Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 10
10 18. september 2002 MIÐVIKUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.05 Stöð 2 Íþróttir um allan heim (Trans World Sport) 18.00 Sýn Heimsfótbolti með West Union 18.30 Sýn Meistaradeild Evrópu (Bayern M. - Deportivo) 20.00 Ásvellir ESSO deild karla (Haukar - Grótta/KR) 20.40 Sýn Meistaradeild Evrópu (AC Milan - Lens) FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið, FA, mun taka fyrir mál sem snýr að stuðningsmönnum Birmingham City eftir að þeir ruddust inn á St. Andrews-völlinn í leik gegn Aston Villa. Tugir áhorf- enda ruddust inn á völlinn í hvert skipti sem heimaliðið skoraði mark. Einn stuðningsmannanna hljóp meðal annars upp að Peter Enckleman, markverði Aston Villa, og sýndi honum dólgslega til- burði. „Við munum rannsaka málið en bíðum eftir skýrslu frá eftirlits- mönnum leiksins,“ sagði í yfirlýs- ingu sem FA sendi frá sér. Að sögn lögreglunnar voru 31 áhorfandi handtekinn fyrir ólæti, fyrir og eftir leik. David Gold, stjórnarfor- maður Birmingham, sagðist líta málið alvarlegum augum og hefur maðurinn sem áreitti Enckleman verið útilokaður frá heimaleikjum Birmingham. Íslenska kvennalandsliðið spil- ar á St. Andrews-vellinum í und- ankeppni heimsmeistaramótsins um næstu helgi.  FÓTBOLTI Hope Powell, þjálfari kvennalandsliðs Englands, lofar frammi- stöðu fyrirliðans Karen Walker í leiknum gegn Íslandi í fyrradag. Wal- ker skoraði bæði mörk Englands. Á heimasíðu enska knattspyrnusam- bandsins segir Powell að Walker hafi verið maður leiksins og þetta hafi verið einn besti leikur hennar á ferlinum. „Ef hún heldur áfram að hlaupa svona eins og hún gerði er mér sama þótt hún verði fimmtug. Ég myndi samt velja hana í liðið. Þetta er besti leikur sem hún hefur átt undir minni stjórn,“ segir landsliðsþjálfarinn meðal annars.  FÓTBOLTI Laufey Ólafsdóttir, leik- maður ÍBV og íslenska landsliðs- ins, lék með Southampton í efstu deild í Englandi árið 1998. Hún var í leikmannhópi Íslands í fyrradag þegar landsliðið mætti því enska í undankeppni heims- meistaramótsins. „Þetta var allt öðru vísi þarna úti en hér heima,“ segir Laufey aðspurð um muninn á íslensku og ensku deildinni. „Það var einn leikur á viku og svo æfðum við tvisvar í viku. Önnur æfingin var boltaæfing en hin var þrek. Þær æfa mjög lítið og þetta byggist upp á því að þær haldi sér sjálfar í formi. Ég held að þetta sé þannig enn nema kannski hjá at- vinnumannaliðunum.“ Laufey segir að í bígerð sé að stofna at- vinnumannadeild kvenna í Englandi og nú þegar séu einhver lið búinn að gera samninga við leikmenn. Hún segir knattspyrn- una í Englandi mun hraðari en gerist hér á landi. „Þegar ég var úti komu álíka margir áhorfendur á leiki og hér heima. Ég held að það sé samt breytt. Sjónvarps- stöðin Sky er til dæmis farin að sýna frá bikarleikjum kvenna.“ Laufey kom inn á í tvær mínút- ur í leiknum í fyrradag og fékk eitt tækifæri sem hún segist hafa mátt nýta betur. „Við hefðum mátt sleppa þessum tveimur mörkum, rétt fyrir hálfleik og rétt fyrir leikslok. Þetta var frekar svekkj- andi.“ Laufey segir seinni leik liðanna leggjast vel í sig en hann verður á St. Andrews-vellinum í Birming- ham á sunnudaginn kemur. „Þær ensku sögðust víst fyrir leikinn ætla að vinna leikinn á Íslandi 3-0 og halda svo sýningu þar ytra. Þær líta greinilega ekki stórt á okkur en við verðum bara grim- mari fyrir vikið og ætlum að vinna leikinn.“ kristjan@frettabladid.is Mikill munur á deildinni hér heima og í Englandi Laufey Ólafsdóttir landsliðskona í fótbolta lék með Southampton í Englandi. Hún segir talsverðan mun á deildunum. Tvær æfingar í viku þar ytra. LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR Kom inn á í tvær mínútur í leiknum í fyrradag og fékk eitt tækifæri sem hún segist hafa mátt nýta betur. Ólæti hjá áhorfendum Birmingham: Áreitti markvörð andstæðinganna PETER ENCKLEMAN Átti hræðilegan dag þegar Aston Villa mætti Birmingham í fyrrdag. Hann missti boltann undir sig eftir innkast frá samherja. Markaskorari Englendinga: Besti leikur ferilsins KAREN WALKER Þjálfari landsliðsins lofar frammistöðu hennar í leiknum gegn Íslandi. FRÍSTUNDANÁM Í Miðbæjarskóla og Mjódd Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið NÝ NÁMSKEIÐ Fjármál heimilanna - leiðin til velgengni: Úr skuldum í jafnvægi, samskiptin við fjármálin og þá sem tengjast þeim. Áhersla lögð á að jafnvægi náist og haldist. Hugfræði - hugrækt: Mannleg samskipti og sjálfsefling. Fjallað um tilfinningagreind, lærða hegðun, innri höft, hagsmunamunstur og hamingjuna. SÍVINSÆL NÁMSKEIÐ Húsgagnaviðgerðir: Undirstöðuatriði fínsmíði kennd. Gömul húsgögn lagfærð og gerð upp. Spænska fyrir börn og unglinga: Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Fjölbreytt tungumálanámskeið. Myndlistanámskeið - Teikning, Olíumálun, Skopmyndateikning. Skrautskrift, glerlist. Námskeið fyrir börn og unglinga. Stærðfræðiaðstoð fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur. ÍSLENSKUKENNSLA FYRIR ÚTLENDINGA INNRITUN STENDUR YFIR í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. KENNSLA HEFST 23. september. Upplýsingar í síma 551 2992. Netfang: nfr@namsflokkar. is http://www.namsflokkar.is Svo lengi lærir sem lifir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.