Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.09.2002, Blaðsíða 16
FYRIRLESTUR 12.05 Helgi Þorláksson sagnfræðingur heldur fyrirlestur í hádegisfunda- röð Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin er í samstarfi við Borgarfræðasetur. Erindið nefnist „Upphaf og ekkert meira. Þéttbýl- isvísar á Íslandi fram á 19. öld“. Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu og lýkur kl. 13. FUNDUR 19.00 Biblíuskólinn við Holtaveg heldur kynningu á Alfa-námskeiðunum í Húsi KFUM og KFUK við Holta- veg. Kvöldið hefst með léttum kvöldverði, síðan er námskeiðið kynnt og fyrirspurnum svarað. Á tíu vikum er fjallað um grundvall- aratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Ekki eru gerð- ar kröfur um trúarafstöðu eða heimalærdóm. Þátttaka í kynning- arkvöldinu og á námskeiðinu er án allra skuldbindinga. Allir eru velkomnir á kynningarkvöldið og aðgangur ókeypis. TÓNLEIKAR 20.00 Meistarar 20. aldar er yfirskrift Tí- brár tónleika í Salnum. Freyja Gunnlaugsdóttir leikur á klarinett, Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu, Nicole Vala Cariglia á selló og Árni Heimir Ingólfsson á píanó. Leikið verður Píanótríó nr. 2 eftir Dmitri Shostakovich og Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messi- aen. Miðasala er opin frá kl. 9 til 16 og klukkustund fyrir tónleika. Miðaverð er kr. 1.500/1.200. MYNDLIST Ólöf Björg myndlistarmaður sýnir í Galleríi Sævars Karls, málverk, hluti, hljóð og lykt. Sýning á verkum Eero Lintusaari skart- gripahönnuðar og Harri Syrjanen gull- smiðs og leðursmiðs sýnir í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Sýningin verð- ur opin mánudaga til föstudaga frá 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Sýning- unni lýkur 25. september. Ásdís Spano sýnir olíuverk á Kaffi Sól- on. Sýningin stendur til 27. september. Sumarlok nefnist gluggasýning í Samlag- inu/Listhúsi, Gilinu á Akureyri. Þar sýnir Halldóra Helgadóttir nokkur af þeim málverkum sem hún hefur unnið að á þessu ári. Sýningin stendur til 15. sept- ember. Í Rauða Húsinu á Eyrarbakka sýnir Hafliði Magnússon, rithöfundur og teiknari, sýningu á lituðum teikningum með götumyndum frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Harpa Rún Ólafsdóttir sýnir í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu. Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís- lands stendur yfir í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv- arar sýna. Félagið fagnar nú 30 ára af- mæli sínu. Sýningin stendur til 6. októ- ber. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýn- ingar Listasafns Reykjavíkur í Ásmund- arsafni. Á sýningunni eru verk Ásmund- ar Sveinssonar myndhöggvara skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að veraÝ hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýn- ingin stendur til ársloka. Í Þjóðmenningarhúsinu standa þrjár sýningar. Sýndar eru ljósmyndir úr Fox- leiðangrinum sem eru með elstu mynd- um sem teknar voru á Íslandi, Græn- landi og í Færeyjum, sýning er á vegum Landsbókasafns á bókmenntum Vestur- Íslendinga og loks er Landafundasýning- in sem opnuð var árið 2000 og hefur nú verið framlengd. 16 10. september 2002 ÞRIÐJUDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? ÞRIÐJUDAGURINN 10. SEPTEMBER FORNBÆKUR Hjónin Þorvaldur Maríuson og Sigríður Ólafsdóttir hafa höndlað með fornbækur í Kolaportinu um árabil. Þau færðu út kvíarnar í byrjun sept- ember og opnuðu fornbókaversl- unina Gvendur dúllari á Klapp- arstíg. Þeim telst til að þetta sé fjórða fornbókabúðin í Reykja- vík og segjast þrátt fyrir það ekki þurfa að kvarta yfir að- gerðaleysi. Fólk hafi sýnt nýju búðinni mikinn áhuga og við- skiptin hafi gengið ágætlega. Þau hjónin ætla að halda áfram að selja gamlar bækur í Kolaportinu um helgar og munu einfaldlega keyra með það besta af lagernum á milli staða. Þor- valdur segir hreyfinguna það mikla að það þurfi að hafa nokk- uð fyrir því að eiga til nóg af bókum á báðum stöðum en þau kaupi bæði einstaka bækur og heilu söfnin af fólki, allt eftir því hvað er á ferðinni hverju sinni. Gvendur dúllari er einna helst frábrugðin öðrum forn- bókasölum að því leyti að búðin er óvenju rúmgóð. Hillur eru meðfram öllum veggjum og þar eru bækurnar flokkaðar eftir efni og innihaldi. Gólf verslunar- innar er ekki síður fróðlegt en veggirnir en þau hjónin báru veggfóðurlím á það og röðuðu síðum úr gömlum Morgunblöð- um á það og lökkuðu yfir allt saman. Þorvaldur segir þetta hafa verið ódýra lausn sem hafi gert mikla lukku hjá viðskipta- vinum. Úrvalið er fjölbreytt eins og gengur og gerist í verslunum af þessu tagi. Ævisögur á öllum aldri eru áberandi, Íslendinga- sögurnar, Heimskringla í mis- dýrum útgáfum. Nýja testa- mentið og Davíðssálmar frá 1866 er falt fyrir 3.500 krónur og ef drottinsorðið þykir of dýrt má fá drepfyndna lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá árinu 1939 fyrir lítinn pening. Hún tekur að vísu ekki á súlustöðum en bannar um- ferð hestvagna niður Laugaveg og böð í höfninni. Það má því segja að hjá Gvendi dúllara megi ganga að fróðleik og skemmtun á öllum aldri frá hólfi ofan í gólf. thorarinn@frettabladid.is Gvendur dúllari í Kola- portinu og á Klapparstíg GVENDUR DÚLLARI Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson taka sitt pláss í hillunum sem rúma ein- nig heildarútgáfu á verkum Shakespeares og Karlar eru frá Mars konur eru frá Venus. Helga Arnardóttir Undan illgresinu. BÆKUR Skáldævisaga mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo, eftir Bárbara Mujica, kemur út á haustmánuðum hjá JPV útgáfu. Kahlo hefur í gegnum tíðina verið dáð af konum um allan heim enda þykja málverk hennar vera skýr- ar táknmyndir um sköpunarmátt og sigurvilja kvenna og ævi henn- ar er sveipuð goðsögulegum ljóma. Kvikmynd um ævi listakon- unnar var opnunarmynd kvik- myndahátíðarinnar í Feneyjum á dögunum og fékk ágætis viðtökur. Það er mexíkóska þokkadísin Salma Hayek sem leikur Fridu en hún barðist árum saman fyrir því að fá að leika hana enda persónan litrík og krefjandi. Frida var frá blautu barnsbeini sérlunduð, eig- ingjörn og gædd óvenjulegum hæfileikum. Þrátt fyrir háskaleg veikindi og áföll hélt hún ótrauð áfram á listabrautinni og aflaði sér heimsfrægðar. Hún giftist öðrum frægum myndlistarmanni, Diego Rivera, og ástríðuþrungið hjónaband þeirra sem einkenndist af ást, afbrýðisemi og svikum hef- ur lengi vakið vangaveltur og örv- að ímyndunaraflið.  Líf og list Fridu Kahlo: Efniviður í skáld- ævisögu og bíómynd SALMA HAYEK Mætir á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar um ævi og störf Fridu Kahlo í Feneyjum. Frida hefur lengi verið draumahlutverk hennar og hún beið árum saman eftir að fá að leika hana. Þorvaldur og Sigríður hafa selt bækur í Kolaportinu um árabil. Við- skiptin ganga það vel að þau hafa opnað verslun. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og ritmálið teygir sig frá gólfi upp í loft. Kvennasögusafn Íslands hefurgefið út bæklinginn Kvenna- söguslóðir í Kvosinni þar sem sagt er frá 38 viðkomustöðum í Kvosinni í Reykjavík þar sem konur hafa komið við sögu. Þar á meðal eru Ráðhús Reykja- víkur, Alþingis- húsið, Mæðra- garðurinn, Barnaskóli Reykjavíkur og Thorvaldsensbas- ar. Bæklingurinn er ágætur leið- arvísir fyrir þá sem vilja fræðast um þátt kvenna í sögu borgarinn- ar á stuttri gönguferð um gamla miðbæinn. Bæklingurinn fæst í anddyri Þjóðarbókhlöðu, Pennan- um-Eymundsson í Austurstræti og Máli og menningu á Lauga- vegi. Bókaútgáfan Salka hefur gefiðút ljóðabókina Cold was that beauty...Icelandic nature poetry, en í henni hefur Helga K. Einars- dóttir safnað saman úrvali íslenskra nátt- úruljóða sem Bernard Scudd- er þýðir á ensku. Í bók- inni eru ljóð eftir ríflega 50 skáld allt frá 10. öld til síð- ustu ára. Ljóðin eru afar fjölbreytt og endur- spegla að náttúran hefur verið bæði lífgjafi og höfuðóvinur þjóðarinnar frá landnámi. BÆKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.