Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 7
Innbrot í bíla voru tíð í fyrrinótt í Reykjavík. Í einu tilfella sást til þjófanna en komust þeir undan lögreglu. Níu minniháttar árekstrar urðu í um- ferðinni í Reykjavík í gærdag. Að öðru leyti var rólegt hjá lög- reglunni. Kassi á tengivagni flutnings-bíls losnaði með þeim afleið- ingum að ferskur lax og frosinn kúfiskur dreifðist um þjóðveginn í Öxnadal um hálf þrjúleytið í fyrrinótt. Menn frá Landflutning- um unnu að því alla nóttina að hreinsa upp veginn sem var lok- aður á meðan. Fjölmargar tilkynningar umsprengingar í Norðurmýrinni bárust lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt. Þrátt fyrir leit fann lögreglan ekki hvað olli spreng- ingunum og er því öllum spurningum þar um ósvarað.. 7MIÐVIKUDAGUR 18. september 2002 INNBROT Brotist var inn á skrif- stofu og starfsaðstöðu Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns og eiginkonu hans í Austurstræti 6 um liðna helgi og tölvu tónskálds- ins stolið: „Þetta er mikil blóðtaka fyrir mig því í tölvunni var flest það sem ég hef verið að vinna að und- anförnu. Meðal annars textar á plötu sem er í smíðum,“ segir Val- geir sem er hálflamaður í störfum sínum eftir innbrotið og tölvu- missinn. „Þetta var gömul IBM - fartölva og ekki spennandi sem slík. Hins vegar er innihaldið verðmætt þó aðeins sé það fyrir mig. Ég vil leita allra leiða til að fá tölvuna aftur. Það sem þarna er verður ekki endurskapað,“ segir Valgeir en auk tölvunnar stálu þjófarnir myndbandsupptökuvél þegar þeir brutu sér leið inn til hans. Hann hvetur alla sem verða tölvunnar varir að láta sig vita. Segist vera í símaskránni.  Tölvu Valgeirs Guðjónssonar stolið í Austurstræti 6: Óbætanleg blóðtaka- hugverk horfin VALGEIR GUÐJÓNSSON Brotist inn í Austurstræti 6. Réttarhöld yfir hollenskrihjúkrunarkonu sem sökuð er um að hafa myrt 13 manns, þar á meðal 4 börn, hófust í gær. Kon- an, sem heitir Lucy deBerk, er grunuð um að hafa gefið fórnar- lömbum sínum banvænan lyfja- skammt á þremur sjúkrahúsum í Haag þar sem hún starfaði á fjögurra ára tímabili. Kofi Annan, framkvæmda-stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Afríkuríki til að ein- beita sér að baráttunni gegn al- næmi og eflingu menntunar stúlkna í nýrri þróunaráætlun þeirra. Tuttugu og einn maður hefurverið handtekinn í Singapore grunaður um tengsl við alþjóð- lega hryðjuverkastarfsemi. Einhverjir hinna grunuðu stun- duðu herþjálfun í herbúðum al- Qaeda í Afganistan. ERLENTLÖGREGLUFRÉTTIR Norðan Vatnajökuls: Frekari skoðun STEFNUMÓTUN Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í gær að skip- uð skyldi fimm manna nefnd til að vinna tillögur að því hvaða stefna skyldi mörkuð við uppbyggingu verndarsvæðis eða þjóðgarðs norður af Vatnajökli. „Við vildum setja frekari skoð- un á þjóðgarði eða verndarsvæði norðan Vatnajökuls í vinnuferli,“ segir Siv Friðleifsdóttir, umhverf- isráðherra. „Við höfum því ákveð- ið að skipa nefnd til að fjalla um það mál. Í henni verða tveir þing- menn frá stjórnarflokkunum og tveir þingmenn frá stjórnarand- stöðunni.“  NEYTENDUR Rafmagnsinnstungur heimilanna eru að öðlast nýtt hlutverk. Nú er hægt að tengjast Netinu með því einu að stinga tölvunni í samband við innstung- una með þartilgerðu millistykki: „Það er mikil ásókn í þetta því með tengingu sem þessari fær fólk miklu meiri hraða, getur stungið tölvunni í samband hvar sem er í húsinu og svo truflar þetta ekki símann,“ segir Hrund Guðmundsdóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem býður nú stofn- gjald á tilboði; 6.900 krónur en fullt verð á stofngjaldi er 19.800 krónur. „Við látum tilboðið stan- da á meðan við könnum undir- tektir,“ segir Hrund. Þegar er hægt að tengjast Net- inu í gegnum rafmagnsinnstung- una víða í miðbæ Reykjavíkur, í Vesturbænum og í Fellunum í Breiðholti. Þá hefur Orkuveitan tekið stefnuna á Kópavogi og síð- an koma hverfin koll af kolli. Mánaðargjald vegna innstungutengingarinnar við Netið er 3.650 krónur á mánuði fyrir 250 megabæt og er það ekki á tilboði. Til samanburðar má geta þess að tenging símalínu í hús kostar rúmar 7.000 krónur hjá Símanum.  Meiri hraði, meiri hreyfing: Nettenging í raf- magnsinnstungunni INNSTUNGA Bein tenging við veröldina alla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.