Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 22
22 18. september 2002 MIÐVIKUDAGUR HÚSIÐ Fyrsti hluti Miðbæjarskólansreis á árinu 1898 og kennsla hófst þar í október það ár. Vel var vandað til undirbúnings að byggingu skólans og meðal ann- ars leitað út fyrir landsteinana. Arkitekt skólans var danskur en viðurinn í bygginguna var flutt- ur tilsniðinn frá Noregi. Nokkuð var deilt um staðsetningu skól- ans sem þótti úrleiðis. Hins veg- ar þótti vega þyngra að loftið væri heilnæmara þar en í sjálfri Kvosinni. Miðbæjarskólinn var eini barnaskólinn í Reykjavík fram til 1930 þegar Austurbæj- arskólinn tók til starfa. Grunn- skólahaldi var hætt þar um 1970 en byggingin hefur hýst ýmsa skóla síðan, svo sem Mennta- skólann við Tjörnina (nú við Sund), Leiklistarskóla Íslands og Tjarnarskóla. Nú er Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur í húsinu ásamt Námsflokkum Reykjavík- ur.  Ég var í tveggja ára fríi og fór áheimaslóðir vestur á Bíldu- dal,“ segir Þröstur Leó Gunnars- son, leikari, sem er snúinn aftur á svið í Þjóðleikhúsinu. Þröstur Leó hugðist fara á sjó á Bíldudal og afla sér almennilegra tekna eins og hann orðar það. Hann var þó aðeins nokkra mánuði á sjó þar sem hann lenti í slysi. „Ég sleit í mér krossbönd í hnénu og það tók mig rúmt ár að ganga í gegnum það. Tíminn sem ég ætlaði að nota til að ná mér í almennilegar tekj- ur fór því í veikindi.“ Þröstur Leó segist ekki vera búinn að jafna sig að fullu en hann hefur verið í end- urhæfingu. Þröstur Leó leikur í verkinu Viktoríu og Georg, eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem frumsýnt var um síðustu helgi. Hann segir frumsýninguna hafa gengið vel þó hann hafi klikkað á texta í fyrsta sinn. „Ég heyri mjög illa á öðru eyranu. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í fanginu á Guðrúnu Gísladóttur og ligg á eyranu sem ég heyri með,“ segir Þröstur Leó þegar hann rifjar upp atvikið. „Svo kom eitthvert klikk í textanum og ég fór að hugsa hvort okkar hafi verið að klikka. Svo heyri ég bara eitt- hvað tuldur í hvíslaranum og það heyra allir nema ég. Ég vissi ekk- ert hvað hann var að segja. Þetta var allt mjög skrýtið.“ Þröstur Leó segist ekki vita hvað taki við á næstunni, það sé margt í bígerð en ekkert ákveðið.  Þröstur Leó Gunnarsson, leikari, er kominn aftur ár svið Þjóðleikhúss- ins eftir tveggja ára hlé. Persónan Klikkaði á texta í fyrsta sinn TÍMAMÓT JARÐARFARIR 10.30 Gunnar R. Bjarnason, leikmynda- teiknari, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Bryndís Emilsdóttir, Grettisgötu 73, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 13.30 Ómar Sigtryggsson, Háteigsvegi 19, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 15.00 Guðmundur H. Þorbjörnsson, Hlíðarhúsum 3, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju. 15.00 Sverrir Bjarnason, læknir, Blika- hólum 6, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni. AFMÆLI Sveinn Einarsson, forstöðumaður Þjóð- menningarhúss, er 68 ára. Kjartan Ragnarsson, leikari, leikstjóri og leikritahöfundur, er 47 ára. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, er 48 ára. ANDLÁT Kristín Jóhannsdóttir, Elliheimilinu Grund, Reykjavík, lést 3. september. Út- förin fór fram í kyrrþey. Sigríður Kristín Bergmundsdóttir, Hólmgarði 7, Reykjavík, lést 3. septem- ber. Útförin fór fram í kyrrþey. Böðvar Kvaran, Sóleyjargötu 9, Reykja- vík, lést 16. september. Þorvaldur Örn Vigfússon frá Holti, Vest- mannaeyjum, lést 16. september. Aðalsteinn Sveinsson, Smáragrund, Borgarfirði eystra, lést 14. september. Laufey Hulda Sæmundsdóttir frá Draumbæ lést 15. september. Sigrún María Sigurðardóttir Arason lést á Nýja Sjálandi 13. september. Jóhann Valdimar Guðmundsson frá Fögrubrekku í Hrútafirði lést 12. septem- ber. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Ítrekað skal að myndlistamaðurinn Odd Nedrum hefur enn ekki ráðið Hrafn Gunn- laugsson sem skrúðgarðsarkitekt í garði gamla Borgarbókasafnsins. Leiðrétting BÖRN AÐ LEIK Það er alltaf gaman að leika sér úti í góðu veðri. Það þótti að minnsta kosti þessum börnum sem léku sér á Arnarhóli í gær. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI FÓLK Í FRÉTTUM Ungir Vinstri grænir halda aðal-fund um helgina. Efnt verður til málþings undir yfirskriftinni Fullveldi, norræn samvinna og ESB og nýr formaður verður kos- inn. Sigfús Ólafsson, fyrsti formað- ur UVG, gefur ekki kost á sér. Á málþinginu verða tveir fulltrúar ungliðahreyfingar færeyska Þjóð- veldisflokksins framsögumenn ásamt Drífu Snædal, stjórnar- manni í UVG og varaþingmanni Vinstri-grænna í Reykjavík. Hingað til hefur Bríet, félagungra feminista, þurft að flækjast á milli kaffihúsa og fund- arherbergja með starf sitt. Nú viðist sem bót verði á þar sem Hitt húsið og Reykjavíkurborg ætla að hjálpa félaginu að koma sér upp húsnæði. Vitað er að húsnæði nekt- arstaðarins Maxims í Hafnarstræti er að losna og gætu feministar varla komið með sterkari yfirlýs- ingu en að hengja mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur bakvið súluna. Portúgalska knattspyrnuliðiðBenfica keppti við Val á Laug- ardalsvellinum í Reykjavík árið1968. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Áhorfendur voru 18.243 en það var vallarmet sem stendur enn. Meðal leik- manna Benfica var hinn heims- frægi Eusebio. Sprenging varð í flugeldaverk-smiðju á Akranesi árið 1977. Tveir menn létust. Skemmdir urðu á tuttugu nálægum húsum. Jón L. Árnason, 16 ára mennta-skólanemi, varð heimsmeistari sveina í skák árið 1977. Hann tap- aði aðeins fyrir Garry Kasparov sem lenti í þriðja sæti. Jón varð stórmeistari árið 1986. Fyrsta eintakið af The NewYork Times kom út árið 1851. SAGA DAGSINS 18. SEPTEMBER Einar Már Guðmundsson, rit-höfundur, er 48 ára í dag. Hann er að berjast við að klára nýja bók og segir hlutunum þannig háttað að hann sé mjög oft á fullu við að „ganga frá“ í kring- um afmælið, enda haustið vertíð- artími rithöfunda. Einar er sáttur við aldurinn og segir það bara gaman að eiga afmæli af og til en það sé allur gangur á því hvort hann geri sér dagamun á afmæl- inu: „Afmælisdaginn ber auðvitað upp á háannatíma en það hefur svo sem komið fyrir að maður geri eitthvað sérstakt en þá ekk- ert endilega á sjálfan afmælisdag- inn.“ Einar vakti fyrst athygli með ljóðabók sinni, Er nokkur í kór- ónafötum hérna inni?, árið 1980 og hefur haft ritstörf að aðalstarfi allar götur síðan. Hann hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyr- ir ritstörf sín, svo sem fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna Bókafélagsins fyrir skáldsöguna Riddarar hringstig- ans, tilnefningu til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 1991 fyrir Klett í hafi, Fótspor á himnum 1997 og Drauma á jörðu 2000 og Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir Engla alheimsins árið 1995. Einar segir það oft hittast þannig á að hann sé í burtu á af- mælinu og þannig sé málum ein- mitt háttað í ár en hann flýgur á Bókamessu í Gautaborg á afmæl- isdaginn: „Þannig að ég verð á háu plani á afmælisdaginn, skýjum ofar.“ Einar tekur þátt í nokkrum dagskrárliðum á bókamessunni auk þess sem hann kynnir skáld- sögu sína Draumar á jörðu sem er nýkomin út í Svíþjóð. Hann segist ekki vita til þess að íslenskir rit- höfundar verði áberandi á Bóka- messunni að þessu sinni: „Ég er þarna á vegum sænska útgefand- ans en messan hefur stundum snúist meira eða minna um Ísland og þá hafa íslenskir höfundar safnast þar saman.“ Hvað nýju bókina varðar segir Einar að líta megi á hana sem ein- hvers konar sjálfstætt framhald af tveim síðustu bókum sínum, Fótsporum á himnum og Draum- um á jörðu. „Hún er þó ólík þeim enda er maður alltaf að reyna að sækja á ný mið.“ Hann segist ekki vera kominn með titil á bókina: „Þeir eru nokkrir svífandi í lausu lofti en ég á eftir að velja.“  EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Er vanur því að vera á kafi í frágangi skáldsagna í kringum afmælið sitt. Þannig er málum háttað í ár en hann gefur sér þó tíma til að mæta á Bóka- messuna í Gautaborg á afmælisdaginn. ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON Var að smíða hillu fyrir baðher- bergið þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segist al- kominn til Reykjavíkur. Siggi og Jói fóru saman á veit-ingastað í hádeginu. Þegar þjónninn kom með diskana á borðið hrifsaði Siggi umsvifalaust til sín diskinn með stærra kjötstykkinu. „Alltaf ertu eins,“ sagði Jói. „Hvenær ætlarðu að temja þér kurteisi?“ „Ef þú hefðir valið fyrst, hvorn bitann hefðir þú þá tekið?“ svaraði Siggi. „Auðvitað minni bitann,“ sagði Jói. ,,Hvað ertu þá að væla? Þú vild- ir minni bitann.“ Lesendur geta lagt til brandara á surmjolk@frettabladid.is AFMÆLI Skýjum ofar í dag Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, á afmæli í dag. Hann er að leggja lokahönd á nýja skáldsögu sem á að koma út fyrir jól og er auk þess á leið á Bókamessuna í Gautaborg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.