Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 8
8 18. september 2002 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS „Sovét-Ísland, hvenær KOMST þú“? Skólastjórnandi skrifar Grein Kristínar Helgu Gunn-arsdóttur á baksíðu Frétta- blaðsins í dag er algjör SNILLD! Hvert orð - hver stafur í greininni lýsa því stofnanauppeldi sem blessuð börnin okkar búa við í dag. Ekki hafa þau beðið um leng- ingu á skólaári né á skóladegi. Hvað finnst umboðsmanni barna um málið? Getur talist eðlilegt að 6 ára börn t. d. séu í skóla + dag- vist í allt að 9 tíma á dag? „Sovét- Ísland, hvenær kemur þú?“ orti skáldið forðum. Í dag ætti ljóðið að heita: „Sovét-Ísland, hvenær KOMST þú“?  Skurð- læknarapp Lesandi sendi morgunrapp skurðlæknafélagsins Fyrir skikkanlegt verð við skerum þig upp - og skurðhnífnum beitum af æfingu - en kúlulegur í kné eða hupp kosta extra ef þú vilt svæfingu. urði lí til ma nnesk ja þeg ar hen ni da skó lavist in. Þa ð kki sé rlega SÍMA NÚME R FRÉ TTABL AÐSIN Auglý singa - og m arkað sdeild : 515 75 15 - fa VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U Má ald rei leik a?Bakþ ankar Krist ínar Helg u Gu nnar sdótt ur VG í Reykjavík: Breytingar á stjórn STJÓRNMÁL Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi Reykjavíkurfé- lags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í kvöld. Sigríður Stefánsdóttir sem gegnir embætti formanns nú gefur ekki kost á sér. Þrír aðrir stjórnarmenn til viðbót- ar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Alls sitja níu manns í stjórn. Það fellur í hlut nýrrar stjórn- ar félagsins að vinna að undirbún- ingi flokksins fyrir næstu þing- kosningar og skipan á lista í R e y k j a v í k u r k j ö r d æ m u n u m tveimur.  SKULDIR HEIMILA Íslensk heimili eru einhver þau skuldsettustu í heimi. Samtök atvinnulífsins minna á þessa staðreynd og benda á að um helmingur skuld- anna séu húsnæðislán. Samtökin telja að hin háa skuldsetning megi meðal annars rekja til skuldhvetjandi húsnæðislána- kerfis. Gústaf Adolf Skúlason hjá Samtökum atvinnulífsins bendir á að verðbólga án húsnæðis sé nánast engin frá því í janúar. Samtökin ætla að tengsl séu á milli hækkunar húsnæðisverðs og stórlega niðurgreiddra vaxta. Bæði sé um að ræða lægri vexti í skjóli ríkisábyrgðar svo og vaxtabótakerfi. Samanlagt sé kerfið því mjög skuldhvetjandi. Skuldir heimila á Íslandi eru í dag samkvæmt peningamálum Seðlabankans 167% af ráðstöfun- artekjum. Af þeim er helmingur- inn vegna húsnæðislána. Ríkis- tryggð lán til húseigenda hafa aukist um 50% frá árinu 1995. Samtökin telja að aukninguna megi rekja til þess að reglur hafi verið rýmkaðar.  HÚSALEIGA Sigurður Helgi Guð- jónsson, formaður Húseigendafé- lagsins, gagnrýnir Pál Pétursson félagsmálaráðherra fyrir þær töl- ur sem hann hefur nefnt sem með- altalsleiguverð. Hann sagði að það þjónaði ekki leigumarkaðnum að gefa upp tölur sem engan veginn fengju staðist. Ráðherra hefur m. a. sagt að leigu- verð á 2 herbergja íbúð sé 35.000 krón- ur á mánuði. „Þessar tölur endurspegla ein- hvern allt annan raunveruleika held- ur en við erum að vinna við,“ sagði Sigurður Helgi. „Við gerum marga húsaleigu- samninga og þær leigufjárhæðir sem ganga og gerast eru allt því tvöfalt hærri en ráðherra hefur sagt.“ Sigurður sagði að þær tölur sem ráðherra hefði nefnt gætu hugsanlega tíðkast í félagslega kerfinu, því þar væri leigan lægri, en þær væru alveg á skjön við ís- lenska leigumarkaðinn. „Þó íslenskir leigusalar séu góðir og gjafmildir, þá er örlætið þeirra ekki svo mikið að þeir leigi út á þessum kjörum. Ráðherra segir líka einhverjir vondir menn séu að kjafta upp húsaleiguna, en það er líka hægt að kjafta hana niður. Þannig að þetta virkar í báð- ar áttir. Leigjendasamtökin hafa gert nokkuð af því að hrópa úlfur, úlfur og tala um húsaleiguokur og nefnt tölur í því sambandi. Með þessu hafa þau hins vegar verið að tosa upp leigu sem hefur verið lægri og sanngjarnari.“ Sigurður sagði að það hvort leiga væri há eða lág væri afstætt. Hún þyrfti. a.m.k. að vera um 1.000 krónur á fermetrann til þess að leigusalinn gæti staðið undir fjármagns- og rekstrarkostnaði og viðhaldskostnaði á leiguhúsnæð- inu. Það væri ekki há leiga í aug- um leigusalans hins vegar væri hún há í augum lágtekjufólks, sem þyrfti að taka leiguna af lágum launum. Að sögn Sigurðar gefa þessar tölur ráðherra ekki tilefni til þess að ætla að í landinu sé tvöfalt kerfi. Annars vegar kerfi þar sem leigan er gefinn upp og hins vegar þar sem hún er svört. „Ég tel það afar ólíklegt og treysti mér næstum við til þess að éta hatt minn og staf upp á það. Það hefur svo mikla áhættu í för með sér að skattaávinningurinn er ekki þess virði að stinga undan. Hér áður þegar skatturinn var 35% til 40% var auðvitað eitthvað um svarta leigu, en eftir að skatt- urinn var lækkaður í 10% er hún almennt kominn upp á borðið.“ trausti@frettabladid.is MIKLAR SKULDIR Um helmingur skulda heimila er vegna húsnæðislána. Íslensk heimili skulda 167% af ráðstöf- unartekjum sínum. Skuldsetning heimila mikil: Niðurgreiddu lánin skuldhvetjandi Ráðherra að reyna að kjafta húsaleiguna niður Formaður Húseigendafélagsins segir að ráðherra sé hugsanlega að reyna að kjafta húsaleiguna niður. Þó íslenskir leigusalar séu gjafmildir leigi þeir ekki á þeim kjörum sem ráðherra nefni. Hann segir ekki algengt að leiga sé svört. SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON Formaður Húseigendafélagsins segir að Leigjendasamtökin hafa gert nokkuð af því að hrópa úlfur, úlfur og tala um húsaleiguokur og nefnt tölur í því sambandi. Með þessu hafi þau hins vegar verið að tosa upp leigu sem hafi verið lægri og sanngjarnari. Með þessu hafa þau hins vegar verið að tosa upp leigu sem hefur verið lægri og sanngjarnari. Frá og með þessum degi verðurFréttablaðinu dreift á heimili á Akureyri eldsnemma á morgn- anna. Á Akureyri eru rétt tæplega 6.000 heimili. Þau bætast við þau tæp- lega 69.000 heimili sem fá Fréttablaðið á höfuðborgar- svæðinu. Frétta- blaðinu verður þar af leiðandi dreift á um 75.000 heimili héðan í frá eða á tvö af hverjum þremur heimilum á landinu. Auk þess að vera borið út á heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri verður Fréttablaðinu dreift í verslanir og á aðra sölu- staði á öllum helstu þéttbýlisstöð- um á landinu. Reynslan sýnir að með slíkri dreifingu er Frétta- blaðið lesið af um 20 til 25 prósent íbúa á hverjum stað. Reynslan af dreifingu Fréttablaðsins á heimili á höfuðborgarsvæðinu sýnir að um 70 prósent íbúa lesa blaðið. Markmiðið með eflingu dreifing- arkerfis Fréttablaðsins er því að ná um 70 prósent lestri meðal tveggja þriðju hlutar þjóðarinnar og um 25 prósent lestri hjá stór- um hluta þeirra sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins og Akureyrar. Auk venjubundinnar dreifingar er Fréttablaðið fáanlegt í tölvu- tæku formi á vef blaðsins, frett.is. Þangað sækja frá 3.000 upp í 4.500 manns sér blað á hverjum degi. Áður en Fréttablaðið hóf göngu sína fyrir einu og hálfu ári höfðu fáir trú á að viðskiptahug- myndin að baki blaðinu gengi upp; að gefa fólki dagblað sem yrði fjármagnað með auglýsing- um. Þegar útgáfufélagið sem stofnaði Fréttablaðið og rak það í rúmt ár féll saman var það ekki sönnun þess að viðskiptahug- myndin að baki Fréttablaðinu væri gölluð heldur einungis enn ein sönnun margkveðinnar vísu; að fyrirtæki sem eru vanfjár- mögnuð í upphafi ná sér aldrei á strik. Sama hversu viðskiptahug- myndin er góð. Viðtökur lesenda og auglýsenda við Fréttablaðinu hafa hins vegar sýnt að þessi hugmynd gengur upp. Með því að dreifa góðu dagblaði á heimili næst mikill lestur sem aftur er grunnur undir góða þjónustu við auglýsendur. Og með því að gæta að kostnaði má veita þessa þjón- ustu á góðu verði. Dreifing á heimili á Akureyri er liður í frekari uppbyggingu Fréttablaðsins á næstu vikum og mánuðum. Tilraunin hefur sannað sig. Næstu verkefni eru að styrk- ja útgáfuna enn frekar og efla.  „Reynslan af dreifingu Fréttablaðsins á heimili á höfuðborgar- svæðinu sýnir að um 70 pró- sent íbúa lesa blaðið.“ Góðan daginn, Akureyringar skrifar um Fréttablaðið í tilefni af því að Akureyringar fá nú blaðið með morgunkaffinu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.