Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 1
-það er kaffið! Taktu þátt í Gevalialeiknum. Klipptu út þrjú strikamerki og sendu með póstkorti sem þú færð í næstu verslun. Sér› flú draumafer› í kaffibollanum? PERSÓNAN Var fyrir- myndarunglingur bls. 30 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 8. nóvember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 14 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD LEIKHÚS Leikritið Halti Billi eftir Martin McDonagh verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikstjóri verksins er Þór- hallur Sigurðsson. Frumsýning í Þjóðleikhúsinu HÁSKÓLI Fjórtán opnir fyrirlestrar verða á árlegum rannsóknardegi Háskólans í Reykjavík. Fyrirlestr- arnir verða um rannsóknir á fræða- sviðum lögfræði, tölvunar- fræði/upplýsingatækni og við- skipta. Þeir hefjast klukkan 12. Fjórtán opnir fyrirlestrar SKIPULAGSÞING Skipulagsstofnun boðar til Skipulagsþings undir heit- inu mótun umhverfis til framtíðar. Þingið er haldið á Hótel Sögu og stendur í tvo daga. Mótun umhverfis til framtíðar TÓNLEIKAR Í tilefni af útkomu Svörtu plötunnar: Higher Ground verða tónleikar í Loftkastalanum. Þar koma meðal annars fram Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkrans, Mar- grét Eir, Þórunn Antonía og Magn- ús Þór Sigmundsson. Hærra plan VERÐLAUN Jarðfræðingur skrifar smásögur Málningar dagar 20-40% afsláttur DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað máli ökumanns sem tekinn var grunaður um ölvunarakstur aftur til Héraðsdóms. Maðurinn var stöðvaður á Vest- urlandsvegi á móts við Korpúlfs- staði. Hann hafði þá ekið úr Mýra- sýslu. Lögreglumaður ók bíl manns- ins niður á lögreglustöðina á Hverfisgötu, en sá grunaði sat í farþegasætinu. Við sýnatöku reyndist áfengisinnihald í blóði mannsins vera 2,23 prómill. Mað- urinn bar að hann hefði drukkið áfengisblandaðan sveskjugraut á meðan lögreglumaðurinn ók í bæ- inn. Hæstiréttur sagði að telja yrði með ólíkindum að maðurinn hefði „sem farþegi í framsæti við hlið lögreglumanns, neytt alls þess áfengis er mældist í blóði hans, á þeim tíma sem tekur að aka frá Korpúlfsstöðum að Hverfisgötu.“ Héraðsdómur var átalinn fyrir að taka ekki mark á vitnum sem sögðu manninn hafa verið áber- andi ölvaðan. Lögregla var átalin fyrir að flytja manninn með áður- greindum hætti í yfirheyrslu og fyrir að hafa ekki tekið sýni af nefndri sveskjugrautsfernu.  Hæstiréttur skipar héraðsdómi að dæma aftur í máli ökumanns: Kenndi um áfengum sveskjugraut úr fernu UMHVERFISMAT Stefán Gunnar Thors, deildarstjóri hjá VSÓ, rit- stýrði umdeildri skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna Norð- lingaölduveitu og var tengiliður VSÓ og Landsvirkjunar. Það þykir gagnrýni- vert í því ljósi að Stefán Gunnar er sonur Stefáns Thors skipulagsst jóra , sem hafði með höndum að úr- skurða um virkjun- arframkvæmdir á grundvelli skýrslunnar. Að ósk skipulags- stjóra var tilkynnt þann 23. apríl í ár að sonur hans yrði ekki lengur tengiliður í málinu. Landvernd hef- ur í kæru sinni til umhverfisráð- herra vegna úrskurðar skipulags- stjóra bent á þessi tengsl. „Land- vernd telur að það hafi verið mjög óheppilegt að sonur skipulags- stjóra hafi verið ritstjóri mats- skýrslunnar og tengiliður Lands- virkjunar við Skipulagsstofnun. Í matsskýrslunni koma fram rök- semdir Landsvirkjunar fyrir því að framkvæmdin megi fara fram. Stjórnsýslulögin eru til þess að koma í veg fyrir að svona tengsl hafi áhrif á niðurstöðu ákvörðun- ar,“ segir Katrín Theodórsdóttir, lögmaður Landverndar í þessu máli. Stefán Gunnar staðfesti við Fréttablaðið að hann hafi ritstýrt umræddri skýrslu en taldi fráleitt að tengsl hans og skipulagsstjóra hefðu haft áhrif á gerð skýrslunn- ar. Hann benti á að umhverfisráð- herra hefði úrskurðað um það fyr- ir nokkrum árum að tengsl þeirra feðga skiptu ekki máli í málum sem snúa að VSÓ og Skipulags- stofnun. „En í þessu tilviki þótti eðlilegt að ég viki þar sem um er að ræða jafn heitt mál og umhverfismat vegna Norðlingaölduveitu er,“ sagði Stefán Gunnar. Hann benti jafnframt á að vinna við skýrsluna væri teymisvinna sem margir kæmu að. Aðspurður sagði hann að skýrslan væri vel unnin og að ekk- ert væri óeðlilegt við að Lands- virkjun hefði afskipti af einkunn- agjöf og framsetningu. Hann sagði að þeir vísindamenn sem vitnað er til í skýrslunni hefðu í ferlinu haft tækifæri til að koma með athuga- semdir við framsetningu niður- staðna sinna. „Stjórnsýslu- lögin eru til þess að koma í veg fyrir að svona tengsl hafi áhrif á niðurstöðu ákvörðunar“ NIÐURRIF Á LAUGAVEGI Framkvæmdir eru hafnar við að hreinsa til þar sem stórbruninn varð á Laugaveginum. Lögregla hefur verið í vandræðum með að komast að bakhúsunum til vettvangsrannsókna og hefur ekkert nýtt komið fram við rannsókn málsins. Ritstýrt af syni skipulagsstjóra FÖSTUDAGUR 222. tölublað – 2. árgangur Fráleitt að tengslin hafi áhrif, segir Stefán Gunnar Thors, verkfræðing- ur hjá VSÓ og sonur skipulagsstjóra sem ritstýrði skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Landvernd kærði og benti á tengslin. REYKJAVÍK Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað. Hiti 1 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Léttskýjað 3 Akureyri 5-10 Léttskýjað 5 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 5 Vestmannaeyjar 5-10 Bjartviðri 6 ➜ ➜ ➜ ➜ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÁRNI JOHNSEN „No comment - ekki punktur.“ Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi: Árni John- sen á borði kjörnefndar STJÓRNMÁL Hugsanlegt framboð Árna Johnsen, fyrrum alþingis- manns, hefur verið til umræðu á fundum kjörnefndar sjálfstæðis- manna í Suðurkjördæmi en nefnd- in mun stilla upp framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar og kynna hann í lok mánaðarins: „Staða Árna Johnsen hefur verið rædd í nefndinni og nafn hans þar borið á góma eins og fjöl- margra annarra eins og gefur að skilja,“ segir Ellert Eiríksson, for- maður uppstillingarnefndarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. „En öll okkar störf eru unnin í trúnaði og við stefnum að því að stilla upp og kynna trúverð- ugan og góðan framboðslista,“ segir hann. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði og for- maður kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi, fer varlegar í sakirnar og segir: „Menn ræða ýmislegt.“ Sjálfur situr Árni Johnsen hjá og neitar að svara spurningum um hugsanlegar óskir sínar um að fá sæti á listanum sem hann leiddi fyrir síðustu kosningar, jafnvel heiðurssætið: „No comment - ekki punktur,“ segir hann.  sjá einnig bls. 4. rt@frettabladid.is bls. 28 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 62% 69%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.