Fréttablaðið - 01.11.2002, Page 24

Fréttablaðið - 01.11.2002, Page 24
Nú eru 54 dagar til jóla og nóvem-bermánuður genginn í garð. Til forna hétu mánuðir nöfnum sem minntu á þær aðstæður eða þau verkefni sem biðu fólks á hverjum árstíma: Heyannir, mörsugur, ýlir. Samkvæmt þessu ætti nóvember nú að heita „nagladekkjamánuður“ og desember gæti heitið „eyðslukló,“ janúar „skuldadagar“ og febrúar „prósakkgleypir.“ ÞAÐ setur alltaf að mér soldinn kvíða þegar minnst er á jólagjafir. Ekki svo að skilja að mér finnist kvíðvænlegt að velja þær gjafir sem ég ætla mér að gefa, heldur hef ég áhyggjur af því að þeir sem ætla að gleðja mig lendi í einhverju fári og vitleysu í jólastressinu og kaupi eitt- hvað sem mig langar alls ekki í fyrir peninga sem þeir hafa alls ekki efni á að eyða. Í FYRRA fékk ég til dæmis rándýrt rafmagnstæki sem lítur út eins og gasgríma. Maður spennir þetta á sig og stingur í samband og þá fara ótal gúmmítitrarar á hreyfingu og taka til við að nudda á manni augnalokin utanverð. Í leiðarvísinum segir að þetta sé óbrigðult ráð við stressi en mín reynsla er sú að þegar ég set á mig tækið spennist ég allur upp og óttast að kettirnir mínir haldi að ég sé geimvera og ráðist á mig þar sem ég ligg varnarlaus með höfuðið inni í þessari stressmulningsvél sem með hávaða og hristingi framkallar dúndrandi höfuðverk á augabragði. ANNARS hef ég ekki svo miklar áhyggjur af því að ættingjar og vinir steypi sér út í einhverja vitleysu mín vegna þessi jólin. Ég hef meiri áhyggjur af ríkisstjórninni, því ég hef sterkan grun um að núna á kosn- ingavetri ætli hún að gefa mér ein- hverja risagjöf til að sýna hvað henni þykir í raun og veru vænt um mig. Og svo veit ég að hún verður í jólaösinni með tólf og hálfan millj- arð af rússneskum bjórpeningum í vasanum sem hún fékk fyrir Lands- bankann. Einhver sagði mér að hún væri að pæla í að láta steypa upp handa mér „menningarhús“ vítt og breitt um landsbyggðina! Fyrir tólf og hálfan milljarð króna er hægt að fá skuggalega marga rúmmetra af steinsteypu. En hvern langar í stein- steypu í jólagjöf? Það þætti mér vera alger steypa, jafnvel þótt stjórnin sé múruð í augnablikinu.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Farðu beina leið í Frjálsa! A B X / S ÍA www.fr jals i . is Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á annað ár boðið hagstæðustu bílalánin. Í tilefni af 20 ára afmæli bankans gerum við nú enn betur og bjóðum bílalán án lántökugjalds, fram að næstu áramótum.1) Algengasta lántökugjaldið er 3% af lánsupphæð. Miðað við milljón króna lán eru það því 30.000 kr. sem þú losnar við að greiða í aukakostnað. Þú getur reiknað dæmið og sótt um bílalán á www.frjalsi.is eða hjá bílaumboðunum. Þú getur einnig komið í Sóltún 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is og fengið allar nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. 1) Bílalán með veði í bifreið getur numið allt að 75% af kaupverði til allt að 84 mánaða. Lánað er 100% af bílverði til allt að 96 mánaða ef bílalánið er með veði í bifreið og bakveði í fasteign. Heildarveðhlutfall fasteignar með bílaláni má mest vera 90% af verðmæti fasteignar. Sjá nánari skilyrði fyrir lántöku á www.frjalsi.is. Lánsupphæð 60 mánuðir 72 mánuðir 84 mánuðir 96 mánuðir 1.000.000 kr. 20.401 kr. 17.612 kr. 15.620 kr. 14.126 kr. Dæmi um mánaðarlega meðalafborgun af 1.000.000 kr. miðað við jafnar afborganir án verðbóta: FR JÁ LS IF JÁ R FE ST IN GA RBANKINN 1982–2002 ára Hagstæðasta bílalánið og ekkert lántökugjald til áramóta Steypa Bakþankar Þráins Bertelssonar Drif á öllumGullmolar Lækkað verðNýkomnir Gott á bilathing.is Númer eitt í notu›um bílum!Laugavegi 170–174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Rekstrarleiga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.