Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 18. september 2002 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 11 b.i. 14 Sýnd kl. 8 og 10.50 b.i. 12 SÍMI 553 2075 STUART LITTLE 2 kl. 6SUM OF ALL FEARS kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 7.30 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 SLAP HER SHÉS FRENCH kl. 5 og 7 VIT 426 PLUTO NASH kl. 4, 6, 8 og 10 VIT432 Sýnd kl. 9 VIT 432 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 435 TÓNLIST Bretar rokka líka 6 6 8 8 10.15 10.15 SPÆNSK HÁTÍÐ ÚLTIMO VIAJE DE ROBERT PAU I EL SEU GERMÁ JUANA LA LOCA LOLA VENDE CÁ LLUVÍA EN LOS ZAPATOS POSITIVO / SMITAÐUR Slash, fyrrverandi gítarleikariGuns And Roses, er enn sár og svekktur út í Axl Rose, söngvara, fyrir að hafa end- urvakið sveitina án þess að fá hann til liðs við hana. Nú hefur Slash snúið vörn í sókn og er að stofna sitt eigið band. Hann hefur fengið bassaleik- arann Duff McKagan, tromarann Matt Sorum og gítarleikarann Dave Pusher til liðs við sig. Hann á þó enn eftir að finna söngvara. „Það er enginn rokksöngvari á lausu nú nema þeir sem hafa ver- ið of lengi að,“ sagði Slash. Sveit- in hefur heldur ekki fengið nafn. Næsti hluti Hringadróttins-sögu mun meðal annars inni- halda ástarþríhyrning sem ekki var í bók Tolki- ens. Í fyrsta hlut- anum var gefið til kynna að Aragorn, leikinn af Viggo Morten- sen, og Arwen, leikin af Liv Tyler, ættu í ein- hvers konar sam- bandi. Það samband verður blásið enn frekar upp auk þess sem Lafði Eowyn, leikin af Miröndu Otto, mun beita töfrum sínum til að krækja í Aragorn. „Leikar munu æsast í næsta hluta en þið munið ekki sjá nakinn afturend- ann á Viggo Mortensen,“ var haft eftir einum aðstandenda myndar- innar. Jason Priestley segist ekkimuna eftir bílslysinu sem hann lenti í þegar hann tók þátt í kappakstri fyrr á þessu ári. Beverly Hills stjarnan missti stjórn á bíl sínum, lenti á vegg og var fluttur með hraði á spítala. Í fyrstu var talið að hann myndi eiga erfitt með gang en betur fór en á horfðist. Hann hyggst hefja kappakstur að nýju þegar hann hefur jafnað sig að fullu. Dannii Minogue segir að stórasystir sín Kylie Minogue hafi ákveðið að draga sig í hlé frá skemmtanabrans- anum í smá stund til að gefa henni tækifæri á að slá í gegn. Dannii hef- ur verið að vinna að breiðskífu og kemur fyrsta smáskífan, Put The Needle On It, út í lok október. Upphaflega átti næsta smáskífa Kylie að koma út á sama tíma en hún hefur frestað henni þar til í byrjun nóvember. „Kylie ætlar að slaka á í Ástralíu enda hefur hún unnið mikið á síð- ustu mánuðum,“ sagði Dannii um stóru systur. „Að sjálfsögðu eig- um við í keppni eins og allir aðrir sem eru í þessum bransa.“ FUNDUR 20.00 Aðalfundur Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs í Reykjavík verður haldinn í Norræna húsinu. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, stjórnarkjör og fleira. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega og nýir félagar eru velkomnir. MYNDLIST Sýningin Þrá augans - saga ljósmynd- arinnar er í Listasafni Íslands. Sýningin lýsir þróunarskeiðum ljósmyndarinnar frá um 1840. Sýningin stendur til 3. október. Sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld er í Listasafninu á Akureyri. Málverkasýningin Stælarer í Gallerí nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Þátttak- endur eru Árni Bartels, Davíð Örn Hall- dórsson, Guðmundur Thoroddsen og Ragnar Jónasson. . Sýningin stendur til 22. september og er opin milli 14 og 18. Sýning Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson í Gallerí Skugga. Á jarðhæð, í aðalsal og bakatil, sýnir Kimmo skúpltúra sem bera yfirskriftina „Tilfinningar“. Charlotte nefnir verk sitt í kjallara Gallerí Skugga „Kjallari“, en þar umbreytir hún rýminu með gagnsæjum gúmmíþráðum. Björn Lúðvíksson heldur yfirlitssýningu á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöðinni á Akranesi í tilefni 50 ára afmælis stofn- unarinnar. MIÐVIKUDAGURINN 18. SEPTEMBER TÍSKA Eins og komið hefur fram vakti mikla athygli á tískuvikunni í London í ár hversu margir af eft- irsóttustu hönnuðum Breta ákváðu að vera ekki með. Henni lauk á mánudag. Fyrir fimm árum síðan var Lúndunatískan allsráð- andi en nú virðist tískustraumur- inn vera að renna í aðrar áttir. Miklar vonir eru bundnar við komandi tískuvikur í New York. París og Mílanó en þangað færðu flestir stórhönnuðir Breta sýning- ar sínar. Ekki fór mikið fyrir svokölluð- um ofurfyrirsætum í ár á sýning- arpöllunum. Reyndar gaf stórstjörnuleysið yngri hönnuðum meira rými í ár. Sýning nýstofnaðs fyrirtækis leikkonunnar Sadie Frost fangaði mestu fjölmiðlaathyglina í ár en það hefði líklegast ekki gerst ef Stella McCartney eða Alexander McQueen hefðu sýnt í heimaland- inu. Sýningar hönnuðanna Julien MacDonald, Ben de Lisi, J Maskrey og Roland Mouret vöktu einnig mikla athygli.  Tískuvikunni í London lokið: Ný nöfn fengu að njóta sín í stjörnuleysinu SUNDTÍSKAN Ekki má gleyma sundfatnaðinum. Þessi fyrirsæta er í afar sætu bikiní frá hönnuð- inum Ben de Lisi. J MASKREY Sýning skartgripa og líkamslistaverka- mannsins J Maskrey vakti mikla athygli. Hann reyndi margt til þess að skera sig út og þótti honum takast ágætlega til. Þessa stúlku er búið að skreyta glimmerblómum. FAKE Sýning tískuhússins Fake vakti mikla lukku. Fötin líktust oft einkennisbúning eins og sést á þessari mynd. Eins konar blanda af kúreka- og flugfreyjufatnaði. FROST FRENCH Ein af eftirsóknaverðari sýningum London vikunnar var sýning Frost French. Það fyrir- tæki er m.a. í eigu leikkonunnar Sadie Frost eiginkonu leikarans Jude Law. Þessi bleiki klæðnaður vakti mikla athygli. Bretar undir bandarískumáhrifum? Það hefur oft verið lykilinn að góðum kokteil. Nægir að nefna Bítlana, The Rolling Sto- nes og Radiohead í því samhengi. Hefðin er það sterk í Bretlandi að senan þar hefur einkennst af því síðustu árin að endurvinna það sem talið er „gamalt og gott“ (t.d. Embrace, Oasis, Coldsailor, Star- play eða hvað þær nú allar heita...!?!). Það er af þeim ástæð- um sem tónar Hundred Reasons virka eins og ferskur blær að vestan á breskt tónlistarlíf. Hér er ekkert annað á ferðinni en fyrsta breska sveitin undir áhrifum frá bandarískum rokk- böndum á borð við At the drive-in og Fugazi sem brýst upp á yfir- borðið. Það er ekki að ástæðu- lausu sem Hundred Reasons eru komnir þetta langt. Þeir eiga að vera hörkugóðir á tónleikum, skarta góðum söngvara, rokka vel á plötunni og gleyma ekki að semja grípandi lög í töffaraskapn- um. Þessi plata fer þó seint á spjöld sögunnar sem tímalaust meistara- stykki. Það verður að viðurkenn- ast að hún er þrælgóð frumraun. Nú er bara að vona að það togni úr þessum piltum í réttar áttir. Eða í ódauðlegum orðum Megadeth: „So far, so good... so what?“ Birgir Örn Steinarsson HUNDRED REASONS: Ideas above station Full búð af nýjum vörum Úlpur frá 2.990 Buxur frá 1.290 Þykkar prjónapeysur 2.490 Munið 10% klúbbafslátt og 20% tvíburaafslátt. Verið velkomin! Hafnarfirði Do Re Mi Hafnarfirði • Fjarðagötu 17 • S: 555 0448 • Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.