Fréttablaðið - 01.11.2002, Side 6

Fréttablaðið - 01.11.2002, Side 6
6 1. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR STÓRBRUNINN Húsið númer 38 við Laugaveg var í hættu í stórbrun- anum sem varð 19. október. Þar er skóverslunin Ecco og eigandi hennar er Svavar Júlíusson. Svav- ar segist hafa horft á brunann og á eyðilegginguna gerast. Hann segist hafa verið þess fullviss að ekki tækist að bjarga húsinu. Þakkar hann fyrst og fremst elju slökkviliðsmanna og baráttu þeir- ra við eldinn að hús númer 38 hafi ekki líka orðið eldinum að bráð. „Eldur hefur miklu meiri áhrif á fólk en menn gera sér grein fyr- ir því eyðileggingamátturinn er svo mikill. Aðalatriðið í þessu öllu saman var að enginn slasaðist. Ekki síst var ég hræddur um slökkviliðsmennina. Ég horfði á þá berjast við eldinn og sá hvern- ig reykkafararnir komu örmagna út eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn væri í húsunum.“ Svavar segist sammála skoðun margra að mikil eldgildra sé að bakhúsunum við Laugaveg. Það hafi komið berlega í ljós í stór- brunanum. Hann segist fagna ákvörðun forvarnardeildar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að taka út þessi hús til að reyna að koma í veg fyrir annað eins stór- slys. „Ég vona að Laugavegurinn verið betri á eftir. Gatan má ekki við því að fá á sig fleiri áföll.“  Svavar Júlíusson í versluninni Ecco: Bakhúsin eru eldgildrur UNNIÐ AÐ LAGFÆRINGUM Svavar segir að skipta hafi þurft um einangrun í lofti verslunarinnar vegna vatntjóns. Framsóknarmenn ákveða sig: Stilla upp í Reykjavík STJÓRNMÁL Framsóknarmenn stilla upp á framboðslista í báðum Reykjavíkurkjördæmunum fyrir næstu þingkosningar. Stuðningur við uppstillingu var þó misjafnlega mikill í kjördæm- unum tveimur. Hún var samþykkt með 80% atkvæða í norðurkjör- dæmi en aðeins 60% í suðurkjör- dæminu þar sem deilur höfðu staðið milli forystumanna. Upp- stillingarnefndir starfa í hvoru kjördæmi um sig og eiga að legg- ja lista fyrir kjördæmisþing ekki síðar en í janúar.  SJÁVARÚTVEGUR Stærri breytingar á eignarhaldi sjávarútvegsfyrir- tækja halda áfram. Afl - fjárfest- ingarfélag sem er í ráðandi eigu Þorsteins Vilhelmssonar og Landsbankans seldi öll hlutabréf sín í Þormóði ramma og Þorbirni fiskanesi. Kaupandi er Ráeyri. Í stjórn Ráeyrar situr Ólafur H. Marteinsson framkvæmdastjóri Þormóðs ramma. Afl hefur frá því í sumar verið að kaupa bréf í Þormóði ramma, síðast í gærmorgun. Afl seldi svo skömmu síðar alla eign sína í Þor- móði ramma, 45,8% á 3,2 millj- arða. Afl hefur því losað um 3,8 milljarða í viðskiptum með þessi tvö félög. Annar forsvarsmaður Ráeyrar er Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson. Hann er stjórnarfor- maður Íshúsfélags Vestmanna- eyja. Þykir það benda til sam- runa Þormóðs ramma og Íshúsfé- lagsins. Afl hefur ekki gefið neitt út um áform sín í framhaldinu. Þor- steinn Vilhelmsson hefur lýst því yfir að helsta áhersla hans séu fjárfestingar í sjávarútvegi. Sér- fræðingar gera ráð fyrir að það sameiningarferli sem hafið er í greininni haldi áfram.  Hræringar í sjávarútvegi: Afl selur fyrir þrjá milljarða Vinstri grænir í suðvesturkjördæmi: Vilja Árna Steinar STJÓRNMÁL Félagar úr Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði í suðvesturkjördæmi hafa rætt við Árna Steinar Jóhannsson, þingmann flokksins af Norður- landi eystra, um að hann flytji sig suður og fari í framboð í kraganum. Hópur innan VG vill að Árni Steinar leiði lista flokksins í suð- vesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Þeir hafa mælt fyrir því í uppstillingarnefnd flokksins og rætt við Árna Steinar. Hann hefur ekki gefið nein svör um hvort hann sé tilleiðanlegur. Upp- stillingarnefnd skoðar jafnframt fleiri möguleika í stöðunni. Árni Steinar skipaði annað sæti á lista Vinstri-grænna á Norðurlandi eystra.  VIÐSKIPTI Breska stórblaðið The Guardian birtir í gærmorgun fyrstu grein sína af nokkrum um Decode og viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu sem vakið hafa at- hygli út fyrir land- steinana. James Meek, blaðamaður The Guardian, kom hingað til lands í fyrra mánuði og ræddi þá bæði við Kára Stefánsson og einstaklinga sem veðjuðu aleigunni á fyrirtækið þegar gengi hlutabréf- anna í Decode var sem hæst. Einn þeirra er Hinrik Jónsson sem keypti hlutabréf í Decode fyrir fimm milljón- ir króna sem hann tók af bótafé sem hann hafði feng- ið eftir reiðhjólaslys sem gerði hann öryrkja. Friðrik keypti á genginu 56 af Landsbankanum: „Ég hafði aldrei keypt verðbréf áður,“ segir Friðrik í The Guardi- an. „Ég fylgdist með sjónvarps- fréttum og sá hlutabréfin í Decode hækka stöðugt. Nú er ég miður mín,“ segir hann enda verðmæti hlutabréfa hans nú aðeins brot af því sem hann greiddi fyrir þau. Sömu sögu segja aðrir sem James Meek ræddi við hér á landi en þeir koma ekki fram undir nafni. Segj- ast skammast sín fyrir að hafa lát- ið teyma sig á asnaeyrunum af spákaupmönnum, bankastofnun- um og jafnvel stjórnmálamönnum. James Meek hitti Kára Stefáns- son nokkrum sinnum á meðan á dvöl hans hér á landi stóð. Dregur blaðamaðurinn upp heldur dökka mynd af forstjóra Decode enda munu fundir þeirra hafa verið stormasamir: „Kári Stefánsson er óvenjuleg- ur maður. Ímynd hans er sveipuð gáfnaljóma en hann á það til að stökkva upp á nef sér í tíma og ótíma,“ segir í The Guardian og blaðamaður blaðsins furðar sig á því að Kára sé oft líkt við víking: „Ef víkingur er íhugull, gráhærður tæplega tveggja metra maður með skapgerðarbresti og klæðist þröngum bol sem hylur vöðva- stæltan efri hluta líkamans þá er Kári Stefánsson víkingur,“ segir James Meek í The Guardian. Og þessa gusu fékk hann yfir sig frá Kára á einum þeirra funda sem þeir áttu saman: „Ég skil ekki hvers vegna ég er að eyða tíma mínum í þig sem hefur ekki einu sinni unnið heimavinnuna þína.“ Í greininni um Decode í The Guardian er einnig rætt við Egil Helgason sjónvarpsmann og Hró- bjart Jónatansson lögfræðing. Eft- ir Agli Helgasyni er þetta haft: „Mér varð ekki um sel þegar móðir mín minntist á að hún hygð- ist kaupa bréf í Decode. Þegar op- inber starfsmaður eins og hún vill fara að kaupa hlutabréf í Decode er nokkuð víst að einver tapar pen- ingum einhvers staðar.“ James Meek lýkur grein sinni í The Guardian í gærmorgun með því að vitna til orða eins af fórnar- lömbum hlutabréfaæðisins í Decode: „Ég áfellist ekki Decode vegna þess að ég botna ekkert í hvað þetta fyrirtæki er að gera.“ Von er á fleiri greinum um Decode í The Guardian á næstunni en James Meek ræddi einnig við Davíð Oddsson og fleiri ráðamenn um fyrirtækið, tilurð þess og þær framtíðarvonir sem við það eru bundnar. eir@frettabladid.is Átti að bjarga mannslíf- um...en leggur þau í rúst Breska stórblaðið The Guardian fjallar ítarlega um Decode. Dregur upp dökka mynd af Kára Stefánssyni. Fórnarlömb fallandi gengis hlutabréfanna á barmi örvæntingar á síðum blaðsins. HINRIK JÓNSSON Notaði slysabætur til að fjárfesta í Decode. Kvartar nú sáran á síðum breska stórblaðs- ins The Guardian. „Ef víkingur er íhugull, grá- hærður tæp- lega tveggja metra maður með skap- gerðarbresti og klæðist þröngum bol sem hylur vöðvastæltan efri hluta lík- amans þá er Kári Stefáns- son víkingur.“ Orkuveita Reykjavíkur: Tekur 3,5 milljarða lán FJÁRMÁL Orkuveita Reykjavíkur hyggst taka rúmlega 3,5 milljarða króna hjá Bayerische Landes- bank. Lánið er tekið til að fjár- magna framkvæmdir á þessu ári og því næsta, sem og til að greiða upp óhagstæð erlend lán. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun Orkuveitunnar fyrir árið 2002. Nokkuð langan tíma hefur tekið að ganga frá lán- inu, þar sem Orkuveitan er nýr aðili á erlendum lánamarkaði. Reykjavíkurborg, sem á 92,22% í Orkuveitunni hefur samþykkt lántökuna fyrir sitt leiti. Lánið er til 5 ára og greiðist í einu lagi í lok lánstímans.  VEISTU SVARIÐ? Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér nýja bók. Hvað heitir hún? Borgaryfirvöld hafa áhyggjur af ábyrgð vegna Landsvirkj- unar. Hvað er ábyrgðin há? Ársfundur Alþýðusambands Íslands stendur yfir. Hver er framkvæmdastjóri þess? Svörin eru á bls. 22. 1. 2. 3. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.47 -0.44% Sterlingspund 136.47 -0.21% Dönsk króna 11.62 -0.08% Evra 86.32 -0.08% Gengisvístala krónu 129,67 -0,47% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 316 Velta 3.765 milljónir ICEX-15 1.292 -0,13% Mestu viðskipti Baugur Group hf. 223.787.645 Bakkavör Group hf. 105.431.624 Pharmaco hf. 104.249.542 Mesta hækkun Frumherji hf. 8,33% Síldarvinnslan hf. 6,86% Íslenskir aðalverktakar hf. 5,17% Mesta lækkun Marel hf. -2,33% SÍF hf. -2,17% Þróunarfélag Íslands hf. -1,88% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8423,7 0,00% Nsdaq*: 1330,5 0,30% FTSE: 4004,7 0,10% DAX: 3155 1,30% Nikkei: 8640,5 -1,30% S&P*: 888,6 -0,20% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.