Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.09.2002, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 18. september 2002 Skoðaðu Þetta! Bæjarlind 14, sími 564 57 00, www.badstofan.is „SANIT“ þýsk gæðavara Upphengt salerni með innbyggðum kassa. Verð kr. 45.900 (allt settið) BANDARÍKIN Bandaríski leikarinn Christopher Reeve hefur ásakað kaþólsku kirkjuna og Bush Bandaríkjaforseta fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann fengi lyf sem gæti skipt sköpum fyrir bata hans. Reeve, sem hefur ver- ið lamaður upp að hálsi eftir slys árið 1975, sagði í samtali við dagblaðið The Guardian að rann- sóknir á fósturvísum sýndu að til væru lyf sem læknuðu laskað taugakerfi og gætu hjálpað sjúk- lingum eins og honum. Hann ásakar George W. Bush fyrir að hafa stöðvað þessar rannsóknir vegna þrýstings frá kaþólsku kirkjunni. Reeves mun eyða um 270 þúsund dölum í lyf árlega, en hann hefur náð nokkrum bata og gat hreyft fingur og tær í fyrsta skipti fyrir nokkrum dög- um.  Christopher Reeve: Reiður út í Bush og kaþólsku kirkjuna FYRRUM SÚPERMANN Vill að rannsóknum á fóstrum verði haldið áfram. Stress Survivor-keppenda: Slagsmálum afstýrt SJÓNVARP Keppendur í nýrri Survi- vor-þáttaröð misstu stjórn á sér við upptöku þáttarins og slagsmálum var afstýrt. Fyrsti þátturinn í ser- íunni fer í loftið á fimmtudags- kvöld. Jeff Probst stjórnandi sagði að skaphiti keppenda hefði komið sér í opna skjöldu. „Þetta verður áberandi í þriðja þætti,“ segir Probst. Hann segir þátttakendur sérstaklega ákveðna og metnaðar- gjarna. „Mér líkar það vel,“ segir hann, „ég vil að fólk sé með í fullri alvöru.“ Survivor hefur verið einn vinsælasti raunveruleikaþátturinn og framleiðendur eru þegar farnir að undirbúa sjöttu þáttaröðina.  PAVAROTTI Einn ástsælasti tenór heims. Syngur tónlist eftir Verdi til styrktar hungruðum. Pavarotti: Syngur á góðgerðar- tónlekum TÓNLEIKAR Stórtenórinn Pavarotti er að undirbúa sig fyrir góðgerð- artónleika sem haldnir verða í Mónakó í október. Þar mun hann syngja ásamt söngvurum frá Monte Carlo-óperunni við undir- leik ítalskrar sinfóníuhljómsveit- ar, en tónleikarnir verða til styrktar bandarísku átaki gegn hungri í heiminum. Pavarotti mun syngja tónlist eftir Verdi.  FÓLK Söngkonan Marie Fredriks- son, sem er annar helmingur poppdúettsins Roxette, hefur ver- ið greind með heilaæxli. Þetta kom í ljós eftir að hin 44 ára gamla söngkona féll í yfirlið á heim- ili sínu. Hún dvelur nú á spítala þar sem læknar rannsaka æxlið. Samkvæmt út- gáfuáætlun Roxette átti sveitin að gefa út nýja smáskífu, „A Thing About You“, eftir þrjár vikur. Tónleika- ferðalag um Evr- ópu var svo áætlað í október. Öllum út- gáfum, tónleikum og öðrum fram- komum hefur verið frestað. Roxette er ein af vinsælustu hljómsveitum Svía frá upphafi og hefur engin önnur sveit náð jafn góðum árangri á smáskífusölulist- um í Bandaríkjunum. Fyrsti smellur þeirra var lagið „The Look“ sem varð vinsælt um allan heim árið 1989. Síðan þá hef- ur sveitin átt mikilli velgengni að fagna og gert lög eins og „It Must Have Been Love“, „Joyride“ og „Almost Unreal“ vinsæl. Frederiksson söng einnig dúettinn „Wonderful World“ með Abba-söngkonunni Anni-Frid Lyngstad fyrir þremur árum.  Söngkona Roxette: Greindist með heila- æxli MARIE FRED- RIKSSON Öllum tónleik- um hennar hef- ur verið frestað um óákveðinn tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.