Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 LANDBÚNAÐUR Ameríkanar í réttunum bls. 6 ÞRIÐJUDAGUR bls. 6 171. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 10. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 14 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Samstarf í ferðamálum SAMNINGUR Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Bjarni Djur- holm, ráðherra samgöngumála í Færeyjum, undirrita í samstarfs- samning milli Íslands og Færeyja á sviði ferðamála klukkan 16.00. Undirritunin fer fram við þjónustu- miðstöðina á tjaldsvæði skáta á Ak- ureyri að Hömrum. Við sama tæki- færi mun Sturla Böðvarsson af- henda landshlutasamtökum ferða- mála styrki til ýmissa verkefna. Vændi og verslun með konur MÁLSTOFA Stígamót standa fyrir mál- stofu um vændi og verslun með konur í Norræna húsinu í kvöld. Hún hefst klukkan 20.00 Upphaf og ekkert meira FYRIRLESTUR Helgi Þorláksson, sagn- fræðingur, heldur fyrirlestur í sam- starfi við Borgarfræðasetur. Erind- ið nefnist „Upphaf og ekkert meira. Þéttbýlisvísar á Íslandi fram á 19. öld.“ Fyrirlesturinn er í Norræna húsinu og hefst klukkan 12.05. Undanúrslit í bikarkeppni karla FÓTBOLTI ÍBV og Fram mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca-Cola bikarkeppni karla á Laugardals- velli í kvöld klukkan 19.30. ÍBV og Fram hafa þrisvar sinnum mæst í úrslitum bikarkeppninnar, síðast árið 1981. Fram hefur tvisvar haft betur en ÍBV einu sinni. AFMÆLI Vill bjóða þúsund manns BAUGUR Ríkislögreglustjóri hleypur eftir blekkingum BANKASALA Einkavæðingarnefnd hefur ákveðið að ganga til við- ræðna við eignarhaldsfélagið Samson ehf. um kaup á umtals- verðum hlut í Landsbanka Íslands hf. Samson er í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, Björgólfs Guð- mundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Ákvörðunin bygg- ir á forsendum einkavæðingar- nefndar og mati HSBC á þeim gögnum sem borist hafa frá þeim þremur aðilum sem nefndin hefur rætt við að undanförnu. Auk Sam- son var rætt við Kaldbak sem er í meirihlutaeigu KEA, Samherja og Lífeyrissjóðs Norðurlands. Loks var rætt við S-hópinn svokallaða en í honum eru Eignarhaldsfélög- in Andvaka og Samvinnutrygging- ar, Fiskiðjan Skagfirðingur, Kaup- félag Skagfirðinga, Ker, Samskip og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Óvíst er hve langan tíma menn ætla sér til viðræðnanna. Samkvæmt heimildum blaðs- ins átti Samson lægsta tilboð af þeim þremur sem til skoðunar voru, bauð innan við 4,0 en Kald- bakur átti hæsta tilboðið, 4,16. Miðað við sölu á 25 til 30% hlut í bankanum og að því gefnu að samningar takist við Samson þá fær ríkið um hálfum milljarði minna en ef samið yrði við hæst- bjóðanda. Mikil viðskipti voru með bréf í Landsbanka Íslands í gær eða fyr- ir rúmar 122 miljónir króna og var lokagengið 3,74. Í tilkynningu frá einkavæðing- arnefnd segir að ákveðið hafi ver- ið að hefja nú þegar frekari undir- búning að sölu á umtalsverðum hlut í Búnaðarbankanum.  Á FLOTI Höfuðborgarbúar hafa sleikt sólina á síðustu dögum. Þessar ungu hnátur skelltu sér í sund og létu sólargeislana leika um sig á meðan þær tróðu marvaðann. Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200 FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI! ÍÞRÓTTIR SÍÐA 14 Atli ekki dæmdur af æfingaleikjum TÓNLIST Rokkað án raf- magns SÍÐA 12 VIÐSKIPTI „Ef þetta væri í Ameríku væru þúsundir dómsmála í gangi,“ segir Hróbjartur Jónatansson lög- maður um ástand sem myndast hefur hjá fjölmörgum hlutabréfa- kaupendum í deCODE sem keyptu á háu verði með aðstoð og lánum frá fjármálastofnunum en sitja nú uppi með bréf sín verðlítil og sjá ekki fram á annað en gjaldþrot. Fjölmargir keyptu fyrir milljónir á genginu 50 - 65 en síðdegis í gær stóðu hlutabréfin í deCODE í 2,23 og höfðu hækkað lítillega frá deg- inum áður. Hróbjarti tókst, fyrir hönd eins skjólstæðings síns, að fá banka til að falla frá kröfu um greiðslu vegna hlutabréfakaupa í deCODE eftir að bréfin féllu snar- lega frá kaupdegi til greiðsludags: „Skjólstæðingur minn var hvattur ákaft af verð- bréfasala í bankanum til að kaupa bréf í deCODE þegar félagið fór á mark- að í Bandaríkjunum. Upp- haflega hafði skjólstæð- ingur minn ekki áhuga á kaupunum en vegna ítrek- aðra tilmæla verðbréfa- salans og loforða hans um að hér væru gull og grænir skógar lét maðurinn tilleiðast og keypti fyrir um 20 milljónir króna,“ segir Hró- bjartur en þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar kom að greiðslu sendi bankinn manninum rukk- un en í millitíðinni hafði gengi bréfanna fallið mik- ið. Neitaði hann því að borga á grundvelli loforðs verðbréfasala bankans um að ávöxtun bréfanna væri svo gott sem gull- tryggð: „Ágreiningur var um hvað mönnunum fór í milli þegar kaupin voru ákveðin. Fór ég því fram á það við bankann að hann legði fram einhver gögn þar að lútandi. Þau reyndust ekki vera til staðar og lyktirnar urðu þær að bankinn ákvað að gefa manninum sjálfdæmi um hvort hann keypti bréfin eða ekki. Skjólstæðingur minn féll að sjálfsögðu frá kaup- unum og lét bankinn það gott heita,“ segir Hróbjartur sem hefur sérhæft sig í lögfræði hluta- bréfamarkaðarins og í því skyni meðal annars lokið prófi í verð- bréfaviðskiptum „...til að reyna að skilja þennan heim,“ eins og hann orðar það sjálfur. eir@frettabladid.is Bankinn féll frá kröfu um greiðslu Keypti hlutabréf í deCODE fyrir 20 milljónir að ráði verðbréfasala - bréfin hrundu í verði. Lög- maður staðhæfir að þúsundir dómsmála væru í gangi ef atburðarrás eins og sú sem myndaðist við sölu á hlutabréfum í deCODE hefði átt sér stað í Bandaríkjunum. ÞETTA HELST Írakar eru fullfærir um aðkjarnorkuvæðast samkvæmt alþjóðlegri herfræðistofu. Sam- einuðu þjóðirnar gætu veitt Írök- um þriggja vikna frest. bls. 4 Magnús Stefánsson, þingmað-ur Framsóknarflokks í Vest- urlandskjördæmi, vill leiða lista flokksins í norðvesturkjördæm- inu. Hann etur þar kappi við þá Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformann, og Pál Pétursson, félagsmálaráðherra. bls. 8 Hryðjuverkaárásanna áBandaríkin 11. september síðastliðinn verður minnst með margvíslegum hætti, nú þegar ár er liðið frá atburðunum. bls. 23 Lögreglan í Reykjavík segirvitnisburð fyrrum flugrekstr- arstjóra Leiguflugs Ísleifs Ottes- ens gefa tilefni til að taka skýrslu af manni sem ekki hefur áður verið yfirheyrður vegna Skerjafjarðarslyssins. bls. 9 REYKJAVÍK Austlæg átt og fer að rigna nálægt hádegi. Hiti 8 til 13 stig VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 1-3 Rigning 12 Akureyri 5-8 Skýjað 16 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 14 Vestmannaeyjar 5-8 Rigning 13 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á þriðjudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 18,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á þriðju- dögum? 51,5% 64,5% „..vegna ítrekaðra tilmæla verð- bréfasalans og loforða hans um að hér væru gull og grænir skógar lét maðurinn til- leiðast og keypti fyrir um 20 millj- ónir króna,“ Bankasala ríkisins: Bréf seld í báðum ríkisbönkunum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.