrirfram var búizt við og gaman verður að sjá beztu menn mótsins í keppni við reykvíska frjálsiþróttamenn á Meistaramóti islands um helg ina. Keppnin í kvennagreinunum var ekki síður skemmtileg og áranguririn i þéim ágætur á ís- lenzkan mælikvarða, enda eru stúlkur utan af landsbyggðinni mun betri í frjálsum íþróttum en reykvískar. Björk Ingimundardóttir, UM SB, sigraði í 100 m. hlaupi á 13 sek., en í undanrásum hljóp hin efnilega Edda Lúðviksdótt- ir, UMSS, á 12,8 sek., aðeins 2/10 úr sek. lakari tími en ísl. metið. Því miður mun Edda ékkf §éta 'keþpt á 'Islandsmót- inu. Edda bar sigur úr býtum í 400 m. hlaupi á góðum tíma, 64 sek., en metið er 61,2 sek. Stökkin voru góð. Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK, stökk lengst í langstökki, 5,23 m., en Hafdís er einnig í fremstu röð í spretthlaupi. Félagi Hafdísar, Kristín Bjömsdóttir, UMSK, sigraði í hástökki, stökk 1,50 m. Helga Hauksdóttir, Akra- nesi, varð önnur og er ekki síð- ur efnileg, stökk 1,46 m. Hún hefur geysilegan stökkkraft og ætti að bæta þennan árangur sinn fljótlega. Tvær systur úr UMS Ulfljóti voru sigursælar í kúluvarpi og kringlukasti. Guð rún Ingólfsdóttir kastaði kringlu lengst 31,60 m. og Hall- dóra systir hennar varpaði kúlu 10,39 m. Góður árangur á ísl. mælikvarða. Kvennameistaramótið fer fram í Vestmannaeyjum um helgina, og verður gaman að fylgjast með framförum kven- fólksins S' móti nU.'vi^í' Ö.E; liNGIR FRJALSIÞROTTAMENN BORGÞÓR MAGNÚSSON, KR Borgþór Magnússon, KR, verzl- unarskólanemi, er okkar efni- legasti grindahlaupari. Hann er fæddur 21. febrúar 1952 og hóf æfingar árið 1966, en það var ekki fyrr cn 1969, að hann fór að taka íþróttina alvarlega. Hanu hcfur auk þcss náð góð- um árangri í þrístökki, en legg- ur nú aðaláherzluna á grinda- hlaupin. Borgþór tók þátt í ung- lingalandskeppninni í Dan- mörku í fyrrasumar og stóð sig mcð miklum ágætum. Bezti ár- angur hans í einstökum grein- um til þcssa er: 110 m. grinda- hlaup 15,1 sek., 400 m. grinda- hlaup 55,9 sek., 200 m. hlaup 23,9 sek., 400 m. hlaup 51,9 sek., hástökk 1,85 m. og þrístökk 14,28 m. Takmark Borgþórs í hans beztu greinum í sumar er: 110 m. grindahlaup 14,8 sek., 400 m. grindahlaup 54,5 sek. og 400 m. hlaup 50,0 sek. Borgþór æfir 5 sinnum í viku og keppir einu sinni í viku. — Hann var seinn í gang í vor, en síðustu vikurnar hafa framfarir hans verið miklar og búast má við góðum tíma hjá honum síð- ar í sumar. Metþátttaka í MÍ í frjálsum íþróttum í Eyjum og Rvík: ÚRTÖKUMÓT FYRIR LANDS- KEPPNI OG EVRÓPUMÓTIÐ Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi. Keppni karla verður á Laugardals vellinum og hefst kl. 2 á laugardag og heldur áfram á sarna tíma dag inn eftir. Aðalhluta mótsins lýkur á mánudagskvöld en þá hefst kcppnin kl. 7. Kvenfólkið keppir í Vestmanna eyjum en það er í fyrsta sinn, sem meistaramót í frjálsum íþrótt um fcr fram í Eyjutn. í gær voru alls skráðir um 120 keppendur í bæði mótin frá 15 félögum og samböndum og það —10.44:-.. er metþátttaka. Um 60 keppendur í Kvennamótið og álíka margir í karlamótið. í fyrra voru skráðir keppendur 102. Mótin eru úrtökukeppni fyrir landskeppni unglinga og fullorð inna, en þær fara fram í Álaborg og Dublin 21. Og 22. ágúst. Einnig verður ákveðin þátttaka í EM í Helsinki, en Evrópumótið fer fram þar 10. — 15. ágúst. Síðar í vikunni munu birtast spádómar um hverjir verða ís- landsmeistarar í hinum ýmsu greinum mótanna. SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing viS eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Elnar Faresfveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 NOTUÐ ÍSLENZK FRÍMERKI keypt Lærra verði en áður hefur þekkzt. William P. Pálsson, Halldórsstaðir, Laxárdat, S.-Þing. Ý.t&títA.&Þl«ri3*ÍÍNGAR VERÐLAUNAGRIPIR /Ss jLj FÉLACSMERKI Magnús E. Baldvlnsson Laugavegl 12 - Siml 22804 Nýkomið f Simca Útvegum við stuttum fyrir- vara ýmsar gerðir af LOFTPRESSUM G. HINRIKSSON SÍMl 24033 Skúlagötu 32 Demparar — gormar — stýrtsendar — splndll- kúlur — kúplingslager- ar — kúpllngsdiskar — kúpl.pressur — hand- bremsuvirar — stýris- upphengjur— aftuHlós — olíudælur — vatns- dælur — kúplingsdælur — bremsudætur. Jón Grétar SigurSsson héraðsdómslögmaður Skólavörðustfg 12 Sfmi 18783. SKOLAVÖRÐUSTIG 2 SEI — PÓSTSENDUM — BERGUR LÁRUSSON HF. ÁRMÚLA 32 — S/M/ 81050 SAMVINNUBANKINN NÝR ÞÁTTUR f dag hefst í blaðinu nýr þáttur, sem ber nafnið UNGIR FRJALS- ÍÞRÓTTAMENN. — Verða undir þessu nafni kynntir ungir friáls- íþróttamenn og konur, en umsjón hans hefur með höndum frjáls- íþróttasérfræðingur blaðsins, Örn Eiðsson. ísl. sundfólk fær liðsauka Islenzka landsliðið í sundi fær óvæntan liðsauka í landskeppnum sumarsins: Lisu Ronson, dóttur hins þekkta íþróttamanns Péturs Rögnvaldssonar (Ronson). Lisa hef ur búið í Kalifomíu með foreldr- um sínum en er samt íslenzkur rfkisborgari og má því keppa fyrir landsins hönd í keppni við sund- fólk annarra þjóða. Lisa hefur æft sund um nokkurra ára skeið og á betri árangur í 200 metra skrið- sundi en núgildandi íslandsmet, og bezti árangur hennar í 100 m. skrið sundi er svipaður Isl.metinu. Lisa kemur hingað 22. júlí nk., og l:;pp- ir á íslandsmeistaramótinu fyrir ÆGI og síðan tekur hún þátt í Norðurlandameistaramótinu og landskeppnunum í ágúst. Davies 8.32 m. Bretinn Lynn Davies stökk ný- lega 8,32 m í langstökki, en evr- ópumet Ovansjans. Sovétríkjunum er 8,35. Lirlerud kastaði kringlu 56,82 m. í vikunni, sem er bezti árang urinn í Noregi í sumar, á sama móti stokk Gjengedal 2,02 m, sem einnig er bezta stökk Norðmanns í ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.