Fréttablaðið - 08.10.2002, Page 21

Fréttablaðið - 08.10.2002, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 8. október 2002 21 TÓNLIST Lesendum tónlistartíma- ritsins Q verður gefið tækifæri til þess að halda þeim poppara sem fer mest í taugarnar á þeim frá verðlaunaafhendingu blaðsins í ár. Verðlaunin heita „Q most unwanted“ og verður þeim sem fær flest atkvæði meinaður að- gangur að hátíðinni í ár. Aðstandendur hátíðarinnar hvetja lesendur blaðsins að velja þann poppara sem þeim finnst hæfileikalausastur eða þann sem er þekktastur fyrir það að haga sér illa. Liam Gallagher er örugg- lega í hópi þeirra sem koma til greina. Tilnefningar til verðlaunanna í ár verða tilkynntar í London á mánudag. Verðlaunaathöfnin fer fram viku síðar. Vanalega veitir blaðið verðlaun fyrir „bestu smáskífu“, „bestu plötu“, „besta myndband“, „besta nýliðann“ og „besta tónlistaratriði í heiminum í dag“.  Nýbreytni á Q verðlaunahátíðinni: Kosið um óvin- sælasta popparann LIAM GALLAGHER Hefur verið þekktur fyrir að haga sér illa á verðlaunhátíðinni. Gæti því þurft að sitja heima í ár. KÓNGAFÓLK Prins Claus, hinn þýsk ættaði eiginmaður hollensku drottningarinnar Beatrix, lést á sunnudag 76 ára að aldri. Hann hafði átt í harðri baráttu við park- isonveiki og hafði verið undir dag- legu eftirliti í nokkra mánuði vegna öndunar- og hjartveiki. Claus var innritaður á spítala fyr- ir tveimur vikum vegna sýkingar í lungum sem að lokum dró hann til dauða. Sonur konungshjónanna var við banabeð föður síns. Hundruð manna söfnuðust saman fyrir utan Huis ten Bosch höllina til að votta honum virð- ingu sína. Þar var búið að raða upp kertum, blómsveigum og póstkortum. Claus hafði verið meðlimur í þýska nasistaflokknum. Hol- lenska þjóðin átti því erfitt með að viðurkenna hann þar sem hún var enn í sárum eftir innrás Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var þó tekinn í sátt þegar þau hjón eignuðust drenginn Vilhjálm Al- exander. Vilhjálmur Alexander, er fyrsti krónprinsinn sem fæðist í heila öld og hefur hann notið gríð- arlegra vinsælda heima fyrir. Claus þótti afar heillandi mað- ur og hafði mikið innsæi í hol- lenskt atvinnulíf. Hann virtist afar heilsuveill þegar hann kom fram í sjónvarpi í byrjun síðasta árs ásamt eiginkonu sinni þar sem þau tilkynntu trúlofun Vilhjálms Alexanders krónprins. Þegar Claus verður jarðsung- inn verður það fyrsta konunglega útförin í Hollandi síðan Vilhelm- ína drottning, amma Beatrix, var borin til grafar árið 1962. Móðir Beatrix, Júlíana, afsalaði sér drottningarembættinu árið 1980. Hollenska ríkisstjórnin til- kynnti í gær að jarðarförin færi fram þann 15. október. Claus verður grafin í Nýju kirkjunni í Delft, sem er frá 14. öld, en þar eru 43 meðlimir konungsfjöl- skyldunnar grafnir.  Þjóðin tók hann seint í sátt Prins Claus lést á sunnudag. Afar umdeildur maður en þótti heillandi. Var meðlimur í þýska nasistaflokknum. KONUNGSHJÓNIN Beatrix og Claus veifa til mannfjöldans fyrr á þessu ári í tilefni af giftingu Vilhjálms Alex- anders, krónprins. BEÐIÐ FYRIR PRINSINUM Hollenska þjóðin tók Claus seint og síðar meir í sátt. Hann var meðlimur í þýska nasistaflokknum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.