Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 10
Viðtal við Öíaf í danska og sænska sjónvarpinu KJ—Reykjavík, miðvikudag. I kvöld var sjónvarpað í aðal- fréttatíma danska og sænska sjón- varpsins, viðtali við Ólaf Jóhannes- son forsætisráðherra, þar sem hann skýrði helztu stefnumál hinnar nýju ríkisstjórnar. — I viðtalinU skýrði Ólafur m. a. mikilvægi út- færslu fiskveiðilögsögunnar fyrir íslendinga, auk annarra mála. HÖSEIGENDUR Tek að mér að skafa og olíubera útidyrahurðir og annan útiharðvið. Simi 20738. Nútíma . skrautmumr, meiioghálsfestar. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkrofu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður. Bankastræti 12. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag ■Hjartkœr mó5ir okkar. tengdamóSir og amma Halldóra Oddsdóttir, verður jarðsungin að Skarði í Landsveft, laugardaginn 17. júli. Athöfriin hefst með húskveðiu að heimlli hennar Hjallanesi kl. 1 e.h. Hermann Pálsson Oddrún Pálsdóttlr, SigurSur Ágústsson Elsa Pálsdóttir, Magnús Kjartansson Ingólfur Pálsson, Jónína Sfefánsdóttir Fjóla Pálsdóttir, Kristinn Jónsson Oddur Pálsson, Gróa EngHbertsdóttlr, barnaböm og barnabarnabörn Útför eiginmanns míns Sigurðar Þorgilssonar frá Strauml, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. júli, kl. 2. F. h. vandamanna Guðrún Elisdóttir. Faðlr minn Sveinbjörn Jónsson, Yzta-Skála, Eyiafjölium, andaðist að heimili sínu 13. júlí. Einar Svelnbjörnsson. TÍMINN FIMMTUDAGTHt 15. JBH 2971 UR VERIIMU Miðvikudaginn 30. júní 1971 er greint frá útgerð skuttogara þeirra Austfirðinga í dagblað- inu Vísi. Eins og hér í þessum dálkum hefur verið haldið fram, hafa skuttogarar marga kosti umfram síðutogarana, en eins og hinn reyndi skipstjóri Auðunn Auðunsson segir, eru þetta ágæt sumarskip, til grunn miðsveiða. Á þessa skuttogara hafa val- izt happasælir skipstjórar og útgerð gengið þar eftir Á öðr- um Austfjarðatogaranum hefur verið farið eftir lögum um hvildartíma togarasjómanna og er ekki hægt að koma auga á annáð en sa togari hafi aflað álíka og hinn, sem ekki sinnti hinum lögskipaða vinnutíma. Á síðustu vertíð var mjög alvar- leg mannekla í sumum verstöðv- um og meðal annars þótti mönn um langur vinnutiminn fyrir of litla peninga. Varast verður að fæla menn frá annars svo góðri útgerð, sem útgerð skuttogara er, með því að hafa svo strang- an vinnutíma, að menn vilji ekki stunda atvinnuna sökum of mikils erfiðis. Ef ekki er hægt að afkasta þeim afla- brögðum, sem nú eru á þessum skipum, verður að bæta úr því á annan hátt en ætla mönnum óhóflegan vinnutíma. Á aflahæstu bátum vertíðar- innar kom mjög í Ijós óánægja manna með þann vinnutíma, sem menn voru látnir skila þar. Varla er sæmandi þjóð, sem svo mjög byggir afkomu sína á sjávarútvegi að þjaka svo sjó- mennina, að annað hvort gefist þeir upp, eða fari sem sjúkir menn í land á miðjum aldri. Þegar mönnum er fækkað veru- lega, verður að koma í staðinn, t.d. á togskipin, aðgerðarvél og þvottavél, svo afkasta megi mikl um afla án þrælkunnar á mönn- um. Ég hitti nýlega á förnum vegi einn af sjómönnum okkar, en hann stundar sjómennsku á togbát. Hann sagði mér, að þar sem hann hefði verið í vetur, hefði svefntími þeirra verið frá því 15. apríl til 15. maí að meðaltali 4 klukkutímar á sóla- hring og þá oft ekki samfellt. Þessi maður var í landi og beið eftir að komast á sjúkra- hús til þess að reyna að fá lækn ingu við þreytu í fótum. Sumarveiði hefur verið góð og er nú komið álíka mikill afli um mánaðarmótin júní og júlí og var á sama tíma í fyrra. Verður það að kallast gott, þar sem vertíð var mjög rýr. Sennilegt er, að aflaverð- mæti sé nú jafnvel meira en það var á sama tíma síðast liðið ár, þar sem aflinn á vertíðinni var meðal annars rýr af ufsa, en ufsi er oftast um 35% af afla stærstu verstöðvanna svo sem í Vestmannaeyjum. A fimmtudag 1. júlí voru færa- bátar að landa góðum afla í Keflavík og einnig var góður afli hjá togbátum. Komst afli ° jj v i fu. j. -ici'- rækjubátanna í 6 lestir í róðri. Mcðalafli hjá humarbátum mun hafa verið um 1300 kg. í róðri hjá Keflavíkurbátum og svip- aður hjá öðrum þeim bátum, sem voru að fiska fyrir sunnan Reykjanes. Um mánaðarmótin júní og júlí var afli í Keflavík orðinn frá áramótum 15.362 lestir. Mun meiri humarveiði er nú en var á sama tíma síðast liðið sumar. Þá var aflinn 2—3 lestir á bát af humarskottum, en er nú að meðaltali um 6 tonn á bát. Um síðastliðna helgi var afli góður hjá togbátum í Keflavík t.d. voru þeir m.b. Sævar og Keilir með 20 tonn annar og 16.5 hinn eftir tvo daga. 1 Sandgerði var aflinn frá áramótum til júní- loka 23000 tonn. Á Akranesi var búið að landa í júnílok 10.650 lestum af bolfiski 292 tonn síld og 11.800 loðna. lýú stunda flcstir bátanna, sem heima eru, handfæraveiðar og heíur afli verið góður. Ingólfur Stefánsson. Mafíuformgi.... Framhald af bls. 6 það er kaldhæðni örlaganna, ef þessi sama Mafía, sem átti að vera liðin undir lok, hefur drepið Colombo. Lögreglan í New York vann ósleitilega að því að finna hinn rétta morðingja. Þeir byrjuðu með Jeror-ie Johnson. Með því að bera saman kúlurnar og byssu þá, sem fannst á líki Johnsons, eftir að hann var skotinn, var lögreglan nokkuð viss um, að Johnson hefði skot- ið Colombo. Kvikmynd, sem tekin var rétt fyrir morðið. sýnir Johnson skammt frá Colombo með myndavél, og framburður sjónarvotta bendir til þess, að hann hafi haft að- stoðarmann. Eitt sinn sást hann ganga til svertingjastúlku með tösku og rétta henni mynda- vélina. Viðtöl lögreglunnar við ætt- ingja, vini og kunningja John- sons, svo og skýrslur lögregl- unnar, leiða í ljós, að Johnson var vandræðamaður með rugl- aða skapgerð. Hann var undar- leg samsetninn af sadista og draumóramanni. Um tíma hafði hann yfirþyrmandi áhuga á stjörnufræði. Hann var ræðu- maður góður og fólk hafði ánægju af ið hlusta á hann ■— en ekki of lengi í einu. Stund- um var hann þunglyndur. Kona ein segist hafa hitt hann og skömmu síðar hafi hann komið í heimsókn til hennar. Þá minntist hann á ,að nú væri að byrja fyrir sér þriggja mán aða kvöl. Önnur vinkona hans segir, að hann hafi annað slag ið komið til sín, nauðgað sér og barið sig, og stundum hótað að drepa sig. Hún segir líka, að fyrir hafi komið, að honum fyndist hann vera guð almátt- ugur, og þá hafi hann haldið ræður fram eftir nóttum. í þeim ræðum hafi hann stund- um lofað ítali hástöfum. Þeg- ar hún svo heyrði, að maður að nafni Johnson hafi skotið Colombo, vissi hún strax að það var hann. Johnson var alinn upp hjá móðurömmu sinni til níu ára aldurs ,en fór þá til móður sinnar. Eftir háskólapróf 1964, flutti hann til Kaliforníu og vann ýmis störf og átti með- fram í alls kyns útistöðum við lögin. Skýrslur lögreglunnar sýna, að Irmn hefur verið hand- tckinn að minnsta kosti sjö sinnum fyrir innbrot, nauðgan- ir og eiturlyfjasölu. Hann var síðast handtckinn í New York 4. júní s.l. fyrir að hafa undir höndum hass og marihuana, en það mál var látið niður falla. Síðasta hcimilisfang John- sons var á Manhattan. Heima hjá honum fundust m.a. kassar af byssukúlum. Þar var líka sverð, svipa, flauta, rauð skikk.ia með gylltu ívafi, stoln- ar, óútfylltar ávísanir og api. Nú hafa yfirvöldin í viku reynt að finna eitthvað sam- band á miili Johnsons og Mafí- unnar. Nú hafa þau komizt á ' á skoðun, Johnson hafi verið valinn til morðsins. vegna þess, hve erfitt er að finna þctta samband. Lögregl- an segir, að Johnson hafi verið leigður morðingi og það hafi átt að þagga niður í honum strax að verkinu loknu, hvað líka var gert. Aðcins tólf klukkustundum eftir að Johnson skaut þrcm kúlum á JoJ Colombo, voru viðskiptin farin að glæðast á litlum ítölskum vcitingastað. skammt fyrir utan New York. Þar mátti sjá hóp vel klæddra manna sitja við borð og snæða miðnæturmáltíð oa drekki kaffi á eftir. Þeir ræddust við f klukkustund eða svo. en fóru síðan. í fyrsta sinn i mörg ár hafa æðstu menn Mafíunnar látið sjá sig á almannafnri í stað b"ss að ræða málin mill’ símaklefa. Hvort sem þeir við- urkenna það eða ekki, er það afleiðing hinna frjáislegu stjórnarhátta Colombos, að „gr.ra!a Mafian" er að lifna við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.